Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 7
MIPVIKUPAGUR 15. ágúst 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Mótmæla vexti ríkisútgjalda: Forkastanleg hækkun RÍKiSFJÁRMÁL Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir von- brigðum sínum með að útgjöld hins opinbera hækkuðu á fyrri helming þessa árs um 19,5 millj- arða í samanburði við sama tíma- bil í fyrra. Ungir sjálfstæðis- menn sætta sig ekki lengur við þessa þróun í stjórn ríkisfjár- mála og segja að íslensk stjórn- völd eigi að ganga á undan með góðu fordæmi eftir að hafa lagt hart að fyrirtækjum og einstak- lingum að sýna ráðdeild og sparnað til að slá á þenslu í þjóð- félaginu. „I ljósi þess telja ungir sjálf- stæðismenn útgjaldahækkun hins opinbera, ár eftir ár, forkast- anlega og skora á Geir H. Haarde fjármálaráðherra og ríkisstjórn íslands að tryggja ábyrga fjár- málastjórn og draga mjög veru- lega úr útgjöldum svo lækka megi skatta á íslandi," segir svo í ályktuninni. ■ SKORAÐ Á GEIR HAARDE Fjármálaráðherra á að tryggja ábyrga fjármálastjórn og draga verulega úr útgjöldum Fangelsisflótti á Filipps- eyjum: Notuðu gítar- strengi og járnsög ILAGAN. FILIPPSEYJUM. AP. Að minnsta kosti 20 dæmdir morð- ingjar, nauðgarar og ræningjar brutust í gær út úr fangelsi á norðurhluta Filippseyja eftir að hafa sagað járnrimla í sundur með gítarstrengjum og járnsög. Á meðan fangarnir bjuggu til kaðal úr laki og klifruðu út í frelsið horfðu fangaverðirnir á sjónvarpið grunlausir með öllu. Að sögn talsmanns lögreglunnar er umfangsmikil leit hafin að föngunum, en spjót hennar bein- ast nú einnig að því hvers vegna fangaverðirnir heyrðu engan há- vaða. ■ Olís í Mosfellsbæ: Rangt verð á bensíndælum ökutæki Á bensíndælu Olís við Langatanga í Mosfellsbæ segir á dælu að lítrinn af 95 oktana bens- íni kosti 95 krónur þegar um er að ræða sjálfsafgreiðslu. Þegar öku- maður borgar síðan fyrir bensínið segir kassakvittun hins vegar að lítrinn kosti 96 krónur. Mismunur á milli þess sem stendur á dælu og það sem borgað er á kassa er því 1 króna. Jóhannes Davíðsson, yfirmað- ur bensínstöðva Olís, kennir þarna gömlum dælum um. Ekki er hægt að hafa aukastaf á skjá dæl- unnar og því sé þessi leið farin. Dælan er hins vegar ekki tengd við afgreiðslukassann og þegar kostnaður er reiknaður á við- skiptavininn er í raun gert ráð fyrir 95 krónur á lítrann, en mis- munur á milli dælu og kassa komi út sem misræmi á dældu magni og keyptu. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdarstjóri FÍB, segir verð- merkingum ábótavant við bensín- stöðvar. Þó hafa ekki margar kvartanir borist FÍB varðandi misræmi á milli verðmerkinga á dælum og verð við kassa. ■ MISRÆMI A VERÐI MILLI PÆLU OG KASSA Á myndinni sést að verð á dælu við bensínstöð Olis segir að lítrinn kosti 95 krónur. Á kassakvittun sést hins vegar að verðið á lítranum er 96 krón- ur. Olís segist ekki vera að snuða við- skiptavíni heldur sé dælan gömul og misræmið leiðréttist í dældu magni. ö I is L anaatanaa Kt. 500269-3249 VSK: 11765 Síibí; 566-7201 DAGS: 12-08-2001 KASSI; 0204 STARFSM: Kristján VÖRULYSING By KL: 23:12 fNR: 20413785 VER6 Electron NÚMER: 4567160327061387 GiIdist íroi: 02 / 03 2.602,00 A 90,00 A 2,692,00 2,692,00 IVSK A 24,50)1 2.692,00 = 529,75 Þdkkuíi viöskiptm Átök halda áfram í Makedóníu: NATO vill afvopna upp- reisnarmenn SKOPJE. makedónÍu, AP. Fimmtán sérfræðingar á vegum NATO flugu í gær til Skopje, höfuðborg- ar Makedóníu, en þeir eiga að meta það hvort hægt sé að hefja afvopnun albanskra upp- reisnarmanna. Ekki verður þó ráðist til slíkra að- gerða fyrr en vopnahléið hefur verið virt af öllum aðilum. Átök héldu áfram í landinu í gær þrátt fyrir vopnahléið þegar albanskir upp- reisnarmenn kveiktu í fjórum makedónskum húsum í þorpinu Lesok nærri Tetovo auk þess sem skothríð átti sér stað nærri bæn- um Kumanovo, skammt frá júgóslavnesku landamærunum. ■ TALAR VIÐ FRÉTTAMENN Barry Johnson, ofursti innan NATO, talar við fréttamenn um ástandið í Makedóniu. HANDTEKNIR f KÓLUMBÍU I \ ' AtT f 1 j T ** Þrír írskir sprengjusérfræðingar, sem taldir eru meðlimir í IRA og eru sakaðír um að hafa aðstoðað uppreisnarmenn í Kólumbíu. Syrtir í álinn á Norður-Irlandi: IRA hættir við afvopnun dublin. ap írski lýðveldisherinn (IRA) dró í gær til baka samþykki sitt á afvopnunaráætlun, sem kynnt var í síðustu viku en sam- bandssinnar höfðu ekki talið full- nægjandi af hálfu IRA. í yfirlýs- ingu frá IRA segjast samtökin eng- an veginn getað sætt sig við við- brögð sambandssinna á Norður-ír- landi, sem krefjast þess að sjá raunverulega afvopnun hefjast áður en þeir geti fallist á þátttöku í heimastjórn með lýðveldissinnum. Þessi síðasta yfirlýsing frá IRA þykir draga mjög úr vonum manna um að hægt verði að hrin- da friðarsamningunum, sem gerðir voru árið 1998, í fram- kvæmd að nýju með þátttöku hel- stu flokka lýðveldissinna og sam- bandssinna í heimastjórn Norður- írlands. „Að draga sig til baka frá sam- komulagi sem tók tvö ár að ná, einungis fimm dögum eftir að lýðveldissinnar sögðu það vera sögulegt, getur ekki annað en bætt stöðu þeirra efasemdar- manna sem alltaf hafa efast um ásetning þeirra,“ sagði John Reid, Norður-Irlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar. Ekki bætti úr skák að þrír menn, sem taldir eru vera hátt- settir í IRA, voru handteknir í Kólumbíu á mánudag, grunaðir um að hafa þjálfað uppreisnar- menn þar í landi í hryðjuverkum og sprengjugerð. ■ A viðhald FASTEÍGNA ehf. Tökum að okkur alla almenna húsamálun, sandspörtlun, húsaviðgerðir og háþrýstiþvott. -Bjóðum upp á föst verðtilboð eða tímavinnu. -Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og snyrtilega umgengni -Fáðu fagmenn í verkið og hafðu samband símar: 8982786 & 8622628 Utsala! Glæsilegar yfírhafnir Opið laugardaga frá kl. 10 - 16 ÁoÁHlýlSID Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.