Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
15. ágúst 2001 MIÐVIKUPAGUR
HRAÐSOÐIÐ
HÖRÐUR H. HELGASON,
lögfræðingur
Aukinn vitund
um einkalífsrétt
HVERSU algengt er að mál eins og
nú er komið upp hjá Símanum-lnterneti
komi upp?
Ég get ekki tjáð mig beint um þetta
mál, því það er í vinnslu hjá okkur.
En ég get ekki sagt að slík mál komi
oft upp en þau koma upp við og við.
Við tökum þau þá til rannsóknar,
annað hvort að eigin frumkvæði eða
vegna þess að kvörtun berst utanfrá.
Ef úrskurðir eru þess eðlis að talið
er að lög hafi verið brotin þá send-
um við málið til saksóknara.
HVERNIG er öryggismálum í
tengslum við tölvupóst háttað hér á landi?
Menn hafa misjafnar skoðanir á
hversu vel persónuupplýsinga, sem
eru í rafrænum skjalakerfum eða á
þjónum sem vista t.d. tölvupóst eða
aðrar slíkar persónuupplýsingar, er
gætt. í sumum tilfellum höfum við
komist að þeirri niðurstöðu að ekki
hafi verið farið nægilega skynsam-
lega að. Kröfur um öryggi í tölvu-
póstsamskiptum hafa líka breyst
mikið undanfarin ár með breytingu í
notkun á tölvupósti. Hann var í lítilli
útbreiðslu fyrst og ekki ætlað að
geyma viðkvæmar upplýsingar. Nú
hefur notkunin breyst mikið sem og
kröfur um öryggi. Það má benda á
að tölvupóstur fer alltaf í gegnum
einhver kerfi en tilgangur í aðgangi
kerfistjóra að póstinum á alltaf að
vera skýr. Almennt má segja að það
sé erfitt að sjá í hvaða tilgangi unnið
sé með tölvupóst einstaklinga án
samþykki viðkomandi.
HVER ber ábyrgð á að öryggi þessara
upplýsinga sé tryggt?
Einstöku Internet-aðgangsveitendur
bera ábyrgð. Þeir lúta lögum um
persónuvernd, en einnig f jarskipta-
lögum. Ef þeir standa sig ekki vel og
fara ekki að reglum, þá kann það að
leiða til þess að þeir verði refsiá-
byrgir, eða fébótaskyldir.
ER MIKIÐ leitað til ykkar hjá Per-
sónuvernd?
Almenningur leitar til okkar í stór-
um stíl og fyrirspurnum fjölgar sí-
fellt. Fyrir tveimur árum síðan, árið
1999 fékk Tölvunefnd, forveri okkar,
519 mál til meðferðar. í ár höfum
við þegar fjallað um 683 mál og
stefnir í að þau verði ríflega þúsund.
Aukninginu má fyrst og fremst
skýra með aukinni vitund lands-
manna um einkalífsrétt. Borgarinn
orðinn meðvitaðri og hefur af því
áhyggjur hvernig er farið með per-
sónuupplýsingar. Fólk vill vita meira
um hvernig er farið með þær upp-
lýsingar sem til eru um það.
HVAÐ telst til persónuupplýsinga?
Allar upplýsingar sem má rekja
beint eða óbeint til einhvers tiltekins
einstaklings. Þetta getur verið hvað
sem er. Viðkvæmar persónuupplýs-
ingar eru nánar skilgreindar en
meðal þeirra eru upplýsingar um
uppruna, kynþátt, trúarskoðanir,
kynlif og kynhneigðir, heilsuhagi og
fleira.
Hörður H. Helgason er lögfræðingur hjá Peisónu-
vemd. Hann hefur starfað þar slðan I október 2000.
Peisónuvemd tók formlega til starfa I. janúar siðast-
liðin og tók þá við af Tölvunefnd. Heimasiða stofn-
unarinnar er www.personuvemdjs
Palestínumenn munda
úðabrúsana:
Veggjakrot á
Vesturbakka
GAZfl. ap Veggjakrot setur svip
sinn á bæi Vesturbakkans og
Gazasvæðisins. Með úðabrúsann í
hönd nota Palestínumenn veggi
verslana, leiksvæða, bænastaða
og útimarkaða til að tjá það til-
finningarót sem fylgir meira en
tíu mánaða bardögum við ísrael.
Myndirnar lýsa á sjónrænan hátt
gremju, reiði, morðum, kvíða og
draumum um sjálfstæði. Sumir
skrifa eingöngu nokkur orð úr
Kóraninum, hinni heilögu bók fs-
lam. Aðrir mála stórar veggmynd-
ir af atburðum stríðsins. ■
I FRÉTTIR AF FÓLKI
Frændur vorir Norðmenn hafa
afráðið að veita Ólafi G. Einars-
syni, fyrrum forseta Alþingis og
núverandi for-
mann bankaráðs
Seðlabanka ís-
lands, orðu. í
fréttatilkynningu
frá norska sendi-
ráðinu kemur fram
að hans hátign,
Haraldur konung-
ur V., hafi útnefnt
Ólaf til stórriddara með stjörnu
hinnar konunglegu norsku heiðurs-
orðu, „Den kongelige norske fortj-
eningsorden.“„01afur G. Einarsson
hlýtur heiðursmerkið fyrir hið
framúrskarandi framlag sitt um
langa tíð að bæta og þróa hið ágæta
og nána samstarf milli íslands og
Noregs, einkum á menningarsvið-
inu.“ Það er sendiherra Noregs á
íslandi, Kiell H. Halvorssen, sem
afhendir Ölafi orðuna. Viðstaddir
athöfnina, sem fara mun fram í
dag í bústað sendiherrans, Fjólu-
götu 15, verða m.a. Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis og Hákon
Randal, fyrrum varaforseti Norska
Stórþingsins og fylkismaður.
Hinn margreyndi blaðamaður
Sigurdór Sigurdórsson, hefur
störf á Bændablaðinu innan tíðar.
Sigurdór á að baki
langan feril í
blaðamennsku.
Hann hefur unnið
á Þjóðviljanum,
DV og nú síðast á
Degi áður en hann
var lagður niður.
Bændablaðinu er
án efa fengur að
starfskröftum Sigurdórs.
Ekki er vitað hversu vel Sigur-
dór er að sér í landbúnaði, en
þess má geta að fyrir nokkrum
árum samdi hann og söng texta um
hinn ágæta Dagfinn dýralækni. Þó
Sigurdór verði ekki jafn kyngimag-
naður og Dagfinnur er trúlegt að
hann eigi eftir að auðga
Bændablaðið með reynslu sinni.
Sigurdór hefur sótt feng til sveita,
hann er giftur heimasætu af
Suðurlandi, Sigrúnu
Gissurardóttur.
Kvikmyndaverið Sony Pictures :
Hætta að nota
falsaða gagnrýni
STRÍÐINU LÝST Á MYNDRÆNAN HÁTT
Veggjakrot sem sýnir palestínska byssu-
menn stinga ísraelskan hermann á hol í
flóttamannabúðum á Gazasvæðinu
PORTLAND. OREGON. AP. í fyrsta
samkomulagi sinnar tegundar i
Bandaríkjunum hefur Sony-
kvikmyndaverið gefið yfirvöld-
um í Oregon-fylki loforð sitt um
að það muni aldrei aftur nota
falsaða kvikmyndagagnrýni í
auglýsingaskyni fyrir nýjustu
kvikmyndir sínar.
Oregon var eitt margra ríkja
sem fór nýverið að kanna starfs-
emi fyrirtækisins eftir að tveir
markaðsstjórar innan þess ját-
uðu að hafa notað falsaða kvik-
myndagagnrýni undir nafni
gagnrýnandans David Manning,
sem einnig var tilbúningur einn.
Hefur markaðsstjórunum verið
vísað úr starfi tímabundið. Á
meðal þeirra mynda sem um var
að ræða var „A Knight’s Tale,“
og „The Animal.“
Brjóti kvikmyndaverið sam-
komulagið á það yfir höfði sér 25
þúsund dala sekt fyrir hvert
brot sem það fremur. ■
Kann að teygja
tíkallinn
125 ár hefur Hörður Torfason tónlistarmaður haldið hausttónleika
um land allt. Tónleikarnir eru gríðarlega vinsælir og hann spilar
vanalega fyrir fullu húsi. Það er af sem áður var þegar fólk mætti ekki
vegna þess að hann hafði sagt alþjóð frá því að hann er hommi.
TROÐFYLLIR HÚSIN
„Hef aldrei hlaupið á eftir jólaplötuflóðinu," segir Hörður Torfa sem heldur fast í hefð-
ina að halda tónleika á haustin.
tónlist „Þetta eru orðin 25 ár síð-
an ég hóf að fara tónleikaferð
um landið," segir Hörður Torfa-
son, tónlistamaður. „Hún hefst í
ár þann 4. september í Reykja-
vík. Þar held ég tvenna tónleika
og svo legg ég af stað.“ Hörður
kemur yfirleitt einn fram á þess-
um tónleikum, segir það langvin-
sælast meðal aðdáenda hans. „Ég
hef stundum verið með hljóm-
sveit með mér, sem er ágæt til-
breyting. Ég hef hins vegar
alltaf fengið þau ummæli í kjöl-
farið frá fólki að það vilji að ég
sé einn. Það sé miklu betra.“
Hörður segir mikla hefð hafa
skapast í kringum tónleikaferð-
irnar hjá honum. „Ég spila yfir-
leitt í samkomuhúsi staðarins og
troðfylli húsin. Ég hef-komið á
staðina ár eftir ár og fólk kann
að meta það. Það getur treyst því
að ég mæti á staðinn."
Auk tónleikanna hefur Hörð-
ur sett upp leikrit um land allt og
því auðvitað kynnst fjölda fólks.
„Þú gefur rétt ímyndað þér hver-
su mörgum ég hef kynnst. Ég hef
oft dvalið í margar vikur á sama
staðnum, spilað í skólum og á
sjúkrahúsum og kynnst mjög
mörgum."
Þegar Hörður var að byrja
mætti hann miklum fordómum
víða vegna þess að hann hafði
sagt frá því opinberlega að hann
væri hommi. „Menn fussuðu og
sveiuðu yfir þessu og mjög fáir
mættu. En ég hélt áfram að
mæta og með því að vera kurteis
og standa á mínu þá breyttist
þetta smám saman.“
Hörður stendur sjálfur
straum af kostnaði við tónleika-
ferðirnar og segist nú orðið bara
fara á stærstu staðina, enda upp-
átækið mjög dýrt. Með haustinu
kemur líka út ný plata með Herði
þannig að aðdáendur hans hafa
ýmislegt að hlakka til. „Það er
hljómsveit og kór sem spila og
syngja með mér á plötunni," seg-
ir Hörður sem hefur gaman af
því að breyta til frá trúbador
hlutverkinu.
Þegar tónleikaferðalaginu
lýkur fer Hörður utan en hann
býr stundum erlendis. „Ég kann
að teygja tíkallinn þannig að mér
tekst að lifa á því að vera tón-
listarmaður. Ég hvorki reyki né
drekk þannig að ekki fer pening-
urinn í það.“
sigridur@frettabladid.is
i
Nýju tóbaksvarnarlögin hafa
verið nokkuð umdeild. Vef-
Þjóðviljinn, bendir á það í nýlegum
pistli að flutningur á ljóðinu Pípan,
eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson,
stangist á við tóbaksvarnarlögin,
sem Vef-Þjóðviljinn er ekki par
hrifinn af eins og gefur að skilja.
Vísukornið er tilgreint og á það
bent að að það athæfi útvarps Sögu
að spila lagið sé ólöglegt, „enda er
ljóðið hvorki samið né flutt gagn-
gert í því skyni að vara við „skað-
semi tóbaks““. Síðasta erindi vís-
unnar um pípuna hljóðar svo:
Húnfylgir mér enn þá svo
trygg og trú
svo tággrönn og hnakkakert.
Aldrei hefur hún öðrum þjónað
né annarra varir snert.
Hvenœr sem grípur mig
hugarangur
hún huggar mig raunum í:
Þá treð ég í hana tóbaksmoði
og tendra svoeld í því.
Fréttir af Eldborgarhátíð Einars
Bárðarsonar og félaga berast
víða. Á forsíðu fréttavefs þýska
vikuritsins Der
Spiegel í gær
mátti lesa frétt
um hátíðina undir
fyrirsögninni:
„Tugum stúlkna
nauðgað á rokkhá-
tíð.“ Blaðamenn
fréttavefs Bæjar-
ins besta á ísafirði
voru fljótir að snara fréttinni og
hljóðar inngangur hennar svo í
þýðingu beirra. „Skelfing ríkir á
Islandi: Á Eldborgarhátíðinni í
Reykjavík er ljóst að fjölda ungra
stúlkna hefur verið nauðgað eða
þær áreittar kynferðislega. Kraf-
an um strangari lög verður hávær-
ari.“ í fréttinni segir svo að ríkis-
stjórnin hyggist setja sérstakar
reglur um rokkhátíðir í kjölfar
Eldborgarhátíðarinnar.