Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2001 FÖSTUPACUR SPURNING DAGSINS Hvaða ráðleggingar gefur þú ökumönnum fyrir helgina? Hafa hraðann hæfilegan, fara varlega í framúrakstur, ekki fara framúr þar sem er heil óbrotin lína, því þar er ekki tæknilegur möguleíkí á að sjá nægilega það sem framundan er. Síðan á að spenna beltin og áfengi og akstur fara ekki saman, fólk verð- ur lika að gæta vel að því morguninn eftir áfengisneyslu. Svo er mjög óráðlegt að halda þreyttur í langan akstur. Sigurður Helgason er upplýsingafulltrúi umferðarráðs SIGURBJÖRN SVEINSSON Greiðsla fyrir rekstrarkostnað skýrir mis- munandi háar greiðslur. Greiðslur fyrir læknis- þjónustu: Háls-, nef og eyrnalæknar hæstir HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA HálS-, nef Og eyrnalæknar fengu hæstu meðal- talsgreiðsluna um 14,4 milljónir króna frá hinu opinbera í fyrra. Næstir koma svæfingar- og gjör- gæslulæknar með um 11,8 millj- ónir króna og síðan augnlæknar með um 11,6 milljónir. „Töluvert af vinnu háls-, nef og eyrnalækna fer fram utan sjúkra- húsa fyrir þeirra eigin reikning. Og þeir framkvæma aðgerðir, eru í raun og veru skurðlæknar, og þurfa að reka skurðstofur með heilbrigðisstarfsfólki. Þessar greiðslur felast í því, að greiða fyrir þennan rekstrarkostnað,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, for- maður Læknafélags íslands. Heildargreiðslur til lækna á síðasta ári námu um 8,1 milljarði króna. í nýrri úttekt ríkisendur- skoðunar segir, að þegar greiðslur til lækna í einstökum greinum eru skoðaðar, kemur í ljós allmikill munur milli sérgreina. í þessum tölum er enginn kostnaður dreg- inn frá sem getur skýrt muninn milli lækna innan sérgreinanna. Sérfræðingar sem reka eigin læknastofu bera allan rekstrar- kostnað af þeim og fá því hærri greiðslur heldur en ef þeir væru launþegar. Ef borið er saman við árið 1992 sést að háls-, nef- og eyrnalæknar fengu einnig hæstu meðaltals- greiðsluna frá opinberum aðilum. Sú greiðsla nam 7,6 milljónum króna. Sérgrein lækna Fjöldi Meðal greiðslur í þús. kr. 1. Háls-, nef- og eyrnalæknar 16 14.365 2. Svæfinga- og gjörgæslulæknar 47 11.786 3. Augnlæknar 27 11.591 4. Þvagfæralæknar 12 11.362 5. Húð- og kynsjúkdómalæknar n 10.964 6. Bæklunarlæknar 32 10.815 7. Rannsóknalæknar 9 10.736 8. Lýtalæknar 9 10.345 9. Fæðingar- og kvensjúkdómalæknar 36 10.282 10. Skurðlæknar 45 10.228 Árni Johnsen: Sagði af sér þingmennsku alþingi Árni Johnsen hefur sagt af sér þingmennsku. Hann segir í til- kynningu að hann hafi leitað skýr- inga á hrapallegu hliðarspori. Hann segir brot sín blasa við öll- um og engum en sér sé um að kenna. Árni segir ýmsa hafa seilst eins langt og þeir geti til að koma á sig höggi. Orðrétt segir þing- maðurinn fyrrverandi: „Þið, sem þekkið þig best, vitið sjálfsagt að sú ákvörðun er mér næstum óbærileg. Þingmennskan hefur verið mér miklu meira en starf. Hún hefur verið mér hálft lífið, áskorun um að leggja mig allan fram, þjóna sem best hagsmunum og heill umbjóðenda minna og greiða götu þeirra á alla lund.“ í lok yfirlýsingar sinnar segir Árni: „Ég veit að það verður ekki létt eða auðvelt að vinna traust ÁRNI JOHNSEN Ýmsir hafa orðið til að seilast svo langt sem verða má til að koma á mig höggi, þar sem ég stend höllum fæti. ykkar og fullan trúnað á ný. En ekkert þrái ég heitar á þessari stundu. Ég þakka þá hlýju og vin- áttu sem þið hafið sýnt mér í þessu harða hreti á hásumri." ■ Tækninýjung í lækna- heiminum: Gleypanleg myndavél washington. AP. Bandarísk stjórn- völd hafa ákveðið að leyfa notkun lítillar myndavélar sem sjúklingar geta gleypt til þess að læknar geti séð innyfli þeirra vegna þarma- vandamála sem þeir hafa. Mynda- vélin, sem veldur engum sársauka, ferðast í gegnum meltingarveginn með því að nota þráðlausa tækni sem sendir litmyndir tilbaka af inn- yflunum sem læknarnir rannsaka síðan. Það var fyrirtækið Giyen Imaging Ltd., sem staðsett er í ísr- ael, sem hannaði vélina og hefur hún þegar vakið mikla athygli í læknaheiminum. ■ Hflaut dóm fyrir þjóðar- morð Bosníu-Serbinn Krstic hlaut 46 ára fangelsis- dóm. Líklegt að Karadzic og Mladic yrðu líka dæmdir sekir um þjóðarmorð. FYLGST MEÐ UPPKVAÐNINGU DÓMSINS Þessar konur, sem allar lifðu af hildarleikinn í Srebrenica, fylgdust spenntar með upp- kvaðningu dómsins í beinni útsendingu í gær. haag. ap Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í gær Radislav Krstic, hershöfðinga í her Bosníu-Sera, sekan um þjóðarmorð og hlaut hann 46 ára fang- elsisdóm fyrir hlutdeild sína í fjöldamorðum og nauðungarflutn- ingum í Srebren- ica árið 1995. Þetta er í fyrsta sinn sem maður er dæmdur sekur um þjóðarmorð í Evr- ópu frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar, en átta manns hafa hlotið dóm fyrir þjóðar- morð vegna fjöldamorðanna í Rúanda. Nenad Petrusic, verjandi Krstics, segir að dómnum verði áfrýjað, bæði sektarúrskurðinum sem og lengd fangelsisvistarinnar. Hvað er þjóð- armorð? Samkvæmt al- þjóðalögum er þjóðarmorð skilgreint sem „athöfn sem framin er í því augnamiði að eyða, að öllu leyti eða að hluta til hópi fólks af til- teknu þjóð- erni, þjóð- flokki, kyn- þætti eða trúflokki" RADISLAV KRSTIC Fyrsti maðurinn sem hlýtur dóm fyrir þjóðarmorð vegna stríðsins í Bosníu. Krstic er æðsti yfirmaður í her Bosníu-Serba sem til þessa hefur komið fyrir dómstólinn, en hann hefur jafnan neitað allri ábyrgð á því sem gerðist og segir að yfirmaður sinn, Ratko Mladic hershöfðingi, hafi gefið skipan- irnar. Dómstóllinn taldi engu að síður að Krstic hafi á sínum tíma verið fullljóst að fjöldamorð áttu sér stað og sem yfirmaður í hern- um beri hann ábyrgð á atburðun- um. í dómsorðunum segir að vís- vituð ákvörðun hafi verið tekin um að drepa alla karlmenn í Srebrenica eftir að hersveitir Serba höfðu tekið borgina, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu út- nefnt sérstakt verndarsvæði í Bosníustríðinu. Þúsundir kvenna, barna og gamalmenna voru flutt nauðungarflutningum frá Srebr- enica. „Niðurstaðan var óumflýjan- leg útrýming allra Bosníu-mús- lima í Srebrenica," segir dóm- stóllinn. „Það sem var þjóðernis- hreinsun varð að þjóðarmorði." Úr því að Krstic var dæmdur sekur um þjóðarmorð má telja allar líkur á því að bæði Radovan Karadzic, hinn pólitíski leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic hershöfðingi, verði einnig dæmd- ir sekir um þjóðarmorð komi mál þeirra til kasta dómstólsins. ■ Fyrri helmingur ársins: V öruskiptahalli minni efnahagslíf Vöruskiptahallinn á fyrri helmingi þessa árs er 9,8 milljarðar króna samanborið við 17,3 milljarða á sama tíma í fyrra. í fréttum fjármálaráðuneytisins segir að þetta gefi til kynna að efnahagslífið sé að leita jafnvæg- is á ný og vöruskiptahalli fari ört minnkandi með hverjum mánuði sem líður. Hagstæðari vöruskiptajöfnuð má rekja til aukins útflutnings, en heildarútflutningsverðmæti var um 19 milljörðum hærra en í fyrra. Tæplega helming aukning- arinnar má rekja til sjávarútvegs og um þriðjung til aukins álút- flutnings. Verðmæti innflutnings dróst saman um 3% að raungildi. Mestu munar um að innflutning- ur neysluvara minnkaði um tæp- lega 17% og er samdráttur í bíla- innflutningi mestur. í fréttum ráðuneytisins segir að af þessum tölum megi ráða að spá Þjóðhagsstofnunar, um tæp- an 39 milljarða vöruskiptahalla á árinu öllu, stæðist tæplega. Sennilegra sé að hallinn verði umtalsvert minni. ■ MEIRA ÚT, MINNA INN Innflutningur á neysluvörum hefur dregist saman og munar þar mestu um samdrátt í bílainnflutningi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.