Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 15. ágúst 2001 MÁNUDACUR SVONA ERUM VIÐ ÚTGJÖLD ÍSLENDINGA ERLENDIS Ferðaþjónustan halaði rúmlega 30 millj- örðum króna inn í íslenska hagkerfið árið 2000, en árið 1996 voru tekjur af erlend- um ferðamönnum rúmlega 20 milljarðar. Hér má hins vegar sjá ferða- og dvalar- kostnað Islendinga í útlöndum. Tölurnar sýna milljónir króna á verðlagi hvers árs. Inni I þessum tölum er dvalarkostnaður ís- lenskra námsmanna erlendis, en útgjöld vegna fargjalda eru ekki tekin með. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Iran: Rúmlega 100 látnir teheran. ap Á annað hundrað manns eru látnir eftir flóð undan- farinna daga í íran. Þúsundir eru og heimilislausir eftir rigningarn- ar í landinu síðustu daga sem hafa valdið flóðum og skriðum, eyði- lagt uppskeru og drepið bústofn. Björgunarsveitir unnu að því hörðum höndum í gær að grafa lík undan skriðum. Flugvélar hersins fluttu íbúa flóðasvæða í bráða- birgðaskýli í hæðum norðaustur- hluta írans. Búist var við áfram- haldandi rigningum í íran. Eldur í sumarbústað út frá gasi: Brann á tutt- ugu mínútum ELD5VOÐI Þrjár konur náðu að forða sér út úr sumarbústað í landi Stóra-Dals undir Eyjafjöllum sem brann til kaldra kola á skammri stundu á laugardagskvöldið. Þær voru að elda á gaseldavél og kviknaði í út frá því. Lögreglan á Hvolsvelli fékk til- kynningu um brunann um hálf- áttaleytið á laugardagskvöld og var komin á staðinn eftir stuttan tíma. „Eldurinn breiddist mjög hratt út og það varð ekkert við ráðið,“ sagði einn lögreglumann- anna. „Við vorum tiltölulega snöggir á vettvang, en sáum bú- staðinn á löngu færi og hann var þá strax orðinn alelda. Það stóð ekkert eftir nema einn útveggur eða svo þegar við komum á stað- inn.“ „Þetta brann allt saman á rúm- um tuttugu mínútum," sagði Ragnar Lárusson bóndi á Stóra- Dal. ■ Níu létust í Makedóníu: Herbíl ekið á jarðsprengju skopje. ap Átta makedónskir her- menn féllu og sex til viðbótar særðust þegar herbíll sem þeir voru á keyrði yfir jarðsprengju nærri Skopje á föstudag. Bíllinn var í herbílalest aðeins tíu kíló- metra frá höfðuborginni Skopje. Nokkru eftir að sprengingin átti sér stað kom til bardaga milli stjórnarhermanna og uppreisnar- manna af albönskum uppruna skammt frá þeim stað þar sem bíllinn sprakk í Ioft upp. íbúi í þorpinu Ljuboten, sem byggt er fólki af albönskum upp- runa, greindi frá því í símtali að stjórnarherinn notaði þyrlur til að skjóta á þorpið meðan nokkur hundruð íbúar þorpsins leituðu skjóls í kjöllurum húsa sinna. Þetta var í fyrsta skipti sem kom til átaka milli hermanna og uppreisnarmanna svo nærri höf- uðborginni frá því átökin hófust í febrúar síðast liðnum. ■ • Hátíð homma og lesbía: Þúsundir tóku þátt í Gay Pride skrúðganga Hátt í 20.000 manns voru samankomin í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar homm- ar og lesbíur stóðu annað árið í röð fyrir Gay Pride göngu í tengslum við Hinsegin daga. Þátttakendur í göngunni skiptu þúsundum og voru margir þeirra klæddir í fjölbreytt og litskrúð- ug gervi. Gangstéttir Laugavegar voru þétt skipaðar áhorfendum sem voru samankomnir til að fylgjast með göngunni og þegar skipu- lögð dagskrá hófst á Ingólfstorgi að göngunni lokinni var þröng á þingi en þúsundir manna lögðu leið sína þangað til að fylgjast með dagskránni. Þegar dagskrá- in hófst var Ingólfstorg þegar troðið af fólki en þá var enn mik- ill fjöldi fólks að ganga eftir Austurstræti inn á Ingólfstorg. Þetta er annað árið sem hommar og lesbíur ganga niður Laugaveg til að vekja athygli á málstað sínum og hefur talsverð- ur fjöldi fólks tekið þátt í og fyl- gst með göngunni bæði árin. ■ MIKIÐ UM DYRÐIR Göngumenn í Gay Pride voru að venju margir í glæsilegum búningum þar sem þeir gengu niður Laugaveginn. Hluthafar sáttir við að Frumafl var ekki keypt Allir telja sig vera að gæta hagsmuna hins almenna hluthafa í Lyfjaverslun Islands. Sjálfir telja þeir rétt að falla frá kaupum á Frumafli á umræddu verði. viðskipti „Ég var alveg á því að þetta færi svona,“ segir Björn Jónsson, einn af smærri hluthöf- um í Lyfjaverslun íslands. Hann segir að Lyfjaverslunin eigi ekki að sitja báðum megin borðsins og því hafi verið rétt að falla frá kaupum á Frumafli. ,,Ég var sáttur við niðurstöðu hluthafafundarins, en hef ekki enn áttað mig á umsögn Ólafs G. Einarssonar í Morgunblaðinu og svari Margeirs Péturssonar í sjónvarpinu, þegar hann_ sagði ómaklega að sér vegið. Ég hef ekki áttað mig á þessum öðrum þætti leikritsins," segir Björn. Guðný Sigurðardóttir, sem er einnig ein af smærri hluthöfun- um, segist vera mjög sátt við nið- urstöðu hluthafafundarins í júlí. „Mér fannst mjög undarlega að öllum þessum málum staðið og er mjög sátt með að það var eitthvað gert í þeim málum.“ „Ég held að miðað við það, að Margeir Pétursson fer inn á fund- inn með umboð mjög margra hlut- hafa, þá hlýtur það að þýða að hluthafar telja að verið sé að gæta ATOKIN I LYFJAVERSLUN: Hvernig féllu atkvæðin þegar kosið var um kaup á Frumafli? Nei 78,3% Já 20,3% Hve háar fjárhæðir er verið að tala um? Lyfjaverslun Islands kaupir A. Karlsson og Thorarensen lyf en hafnar kaupsamningi að Frumafli. A. Karlsson 775 milljónir Thorarensen lyf 985 milljónir Frumafl 703 milljónir SAMTALS 2.463 milljónir LITLI HLUTHAFINN EKKI LEIKSOPPUR Margir trúa að þeir gæti hagsmuni litlu hluthafanna í Lyfjaversluninni en í viðtölum við þá sjálfa segja þeir að rétt hafi verið að falla frá kaupum á Frumafli. þeirra hagsmuna og séu sammála því sem hann er að gera. Annars veittu þeir ekki þetta umboð. Það er undarlegt að draga aðrar álykt- anir því enginn neyddi hluthafana til að gefa honum urnboð," segir Guðný. „Ef þú fjárfestir og veitir ein- hverjum öðrum umboð til að fara með þitt atkvæði þá gerir þú það að vandlega athuguðu máli.“ Sigtryggur Rósmar Eyþórsson segist vera sammála nýrri stjórn Lyfjaverslunar íslands, að hætta við kaupin á Frumafli. „Ég hefði í sjálfu sér viljað kaupa þetta fyrir- tæki en verðið var allt of hátt að mínu mati. Ef menn komast niður á jörðina með verðlagningu á fyr- irtækinu þá finnst mér hins vegar ástæða til að skoða þetta upp á nýtt. Verðið var bara of hátt og ég held að flestir séu sammála um það.“ „Einhvern veginn finnst mér að þetta hafi verið of hátt verð sem þeir hafi ætlað að greiða fyr- ir Frumafl," segir Jóna Stein- bergsdóttir. Henni finnst sem hagsmunum smærri hluthafa hafi verið gætt á síðustu vikum og er sátt við niðurstöðuna. bjorgvin@frettabladid.is Bresk læknisrannsókn: Próf til að koma í veg fyrir skyndidauða þróað heilsa Um þessar mundir vinna breskir vísindamenn í fyrsta sinn að þróun prófs sem getur greint hvaða fólk getur átt það á hættu að deyja svokölluðum skyndi- dauða. Dauðsföll af þessu tagi eru sjaldgæf, en fjórir látast af þess- um völdum í viku hverri í Bret- landi. Skyndidauði er talinn al- gengasta ástæðan fyrir óvæntum dauðsföllum hjá fólki undir 30 ára aldri, en helmingur þeirra sem látast af þessum orsökum virðast hafa verið fullfrískir einstakling- ar skömmu áður en þeir létust. Á meðal þeirra sem látist hafa af völdum skyndidauða er efniiegur knattspyrnukappi, Daniel Yorath, sem lést árið 1992 auk þess sem nígeríski knattspyrnukappinn Nwanko Kanu hefði getað látist af skyndidauða hefði ekkert verið að gert, eftir að hann greindist með alvarlegan hjartagalla. Prófið, sem fékk myndarlegan styrk frá Bresku hjartastofnun- inni, hefur þegar bjargað fjórum mannslífum. Að því er kemur fram á fréttavef BBC, virkar það þannig að greindar eru tafir í raf- boðum til hjartans sem halda hjartanu starfandi hjá einstak- lingum, en talið er að skyndidauð- inn orsakist af hjartsláttatruflun- um sem verða til þess að hjartað fer að skjálfa. Tilfellið getur valdið því að menn nái ekki and- anum auk þess sem þeir fá verk fyrir brjóstið, en margir vita ekki að þeir eru í bráðri lífshættu og detta skyndilega niður dauðir. ■ NWANKO KANU Hann var I lífshættu vegna hjartagalla J

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.