Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 10
I IAB1 /A)\\) 10 FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR I H Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvasðinu. Fyrirtaeki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum én-endurgjalds. Vegna full- yrðinga RUV um Stöð 2 Frá Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Norðurljósa: FJÖLMIÐLAR „Vegna rangfærslna í frétt Ríkissjónvarpsins um mál- efni Norðurljósa er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Um síðustu áramót voru lang- tímaskuldir Norðurljósa um 6,1 milljarðar króna. Erlend lán eru um 60% af heildarlangtímaskuld- um félagsins. Á þessu ári hafa langtímaskuldir hækkað um 545 m.kr. vegna gengisbreytinga og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Eins og mörg fyrirtæki sem eru með langtímalán í erlendri mynt þá hafa Norðurljós átt í viðræðum við erlenda viðskiptabanka sína um breytingar á greiðslufyrir- komulagi langtímaskuldbindinga sinna og er frestun á afborgun lána í júní hluti af þeim viðræð- um. í viðræðum við erlenda við- skiptabanka félagsins hefur aldrei komið til tals að sú samein- ing sem átt hefur sér stað innan Norðurljósa gangi til baka í einu eða öðru formi. Fullyrðingar þess- ar í frétt Ríkissjónvarpsins eru rangar. Það er umhugsunarvert að Rík- issjónvarpið skyldi ekki sjá ástæðu til að bera þessi atriði und- ir forráðamenn Norðurljósa áður en fréttin var skrifuð. Fréttamað- ur hafði samband við forstjóra fyrirtækisins síðastliðinn mánu- dag og hafði fyrst og fremst áhuga á áskriftartekjum fyrir- tækisins, en minntist ekki á þau atriði sem að ofan greinir. Slík vinnubrögð eins og í máli þessu vekja furðu, sérstaklega í ljósi þess að fréttastofan sér ekki ástæðu í frétt sinni til að upplýsa hverjar heimildir hennar eru.“ ■ hamingju dagar CITROÉN 16. júlí-3. ágúst 2001 Hvað komfyrir drenginn? Eg skil ekki hvað hefur komið fyrir drenginn, sagði Davíð Oddsson, þegar hann lýsti von- brigðum sínum yfir því hvernig komið er fyrir Árna Johnsen. Þar mælti hann sjálfsagt fyrir hönd allra sem lengi hafa starfað með manninum sem í gær sagði af sér þingmennsku. Þetta er fólkið sem bar traust til Árna; traust sem hann misnotaði með fjárdrætti sínum og blygðunarlausum tilraunum til að dylja slóðina. Það er von að vinir Árna líti svo á að fjárdrátturinn hafi verið afleiðing stundarbrjál- æðis, eða einhverrar torkennilegr- ar veirusýkingar, sem skyndilega firrti vininn traustri dómgreind og breytti honum í síbrotamann um tveggja mánaða skeið. Steingrímur Hermannsson hélt spjaldskrá yfir nöfn bænda og búal- iðs í Vestfjarðakjördæmi og fjós- byggingar þeirra og fjárfelli til að geta leikið hlutverk fjölskylduvin- arins þegar hann kom í heimsókn fyrir kosningar. Það var ekki svona sem Árni vann hylli kjósenda sinna. Hann var aldrei þaulsætinn í þingsölum og það var vegna þess að hann var á eilífu iði um kjördæmi sitt og hitti sína umbjóðendur á fjögurra vikna en ekki fjögurra ára fresti. „Það þekkja allir Árna. Hann er hress kall með stórt hjarta,“ sagði sunnlenskur trésmiður sem ég talaði við í síma um daginn. Mér er sagt að víða á Suðurlandi séu myndir af Árna hafðar uppi á vegg innan um ferminga- og brúðkaups- J\áábnaniia Pétur Cunnarsson skrifar um mál Árna Johnsen myndir barna, tengdabarna og barnabarna. Aðrir stjórnmálamenn eru bara nöfn, myndir og raddir í fjölmiðlum, sem birtast skyndilega og vandraeðalega þegar stóratburð- ir verða. í hinum árlega fjárdrætti sem fram fer við réttirnar á haustin tóku hinir feimnislega undir meðan Árni hélt uppi fjörinu og spilaði og söng; nótulaust eins og ævinlega. Það er þess vegna stór hópur sem á um sárt að binda í máli Árna og það fólk er ekki bara að leggja mat á það sem Árni gerði heldur líka eigin mannþekkingu. Við gæt- um öll staðið í þeim sporum og höf- um flest gert. Þá er sársaukaminnst að leita skýringa sem firra mann sjálfan ábyrgð og allir velviljaðir menn hljóta í raun og veru að vona að allt sé þetta bara einhverri ban- settri veiru að kenna. Það kemur kannski í ljós. En fyrst þarf að skoða málið og draga alla þræði þess fram í dagsljósið en ekki fela í leynilegum lögregluskýrslum. Meðan það ferli rennur sitt skeið fer vel á því að þeir sem eiga um sárt að binda haldi sig til hlés og hafi ekki áhrif á atburðarásina. ■ tssssssMXpíJjmin'M Dómstólar með lokaorðið Vonum að Kárahnjúkamálið þurfi ekki að fara alla leið til dómsvalda, segir Árni Finnsson. Leitum væntanlega réttar okkar ef þörf krefur, segir Olöf Guðný Valdimarsdóttir. Dómstólar eiga fullnaðarmat um nánast allar gerðir stjórnvalda, segir Gísli Tryggvason. umhverfismat Eftir 5. september nk. mun umhverfisráðherra hafa um tvo mánuði til að fara yfir hugsanlegar kærur vegna stjórn- valdsúrskurðar Skipulagsstofnun- ar á umhverfismati Kárahnjúka- virkjunar og taka ákvörðun. Úr- skurður ráðherra yrði þannig birtur í byrjun nóvember. Hags- munaaðilum, þ.e. náttúruverndar- samtök eða framkvæmdaraðilar, er í framhaldinu frjálst að leita til dómstóla til að hnekkja úrskurði ráðherra. „Ég vona að málið þurfi ekki að fara alla leið til dómstóla, að stjórnvöld sjái að sér í tæka tíð,“ segir Ólöf Dagný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, og tekur fram að samtökin muni ekki sætta sig við að vísindaleg rök skipu- lagsstjóra verði lögð til hliðar. Málið snúist að miklu leyti um þá leynd sem verið hefur yfir raun- verulegri arðsemi virkjunarinnar, en án slíkra upplýsinga geti Landsvirkjun ekki fært gild arð- semisrök. Líta verði á það sem eina af meginforsendum niður- stöðunnar að þar sem nákvæmar upplýsingar um stofnkostnað virkjunarinnar og orkuverð til ál- vers skorti sé ekki efni til að ályk- ta að þjóðhagslegur ávinningur vegi upp fórnarkostnað umhverf- israsks. Árni Finnsson, hjá Náttúru- verndarsamtökum íslands, telur að rökstuðningi Landsvirkjunar um arðsemi virkjunarinnar hafi alltaf verið ábótavant. „Fullyrð- ing Landsvirkjunar var í skötulíki og ekki rökstudd með neinum hætti í skýrslunni, það var ein- göngu huglægt mat skýrsluhöf- undanna,“ segir Árni. Hann bend- ir á að lögin um mat á umhverfis- áhrifum séu byggð á tilskipun frá Evrópusambandinu og þannig sé það á grundvelli samræmdrar evrópskra löggjafar sem um- hverfismatinu hefur verið hafnað. Aðspurður segist Árni þeirrar skoðunar að komi málið á endan- um til dómstóla ættu þeir að geta fjallað efnislega um málið, ekki aðeins formlega. „Það er bæði hægt að hnekkja úrskurði á formsatriðum og efnis- atriðum,“ segir Gísli Tryggvason, héraðsdómslögmaður, og tekur fram að undanfarið hafi færst í vöxt að dómstólar taki stjórn- GÍSLI TRYGGVASON Dómstólar eiga fullnustumat á allar gerðir stjórnvalda. ÓLÖF DAGNÝ VALDIMARS- DÓTTIR Erfitt fyrir ráð- herra að leggja vísindaleg rök til hliðar. valdsúrskurði efnislegum tökum. Því betur sem úrskurðurinn sé rökstuddur og því meiri sérfræði- þekkingu sem þurfi því erfiðara sé fyrir dómstólana er að hnekkja slíkum úrskurði. „Það er meginregla að dómstól- ar eiga fullnaðarmat um nánast allar gerðir stjórnvalda," segir Gísli. matti@frettabladid.is ORÐRÉTT n* og það er þá gríðarmikil ákvörðun sem ókjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að taka á sínum kontór og mik- ill má máttur þeirra vera.“ Davíð Oddsson í kvöldfréttum RÚV, 1. ágúst. „Eftir úrskurð Skipulagsstofnun- ar nú og Samkeppnisráðs á síðasta ári er a.m.k. alveg ljóst, að sú lög- gjöf, sem þessar stofnanir byggj- ast á virkar eins og Alþingi hefur væntanlega ætlast til, því að eng- inn getur haldið því fram nú, að stofnanir á borð við þessar gangi erinda þeirra stjórnmálamanna, sem við völd eru hverju sinni. Hins vegar er alveg ljóst, að lögin um mat á umhverfisáhrifum gera beinlínis ráð fyrir, að lokaá- kvörðun sé í höndum ráðherra. Það er eðlilegt, því að ráðherra sækir umboð sitt til hins þjóð- kjörna Alþingis. Ráðherra sem gengur gegn ít- arlega rökstuddum úrskurði Skipulagsstofnunar verður að hafa mjög sterk rök fyrir slíkri ákvörðun." Leiðari Morgunblaðsins, 2. ágúst. „Mengunarverð Reyðaráls verður ... 1-2 milljarðar króna á hverju ári. Það er skatturinn, sem Reyðarál þarf að bera, ef íslensk stjórnvöld taka á sama hátt og aðrar ríkisstjórnir á Veturlöndum á kostnaði við nýja mengun stór- fyrirtækja. Þótt Island fái ókeypis mengunarkvóta við frágang Kyoto-bókunarinnar, er ekkert, sem segir að gefa eigi Reyðaráli þennan kvóta. Sjávarútvegurinn mun vafalaust telja sig standa nær slíkri fyrirgreiðslu ríkis- valdsins. Og bíleigendur telja sig þegar borga miklu meira. Hingað til hafa málsaðilar ekki reiknað með að þurfa að borga slíkar upphæðir. Þeir hafa verið að leika sér með óraunhæfar tölur um rekstrarkostnað Reyðaráls." Jónas Kristjánsson í leiðara DV. 2. ágúst. „Ég get ekki sagt að þessi úrskurður Skipulagsstofnunar komi mér sérstak- lega mikið á óvart eftir að hafa lesið umfjöllun Náttúru- verndar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og fleiri um málið. Mér sýnist að það sé mjög byggt á þeim urhsögnum." Halldór Ásgrímsson í Mbl., 2. ágúst. „Úrskurður Skipu- lagsstofnunar kem- ur mér ekki endi- lega á óvart að feng- inni reynslu af sam- skiptum við stofnan- ir sem vinna að skipulags- og nátt- úruverndarmálum. “ Smári Geirsson, Fjarðarbyggð. DV, 2. ágúst. „Erró vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Davíðs Oddssonar, forsæt- isráðherra, fyrir þá hugulsemi að hring- ja í eiginkonu hans til að spyrja um líð- an hans og bjóða fram aðstoð." Úr yfirlýsingu Túru Guðmundsson, dóttur Errós. Erró er „úr lífshættu og líður vel" eftir vélhjólaslys á Spáni. Mbl. 2. ágúst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.