Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 5. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR MARKLAUS NIÐURSTAÐA Mikill meirihluti net- verja telja að úrskurður Skipulagsstofnunar mun ekki koma í veg fyrír virkjun norðan Vatnajökuls. Þýðir niðurstaða Skipulags- stofnunar um Kárahnúkavirkjun að ekkert verði af virkjuninni? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is Spurning dagsins í dag: Eiga lífeyrissjóðir að taka þátt í fjármögnun álvers á Reyðarfirði? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Gengið í gær: Krónan styrkist áfram efnahacsmál Gengi krónunnar styrktist í gær um 0,2%. Hún hef- ur því styrkst um 2,2% frá því á fimmtudag í síðustu viku. Gengisvísitalan endaði eftir daginn í 134.7 stigum, en hún hækkar þegar krónan veikist. Frá áramótum hefur gengisvísitalan hækkað um 10,9%. Ástæðan fyrir styrkingu krón- unnar undanfarna daga er talin vera vegna jákvæðra frétta af vöruskiptahallanum. í gær voru viðskipti með krón- una á millibankamarkaði fyrir 1,9 milljarða króna. í fyrradag námu þessi viðskipti 11,8 milljörðum. ■ .-♦— Flugslysanefnd: Fór að fyrirmælum RANNSÓKN „Fyrsta yfirferð yfir þessi gögn staðfesta okkar grun að í raun var lokaskýrsla Rannsókna- nefndar flugslysa ekki fyrst og fremst samin af flugslysanefnd heldur af Flugmálastjórn. Við feng- um í hendurnar lokaskýrslu þar sem flugslysanefnd fór að fyrir- mælum Flugmálastjómar og niður- staðan er lokaskýrsla sem er ónýt og gefur ekki rétta mynd af því sem gerðist 7. ágúst árið 2000,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson eftir að Flugmálastjórn íslands afhenti honum gögn er varða samskipti stofnunarinnar við Rannsóknar- nefnd flugslysa. „Það eru engin rök fyrir þeim breytingum sem urðu frá drögum að lokaskýrslu, þegar flugvélin breyttist frá því að vera ekki loft- hæf yfir í það að vera Iofthæf. Það undirstrikar að þessi vél átti aldrei að fá lofthæfisskírteini og aldrei fara í loftið eins og hún var á sig komin,“ segir Friðrik Þór Guð- mundsson. ■ Átökin í Israel: Fórnfúsir sjálfboðaliðar BEIT JALLA. VESTURBAKKANUM, AP SjÖ- tíu kristnir sjálfboðaliðar frá Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafa dvalist undanfarið á heimil- um Palestínumanna í smábænum Beit Jalla á Vesturbakkanum, skammt frá Jerúsalem. Tilgangur- inn er sá að vera Palestínumönn- unum til verndar í þeirri von að ísraelsmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir gera árásir á heimili þar sem vitað er að hinir erlendu gestir eru til húsa. Beit Jalla er í litlum dal í næsta nágrenni við Jerúsalem og hinu megin í dalnum er ísraelska land- nemabyggðin Gilo. Sífelld átök eru þar á milli og frá því síðasta haust hefur einn ísraelsmaður fallið í Gilo en tveir Palestínu- menn og þýskur læknir hafa fallið í Beit Jalla. Talsmaður ísraelska varnar- málaráðuneytisins segist ekki skilja hvers vegna erlendu sjálf- boðaliðarnir dveljast eingöngu hjá Palestínumönnum í Beit Jalla en ekki hjá ísraelsmönnum í Gilo. ■ BÝR HJÁ PALESTÍNUMÖNNUM Ronald Forthofer frá Bandaríkjunum, vinstra megin á myndinni, er einn hinna sjötíu fórn- fúsu sjálfboðaliða. HITAVEITA SUÐURNESJA, SVARTSENGI Umhverfisvænn iðnaður á Suðurnesjum sem útheimtir hærra menntunarstig og hærri laun til starfsmanna heldur en áliðnaðurinn. Nýtt sóknarfæri í orkugeiranum Bandarískir fjárfestar áhugasamir um orkufrek netþjónabú hérlendis. Viðrædur á undir- búningsstigi við Hitaveitu Suðurnesja. Forsenda starfseminnar er nýr sæstrengur Símans sem mun margfalda flutningsgetu til og frá landinu. Strengurinn er í burðarliðnum, segir upplýsingafulltrúi Símans. upplýsincaiðnaður „Við erum í startholunum með markaðssetn- ingu á hugmyndinni um netþjóna- bú,“ segir Olafur Kjartansson, markaðsfulltrúi hjá Reykjanes- bæ, en bærinn er einn helstu eig- enda Hitaveitu Suðurnesja sem reiknað er með að muni sjá um orkuna. Bandarískir aðilar hafi sýnt áhuga á því að fjárfesta á þessu sviði hérlendis, en gríðar- legur vöxtur hefur verið í starf- semi miðstöðva sem hýsa gögn og netstarfsemi stórfyrirtækja. „Upphaflega höfðu fjárfestarnir samband við viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og í fram- haldinu höfðu þeir samband við Reykjanesbæ og Hitaveitu Suður- nesja," segir Ólafur og tekur fram að hann búist við því að farið verði í markvisst markaðsstarf á hugmyndinni nú í haust. „Það sem hefur vakið sérstaka athygli hjá okkur er hversu orku- frekur iðnaður af þessu tagi er. Um er að ræða mjög stórar tölv- ur; viðmiðunarreglan er sú að 1000 fm netþjónabú útheimtir u.þ.b. eitt megawatt," segir Ólaf- ur, en sambærilegt orkumagn þarf til að sjá rúmlega 1000 manna byggð fyrir rafmagni. Hann segir vöxtinn í geiranum ekki síst skýrast af orkukreppu í Bandaríkjunum og þá sérstaklega Kaliforníu þar sem mikill fjöldi tölvufyrirtækja eru með höfuð- stöðvar. Aðrar ástæður séu að um mjög plássfreka starfsemi er að ræða sem henti illa á svæðum þar sem fasteignaverð er hátt. Þá líta mörg fyrirtæki á það sem örygg- isatriði að hafa staðsetningu mik- ilvægra upplýsinga dreifða. Ólaf- ur segir starfsemi af þessu tagi ekki sérstaklega bundna internet- inu, heldur gætu fyrirtæki á sviði trygginga, heilsu o.s.frv. leigt pláss fyrir viðkvæmar upplýsing- ar. Helsta forsenda þess að við- ræður komist í fullan gang sé þó að gagnaflutningur frá landinu verði bættur umtalsvert. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, staðfestir að lagning nýs sæstrengs sé í burðarliðnum og verði hann væntanlega tekinn í gagnið sumarið 2003, en hann mun liggja frá Austurlandi til Skotlands, með viðkomu í Færeyj- um. Reiknað er með að flutnings- geta hans, eftir að svokallaður endabúnaður verður tekinn í gagnið, verði 128 x 10 gb, en til samanburðar bera núverandi strengir 2 x 2,5 gb/sek. Margt bendir því til þess að ekki sé langt í að orkuauðlind íslendinga dragi til sín mengunarlausan iðnað. matti@frettabladid.is Lyf&heilsa Opið í Austurveri frá 8:00 á morgnana til 2=00 eftir miðnætti Veðrið um helgina: Besta veðrið sunnanlands veðurspá „Laugardag og sunnu- dag verður einhver smá væta norðaustanlands en annars hið ágætasta veður," segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veður- stofu íslands. „Hlýjast verður hér sunnan- lands, í uppsveitum, og allt útlit fyrir gott veður á þjóðhátíð í Eyj- um,“ segir Þorsteinn. „Það verður hæg norðlæg átt á Snæfellsnesi og sennilega nokkuð bjart . Kannski ekki alveg eins hlýtt og sunnanlands en getur farið upp í 15 gráður yfir daginn." Það eru því helst líkur á vætu á norðausturlandi en gott veður sunnan- og vestanlands. Von er á stöku skúrum og þá helst inn til BJART VEÐUR UM HELGINA Líklegt er að landsmenn fái að njóta veð- urblíðunnar sunnan og vestanlands um verslunarmannahelgina. Helst hætta á vætu á norðausturlandi. Hlýjast í uppsveit um sunnanlands. landsins. Það ætti því að blása byrlega á stærstu útihátíðunum, á þjóðhátíð í Eyjum og Eldborg á Snæfellsnesi, um helgina. Sam- kvæmt lögreglunni á Neskaups- stað í gær var nokkur straumur bíla í og úr bænum en þykkt yfir og engin sól. Líkur eru á að það haldist fram yfir helgi samkvæmt þessari spá. Á höfuðborgarsvæðinu verður líka gott veður fyrir þá borgarbúa sem ætla ekki að njóta veðurblíð- unnar úti á landi. Hætt er við síð- degisskúrum en lítill vindur og bjart yfir daginn. Sjálfur ætlar Þorsteinn að halda sig í bænum og standa næt- urvalctina á Veðurstofunni.B

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.