Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 15. ágúst 2001 MIÐVIKUPAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavfk Aðalslmi: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgaisvaaðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. MILOSEVIC Hann heldur enn um stjórnartaumana i flokknum. Háttsettir embættismenn heimsækja Milosevic: Milosevic í sambandi við flokkinn amsterdam. ap Fimm háttsettir embættismenn úr sósíalistaflokki Slobodan Milosevic heimsóttu forsetann fyrrverandi í gær. Milosevic leiðir enn flokkinn þrátt fyrir að hafa setið í varð- haldi nálægt Haag í Hollandi í sex vikur og hefur verið í símasam- bandi við embættismenn flokks- ins. Milosevic bíður réttarhalda vegna stríðsglæpa sem framdir voru í Kosovo. Milosevic, sem staðhæfir að hann muni sjá um sína eigin vörn í réttarhöldunum, er gert að koma í annað sinn fyrir réttinn 30. ágúst. ■ DÝFIR SÉR Fröken Svlnka undirbýr enn eitt stökkið. Sýningaratriði í Ástralíu: Dýfmgar- svín stelur senunni BRISBANE, ÁSTRALÍU. AP. FrÖken Svínka býr sig undir að dýfa sér fram af palli ofan í vatn á hinni ár- legu Royal Brisbane sýningu sem haldin er þessa dagana í Ástralíu. Svínka er aðalnúmerið á sýning- unni sem bæði ungir sem aldnir virðast vera ólmir í að sjá, en oft- ast eru öll sæti yfirfull klukku- stund áður en sýningin hefst. Hef- ur velgengni sýningarinnar vakið mikla undrun þjálfara Svínku, Tom Valderleur en að hans sögn standa allir upp af hrifningu þegar hún dýfir sér fram af pallinum. ■ ísraelsher ræðst inn í borgina Jenin: Litið á árásina sem stríðsyfirlýsingu JENIN. VESTURBAKKANUM. AP. Heima- stjórn Palestínumanna hefur lýst því yfir að lita megi á þriggja klukkustunda árás ísraela á borgina Jenin í gærnótt sem stríðsyfirlýsingu af hálfu ísra- ela. Um 10 skriðdrekar réðust inn í borgina og var aðallögreglu- stöð hennar m.a. jöfnuð við jörðu auk þess sem skotið var að Palestínumönnum. Talið er að fjórir Palestínumenn hafi særst í skothríðinni. Að sögn sjónarvotta sveimuðu þyrlur ísraela yfir borginni meðan á árásinni stóð. Árásin er sú fyrsta sem gerð hef- ur verið á borg með palstínskt yfirráðasvæði síðan heimastjórn Palestínu var komið á árið 1994. í kjölfar atburðarins hefur heima- stjórnin nú biðlað til Sameinuðu þjóðanna um að fá alþjóðlega vernd fyrir her ísraelsmanna. Að sögn ísraelshers var árás- in gerð í hefndarskyni vegna sjálfsmorðsárása Palestínu- manna sem nýlega áttu sér stað í uós Á himni ísrael. Palestínska skæruliða- Skot frá skriðdrekum (sraela lýstu upp hreyfingin Hamas segist ætla að himminn fyrir ofan Jenin i fyrrinótt. hefna árásarinnar á næstu dög- um. ■ Félagsþjónustan sópar hingad alls konar fólki Bruni í íjölbýlishúsi við Vatnsstíg. íbúi hússins finnur fyrir miklu óöryggi að búa í húsinu. Flestir íbúanna búnir að fá nóg af ástandinu sem þar ríkir. löcreclumál „Maður á örugglega eftir að drepast hérna í húsinu því þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í sömu íbúð fyrir utan önnur atvik tengd bruna,“ sagði íbúi á Vatnsstíg 11 sem ekki vildi láta nafn síns getið, en kalla varð til aðstoðar slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu þegar eldur kom upp í íbúð í húsinu um þrjúleytið í fyrrinótt. Þrennt var í íbúðinni og voru tveir fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Eldur- inn hafði komið upp í sófa og tók slökkvistarfið skamma stund. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð- inni og rýma þurfti 23 íbúðir í hús- inu vegna mikils reyks sem mynd- aðist. Konan sagði sögu Vatnsstígs- hússins bera keim af svipuðum at- burðum og hafði nóg um litróf íbú- anna að segja. „Félagsþjónustan sópar þangað inn alls konar fólki og mætti bera það sama við að fara út í sjoppu og panta bland í poka. Ég er búin að beita miklum þrýst- ingi um að fá að flytja p mig til úr þessu húsi en það virðist ekkert vera að ganga og enginn til að hlusta." Konan sagðist finna fyrir miklu óöryggi að búa í húsinu. „Ég er farin að hafa til taks við rúmstokkinn skó og sokka því ég ætla mér ekki að þurfa að hlaupa út á götu á nærbuxun- um.“ Hún sagði tuttugu og fjórar íbúðir vera í húsinu og flesta íbúana löngu vera búna að fá nóg af ástandinu. „Ég á ekki í nein önn- ur hús að venda vegna aðstæðna minna því ef svo væri, væri ég löngu búin að skila inn lyklunum af íbúðinni. En svo auðvelt er það ekki í dag.“ Konan taldi sig hafa VATNSSTÍGUR 11 Tuttugu og fjórar (búðir eru í húsinu og segir nægða með með ástandið sem þar ríkir. fullan rétt á því að láta flytja sig til og sagðist vera komin á fremsta hlunn með að panta tíma hjá borg- arstjóra til að ganga í málið. viðmælandi Fréttablaðsins flesta íbúa óá- Þess má geta að lögreglan í Reykjavík er með málið í rann- sókn. kolbrun@frettabladid.is Norðurbakki í Hafnarfirði: Bryggjuhverfi í stað Listaháskóla skipulac „Ég er ekkert að kasta fram svona tilboði af gamni mínu heldur af því að ég tel að þetta skipti máli fyrir bæjarfélagið og þetta sé góð umgjörð og aðsetur fyrir Listaháskólann. Á einhverj- um tímapunkti þarf að taka af skarið og sérstaklega þegar ljóst er að þeir sem fara þar fyrir mál- um, eins og stjórn Listaháskóla ís- lands, vilja ekki fara með skólann til Hafnarfjarðar. Þá þýðir ekkert að vera berja höfðinu lengur við steininn heldur snúa sér að næsta verkefni. Það er komið að þeim tímapunkti núna,“ segir Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði. Hann telur að nú eigi bæj- arstjórnin að einbeita sér að fram- tíðaruppbyggingu á þessu svæði, án Listaháskóla íslands. „EINA RAUNVERULEGA BRYGGJUHVERFIÐ" „Ég mundi áætla það að uppbygging á þessu svæði verði á næstu tveimur til sex árum," segir Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Á þessu svæði á að fjarlægja öll hús °g hyggja bryggjuhverfi þar sem áður var fyrirhuguð bygging Listaháskóla Islands. „Stjórnin samþykkti um síð- vegað skólanum stað fyrir ný- ustu áramót að leita eftir því byggingu. Að öðru leyti hefur hvort Reykjavíkurborg gæti út- stjórnin ekki tekið neinar fullnað- arákvarðanir. Engar viðræður hafa farið fram við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði síðan," segir Hjálm- ar Ragnarsson, rektor Listahá- skólans í samali við Fréttablaðið. Stjórn Listasháskólans hefur ekki verið kölluð saman sökum þessa og skilur Hjálmar þessa ákvörðun bæjarstjórans. Magnús segir að Hafnarfjarð- arbær hafi í hartnær tvö ár haldið opnum möguleika gagnvart Lista- háskólanum og boðið svæði í hjar- ta bæjarins. „Nú erum við búin að taka af skarið og segjum hér byggjum við bryggjuhverfi sem verður einstakt því þetta er eina raunverulega bryggjuhverfið á Reykjavíkursvæðinu, snýr mót Suðri með öllum þeim gæðum sem í því felast.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.