Fréttablaðið - 10.08.2001, Side 12
ISLENSKA AUClfSINCASTOFAN/SIA.IS (Kl ISI42 OS/2091
12
FRÉTTABLAÐIÐ
10. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR
'r '
mim
1 m
WæS&ffi pjfej
Ö Ö
wB wK
Götumarkaðsstemmning
til laugardags.
UpplýsinersImi 588 7718 SkrifstofujImi 888 9708
Myndað
Lögregla hefur yfirfarið
Búist er við að ákæra
LÖCRECLUMÁL Búist er við að fljótlega
verði gefin út ákæra á hendur rúm-
lega þrítugum manni sem talinn er
hafa myndað gesti á gistiheimilinu
Tærgesen á Reyðarfirði með falinni
myndavél á baðherbergi.
Hinn grunaði var hótelstjóri á
Tærgesen í júní allt þar til stúlkur úr
þýskum kirkjukór fundu falda
myndavél á baðherbergi gistiheimil-
isins og kærðu manninn til lögreglu.
Jónas Vilhelmsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á Eskifirði, seg-
ir að líklega verði ákært fyrir brot á
lögum um persónuvernd og vegna
ÞAR MUN LAND RÍSA
Á landfyllingu hér telur Högni að hægt sé að koma fyrir hjúkrunarheimili, menntaskóla og íbúðabyggð. Rætt hefur verið um að flytja
Kvennaskóla Reykjavíkur um set og segir Högni að þarna sé að finna góðan valkost fyrir frekari uppbyggingu skólans.
Hitabylgja í austurhluta
Bandaríkanna:
Heitasti dagur
ársins í gær
new york. ap. Mikil hitabylga hef-
ur gengið yfir austurhluta Banda-
ríkjanna undanfarið. Dagurinn í
gær var sagður heitasti dagur árs-
ins í New York borg, en búist var
víð því að hitastig þar myndi ná
38°C. í bænum Wrightstown í New
Jersey náði hitinn hins vegar 46,7°
C. Talið er að sex manns hafi látist
í miðvesturríkjunum af völdum
hitabylgunnar þegar hún gekk þar
yfir í síðustu viku. Búist er við að
kaldari vindar blási yfir landið í
dag og geta menn því farið að
anda léttar. ■
STEIKJANDI HITI
Þessi mynd var tekin af íbúum New York
borgar snemma í gærmorgun í steikjandi
hita á leið til vinnu sinnar með State Is-
land ferjunni til Manhattan.
Elliheimili og mennta-
skóli á landfyllingu
Neslistinn segir hagkvæmast að hjúkrunarheimili bæjarins rísi á
fyrirhugaðri landfyllingu út af Eiðisgranda þar sem Reykjavík stefnir að
íbúabyggð og byggingu menntaskóla.
SVEITARSTJÓRNARMÁL „ÚtÍVÍStar-
svæðið verður friðað áfram,
hjúkrunarheimilið verður hag-
kvæmara og stækkunarmöguleik-
ar þess meiri ef sú leið sem við
höfum kynnt verður farin", segir
Högni Óskarsson, oddviti Neslist-
ans, um tillögur listans þess efnis
að fyrirhuguð bygging hjúkrun-
arheimilis verði á landfyllingu í
Eiðisvík fremur en við Nesstofu
eins og til stendur.
„Eins og hjúkrunarheimilið er
hannað nú er það óhentugt, dýrt í
rekstri og stækkunarmöguleikar
sem búið er að leggja til eru ekki
til staðar. Það fer einnig langt út
fyrir þá byggingarreiti sem voru
áður til umræðu auk þess sem
ekki er möguleiki til að byggja
þjónustuíbúðir við hlið hjúkrun-
arheimilisins." Hjúkrunarheimil-
ið sem nú er rætt um að reisa
verður á einni hæð vegna nálægð-
ar við Nesstofu og segir Högni að
það verði til þess að það verði
ekki jafn hagkvæmt og ella. Ef
það yrði reist á uppfyllingu yrði
hins vegar hægt að reisa það á
fleiri hæðum auk þess sem mögu-
leikar fyrir stækkun þess og
byggingu þjónustuíbúða væri
mun meiri. Þá væri sá kostur í
stöðunni að á sömu uppfyllingu
yrði svæði fyiir íbúðabyggð og
menntaskóla.
Högni segir að þar sem meiri-
hluti hjúkrunarheimilisins yrði
notaður af Reykvíkingum væri
eðlilegt að Reykjavík kæmi að
byggingunni með því að leggja til
land. Það mætti gera með því að
stækka þá landfyllingu sem rædd
hefur verið á vegum Borgar-
skipulags Reykjavíkur frá Eiðis-
granda út í Eiðisvík. Með stækk-
un þeirrar landfyllingar til norð-
urs og vesturs mætti búa til það
byggingarsvæði sem þörf krefur.
Helstu rökin gegn þessu segir
Högni þau að ekki er gert ráð fyr-
ir að ráðast í umrædda landfyll-
ingu á vegum Reykjavíkurborgar
fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Hins vegar mætti ráðast í land-
fyllingar í nokkrum áföngum og
gæti sá áfangi sem færi undir
hjúkrunarheimili og menntaskóla
verið fyrsti áfanginn og ráðist í
hann fljótlega þó ekki yrði ráðist
í aðra áfanga fyrr en að nokkrum
árum liðnum.
binni@frettabladid.is
Bretar og Frakkar:
Vilja alþjóðlegt bann
á einræktun manna
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. ap Þýskaland
og Frakkland hafa tekið höndum
saman um gerður verði alþjóðleg-
ur samningur um bann við ein-
ræktun manna. Sendiherrar begg-
ja ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum fóru fram á það við Kofi
Annan, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, að slíkur samn-
ingur verði settur á dagskrá Alls-
herjarþings S.Þ., sem kemur sam-
an í næsta mánuði.
Allsherjarsþingið staðfesti í
mars árið 1999 alþjóðlega yfirlýs-
ingu um genamengi mannsins og
mannréttindi, þar sem segir að
háttsemi, sem er andstæð mann-
legri reisn, svo sem einræktun
manna, verði ekki leyfð.
Ályktun Allsherjarþingsins og
yfirlýsing sem Menningarstofnun
S.Þ. (UNESCO) samþykkti í nóv-
ember 1997 eru hins vegar ekki
lagalega bindandi, og fara Frakk-
ar og Þjóðverjar nú fram á það að
Allsherjarþingið komi á fót nefnd
DOLLÝ HIN SKOSKA
Nokkrir vísindamenn eru staðráðnir f að
búa til menn með sama hætti.
til þess að semja lagalega bind-
andi alþjóðasamning um bann við
einræktun manna. ■