Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2001, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 13.08.2001, Qupperneq 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2001 MÁNUPAGUR BESTA PLATAN HALLDÓR GYLFASON leikari og söngvari Ljúf og heimilisleg „Ég fór á Hundadaga í Japis og keypti mér plötu með sígunahljómsveit, sem er mjög skemmtileg, og The Invisi- ble Band með Travis. Hún er assgoti góð, Ijúf og heimilisleg. Þeir kunna svo sannarlega að búa til góð lög og texta." ■ DAUÐAROKKIÐ KVATT Strigaskórnir eru búnir að taka upp nýja plötu með kántrýpönki, sem kemur vænt- anlega út seinna á árinu. Rokktónleikar á Gauknum: Strigaskór nr. 42 spila á ný TÓNLEIKAR í kvöld verða haldnir áhugaverðir tónleikar á Gauk á Stöng. Þar spila rokkhljómsveitim- ar Strigaskór nr. 42 og Klink. Strigaskórnir voru áberandi í dauðarokkssenunni á fyrri hluta tí- unda áratugarins, gáfu m.a. út plöt- una Blóð og spiluðu á fjölmörgum tónleikum. Nú á árinu er von á annarri plötu frá hljómsveitinni og em uppruna- legu meðlimirnir, Kjarri, Hlynur Aðils, Gunni og Ari, allir á sínum stað. „Við erum búnir að æfa stans- laust síðan í vor og gera efnið fyrir plötuna klára. Við emm búnir að taka upp og það á bara eftir að fín- pússa lögin,“ segir Kjarri. Þeir sömdu tónlistina sem þeir eru núna að spila fyrir Baal eftir Bertolt Brecht í uppfærslu Herranætur fyrir nokkrum árum. „Við spilum bara þessa tónlist á tónleikunum, ekki gömlu Blóðlögin. Við eram að spá i það að taka góða Blóðtónleika seinna í ár,“ segir Kjarri. Hann kall- ar tónlistina á nýju plötunni kán- trýpönk. „Við erum aðeins búnir að mildast. Þetta var samið fyrir nokkrum árum en tvö lög fæddust núna við æfingar. Það er gaman að þessu en endurkoman er búin að standa til lengi.“ Harðkjarnasveitin Klink er í mikilli uppsveiflu. Hún hefur ein- nig unnið við upptökur að undan- förnu, með hjálp Birgis Thorodd- sens, Curver. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stuttu seinna. ■ Húsfélög & fLjrirtœki athugið ■ Málum bílasiæði ■ Sópum bílaplön og göngusíiga * Vönduð vélavinna Hnngið eða sendið lölvupost og fáið tilboð Bi i a sfæda m e r k i n g Sími 698J513 bsmerkiriö & is.landia.is HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir BRIÖ6ETJ0NES SDIARY Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 jSHREK m/íslensku tali kl. 4 j iBLINKANDE LYGTER kl. 5.45, 8 og 10.151 |THE VIRGIN SUICIDE kl. 6 og 101 |FRÉTTIR AF FÓLKI | Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 FilJVttJNDUR FLASHDANCE FOOTLOOSE ABSOLUTE BEGINNERS ITILL SAMMANS kl. 4 og 8 j Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.05 VIT 257 iBRIDGET JONES DIARIES kl.4,6,8oglOÍa«| JSHREK m/ísiensku tali kl. 4 og 6 j píásj ANTITRUST kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.101!™] fSHRÉK m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10|ji4s| ÍPEARL HARBOR iÁTilBHl Sólóferill barnakryddsins Emmu Bunton er á hraðri niðurleið. Fyrsta plata hennar, A Girl Like Me, hefur selst í 40 þúsund eintök- i um og var aðeins ; fjórar vikur á topp 75 í Bret- landi, þrátt fyrir I að smáskífan, What Took You So Long, næði fyrsta sæti. Virgin er óá- nægt með gengið. Önnur smáskífa kemur út í mánuðinum. Mel C, gekk öllu betur með sína fyrstu plötu, hún seldist í 2,5 milljónum eintaka. „Stundum getur það tekið þrjá eða fjóra mánuði að raða inn mikilli sölu. Oft þarf nokkrar vin- sælar smáskífur," sagði umbi Emmu. Kvikmyndaverið Warner Bros. ætlar ekki að gefa út fram- haldið af Matrix, The Matrix Re'oaded, fyrr en wf^ il ■ 1 mal'2003- Bm0 P var að segja að • • hún yrði frum- sýnd undir lok m 2002 en forseti dreifingardeildar Warner, Dan Fellman, segir það vitleysu. „Við sögðum það aldrei.“ Tökur á myndinni eru ekki hafnar en vinna við tölvubrellur gengur vel. „Við erum á góðum tíma,“ sagði Fellman. Einnig er byrjað að und- irbúa þriðju Matrix-myndina. Tennisstjarnan Serena Williams sagði um daginn frá því hvern- ig hún varð háð því að kaupa sér óþarfa hluti á Netinu. „Þetta var verst á Opna fran- ska. Ég hékk á Netinu á hverjum degi. Ég gat ekki stoppað, keypti, keypti, keypti hluti sem ég þarf ekki, föt sem ég klæðist ekki. Ég var stjórnlaus." Hún byrjaði á þessu til þess að komast hjá því að versla fyrir augum almennings. „Fólk þekkir mig hvert sem ég fer. Þess vegna prófaði ég þetta." Hún segir sér líða betur núna og henda líka öll- um bæklingum sem berast í pósti. Hlustendurnir ráða ferðinni sjálfír Gagnvirka útvarpsstödin Muzik komin í loftið. Hlustendur velja lögin sjálfir á muzik.is. Arðvænlegur útvarpsrekstur hjá Islenska sjónvarpsfélaginu. útvarp Fyrir mánuði síðan urðu margir útvarpshlustendur varir við stöð á FM-bylgjulengdinni 89, sem fyllti upp í tónlistargat sem myndast hafði á útvarps- markaðnum. Fyrir helgi svipti íslenska sjónvarpsfélagið hul- unni af stöðinni, nefndi hana Muzik og flutti hana yfir á 88.5. Útvarp Kántrýbær fer á 89. Muzik er fyrsta íslenska gagnvirka útvarpstöðin og vita aðstandendur hennar ekki til þess að hún eigi sér fyrirmynd. Hlustendur skrá sig inn á vefinn muzik.is og velja sjálfir lögin sem eru spiluð úr gagnagrunni. „Við opnuðum vefinn á þriðju- deginum fyrir viku. Hann fór eins og eldur í sinu um Netið, spurðist fljótt út,“ segir ísleifur Þórhallsson, markaðsstjóri ís- lenska sjónvarpsfélagsins. „Við urðum varir við þreytu hjá hlustendum stöðva sem eru reknar með bandarískum for- sendum og spila bara lög af vin- sældalista. A Muzik hafa allir notendur sama vægi og þar gild- ir lýðræði. Um leið og lag er val- ið geta aðrir gefið því meðmæli eða mótmæli. Ef spilunarlistinn er fullur fer af stað kosning um næsta lag inn á listann. Við stjórnum sjálfir hvaða lög eru í gagnagrunninum. Á Muzik er það rafræn tónlist og danstónlist í sínum víðasta skilningi, hip hop og „easy listening" sem notend- ur geta valið um á daginn en á kvöldin verða sérþættir með alls konar jaðartónlist," segir ísleif- ur. Kerfið, sem stöðin er byggð á, Majones, er búið til af Gang- verki ehf. en ÍS á einkaréttinn. „Þetta eru forritarar sem voru orðnir leiðir á lélegum útvarps- stöðvum. Þeir hönnuðu kerfið fyrst til að nota í vinnunni. Við komum inn í verkefnið síðasta « g IU' ( ......... : Q , . f &P. ■ p MPÞHAFf <$ ****** i-rr $**■*&* 3- •> 1 • fe §*&„■*■**** ís fy fb# v■■-■-■ :• | &*•**«• ; éfitosfö* ?»<*•** \ ft#í' f* b-fi* '■ ttfntýtí-i<& I ftf fremsk, £%** Cvrý- Jí si Tk* <§* Þ*fff*f - - Hmia £i) gtyrfi & Prtfy - W §ÍIHA§ffNl §AfW * 6* §***}) *f***4f**>* ft* y m'öteifA- * frntsvtttfíiit fff'pf riitwr r&WlfoP**** tSITA í (AliMAfMI versíun fnÉITIft GLÆSILEG ÚTFÆRSLA A GÓÐRI HUGMYND Útvarpsstöðin er ekki aðeins á Netinu. Hægt er að velja lög í gegnum GSM-síma, auk þess að fá send SMS-skilaboð í hvert skipti sem einhver listamaður eða lag er spilað eða notandi lætur spila lag. Einnig er hægt að senda kveðju með. haust og síðan hefur kerfið verið í stöðugri þróun.“ Eini tíminn sem er ekki í höndum notenda er milli kl. 22 og 24. Þá velja þáttastjórnendur lög úr ákveðnum tónlistargrein- um. Á mánudögum spilar Barði Jóhannesson, á þriðjudögum Erpur Eyvindarson, á miðviku- dögum er þátturinn Skýjum ofar, á fimmtudögum Árni Einar, á föstudögum Páll Steinarsson, tónlistarstjóri stöðvarinnar, á laugardögum spilar Ingvi og á sunnudögum Hrafnhildur Hólm- geirsdóttir og Natalie. Athygli vekur að Páll ætlar að láta ís- lenska plötusnúða á erlendri grundu velja lögin með sér, t.d. Magga legó og Steph Gus Gussa í Barcelona og Hólmgeir í New York. Auglýsingar á Muzik eru í minni kantinum, sex mínútur á klukkutíma í stað venjulegra níu. íslenska sjónvarpsfélagið er með tvær gagnvirkar stöðvar í viðbót á kantinum, sem verða einnig keyrðar á Majones. ísleif- ur vill fæst um þær segja en þær munu báðar sinna ákveðnum tónlistargreinum og verða gjöró- líkar Muzik. „Rekstrarkostnaður þessarra stöðva er mjög lítill. Með Majones-kerfinu er út- varpsrekstur gerður arðvæn- legri en áður hefur þekkst." halldor@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.