Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 15- ágúst 2001 IVHÐVIKUDAGUR Konur í tyrknesku þorpi: Ekkert kynlíf án vatnsveitu ANKARfl. tyrklandi. flp Vatnsskortur hefur um nokkurrra mánaða skeið hrjáð íbúa í tyrkneska þorpinu Sirt, og það hefur dæmst á konurnar í þorpinu að ganga langa leið, sumar nokkra kílómetra, að vatnsbrunni þar sem þær setja vatn á kúta og bera heim til sín. En nú hafa þær fengið nóg af þessu ástandi og hafa gripið til þess ráðs að neita eiginmönnum sín- um algjörlega um kynlíf þangað til vatnsveita þorpsins kemst í samt lag aftur. Hugmyndina fengu þær úr vin- sælli tyrkneskri bíómynd, en upphaf- lega er hún komin frá forngríska leik- ritinu Lýsiströtu þar sem lýst er svip- uðum aðgerðum. ■ Vinstri-grænir fá áfall við Kárahnúka: Jarðraski mótmælt virkianir Vinstri grænir segjast andvígir því að Landsvirkjun hefur nú auglýst forval vegna aðrennslis- gangna fyrir Kárahnúkavirkjun og mótmæla því að fyrirtækið heldur áfram jarðraski á svæðinu. „Hvað eru menn að bjóða út for- val til að bora út 40 kílómetra göng í framkvæmd sem engin veit hvort farið verður í og er búið að hafna af þar til bæru yfirvaldi? Við vorum upp frá um helgina og þarna voru jarðýtur að vinna og það var verið að bora út um allt. Þetta er áfall því maður taldi að úrskurður Skipulags- stjóra yrði þess valdandi - að minns- ta kosti þar til hann yrði kærður - að allt yrði stöðvað," segir Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður VG. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið alltaf hafa reiknað með að umhverfisráðherra tæki fullnað- arákvörðun hvað snerti Kárahnúka- virkjun í lok október eða byrjun nóvember. „Við erum einfaldlega að gæta þess að við séum ekki að bren- na neinar brýr að baki okkar en í þessu felast engar skuldbindingar um að við tökum einu eða neinu til- boði eða göngum lengra í þessu út- boði. Ef við myndum ekki gera þetta þá gæti það leitt til þess að við myndum að brenna inni á tíma ef það yrði af framkvæmdum á næsta ári,“ segir Þorsteinn. ■ KÁRAHNÚKAR Jarðýtur og önnur tól vöktu óhug. BESSASTAÐAHREPPUR www.bessastadahreppur.is Álftanesskóli www.alitanesskoli.ismennt.is „Kanntu brauð að baka” Álftanesskóli auglýsir eftir: • Kennara í heimilisfræði 75 - 100% starf. • Stuðningsfulltrúa í 75% starf. • Skólaliða (gangavarsla og ræsting) í 75 - 100% starf. • Starfsmann í Frístund (lengd viðvera nemenda) 50 - 75%. Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1 .-7. bekk. I skólanum verða 235 nemendur í 14-15 bekkjardeildum. Góð starfsaðstaða. Mikil samvinna og öflugt skólastarf. Skólinn leggur sérstaka áherslu á stærðfræði, listir, upplýsingatækni og skapandi starf. Upplýsingar veita Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri, í símum 891-6590, h.s. 565-3685, netfang: smn@ismennt.is og Ingveldur Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í h.s. 565-2657 og 690-6365 netfang: inka@ismennt.is. Sjá einnig vef Álftanesskóla http://alftanesskoli.ismennt.is/ Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Álftanesskóla, 225 Bessastaðahreppi. Sjá einnig vef Bessastaðahrepps http://www.bessastadahreppur.is Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launaneíhdar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skólastjóri Lærðu oð fljúga Sólópróf ó 99.900 kr. Sólóprófið veitir þér réttindi til þess að fljúga eins þíns liðs undir umsjón kennara. Upplýsingar í síma 530-5100 og á flugskóli.is FLUGSKÓLI ÍSLANDS Láttu drauminn rætast - það er auðveldara en þú heldur! P.O. Box 5405 - 125 Reykjavík - Sími 530 5100 - Fax 530 5109 - fIugskoIi@fIugskoli.is Deildarstjórar óskast til starfa hjá Leikskólum Reykjavfkur ■i gk.. e £&:■. »ai n 10» SpiemniaimtilTí stJjjóönmuiiTiaiirstfcæirff Leitað er eftir leikskólakennurum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi en spennandi starf. Hjá Leikskólum Reykjavíkur er rekin metnaðarfull starfsmannastefna sem miðar að þvi að allir njóti sín í starfi og þroski hæfileika sína. Við bjóðum m.a.: j. Öfluga fræðsLustefnu og metnaðarfulla jafnréttisáætlun. I Starfsmannastefnu með áherslu á starfsþróun og vellíðan í starfi. I Þrðunarstarf.í heiLsueflingu. | Þróunarsjóður Leikskóla Reykjavíkur veitir árlega styrki til þróunarverkefna sem stuðla að nýsköpun í leikskólastaifi. Leikskólakennaramenntun áskilin. Er þetta starf fyrir þig? Nánari upplýsingar veitir Anna Hermannsdóttir starfsþróunarstjóri i síma 563 5800. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur og á vefsvæði www.leikskolar.is. I fLeí Leikskólar Reykjavíkur Okkur vantar fólk! Viö erum ungt og kraftmikið fyrir- tæki sem vantar fólk í úthringingar. Viö bjóöum uppá góö laun, notan- legan vinnustaö og tækifæri til aö vinna meö hressu og skemmtilegu fólki. Vinnutími frá kl. 18-22. Haföu samband í síma 562 6500 eöa 690 1441. simver ••• ••• ••• ••• Skólaskrifstofa Hafnarfjaróar Lausar stööur við grunnskóla Hvaleyrarskól skólaliðar (s. 565 0200] skólaritari Lækjarskóli (s. 555 0585] skólaliðar baðvörður ræstitæknar skólaritari Setbergsskóli almenn kennsla (s. 565 1011) skólaliðar Víðistaðaskóli heimilisfræðikennsla (s. 555 2912 og 899 8530) almenn kennsla, yngri barna Öldutúnsskóli textilkennsla (s. 555 1546) starfsmaður ó skrifstofu Allar upplýsingar gefa skólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknareyðublöð liggja frammi ó Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en einnig er hægt að sækja um rafrænt ó hafnarfjordur.is Umsóknarfrestur er til 20. ógúst. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.