Fréttablaðið - 10.08.2001, Side 24

Fréttablaðið - 10.08.2001, Side 24
FRETTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn(áTrettabIadid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar Aculegwriu Grensásvegur10 Sími 553 88 33 Qfficelsuperstore OPH) VIRKA DAGA KL 8-18 éá&l zvti'r:;- | ** Tæknival Bakþankar ÞRÁINS bertelssonar Opinská þjóð - eða kjaftagleið? Ætli að það sé eitthvað eftir sem ekki má nefna í hinu opinskáa - eða að minnsta kosti kjaftagleiða - samfélagi nútímans? Mér dettur þessi spurning í hug af því að ég sé að nú er hægt að fara í bíó og sjá kvikmynd sem heitir „Ríddu mér“ (og byggir víst ekki á hinum hug- ljúfu sögum um Fagra-Blakk). Eg hrökk í kút þegar ég las þennan titil. Bíddu nú við, hugsaði ég með mér. Eru menn farnir að segja hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er? Nei, kannski ekki alveg, en það er þó alveg á hreinu að tepruskapur í fjöl- miðlum er á hröðu undanhaldi. Og það er fínt - að svo miklu leyti sem það þýðir að hreinskilni komi í stað hræsni, og frelsi í stað bælingar. Komi hins vegar ruddamennska í staðinn fyrir siðfágun og kjaftavað- all í staðinn fyrir yfirvegun þá hefur ekkert áunnist heldur eitthvað mikil- vægt tapast. EF TIL VILL FER HEILÖGUM KÚM fækkandi í þjóðfélagi okkar og það er hið besta mál. Þær máttu missa sig - og þótt fyrr hefði verið (þótt ég sjái nú ekki fyrir mér að þær séu beinlínis í út- rýmingarhættu alveg á næstunni). Hispurslaus, opinská, hreinskilin umræða og orðnotkun er augljóslega af hinu góða; vandinn er sá að rugla þessu ekki saman við klám, siðleysi og bull. —♦— ÞAÐ MUN VERA EILÍFÐARVERKEFNI mannsins í heiminum að greina á milli góðs og ills og allur gangur á því hvernig til tekst hjá einstakling- um og þjóðum. í okkar litla Evrópu- hreppi á þeirri vogskornu heim- skringlu sem mennirnir byggja hef- ur tekist að byggja upp mannúðlegri þjóðfélög en víðast hvar annars stað- ar. Engu að síður er illskan og ljót- leikinn ekki fjær okkur en svo að á nýliðinni öld voru teknar þær ákvarðanir af einstaklingum og þjóðum sem leiddu til að um 180 milljón manns var slátrað. Og það er óumdeilt met frá upphafi vega. —♦.... ÞAÐ MÁ ÞVÍ AUÐVITAÐ einu gilda í því stríði öllu hvort titill á einni kvikmynd er hispurslaus eða klúr. Spurningin er hvort mönnun- um munar aftur á bak ellegar nokk- uð á leið. Hvernig er staðan hjá mannskapnum í baráttu góðs og ills, fegurðar og ljótleika, sannleika og lygi? ■ £r ekki tilvalið að heimóœkja ckkur um helgina? Aflstöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í suinar og er aðgangur ókeypis Ljósafossstöð Sýningin Skáldað í tré - íslensk skurðlist úr Þjóðminjasafni hefur' hlotið fádæma lof gesta. Búrfellsstöð Flaggskip íslenskra virkjana. Þjórsárdalur er fjölbreytt og fallegt útivistarsvæði. Sultartangastöð Yngsta vatnsaflstöð Islendinga. Lítið inn og sjáið kvikmynd um byggingu stöðvarinnar. Hrauneyjafossstöð Vin í eyðimörkinni í alfaraleið norður Sprengisand. Bundið slit- lag er á veginum ffá Reykjavík. I stöðinni er sýnd kvikmynd um Vamajökul. Blöndustöð Þorir þú 200 m ofan í jörðina? Skoðunarferðir eru kl. 10, 11, 13, 14, 15 og 16. Laxárstöð III Ævintýri í undirheimum. Missið ekki af rómaðri sýningu Félags íslenskra myndlistarmanna í berg- hvelfingum Laxárstöðvar. Kröflustöð Lítið við í gestastofu Kröflu- stöðvar og sjáið kvikmynd um Kröfluelda. Stöðin er opin frá 13-17 um helgina. Nánari upplýsingar í síma 515 9000 og www.lv.is Landsvirkjun Bakhjart ÞJóðminjasatnt íólandó Fæst á næsta blaðsölustað / Askriftarsími 586 8005 Útgefandi: Rit & Rækt ehf, Háholti 14,270 Mosfellsbæ, www.rit.is, rit(Srit.is Glæsileg verðlaun í ÁSKRIFENDALEIK Sumarhússins ktMrtí*9* KENT gasgrill AÐ VERÐMÆTI KR. 70 ÞÚSUND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.