Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 15. ágúst 2001 MIÐVIKUPAGUR BEST I BÍÓ MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON leikstjóri Gekk hugsandi út „Það er langt síðan ég hef gengið jafn hugsandi út af kvikmynd og af Virgin Suicides. Hún skildi eftir margar spurn- ingar en fá svör. Hún er mystísk, skrítin og spennandi auk þess að vera flott sjónrænt séð." ■ BRESKI LISTINN ■ RIGHT NOW Atomic Kitten t?f> ©WHITE LADDER David Gray ▼ 0THE VERY BEST OF Prince ▼ 0SURVIVOR Destiny's Child ▼ 0 THE ECLEFTIC- 2 SIDESIIA BOOK A. Wyclef Jean A PAPER SCISSORS STONE Catatonia 0 O-TOWN O-Town rrr> 0 NO ANGEL Dido ▼ 0GORILLAZ Gorillaz ▼ (J) THE VERY BEST OF Eagles ▼ ATOMIC KITTEN Framleiðslusveit sem byggir á hefð ung- lingabanda og sló í gegn. Plötukaup Breta: Froðusveitirn- ar áberandi tónlist Stúlkusveitin Atomic Kitt- en vermir toppsæti breska listans þessa vikuna með sinni fyrstu plötu, Right Now. Sveitin byggir á hefð annarra unglingabanda. Eft- ir ris og fall frumherjanna tóku nýjar froðusveitir við, Al, Westli- fe og Hear’Say. Atomic Kitten slóst með í för og er nú daglegur gestur á vinsældarlistum og í slúðurdálkum. Sveitin var stofnuð af umboðsmönnum og er skipuð stúlkum sem dreymdi um að vera poppstjörnur. Þær hafa átt nokkur vinsæl lög á listum, Right Now, Whole Again og nú síðast Eternal Flame. Þær hafa allt frá byrjun verið daglegir gestir á MTV. Einn kettlingur tilkynnti í fyrra að hún og meðlimur Westlife ættu von á barni. Hún sagðist ekki kunna vel við öll ferðalögin og sagði því starfinu upp. Stuttu eft- ir það ruku vinsældirnar upp, önnur stúlka kom í hennar stað og hún sat eftir með sárt ennið. Önnur framleiðslusveit er ný á lista, O-Town. Eins og Atomic Kitten eru meðlimir O-Town ekki að rembast við að sanna sig sem listamenn heldur hreykja sér af því að vera búnir til. Sveitin var til í sjónvarpsþáttaröðinni Mak- ing the Band á sjónvarpsstöðinni ABC. Þátturinn var gerður af Svengali Lou Pearlman, fyrrum umboðsmanns Backstreet Boys og ‘N Sync. Þar var fylgst með ferlinu frá því þegar meðlimirnir mættu í áheyrnarprufu ásamt 1800 öðrum þar til þeir skrifuðu undir samning. Þetta gerði það að verkjum að fjölmargar unglings- stelpur voru orðnar aðdáendur áður en fyrsta platan kom út. Ver- ið er að undirbúa næstu þáttaröð Making the Band. ■ THE VIRGIN SUICIDE FRÉTTIR AF FÓLKI HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6, 8 og 10 jSHREK m/íslensku tali kl.4j IBLINKANDE LYGTER kl. 5.45, 8 og 10.151 Sýnd kl. 6, 8 og 10 FiLHrtUNPIJR TOPGUN kl. 10.15 I DIRTY DANCING kl.6.15 1 Éwiiw! Allir fimm Jackson bræðurnir ætla að koma fram til heiðurs litla bróður, Michael, í Madison Square Garden í New York. Að- standendur tón- leikanna tilkynntu fyrir mánuði að Jermaine Jackson myndi ekki mæta á tónleikana, sem eru haldnir í til- efni af 30 árum Michael Jackson í bransanum og heita The Solo Years. Jermaine til- kynnti fyrir mánuði að hann ætlaði ekki að taka þátt þar sem miða- verð á tónleikana er himinhátt, sagði hina bræðurna verða að koma fram án hans. „Hann langaði alltaf að vera með en vildi bara koma áhyggjum sínum á fram- færi,“ segir umboðsmaður Jackson bræðra. Þeir koma fram ásamt ‘N Sync. Einnig koma Whitney Hou- ston, Gladys Knight, Ray Charles, Britney Spears, Marlon Brando, Elizabeth Taylor, William Shatner, Quincy Jones, Kobe Bryant og Macauley Culkin fram til að votta konungi poppsins virðingu sína. Eftir glæsilegan feril fyrir fram- an tökuvélar hefur hinn myndarlegi og hárfagri Fabio komið sér þægi- lega fyrir fyrir aftan þær. Fyrrum fyrirsætan og ást- arsöguforsíðufol- inn hefur stofnað sitt eigið kvik- myndafyrirtæki og einbeitir sér að hreyfimyndagerð. Fyrsta myndin sem hann vinnur að er Thor: God of Thunder. „Ég held að framtíð sjónvarps og kvik- mynda sé í þrívíddarteiknun," seg- ir Fabio, sem heitir fullu nafni Fabio Lanzoni og er orðinn 42 ára. „Þetta er sorglegt en leikarar eiga eftir að verða atvinnulausir." Fabio er ánægður með nýja starfið en segir aðeins eitt vanta upp á til að fullkomna líf hans, ástina. „Eitt sinn var ég með stelpu sem ég elskaði ótrúlega mikið. Ég klúðraði sambandinu. Eg er enn að bíða eft- ir næsta tækifæri. Lífið veitir manni alltaf annað tækifæri." Fabio leikur lítil hlutverk í gaman- myndunum Bubble Boy og Zool- ander, sem báðar verða frumsýnd- ar á næstunni. Eftir nokkur símtöl á síð- asta snúning var Nicolas Cage ráð- inn í stað Johnny Depp í aðalhlut- verk hasarmynd- arinnar Ghost Rider, sem er að- lögun að samnefndri teiknimynda- sögu. Þegar hann heyrði að búið væri að stilla Depp upp í aðal- hlutverkið hringdi hann beint í leik- stjórann og sagði: „ÉgerGhost Rider! Ég er mesti aðdáandi Ghost Rider í heiminum, á meira að segja fimm Ghost Rider mótorhjól!" Hann flaug til Hawaii á fund og hrifsaði hlutverkið af Depp. Upprunalega sagan fjallar um áhættuökumann á mótorhjóli sem selur sál sína illu afli til að bjarga kærustunni þegar hún verður alvarlega veik. í kjöl- farið tekur hann það upp að refsa glæpamönnum. Aætlað er að tök- ur hefjist í Kanada og Arizona í nóvember. Jon Voight leikur ein- nig í myndinni. Opid fyrir hljódnemann Áhugamenn fá tækifæri til að spreyta sig á Menningarnótt. I Bankastræti verða karókí- græjur og á Ingólfstorgi haldin rappkeppni. menningarnótt Söngelskar laumustjörnur af öllum stærðum og gerðum geta notið sín á Menningarnótt. Uppi á svölum Bankastrætis 11 verða atvinnu- karókígræjur og á Ingólfstorgi haldin rappkeppni. Það geta þó ekki allir valsað inn af götunni og tekið lag í karókígræjunum. Fyrst þarf að skrá sig hjá auglýsingaskrifstof- unni Bankastræti, velja lag og útskýra ástæðu valsins. „Við vonumst eftir því að fá alvöru karókísöngvara, fólk sem er fastagestir á stöðunum," segir Einar Skúlason hjá Bankastræti. „Sjálfir erum við ekkert allt of góðir, erum samt búnir að kíkja nokkrum sinnum á Café Nóbel og Ölver að undanförnu." Tekið verður við skráningum í dag og á morgun og á hádegi á föstudag verður dagskráin birt á bankastraeti.is. Ekki er til neins að keppa nema þess heiðurs að vera í hóp hinna útvöldu. „Þetta er tækifæri fyrir fólk til að vera stjörnur á Menningarnótt. Það er gott pláss fyrir framan húsið þannig að vonandi safnast saman áheyrandaskari. Það er kjörið að fólk á götunni syngi með, lyfti kveikjurum upp í ástarlögum o.s.frv. Við erum með atvinnu- græjur, leigðum þær á kara- oke.is en þar getur fólk litið yfir lögin sem eru í boði. Hljómsveit- in Blúsþrjótar kemur fram á svölum og milli laga hjá þeim syngja karókísöngvararnir." Söngdagskráin í Bankastræti hefst kl. 20.30 og klárast fyrir flugeldasýninguna á miðnætti. Rappkeppnin á Ingólfstorgi er fyrr á ferðinni, hefst kl. 19.30 og endar fyrir klukkan tíu. Skrán- ing í keppnina er hafin á strik.is. „Það er ekkert aldurstakmark og engar reglur,“ segir Ágústa Hera Harðardóttir, sem er einn skipu- leggjenda keppninnar. „Þannig geta afar mætt á sviðið, rétt eins og börn og sömuleiðis hópar eða einstaklingar." í dómnefnd keppninnar eru Róbert krónik, Erpur Eyvindar- son og Ómar, einn meðlima Qu- arashi. Sigurvegarar rappkeppn- innar Rímnaflæði, Seppi og Vivid Brain, koma fram ásamt Rottweilerhundum og öðrum. Skráningunni lýkur á föstudag en það er um að gera að drífa sig í því að skrá sig. í verðlaun er 30 þúsund króna úttekt hjá Japis en einnig verða veitt 10 þúsund króna aukaverðlaun. Þá verða sérstök verðlaun veitt fyrir besta íslenska lagið. „Þetta byggir auðvitað á gamalli kvæðahefð, segir Anna María BRIÐGETJONES SDIMIY Bogadóttir, framkvæmdastjóri Menningarnætur. „Rappið er skemmtilegur miðill. Það er greinilega mikil gróska og áhugi fyrir því, sem við vildum varpa ljósi á.“ halldor@frettabladid.is ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 vrr 260 Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.05 vrr 257 : BRIDGET JONES DIARIES ÍdríeTs^Tol^S jSHREK m/íslensku tali kl. 4 og 6 •ANTITRUST kl. 3.45, 5.50, 8 og lO.loH"^ jSHREK m/ensku tali kl. 4,6, 8 og íoj j^jj jPEARL HARBOR kLsnaa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.