Fréttablaðið - 10.08.2001, Page 4
SVONA ERUM VIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
10. ágúst 2001 FÖSTUDACUR
FJÖLDI VINNUSTUNDA A VIKU EFTIR
KYNJUM - VIÐSKIPTAFRÆÐINCAR
Nokkuð hefur dregið saman milli karl- og
kvenviðskiptafræðinga hvað varðar vinnu-
framlag. Þó er vinnutími karla ennþá um
8% lengri en kvenna. Löggiltir endurskoð-
endur og forstjórar vinna mest, eða tæpar
60 stundir á viku.
50
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
19971999 2001 19971999 2001
SEGJAST SAKLAUSIR
Bosnísku sagborningarnir lýsa yfir sakleysi
sínu í réttarsalnum í Haag.
Þrír bosnískir múslimar
ákærðir í Haag:
Segjast
saklausir af
stríðsglæpum
haag. hollandi, ap. Þrír bosnískir
múslimar sögðust saklausir af alls
19 ákærum um stríðsglæpi við
stríðsglæpadómstólinn í Haag í
gær. Sögðust þeir ekki vera
ábyrgir fyrir morðum á að minns-
ta kosti 200 Serbum og Króötum á
meðan á stríðinu í Bosníu stóð.
Mennirnir, tveir hershöfðingjar
og einn ofursti, voru fluttir til
Haag sl. föstudag eftir að hafa
verið handteknir af bosnísku lög-
reglunni deginum áður.
Stríðsglæpadómstóllinn, sem
stofnaður var af Sameinuðu þjóð-
unum árið 1993, hefur nú í haldi
sínu 43 grunaða stríðsglæpa-
menn, þ.á.m. Slobodan Milosevic,
fyrrverandi forseta Júgóslavíu. ■
INNLENT
Sjálfstæðisflokkurinn mældist
með 42.1% fylgi í nýrri könn-
un DV, 6.5% meira en í síðustu
könnun. Fylgi Framsóknarflokks
mældist 12.7%, 4.4% minna en
síðast. Fylgi frjálslyndra mælist
nú 4.8% en var 5.9% síðast. Fylgi
Samfylkingarinnar mælist nú
18.0% og hefur aukist um 2.2.%
frá síðustu könnun. Vinstrihreyf-
ingin - grænt framboð fékk
stuðning 20.9% svarenda, 4.1%
færri en síðast.
Fjórir útlendingar afplána nú
dóm hér á landi vegna fíkni-
efnainnflutnings; Dani ítali, Þjóð-
verji og maður frá Grænhöfða-
eyjum.Þá sitja Breti, Pólverji og
Portúgali í gæsluvarðhaldi. Tvær
ítalskar stúlkur og ein hollensk
luku nýlega við afplánun dóma
vegna fíkniefnainnflutnings.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug-
velli segir viðlíka fjöldi erlendra
fíkniefnasmyglara aldrei áður
hafa afplánað dóm eða setið í
gæsluvarðhaldi á sama tíma.
Morgunblaðið greindi frá. ■
ÞUNGIR Á BRÚN
Kenneth Weaver, forstjóri rannsóknardeildar innan Póstmálastofnunar Bandaríkjanna og John Ashcroft, yfirmaður dómsmálaráðuneytis
Bandaríkjanna tilkynna blaðamönnum um afhjúpun barnaklámhringsins.
Megawati Sukarnoputri Indónesíuforseti:
Tilkynnti nýja
ráðherraskipcm
JAKARTA, INDÓNESÍU. AP. Megawati
Sukarnoputri, nýkjörinn forseti
Indónesíu, tilkynnti nýja ráð-
herraskipan ríkisstjórnar sinnar
í gær. Er þar að mestu að finna
óflokksbunda sérfræðinga sem
að sögn Megawati munu gera
allt sem í þeirra valdi stendur til
að hífa Indónesíu upp úr þeirri
efnahagslægð sem verið hefur
að sliga landið.
Tilkynningin í gær batt þar
með enda á miklar vangaveltur í
landinu um ráðherraskipanina
sem staðið hafa yfir allt frá því
hún náði kjöri þann 23. júlí sl.
„Þjóðareining verður efst á
dagskrá ríkisstjórnarinnar,"
sagði Megawati í sjónvarps-
ávarpi. „Okkur stafar mikil ógn
af umhverfis- og félagslegri
sundrungu.“
Bætti hún því við að hinu nýja
ráðherraliði væri ætlað að bæta
samskipti landsins við erlenda
lánadrottna, sem Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hefur umsjón
með. ■
BROSMILD
Megawati Sukarnoputri veifar til almenn-
ings þegar hún mætti til vinnu í forseta-
höllinni I Jakarta í fyrsta sinn.
Alþj óðastj órnmál:
Leiðtogafundur
haldinn í úthverfl
stokkhólmur. svíÞJÓÐ. ap. Að minns-
ta kosti 12 heimsleiðtogar munu í
næsta mánuði hittast á tveggja
daga ráðstefnu í úthverfinu Salt-
sjoebade í suðausturhluta Svíþjóð-
ar, en ákveðið var að halda fundinn
þar vegna öryggisástæðna. í hópi
leiðtoganna verða m.a. Gerard
Schroeder, kanslari Þýskalands og
Fernando de la Rua, forseti Argent-
ínu, en þeir eru í hópi leiðtoga sem
staðsetja sig vinstra megin við
miðju í stjórnmálum og eru með-
limir í sérstakri framfarastjórn. Á
fundinum verður m.a. rætt um
nauðsyn þess að brúa sístækkandi
bilið á milli ríkra og fátækra í heim-
inum. ■
Barnaklámhringur upp-
rættur í Bandaríkjunum
100 áskrifendur barnaklámsíðna á Netinu handteknir
washington. ap. Eitt hundrað áskrif-
endur barnaklámsíðna á Netinu
hafa verið handteknir eftir leyni-
lega rannsókn sem sérstök rann-
sóknardeild innan Póstmálastofn-
unar Bandaríkjanna stóð fyrir með
aðstoð lögregluyfirvalda í Dallas í
Texas-fylki. Að sögn bandarískra
yfirvalda er þetta stærsti
barnaklámhringur sem flett hefur
ofan af í landinu fram að þessu.
Rannsóknin, sem gekk undir
nafninu „Operation Avalanche,“
stóð yfir í tvö ár og byrjaði þegar
rannsókn hófst á netfyrirtækinu
Landslide Productions Inc., sem
staðsett er í Fort Worth í Texas.
Veitti fyrirtækið viðskiptavinum
þess sem borguðu um 3000 króna
mánaðargjald, aðgang að
barnaklámsíðum á Netinu sem
báru nöfn eins og „Cyber Lolita" og
Child Rape.“ Einnig gátu áskrif-
endur um heim allan sett inn á Net-
ið eða svarað smáauglýsingum sem
tengdust barnaklámi.
Alls voru um 250 þúsund áskrif-
endur að vefsíðunni um heim allan
og er talið að Landslide-fyrirtækið
hafi grætt um 150 milljónir króna á
ári á viðskiptum sínum. í rann-
sókninni var ákveðið að einbeita
sér að stærstu áskrifendunum að
klámsíðunni innan Bandaríkjanna
og var leitað að 144 áskrifendum í
37 fylkjum.
Nöfn þeirra sem handteknir
voru hafa ekki verið birt, en að
sögn lögreglunnar hafði einn
áskrifendanna þegar framið sjálfs-
morð. Fimm aðrar alþjóðlegar vef-
síður hafa einnig verið rannsakaðir
í tengslum við málið, en enginn
hefur enn verið handtekinn. ■
Útköll þyrlu Landhelgisgæslunnar:
Menn fara að vera
meira á bremsunni
landhelgisgæslan „Það er óneit-
anlega mannlegt ef að útköll sem
reynast síðan ónauðsynleg fara
að aukast að menn fari að vera
meira á bremsunni og varkárari
um sig,“ sagði Benóný Ásgríms-
son, flugstjóri þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, en áhöfn þyrlunnar
var sett í viðbragðsstöðu á mið-
vikudagskvöldið þegar bílvelta
varð á Kaldárdal en reyndist síð-
an ekki nauðsynlegt að sinna en
það var vegfarandi sem leið átti
hjá sem tilkynnti um slysið. Ben-
óný var spurður að því hvort kom-
ið hefðu upp útköll sem hægt
hefði verið að sinna með öðrum
hætti. „Það hafa vissulega komið
upp slík tilfelli sem eftir á að hyg-
gja hefði mátt leysa með öðrum
hætti. Slík tilfelli eru öll skráð
niður og sett niður í flokka hvað
hefði verið æskilegt að gera og
hvaða tilfelli lífsnauðsynleg."
Benóný sagði á móti hafa komið
upp þau tilfelli þar sem ástandið
hafi verið mun verra en í fyrstu
var talið. Sagði hann stefnu Land-
helgisgæslunnar að betra væri að
fara á fleiri staði en færri.
Halldór B. Nellett, yfirmaður
gæsluframkvæmda Landhelgis-
gæslunnar sagði það oft koma fyr-
ir að flugáhöfn Landhelgisgæsl-
unnar var sett í viðbragðsstöðu án
þess að kæmi til útkalls. Sagði
hann að í þeim tilfellum væri
læknir yfirleitt ekki kominn á
staðinn og ekki búið að skoða þann
slasaða. „Okkur finnst betra að
sinna þessu svona og skynsam-
legra fyrir alla aðila því það spar-
ar tíma og við erum þá fljótari á
staðinn ef á þarf að halda." ■
UNNIÐ VIÐ BJÖRGUNARSTÖRF
Venjan við útköll er sú að farið er eftir því sem læknir I viðkomandi héruðum sem kom-
inn er á slysstað óskar eftir. I tilkynningar berast utan af sjó er það læknir Landhelgisgæsl-
unnar sem vegur og metur þörfina i gegnum síma áður en lagt er í ferð.