Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 5. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR SVONA ERUM VIÐ LAUN EINSTAKLINCA ÞEGAR TEKIN ERU SAMAN I SKATT- FRAMTÖLUM EINSTAKLINGANNA LAUNAGREIÐSLUR Á HVERJU ÁRI ER HÆGT AÐ SJÁ HVERNIG ÞESSAR GREIÐSLUR HAFA HÆKKAÐ SlÐAST LIÐIN FIMM ÁR. TÖLURNAR HÉR AÐ NEÐAN ERU I MILUÓNUM KRÓNA. 350 300 250 200 150 100 50 ~ 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Umferðarmál: Tugur manna slasast daglega UMFEWÐIN Nálega tugur manna slasast daglega í umferðinni hér- lendis. Karlar valda næstum helmingi fleiri slysum en konur og munurinn er enn meiri ef ald- urshópurinn 17-20 ára er aðeins skoðaður. Þetta kemur meðal ann- ars fram í nýjum tölum frá VÍS. Þar kemur einnig fram að heildar- tala slasaðra á síðasta ári var yfir 3.500 manns og að 65% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru karlar. Samkvæmt nýj- ustu skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa er of hraður akst- ur algengasta ástæða banaslysa í umferðinni ef frá er talin sú ástæða að bflbelti er ekki notað. Framundan er verslunarmanna- helgin og ekki úr vegi að fólk taki þessar tölur til athugunar, aki hægar og noti bílbelti. ■ —♦— Hæstiréttur í Alabama: Minnisvarði um boðorð- in tíu af- hjúpaður MONTCOMEWY. ALABAMA. AP. RÚm- lega 2000 kílóa þungur og tvegg- ja metra hár minnisvarði tileink- aður boðorðunum tíu hefur verið afhjúpaður í sal hæstaréttar Ala- bama-fylkis í Bandaríkjunum. Deilur hafa lengi verið uppi í Bandaríkjunum um hvort hafa eigi boðorðin til sýnis í skólum eða á opinberum stöðum og hefur m.a. verið vísaði í ákvæði í stjórnarskránni um aðskilnað ríkis og kirkju. Auk boðorðanna eru tilvitnanir grafnar í minnis- varðann frá forfeðrum Banda- ríkjanna þar sem þeir styðja það að boðorðin skuli notuð sem grundvöliur laga. ■ [löcreglufréttir Blönduóslögreglan á von á miklum fjölda fólks á Kántrí- hátíðina á Skagaströnd. „Við fáum aðstoð frá Reykjavík. Það er ómögulegt að segja hversu margir koma - það fer eftir veðri - en spáin er ágæt,“ sagði lög- reglukona á Blönduósi. —«— Miðstöð lögreglunnar á Vest- fjörðum verður á ísafirði - en starf allra lögreglutöðva á Vestfjörðum og Búðardal verður stjórnað þaðan. Fj ármálaeftirlitið: Virða þarf kínamúra VEWÐBWÉF „Það er skylda fjár- málafyrirtækja samkvæmt lög- um að setja sér ákveðnar reglur um verðbréfaviðskipti sem þurfa í framhaldinu staðfest- ingu frá okkur,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, en stofnunin gaf nú í vikunni út leiðbeinandi tilmæli um verðbréfaviðskipti til fjármálafyrirtækja. Þar eru þau minnt á gildandi reglur um ýmis atriði, svo sem viðskipti með óskráð verðbréf, kínamúra á milli deilda og viðskipta milli eignarhluta fjármálafyrirtækja. PÁLLGUNNAR PÁLSSON Misbrestur hefur orð- ið á að reglum um verðbréfaviðskipti hafi verið fylgt. Hann tekur fram að nokk- uð hafi borið á því að reglur séu brotnar, án þess að nefna einstök dæmi. Páll neitar því ekki að miklar hækk- anir á gengi hlutabréfa undir lok upp- gjörstímabila, samanber ný- leg viðskipti Búnaðarbankans við sjálfan sig með bréf ÚA, séu ein af birting- armyndum þessa. Tilefni til- mælanna sem Fjármálaeftirlitið gefur nú út sé þó frekar að bregðast við lengri sögu. Að auki voru gefin út tilmæli um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja með hlutabréf fyrirtækja. „Við viljum gera aðilum ljóst fyrirfram við hverskonar við- skipti við munum gera athuga- semdir við á grundvelli nýlegra laga um verðbréfaviðskipti,“ segir Páll Gunnar. ■ Blönduós: Maður tekinn með fíkniefni LÖCWEGLUMÁL Maður var tekinn með fíkniefni og áhöld til fíkni- efnaneyslu um ellefuleytið í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi komst upp um mann- inn þegar lögreglan viðhafði reglubundið eftirlit en grunur lék á að ekki væri allt með felldu. Maðurinn sem var á leið norður viðurkenndi að vera eigandi efnis- ins en tveir voru í bflnum. Hann var færður til yfirheyrslu en var sleppt að því loknu. Málið telst að fullu upplýst. ■ Umferðarþungi mikill um eftirmiðdaginn Mesta umferðarhelgi ársins framundan. Löggæsla tvöfaldast á mörgum stöðum. Lagt til að þeir sem ætla að leggjast í ferðalög verði snemma á ferðinni. VEBSLUNAWMANNAHELCIN Verslunar- mannahelgin er framundan og má segja að hún hefjist formlega í dag. Búast má við því að flestir landsmenn bregði sér af bæ og leggist í ferðalög þessa helgi. Fréttablaðið kannaði á nokkrum stöðum á landinu hvenær búast mætti við að mesti umferðar- þunginn yrði og talaði m.a. við Richarð J. Björgvinsson, aðal- varðstjóra umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavík. „Það má búast við því að strax upp úr fjög- ur fari umferð töluvert að aukast. Við ætlum að vera með aukalið staðsett á Vesturlands- og Suður- landsvegi bæði á bifreiðum og bifhjólum og einnig verðum við í góðu samstarfi við löggæsluna á Vesturlandi og á Suðurlandi.“ Richarð sagði hraðamælingar verða öflugar og einnig að gripið yrði inn í ef eitthvað athugavert væri við búnað bifreiða. „Það sjá allir sem ferðast um landið að fellihýsi eru orðin ansi fyrirferð- armikil og að þau séu jafnvel breiðari en fólksbílarnir. Við leggjum mikla áherslu á að bílar séu búnir framlengdum hliðar- speglum þannig að þeir geti fyl- gst með hvað sé að gerast í um- ferðinni fyrir aftan.“ Richarð sagði lögregluembættum víða um land hafa verið send fyrirmæli um að fylgjast vel gangi mála. Hann vildi einnig koma því á framfæri að í gær hafi verið sett- ar upp hraðamyndavélar í Hval- fjarðargöngunum og að þar yrði fylgst vel með hraðanum. Þess má geta að hámarkshraði í göng- unum er 70 kílómetra á klukku- stund. Lögreglan í Borgarnesi sagð- ist búast við því að umferðar- þunginn yrði orðinn ansi mikill um þrjúleytið á föstudeginum og vildi viðmælandi Fréttablaðsins ráðleggja fólki að vera snemma í því. Það sama var að heyra á lög- reglunni á Blönduósi sem taldi að umferðarþunginn yrði kom- inn í hámark um þrjúleytið og að hann myndi standa tíl ellefu um kvöldið. Sagði talsmaður lög- reglu löggæsluna tvöfaldast yfir verslunarmannahelgina. Fréttablaðið hafði samband við lögregluna á Selfossi sem sagði umferð aukast um leið og vinnu lyki eða upp úr fjögur og stæði fram á kvöld. Þar um slóð- ir verður reglubundið eftirlit meira en á öðrum tímum. kolbrun@frettabladid.is MIKIL UMFERÐ Það fólk sem ætlar sér að ferðast um helgina er bent á að leggja snemma af stað til að losna við mesta umferðarþungann sem talinn er að hefjist um þrjúleytið í dag. Tölvuormurinn Gode Red: Hefur Vcildið skemmdum á 135 þúsund tölvum WASHINCTON. AP. Tölvuormurinn Code Red hefur valdið skemmd- um á um 135 þúsund tölvum um allan heim og er það minni skaði en búist hafði verið við. Ormurinn ræðst á tölvur sem tengdar eru Netinu og eru með Microsoft NT eða Windows 2000 stýrikerfi. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið varð að loka fyrir aðgang al- mennings að netsíðum sínum, að- eins viku eftir að það lokaði í ör- yggisskyni fyrir flestar síður sín- ar sem tengdust hernum. Ólíkt öðrum tölvuvírusum, sem þurfa á fólki að halda til að breiða út vírusinn í aðrar tölvur, þá breiða tölvuormar sig út sjálfir. í flestum tilfellum valda þeir hins vegar ekki skemmdum á heimilistölv- um. Þegar útbreiðsla tölvuorms- ins hófst fyrir alvöru óttuðust ráðamenn að hann myndi hafa svipuð áhrif og þegar hann fyrst kom fram þann 19. júlí sl. þegar hann biftist í yfir 250 þúsund tölvukerfum um heim allan, en svo hefur þó ekki orðið. Tölvusér- fræðingar hafa þó varað við því að Code Red hafi ekki enn sungið sitt síðasta og geti enn valdið miklum skaða. ■ GREINIR FRÁ ORMINUM Öryggisfulltrúi frá Microsoft svarar spurningum fréttamanna á blaða- mannafundi sem haldinn var I Washington nýlega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.