Fréttablaðið - 10.08.2001, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
10. ágúst 2001 FÖSTUPACUR
VERKSUMMERKI KÖNNUÐ
Sprengingin varð að nóttu, nokkrum klukkutímum áður en fjölsóttur útimarkaður í næsta
nágrenni opnaði.
LÖCRECLUFRÉTTIR
Fjörtíu og einn ökumaður
var stöðvaður vegna
hraðaksturs í fyrradag. Að
sögn talsmanns var ekki um
neitt met að ræða en algengt
er að hátt í fjörtíu manns séu
teknir vegna hraðaksturs dag-
lega.
—♦—
• •
Okumaður bifreiðar var tek-
inn í fyrrinótt og settur í
fangageymslu lögreglunnar á
Selfossi grunaður um að hafa
verið undir áhrifum fíkniefna.
Var maður stöðvaður þar sem
hann keyrðir á Suðurlandsveg-
inum. Manninum hefur verið
sleppt og fer málið í hendur
dómsyfirvalda. ■
Feneyjar:
Sprenging
í dómhúsi
feneyjar. ap Lögregluyfirvöld í
Feneyjum kanna nú hvort spreng-
ing í dómhúsi í borginni aðfara-
nótt fimmtudags hafi verið af
mannavöldum en í fyrstu var talið
að hana mætti rekja til gasleka.
Lögreglumaður sem var á vakt
slasaðist lítillega í sprengingunni
sem olli talsverðum skemmdum á
dómshúsinu auk þess sem rúður í
nærliggjandi húsum brotnuðu.
Rannsóknarmenn á vettvangi
fundu leifar af sprengjuefni þeg-
ar þeir voru að kanna hvernig
sprengingin hefði átt sér stað.
Enn hefur enginn lýst ábyrgð á
sprengingunni á hendur sér og
óvíst er hvort hún hafi tengst
heimsókn Silvio Berlusconis, for-
sætisráðherra Ítalíu, til borgar-
innar í gær. Berlusconi, sem var
staddur í Róm þegar sprengingin
átti sér stað, sagði að hún væri til
marks um að ofbeldi væri að
aukast. Sprengjuárásin í Feneyj-
um fylgir í kjölfar fjölda
sprengjuárása sem áttu sér stað í
Milan, Bologna og Treviso síðustu
dagana fyrir fund átta helstu iðn-
ríkja heims sem fram fór í Genúa
í síðasta mánuði. ■
Átta myrtir á Indlandi
Dóu vegna
launadeilu
boivibay. indlandi.ap Átta manns
fundust myrtir í verksmiðju í
Bombay í gær. Ekki er vitað hverj-
ir frömdu morðin en talið er að þau
megi rekja til launadeilu innan
verksmiðjunnar. Hinir myrtu voru
forstjórinn, bróðir hans, matsveinn
og fimm aðrir starfsmenn, sem
unnu við að framleiða ökklabönd og
armbönd. Líkin báru þess merki að
fólkið hafði verið kyrkt eða hengt
en einnig vour á þeim áverkar eftir
barksmíðar. Nágrannar sögðu að
hatrammar launadeilur hefðu lengi
staðið yfir milli forstjórans og
starfsmanna. Morðingjanna er leit-
að. ■
Félagsbústaðir:
Vísar á
viðhalds-
þjónustu
Vandræði þar sem
leiguíbúðir eru margar
Amma skrifar fyrir hönd barnabarna sinna og lýsir áhyggjum af að-
stæðum þeirra. Félagsþjónustan ætlar að skoða málið.
HIÐ UMRÆDDA FJÖLBÝLISHÚS
í lesendabréfinu kemur fram að viðhaldi íbúðanna sé mjög ábótavant. Þær þarfnist máln-
ingar og annars eðlilegs viðhalds. Einnig segir að það sjáist ekki út um sumar rúðurnar
vegna móðu á gleri.
leicuhúsnæði „Við erum með sér-
stakan mann sem gerir ekkert ann-
að en að kanna sorpgeymslur þan-
nig að halda því fram að sorprenn-
ur séu alltaf stíflaðar held ég að
eigi ekki við rök að styðjast," sagði
Sigurður Friðriksson, framkvæmd-
arstjóri Félagsbústaða þegar
Fréttablaðið spurði hann út í við-
haldsmálin í Jórufelli 10. Sigurður
sagði fnykinn sem konan vísaði til
hafa stafað af allt öðru máli en vildi
ekki láta hafa eftir sér um hvað það
snérist. Sigurður sagði að þegar
væri búið að snyrta lóðina fyrir
framan húsið og laga bílastæði.
„Einnig erum við að mála húsið eins
og kom fram í lesendabréfinu en
það er nú einu sinni þannig að mað-
ur byrjar einhvers staðar að mála
og við byrjum á framhliðinni." Sig-
urður sagði framkvæmdir á baklóð
fyrirhugaðar og að fram færi kerf-
isbundið viðhald á íbúðunum. Hvað
varðaði móðu á gluggum sagði hann
að ráðin yrði bót á því og skipt um
rúður. Sigurður vildi beina þeim til-
mælum til mæðgnanna að hafa
samband við viðhaldsþjónstu Fé-
lagsbústaða ef þeim þætti eitthvað
ábótavant í íbúðinni og að eins og
góðum leigusölum sæmdi yrði
reynt að bæta úr því. ■
INNLENT
Flugvél frá SAS á leið frá Kaup-
mannahafnar til New York
millilenti í Keflavík kl. 16:34
vegna veikinda tveggja kvenna úr
hópi farþega. Víkurfrettir.is
greindu frá og jafnframt að ekki
hafi legið fyrir hvað konurnar
hrjáði. Sjúkralið tók við konunum
og kom þeim undir læknishendur
en vélin hélt á brott eftir um hálf-
tíma viðdvöl. ■
leiguÍBÚðir „Sorprennslugeymsl-
an er stöðugt stífluð og fnyk legg-
ur um allt húsið.“ Þetta skrifaði
amma fyrir hönd barnabarna
sinna í lesendabréfi sem Frétta-
blaðið birti síðastliðinn þriðjudag.
í bréfinu lýsir hún ófögru ástandi
fjölbýlishússins að Jórufelli 10 í
Breiðholtinu og segir viðhaldi
íbúðanna ábótavant. Blaðamaður
hafði samband við Félagsþjónust-
una í Reykjavík og ræddi við
Stellu Víðisdóttur, staðgengil fé-
lagsmálastjóra, og innti hana eft-
ir því hvort þessi lýsing væri al-
geng á leiguhúsnæðum á vegum
borgarinnar. „Nei, það held ég að
ég geti fullyrt að svo er ekki.“
Stella sagði Félagsbústaði hf.
reka leiguhúsnæði á vegum
Reykjavíkurborgar en þau hjá Fé-
lagsþjónustunni fylgdust grannt
með ástandinu. „Eg held að ég
geti fullyrt að það er vel haldið
utan um þetta og hefur verið
mjög til bóta undanfarin ár miðað
hvernig var.“ Stella sagðist ekki
vita nákvæmlega um þetta til-
greinda hús í Jórufellinu en sagð-
ist vita að framkvæmdir við end-
urnýjun á blokkum í Breiðholtinu
væri í gangi hjá Félagsbústöðum.
Stella var spurð að því hvort
Félagsþjónustan myndi bregðast
við þessum bréfi. „Það er erfitt
eins og er en allir formlegir fund-
ir liggja niðri vegna sumarfría.
En að sjálfsögðu ræðum við alltaf
þessa hluti þegar þeir koma upp
og öll lesendabréf sem birtast og
snerta okkur.“
í lesendabréfinu er bent á að
borgin verði að athuga sinn gang í
því að velja saman íbúa í stiga-
gang og velji ekki saman vand-
ræðarfólk og venjulegt barna-
fólk. „Það er auðvitað reynt.
Margt af þessu fólki þekkjum við
og vitum kannski að einhverjir
ákveðnir einstaklingar passa ekki
með öðrum og svo framvegis. Við
reynum að stýra því en það skap-
ast oft vandræðaástand í þessum
blokkum þar sem við erum með
mikið af íbúðum. Það þarf kanns-
ki ekki nema einn en yfirleitt og
upp til hópa er þetta prýðisfólk
sem leigir hjá Reykjavíkurborg -
þó fólk haldi eitthvað annað. „
Stella sagði það vera liðna tíð að
kaupa margar íbúðir í sama stiga-
gangi. „Þetta var gert og var
t.a.m. mikið gert að því í Breið-
holtinu. Það er skýr stefna í dag
að kaupa einungis eina íbúð í
stigagangi," sagði Stella að lokum
og ítrekaði að þetta mál yrði skoð-
að nánar.
kolbrun@frettabladid.is
Jíauit- Of uetuk 2.001
4Uuuu.Meemaul.ii>
Ný og glæsileg Freemans
verslun hefur verið opn-
uð að Bæjarhrauni 14 í
Hafnarfirði
Laugardaginn 11. ágúst
verður opnunarhátíð í
versluninni þar sem gest-
ir fá m.a. 10% afslátt af
öllum vörum, fríann
Freemanslista og allir
krakkar fá glaðning
Innbrot í bíla:
Svakaleg
bylgja í gangi
lögreglumál „Það er svakaleg
bylgja í gangi,“ sagði talsmaður
lögreglunnar í Reykjavík, og átti
þá við innbrot í bíla. Sagði hann
innbrotin fara fram um alla
borgina og ekki einskorðast við
ákveðin svæði. í fyrrinótt var
t.a.m. farið inn í fjórar bifreiðar
sem stóðu á Reykjavíkurflug-
velli og var úr einni þeirra tek-
inn barnabílstóll og barnakerra.
Sagðist viðmælandi Frétta-
blaðsins vilja beina þeim tilmæl-
um til bíleigenda að taka „front-
inn“ úr geislaspilurum sínum, en
um væri að ræða eitt handtak,
og taka með sér inn. Einnig vildi
hann ítreka fyrir fólki að geyma
ekki né hafa sjáanleg ýmis verð-
mæti, geisladiska og því um líkt.
Sagði hann oft 1-2 rúður brotnar
í hverri bifreið þegar innbrot
væru framin. ■
ÓLAFUR F. MAGNÚS-
SON
„Það virðist vera eins og
það sé ennþá ríkjandi
skoðun að það megi
nánast fórna hverju sem
er af náttúrugæðum fyrir
skammtíma ávinning,"
segir Ólafur.
Ólafur F. Magnússon:
Kjarkleysi
kjörinna
fulltrúa
virkjun „Ég lít svo á að það sé
ekki bannað að fylgja sannfær-
ingu sinni innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Ég hef
vissulega
hitt menn
sem hafa
veist harka-
lega að mér
fyrir að
halda minni
s k o ð u n
svona fast
fram og
láta ekki
hagsmuni
flokksins
alfarið ráða
í þessu máli
en lít svo á
að til lengri
tíma litið
séu það
hagsmunir
flokksins að
gera þessa
s t e f n u
sveigjan-
legri og nú-
tímalegri," segir Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, sem hefur
barist gegn virkjanaáformum
ríkisstjórnarinnar.
Ólafur ætlar að leggja fram
tillögu á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í október um að flokk-
urinn fylgi ekki virkjunarstefnu
formanns Framsóknarflokksins,
eins og hann kallar það, heldur
finni leið sem fjölmargir sjálf-
stæðismenn telja ásættanlega.
„Ég held að ég sé síður en svo í
mjög miklum minnihluta með
þessi náttúruverndarsjónarmið
innan flokksins. Þeim er að vaxa
fiskur um hrygg.“
Ólafur segir marga stuðn-
ingsmenn flokksins þakkláta
baráttu hans og jafnvel stöðvi
hann á götu til að hvetja hann
áfram. „Ég hef þurft að hefja
þessa baráttu í miklum mótvindi
en tel hana það mikilvæga að
það sé á sig leggjandi. Þetta er
það mikilvægur málstaður og tel
flokkinn ekki fá góð ummæli eft-
ir nokkur ár ef hann sveigir ekki
frá þessari stefnu, sem mér
finnst alltof hörð. Það er gengið
of langt í róttækum virkjunará-
formum og uppbyggingu stór-
iðju. Þó ég sé hvorugu á móti þá
vil ég stíga þessi skref miklu
hægar og af meiri varfærni.“
En telurðu menn raga við að
halda þessari skoðun sinn fram
vegna afstöðu forystu flokksins?
„Já, því miður. Mér finnst
votta fyrir allt of miklu kjark-
leysi meðal kjörinna fulltrúa og
það er alls ekki eðlilegt. Ég á
erfitt með að sætta mig við það
og minni á kjörorð flokksins
„Gjör rétt, þoli órétt“, er það
ekki hvatning að menn fylgi
sannfæringu sinni?“ segir Ólaf-
ur F. Magnússon.
bjorgvin@frettabladid.is