Fréttablaðið - 10.08.2001, Side 18

Fréttablaðið - 10.08.2001, Side 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 10. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UIW HELGINA? Borgþór Kjærnested eftirlitsfulltrúi ITF á íslandi Ég ætla að ganga á Esjuna með dóttur minni. Ég er að reyna að stunda útivist. Ég hef einu sinni áður komist alla leið upp á Esjuna og stefni að því að endurtaka það. DÓMKIRKJA OG MIÐSTÖÐ MENNINGAR Fiytjendur á Sumartónleikum í Skálholti um helgina koma frá Ítalíu. Síðasta Sumartónleika- helgin í Skálholti: Gregors- söngur og orgelverk tónlist Um helgina er fimmta og síðasta tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju. ítalski sönghópurinn Schola Gregoriana Virorum undir stjórn Alberto T’urco og orgelleikarinn Giancarlo Parodi flytja Gregorssöng og ítöl- sk orgelverk. Gregorssöngur er messusöng- ur, sem rekja má til fyrri hluta miðalda og er sunginn á latínu. Ekki er vitað neitt með vissu um uppruna og elstu þróun Gregors- söngsins en elstu heimildir um tónlistina er að finna í handritum frá 10. öld, þar sem notuð var mjög sérstök nótnaskrift, hin svo- kaliaða naumuskrift, til skrásetn- ingar messusöngsins. Messusöngurinn var sunginn til skiptis af sólista, kór og söfnuði og þróaðist smám saman frá því að vera mjög einfaldur, einradda söngur, í að verða flóknari fjöl- radda tónsmíð. Seinna varð orgel- leikur hluti af tónlistarflutningn- um, þar sem orgelið tók við hlut- verki forsöngvara. Tónleikarnir í Skálholti um helgina eru gott dæmi um það hvernig þessar messur fóru fram, þar sem orgelleikari og kór skipt- ust á við flutning tónlistarinnar. Á seinni tónleikunum á laugar- daginn flytur ítalski orgelleikar- inn Giancarlo Parodi ítölsk orgel- verk. Giancarlo Parodi á glæsileg- an feril sem einleikari að baki. Hann hefur haldið tónleika víða um heim og alls staðar hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Á Ítalíu hefur Parodi haslað sér völl meðal fremstu orgelleikara landsins og er enn í dag mikilsvirtur einleik- ari. ■ Er skammturinn búinn? Haföu samband viö mig ef þig vantar vörur. Sjálfstæður Herbalife dreifingaraöili (1 simi 897 2099 Fröken Júlía kemur úr sumarfríi: Sýning sem storkar leikhús Leiksýningin Fröken Júl- ía - enn og aftur alveg óð er komin aftur á fjalirnar eftir sumarfrí en sýningin var frum- sýnd í júní. Sýningin hlaut mjög góðar viðtökur fyrr í sumar. Leikstjóri sýningarinnar er Rúnar Guðbrandsson en leikar- arnir eru þrír. Pálína Jónsdóttir leikur Júlíu, Sigrún Sól leikur Jennýju og Árni Pétur Guðjóns- son leikur kokkinn, þriðju hlið- ina á þessum sjóðheita ástarþrí- hyrningi. Leikritið er byggt á verki Augusts Strindbergs, en í leik- gerðinni skipta tvær persónur um kyn. Fröken Júlía, sem er dóttir herragarðseiganda í Sví- þjóð, komst í upphaflegri gerð verksins í hættulega náin kynni við Jean, þjóninn á herragarðin: um, og fall hennar var mikið. í leikgerð Einleikhússins er Jean orðinn að konu og gegnir nafn- inu Jenný, en eldabuskan Krist- ín er orðin að kokki sem heitir Kristinn. Leikritið er sýnt í Smiðjunni, húsnæði leiklistardeildar Lista- háskóla íslands, Sölvhólsgötu 13 og er gengið inn um port frá Klapparstíg. Sýningar standa aðeins út ágúst. ■ FRÖKEN JÚLÍA OG ÁSTKONAN Pálína Jónsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir í hlutverkum sínum. FÖSTUDAGURINN 10. ÁGUST LEIKHÚS___________________________ 20.00 Leikfélagið Ofleikur sýnir leikritið E í Tjarnarbiói og annað kvöld. Jón Gunnar Þórðarson er leikstjóri og höfundur handrits. Höfundur tónlistar er Valdimar Björn Ás- geirsson og Ijósahönnun er í höndum Sverris Kristjánssonar. Unglingar á aldrinum 15 og 16 ára fara með öll hlutverk í sýning- unni. 20.00 Einleikhúsið sýnir leikritið Fröken Júlía - enn og aftur alveg ó i Smiðjunni Sölvhólsgötu 13. 20.30 Söngleikurinn Hedwig er sýndur í Loftkastalanum í kvöld. Aðalhlut- verkið er í höndum Björgvins Franz Gíslasonar en Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sýningunni. Höfundur er John Cameron Mitchell. ÓPERA____________________________ 20.00 í kvöld verða fluttar óperurnar Gi- anni Schicchi eftir Giacomo Puccini og Requiem - Sálumessa eftir Sigurð Saevarsson á vegum Norðuróps - óperuhátfðar í Reykjanesbæ. Listrænn stjórn- andi er Jóhann Smári Sævarsson, hljómsveitarstjóri Garðar Cortes og leikstjóri Jón Páll Stefánsson. Sýnt er í Dráttarbrautinni við smábátahöfnina í Keflavík. Óper- urnar verða fluttar aftur annað kvöld og á sunnudagskvöld og eru þetta einu sýningarnar. TÓNLEIKAR_________________________ 21.30 Hin síunga hljómsveit Lúdó og Stefán heldur uppi fjörinu á Kaffi Reykjavík I kvöld og annað kvöld. SKEMMTANIR________________________ 21.00 Hinsegin dagar I Reykjavík. í kvöld verður standi grín með Minu Hartong í Kaffileikhúsínu og að því loknu leikur hljómsveitin Móðinz. SÝNINGAR__________________________ í kvöld kl. 20 verður opnuð Ijósmynda- sýning í Lionsheimilinu Sóltúni 20 sem ber yfirskriftina Lions í leik og starfi. Til- efnið er að 14. ágúst fagnar Lionshreyf- ingin á Islandi því að 50 ár eru liðin síð- an fyrsti íslenski Lionsklúbburinn tók til starfa. Sýningin verður opin, laugardag og sunnudag kl. 13 - 16 og frá mánu- degi tii fimmtudags kl. 12 - 18. Á efri hæð Hafnarborgar stendur sýning á Ijósmyndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist fsland 1951 og er f samvinnu við Þjóðmínja- safn íslands. Sýningin er opin frá kl. 12 Heimstónlist í Þjóðleik- húskj allaranum: Gleðin við völd tónleikar í kvöld verður haldið dansiball í Þjóðleikhúskjallaran- um þar sem gleðisveitin Heavy Metal Bee Folk leikur heimstón- list með dansvænum takti. Hljómsveitin varð til í borg- inni Graz í Austurríki og eru meðlimir hennar sex, allir nem- endur við Tónlistarháskólann þar í borg. Bakgrunnur hljóm- sveitarmeðlima er bæði í klassík og djassi og hljóðfæraskipanin er harmónikka, fiðla, saxófónn, básúna, trommur og bassi. Fé- lagar Heavy Metal Bee Folk eru allir austurrískir nema Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari. „Bandið varð til fyrir um ári. Saxófónleikarinn og fiðluleikar- inn höfðu verið að bræða með sér þjóðlög ýmissa landa, og æfa upp nýjan samspilsstíl. Svo vildu þeir gera eitthvað meira úr þessu og vinna með það sem þeir höfðu verið að læra í jazzi úr því varð hljómsveitin til.“ Svokölluð Balkanmúsík skipar nokkuð stóran sess hjá hljómsveitinni en einnig má nefna lönd eins og ír- land, Austurríki, Indland, Frakk- land og ísland. Öll lögin eru leik- in í útsetningum hljómsveitar- manna og gætir þá sterkra áhri- fa frá jazzi. „Þarna úir og grúir af orkumikilli danstónlist ým- issa landa sem sett er saman með danstakti trommuleikar- ans,“ segir Helgi Hrafn. „Við erum að æfa upp nýtt tveggja tíma prógramm," segir hann. „Það gengur mjög vel en þetta er erfitt því þetta er músik sem krefst mikillar orku.“ Hann seg- ir tónlistina ekki fasta í forminu og inn á milli komi frjálsir kafl- ar þar sem þeir félagar leika af fingrum fram. Hljómsveitin hefur notið vin- sælda í Austurríki. „Við höfðum mikið að gera og höfum yfirleitt slegið í gegn þar sem við höfum spilað," segir Helgi. Áhersla verður að sjálfsögðu lögð á dansstemninguna í Þjóð- leikhúskjallarinn í kvöld en þá byrja þeir félagar að leika á mið- nætti. Á morgun leikur hljóm- sveitin á Sumardjassi Jómfrú- rinnar kl. 16 og síðustu tónleikar Ileavy Metal Bee Folk á íslandi að þessu sinni verða í Kaffileik- húsinu næsta miðvikudag. Þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta fengið að heyra í hljóm- til 18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 27. ágúst. í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í Kjöt- húsi er sýningin Saga byggingatækn- innar. í Likn er sýningin Minningar úr húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfir- skriftina: Til fegurðarauka. Sýning á út- saumi og hannyrðum. ÍEfstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. Safnið er opið þriðjudaga til föstudaga frá 9.00 til 17.00. Um helgar er opið frá 10.00 til 18.00. MYNPLIST_____________________________ Max Cole sýnir í i8gallerí. Myndirnar byggjast á láréttum linum sem myndaðar eru með smágerðum lóðréttum hreyfing- um. Samspil láréttra forma og einsleitra litaflata mynda taktfastan samhljóm. Thomas Ruppel sýnir 1 neðra rými iögallerí. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. september. Á Sjóminjasafni íslands í Hafnarfirði stendur nú sýning grænlenska lista- mannsins Johannesar Kreutzmann. Hann sýnir málaðar tréskurðarmyndir. Sýningin er opin milli kl. 13 og 17 og lýkur sýningunni 2. september. Listin til fólksins: Hreinn Friðfinnsson í Ljósaklifi: Listhús á hjólum mynplist Um næstu helgi tekur til starfa nýtt fjöl- notalisthús, E-541 Listhús en það er appelsínugult rúgbrauð árgerð 1978. Listhúsið er þeirrar nátt- úru að það ekur um en er þó allajafna búsett í vest- urbænum í Reykjavík. Hugmyndin að baki list- húsinu er fremur að hýsa listræn augnablik en lang- ar og leiðinlegar, kyrr- stæðar sýningar. Yfirferð, snerpa og sveigjanleiki eru þess helstu kostir og sem slíkt er það áskorun til listamanna um að sleppa fram af sér beislinu. Hreinn Friðfinnsson mynd- listarmaður ríður á vaðið RÚGBRAUÐ í ÞÁGU LISTAR E-541 sem er apelsínugulur Volkswagen rúgbrauð mun I nánustu framtíð hýsa listsýningar. þegar listhúsið mætir á opnun sýningar hans í Ljósaklifi í Hafnarfirði um kl. 16:30 á laugardaginn. ■ Naumhyggja og hógværð mynplist Eitthvað hvítt, eitthvað svart og eitthvað hvorki hvítt né svart, heitir sýning Hreins Frið- finnssonar sem opnar laugardag- inn 11. ágúst kl. 16.00 í Ljósaklifi í Hafnarfirði. Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnu- daga kl. 14 - 18 til 3.september. Ljósaklif er í grennd við Hrafn- istu á vernduðu hraunsvæði við sjóinn vestast í Hafnarfirði og er aðkoma frá Herjólfsbraut. Hreinn Friðfinnsson hefur starfað við myndlist í um fjörutíu ár, haldið á sjötta tug einkasýn- inga og tekið þátt í enn fleiri sam- sýningum víða um heim. Verk eft- ir hann eru í eigu fjölda listasafna í Evrópu. Á síðasta ári hlaut Hreinn finnsku Ars Fennica verð- launin fyrir myndlist sína og í til- efni af því gaf verðlaunaveitand- inn, Henna og Pertti Niemistö listastofnunin, út veglega bók um myndlist hans. Sama ár hlaut hann önn- ur verðlaun Carnegie-mynd- listarverðlaun- anna. Ljóðræn naumhyggja og hóg- værð ásamt fínstilltum einfald- leika og skýrleika í framsetningu hugmynda hafa verið helstu ein- kennin á myndlist hans. Hreinn er skáld sem yrkir naumt í ýmiss efni um samband manns og nátt- úru og aðra hversdagslega hluti af fágaðri næmni og látleysi. Þannig snertir hann oft dýpstu strengina með einföldustu aðferðunum. ■ HREINN FRIÐ- FINNSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.