Fréttablaðið - 10.08.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 10.08.2001, Síða 22
HRAÐSOÐIÐ FJÖLNIR ÁSBJÖRNSSON sérkennari Þarf að þjálfa lestur HEFUR þú orðið var við ólæsi hér á landi? Við í Iðnskólanum höfum látið gera kannanir á læsi nýnema á hverju ári undanfarin átta ár. í gegnum þær höfum við rekið okkur á að það er verulegur hópur nemenda sem er með slaka lestrarkunnáttu, eru hæglæsir og eiga í erfiðleikum með skilning á lestrarefninu. HVERS vegna eiga þessir nemendur í vanda og hvað er til ráða? Krakkar í dag sækja sér afþreyingu í svo margt annað en lestur, það er svo margt í boði, myndefni af öllum toga er matreitt ofan í krakka. Nem- endur sem eiga í lestrarvanda eru tæknilega læsir en þeir hafa ekki þjálfað lesturinn. Það sem hægt er að gera fyrir þessa nemendur er að láta þá lesa og nota þannig þá lestr- artækni sem þeir búa yfir. Slök lestrarkunnátta hefur þær afleiðing- ar að þessir nemendur eiga í náms- vanda því þeir lenda í vandræðum með að komast yfir námsefni fram- haldsskólans. Þar að auki er sam- band á milli lestrar- og stafsetning- arkunnáttu og þessir nemendur eru yfirleitt lélegir í stafsetningu. Byrjendakennsla í lestri er mjög góð hér á landi en ég held að við höfum verið sofandi fyrir framhaldinu. Það er ekki nægilegt að kenna tæknina, það þarf að þjálfa hana líka. Ég tel að það sé óskaplega mikilvægt að krakkar á aldrinum ellefu til þrettán fái þjálfun í lesa hratt. HVERNIG hafið þið brugðist við? í kjölfar lestrarkannananna gerðum við skipulagsbreytingar á íslensku- kennslunni hjá okkur. Við tókum upp lestrarþjálfun hjá nýnemum þannig að nú hefst fyrsta önnin á því að nemendur fara í fjögurra vikna lestrarþjálfun. Á þessum tíma fara nemendur í gegnum námsefni sem ég og Guðni Kolbeins, þáverandi deildarstjóri íslenskukennslunnar í Iðnskólanum, sömdum og heitir Lestu betur. í henni er að finna les- efni af öllum mögulegum toga, fræðilega texta, skemmtitexta, langa og stutta. í bókinni eru einnig verk- efni og spurningar. Nemendur lesa heima og vinna með bókina í tímum. Þetta gera allir nemendur skólans fyrstu fjórar vikurnar og það hafa allir gott af, líka þeir sem eru vel læsir . Bókin er einnig notuð víðar í framhaldsskólum. HVAÐA árangri skila námskeiðin? Samkvæmt okkar rannsóknum fer nemendum gríðarlega mikið fram á þessum fjórum vikum. Lestrarhraði þeirra batnar verulega og eykst til muna og lesskilningur sömuleiðis. Það eitt út af fyrir sig hefur gríðar- lega mikið að segja. Þau verða sum tvisvar eða þrisvar sinnum fljótari að lesa. Fjölnir Asbjörnsson er sérkennari við Iðnskól- ann í Reykjavík. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 10. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Bandaríkin: Dóttir Ronald Reagan er látin los anceles. ap. Maureen Reagan, dóttir Ronald Reagan, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, lést í gær 60 ára að aldri, eftir fimm ára baráttu vð húðkrabbamein. Hún var elsta barn Ronald Reagan frá hjónabandi hans og leikkonunnar Jane Wyman, en þau skildu árið 1949 eftir 9 ára hjónaband. „Ég og Ronnie elskuðum Mermie afar mikið. Við munum sakna hennar gífurlega," sagði Nancy Reagan, stjúpmóðir hennar í yfirlýsingu sem gefin var út eftir atburðinn. Maureen bauð sig nokkru sinn- um fram í opinber embætti, en án árangurs. Bauð hún sig m.a. fram til sætis í öldungadeild Banda- ríkjaþings í kosningum í Kaliforn- íu árið 1982, auk þess sem hún varð í öðru sæti af 11 frambjóð- endum til tilnefningar fyrir Repúblikanaflokkinn í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, þar sem hún fékk 31% atkvæða. Eftir að faðir hennar greindist með Alzheimer-sjúkdóminn barð- ist hún af krafti til þess að auka MAUREEN OG NANCY Maureen ásamt stjúpmóður sinni á þjóð- þingi Rebúblikanaflokksins á síðasta ári. vitund fólks um sjúkdóminn auk þess sem hún vakti athygli á mik- ilvægi krabbameinsrannsókna. ■ Flóð í Indlandi: Milljón yfir- gefa heimili sín MALDA HÉRAÐ. INDLANDI. AP. Á BÁTI Drengirnir tveir róa á bátnum eftir fljóti i Indlandi. kjölfar mikilla sem gengu þar yfir. Yfir ein millj- ón manna hef- ur þurft að yf- irgefa heimili sín á Indlandi undanfarna daga vegna mikilla flóða þar í landi. í Bihar létust sex manns eft- ir að flæddi yfir 12 þorp í monsúnrigninga FRÉTTIR AF FÓLKI Hjá Flugleiðum hefur verið sett á laggirnar ný lögfræði- deild, sem verður á stefnumótun- ar- og stjórnunar- sviði félagsins. Hún verður undir stjórn Más Gunn- arssonar, hdl, sem hefur verið starfsmannastjóri Flugleiða undan- farin 26 ár. Mark- miðið með deild- inni er að tryggja hagkvæmni í úrvinnslu lögfræðilegra mála. Á verksviði hennar verða fram- kvæmd og ráðgjöf vegna samn- ingamála fyrir félagið, bæði við gerð og túlkun kjarasaminga og ýmsa aðra viðskiptalega samn- inga, matsgerðir um ágreinings- efni og tillögur til úrlausna, túlk- un og leiðsögn vegna lagaum- hverfis félagsins. Þá tekur deild- in þátt í mótun kjarastefnu Flug- leiða. Jafnframt ber deildin ábyrgð á hluthafaskrá og umsjón með rafrænum viðskiptum með hlutabréf í félaginu auk þess að annast samskipti við hluthafa Flugleiða. Við starfi Más tekur Una Ey- þórsdóttir. Hún hefur starfað hjá félaginu í 26 ár og undanfar- in fimm ár verið forstöðumaður starfsþróunar og annast starfsþró- unarmál. Verk- svið starfsmanna- stjóra er að taka þátt í mótun og fylgja eftir starfsmanna- stefnu félagsins, taka þátt í mót- un kjarastefnu og hafa umsjón og eftirlit með ráðningum og ráðningasamningum, fylgja eftir markmiðum um framleiðni og öðrum starfsmannatengdum markmiðum, veita stjórnendum tölulegar upplýsingar um starfs- mannamál, stýra starfsþróunar- málum, mótun fræðslustefnu Flugleiða og framkvæmd hennar. Loks má geta þess að launa- deild Flugleiða flyst til og verður framvegs á fjármálasviði fyrirtækisins. Ilún er undir stjórn Magnúsar Kr. Ingasonar, forstöðumanns bókhaldsdeildar. Samband ungra sjálfstæðis- manna heldur þing sitt í ár á Seltjarnarnesi dagana 14.-16. september. Sig- urður Kári Krist- jánsson, núver- andi formaður SUS, hefur til- kynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til end- urkjörs vegna anna í starfi og því er Ijóst að nýr formaður verður kosinn á þinginu. Telja ungir sjálfstæðismenn að friður muni ríkja um þá kosningu að þessu sinni og líklegast sé að varaformaður sambandsins til tveggja ára, Ingvi Hrafn Óskars- son, bjóði sig einn fram. Ingvi er lögfræðingur að mennt, hefur FJÖR Á GRÍMUBALLINU Börnin skemmtu sér afar vel á bamahátíðinni. Börnin vilja oft gleymast í látunum Um verslunarmannahelgina var haldin barnahátíð í Arnesi í Gnúp- verjahreppi. Hátíðin fór ekki hátt í fjölmiðlum sem beindu athyglinni að stærri hátíðum. Það jákvæða má hins vegar ekki gleymast segir Elísabet Jónsdóttir. fjölskyldan „Fjölskyldan mín fór á barnahátíðina í fyrra og aftur í ár og börnin eru þegar farin að bíða eftir hátíðinni á næsta ári. Hátíðin fór alveg fram hjá fjölmiðlum og mér finnst að það verði að koma því jákvæða að líka,“ segir Elísabet Jónsdóttir, móðir og mótsgestur, sem lofar framtakið í hástert. Hátíðin sem um ræðir var haldin í Árnesi í Gnúpverja- hreppi. Þetta var í annað skipti sem hún fór fram að sögn Ólafs Þórðarsonar, eins af mótshöld- urum. „Þetta er jákvæð og góð hátíð sem ég veit að á eftir að stækka. Við stefnum á að um 800 til 1.000 manns sæki hana en viljum ekki að hún verði stærri en það,“ segir Ólafur sem einnig er mjög ánægður með hátíðina og þegar farinn að skipuleggja þá næstu. „Ég stend að þessu í samvinnu hreppsbúa sem eru að byggja upp ferðamannaþjón- ustu á svæðinu." Elísabet segir framtakið vera lofsvert, allt of lítið sé um að sérstaklega sé stílað inn á fjöl- skyldufólk þegar hátíðarhöld eru annars vegar og lítið um að fjölskyldur geri eitthvað saman. „Það eru allir svo önnum kafnir að börnin vilja gleymast í öllum látunum. Síðan þegar eitthvað er gert þá er það alltaf gert með mjög miklum látum. Þarna var prógramm, en alls ekki stíft þannig að allt var gert í miklum rólegheitum“ segir Elísabet sem er heimavinnandi móðir þriggja barna, fjögurra, sex og átta ára. Ýmislegt var gert til skemmtunar um helgina, fönd- rað, farið í ratleik, spilaður fót- bolti og slegið upp tveimur dansleikjum. „Fyrra kvöldið var dýradans- leikur og grímuball það síðara. Það var mikið fjör á þeim og for- eldrar og börn dönsuðu saman í tvo klukkutíma," segir Ólafur sem leggur áherslu á að öll há- tíðin sé hugsuð út frá börnunum. „Þau eru þátttakendur í öllu sem þarna fer fram og ekki mötuð á einu né neinu. Þetta er hugsuð sem uppbyggileg hátíð og þarna sjá börnin að hátíðahöld þurfa ekki að vera eintómt fyllerí og vesen." sigridur@frettabladid.is verið formaður Heimdallar og er nú aðstoðarmaður Sólveigar Pét- ursdóttur ráðherra. Eyjamenn eru ekki alltof ánægðir með umfjöllun fjöl- miðla um verslunarmannahelg- ina. Karl Gauti Hjaltason, sýslu- maður í Eyjum, kvartar yfir því í samtali við Fréttir, enginn áhugi sé á því að ræða þjóðhátíð þegar hún heppnist eins vel og í ár. Hann er því líka algerlega ósam- mála að nauðgunarbrot séu ekki sýnilega í Eyjum vegna þess að ekkert sé gert í þeim og bendir á þá aðstöðu sem var komið upp á Sjúkrahúsinu í Eyjum og fulltrúa sálgæslu sem voru í Herjólfsdal. Skýringin á fáum brotum í Eyj- um segir Karl vera að betri helmingur útihátíðargesta hafi verið staddur þar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.