Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 1
FOLK Mœttu saman á frumsýningu bls 17 KNATTSPYRNA Kreppa framundan í enska boltanum bls 14 % FRETTABLAÐIÐ - . „ J 79. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 15. ágúst 2001 IMDÐVIIKUMGUIR Miðar á Jet Black Joe TÓNLEIKAR EínS Og margir vita er hljómsveitin Jet Black Joe komin saman eftir langt hlé. Hún heldur tónleika á Gauk á Stöng á morgun. Miðasalan hefst á Gauknum í dag kl. 13. Aðeins S00 miðar eru í boði þannig að það borgar sig að mæta tímanlega. Njálssaga á ensku fyrirlestur Prófessor Andrew Wawn, frá háskólanum í Leeds og formaður breska Víkingafélagsins, flytur fyrirlestur á ensku, en hann nefnist Njalssaga and the Victori- ans. Fyrirlesturinn verður í Nor- ræna húsinu. | VEÐRIÐ f DAC| REYKJAVÍK Norðvestlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 10 til 15 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Isafjörður Q 8-13 Skýjað Ol2 Akureyri Q 8-13 Bjart Ql2 Egilsstaðir o 5-8 Þokusúld 011 Vestmannaeyjar Q 3-8 Skýjað O14 Hafnarganga í Mosfellsbæ KVdLPAGANGA Hafnargönguhópurinn gengur í Mosfellsbæ í kvöld. Farið verður með rútu frá Hafnarhúsinu klukkan 20:00. Fylgt verður göngu- stígum í fylgd staðfróðra heima- manna. Íslcind-Pólland á Laugardalsvelli knattspyrna íslenska landsliðið mætir Pólverjum á Laugardalsvelli kl. 18 í dag. Andri Sigþórsson, leik- maður Salzburg, verður í byrjunar- liðinu, þar sem Eiður Smári Gudjohnsen er meiddur. íslending- ar hafa þrisvar mætt Pólverjum og tapað ölium leikjunum. Samanlögð markatala er S-0 Pólverjum í vil. IKVÖLDIÐ í KVÖLD| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað lesa foreldrar skólabarna?! Meðallestur á virkum dögum. 70.000 íijntök 7 0 °/o í g l V ■. \m bísði E 72,5% IBUA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM !5 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT, KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLl 2001 Steinbíturinn verður aftur settur í kvóta Mikill þrýstingur frá þeim trillukörlum sem mestra hagsmuna hafa að gæta. Ríkisstjórnin leitar að leið til að koma til móts við sjónarmið þeirra. Undirskriftarlistum skilað til ráðherra. steinbítur Steinbítur verður ekki tekin út úr kvóta eins og hefur staðið til. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að verið sé að leita leiða með hvaða hætti hægt verður að breyta frá því sem ætlað var. Nýtt fiskveiðiár hefst fyrsta september og að óbreyttu verður allur stein- bítur undaskilin kvóta frá þeim degi. Sú ákvörðun hefur mælst misvel fyrir og nú er svo komið að fjöldi smábátaeigenda hefur ósk- að þess að ráðherra hætti við frel- si í steinbítsveiðum og setji hann í kvóta. Smábátaeigendur hafa til þessa getað fiskað bæði steinbít og ýsu utan kvóta. Ekki var meiri- hlutavilji á Alþingi til að halda því fyrirkomulagi áfram. Ríkisstjórnin bauð, skömmu fyrir þinglok, að smábátar fengju 1.700 tonna kvóta í ýsu og 1.500 tonn í steinbít. Um það náð- ist ekki samkomulag. Það var fyrst og fremst Kristinn H. Gunnarsson, þingflokks- formaður Framsóknar- flokksins og varaformaður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, sem lagðist gegn því samkomulagi. Mikið ósæKi varð víða vegna málsins. í framhaldi af ÁRNI M. MAHIESEN Hann er að leita að leið til að sætta sjón- armið. því ákvað Árni M. Mathiesen að allur steinbít- ur yrði utan kvóta. Sú ákvörðun reyndist ekki sætta sjónarmiðin og þess vegna bendir allt til að breytingar verði gerðar. Heimildir blaðsins herma að ekki verði boðið sama magn í kvóta og gert var á Alþingi í vor. Deildar meiningar eru meðal smábátasjómanna vegna þessa máls. Þeir sem hafa fiskað meira en helm- ing aflans á Vestfjörðum hafa skorað á ráðherra að setja kvóta á steinbít og safnað er á fleiri undir- skriftarlista. Einn viðmælenda blaðsins segir að sér virðist sem klofningur sé meðal smábátasjó- manna vegna málsins. Örn Páls- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, segir að hann viti ekki til að nokkur maður vilji fullt frelsi allra til steinbítsveiða. Hann segir einnig að seint verði sátt um að afli smá- báta í þessum tegundum fari í kvóta. Hagsmunir smábátaeigenda eru ólíkir. Rétt um 100 karlar fiska um helmings alls afla smábáta og aðrir 500 fiska hinn helminginn. ■ SVAMLAÐ I SJÓNUM Sjömenningarnir létu sig ekki muna um að synda 1,1 kílómetra - sem nemur 22 ferðum í 50 metra sundlaug. Verðbréfaþingið: Féllst ekki á skýr- ingar Islandssíma íslanpssími „Stjórn Verðbréfaþings telur að fyrir birtingu útboðs- og skráningarlýsingar eða fyrsta söludag í útboði Íslandssíma hf. hefði átt að endurskoða rekstrará- ætlanir samstæðunnar og birta þá niðurstöðu." Svo segir í yfirlýsingu stjórnar VÞÍ. Með þessu fellir stjórn þingsins þann dóm að fjárfestar hafi keypt hluti Íslandssíma á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga. Verð- bréfaþingið mun ekki aðhafast frekar í málinu Fram hefur komið í Fréttablað- inu að margir kaupendur hlutfjár hafi haldið að sér höndum og ekki staðið skil á greiðsluseðlum vegna óvissunnar um forsendur útboðs- ins. Eftir ákvörðun þingsins gæti íslandsbanka reynst erfitt að inn- heimta það sem enn vantar upp á. íslandsbanki skrifaði undir útboðs- lýsinguna og veitti Íslandssíma sölutryggingu fyrir hlutunum sem í boði voru, að markaðsvirði upp á einn milljarð króna. f reglugerð um Verðbréfaþing fslands segir að umsjónaraðili útboðs sé bótaskyld- ur gagnvart hluthöfum hafi hann skrifað undir útboðslýsingu en ekki aflað nauðsynlegra gagna. ■ | PETTA HELST | Valdabaráttan í Lyfjaverslun- inni er greinilega ekki í rénun. Hún hefur náð inn í stjórn Delta. bls. 2 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um mál Árna Johnsen er til- búin og verður kynnt í dag. bls. 4 Eg vil prófkjör, segir Inga Jóna Þórðardóttir oddviti sjálfstæðismanna. bls. 4 Ibúi að Vatnsstíg 11 óttast vegna endurtekinna bruna í húsinu. bls. 8 Sundkappar: Syntuúr Viðey í land sunp Sjö meðlimir Sri Chinrhoy- maraþonliðsins syntu í gærkvöldi úr Viðey og inn í Sundahöfn í til- efni þess að 70 ár eru liðin frá því Sri Chinmoy fæddist. Vegalengd- in sem sjömenningarnir syntu er um 1.100 metrar og var sá fljót- asti þeirra aðeins 25 mínútur að synda vegalengdina og hinir sex sundmennirnir fylgdu fast í kjöl- farið og skiluðu sér í land á næstu tíu mínútum. Hiti sjávar meðan á sundinu stóð var um 12 gráður og veður ágætt þannig að vart er hægt að fara fram á betri aðstæður til sundsins. Sjömenningarnir eru á aldrinum 23 ára til fertugs og þreyttu sundið í fylgd Björgunar- sveitarinnar Ársæls. ■ Bók fyrir bók Skiptibókamarkaður Pennans-Eymundsson er opinn á eftirfarandi tímum: í Austurstræti: Mán.-fös: 9-22, lau: 10-22, sun: 13-22. í Kringlunni: Mán.-mið: 10-18:30, fim: 10-21, fös: 10-19, lau: 10-18, sun: 13-17. Mál starfsmanns Landssímans sem las tölvupóst viðskiptavinar verður rannsakað frekar. bls. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.