Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 15. ágúst 2001 MIÐVIKUDAGUR Umtóraom um olh laml liht l hclUu unvnttuvíi'ilumim .A I S-'mi ð0ðð - \ «jnu>?Htvwoífa »> ísland - Pólland: Eiður Smári er meiddur KNATTSPYRNfl Eiður Smári Guðjohnsen meiddist lítillega á æfingu og verður því ekki með ís- lenska landsliðinu gegn Pólverj- um. Andri Sigþórsson, sem leikur með Salzburg í Austurríki tekur sæti Eiðs Smára í byrjunarliðinu og Tryggvi Guðmundsson fær tækifæri til að sýna getu sína á vinstri kantinum. Atli Eðvaldsson sagði að Eiður Smári hefði fundið fyrir verkjum í nára og að ákveðið hefði verið að taka ekki neina áhættu með hann og því yrði hann látinn hvíla í leiknum, sem hefst klukkan 18 í dag á Laugardalsvelli. Atli sagði að öllum yrði gefið tækifæri í leiknum á morgun. „Það er eitt á hreinu og það er að Birkir Kristinsson kemur inn á 46. mínútu því að hann á afmæli," sagði Atli og brosti. Að sögn Atla eru Pólverjarnir nánast með sitt sterkasta lið, það vantaði aðeins einn eða tvo leik- menn, sem hefðu verið fasta- menn. „Miðað við forföllin hjá okkur, en okkur vantar Rúnar (Kristins- son), Brynjar (Gunnarsson, Helga (Sigurðsson) og Eið Smára, þá held ég að þeir geti vel við unað. Þetta eru allt topp fótboltamenn í pólska liðinu. Þeir eru búnir að slátra Norðmönnum, Úkraínu- mönnum og Hvít-Rússum og eru langefstir í sínum riðli. Margir þeirra eru að spila í bestu deildum Evrópu en flestir þeirra eru í Þýskalandi." Næsti leikur íslands í und- ankeppni HM er gegn Tékkum þann 1. september og sagði Atli að leikurinn gegn Pólverjum ætti að verða góður undirbúningur fyrir hann. ■ ATLI EÐVALDSSON Landsliðsþjálfarinn sagði að Pólverjar væru með sterkt lið og hefðu m.a. sigrað Norð- menn, Úkraínu og Hvít-Rússa nýlega. Kreppa framundan í ensku knattspyrnunni? Aðeins 15 lið í ensku knattspyrnunni skiluðu hagnaði tímabilið 1999 til 2000. Man. Utd. skilaði 4 milljarða króna hagnaði, en Blackburn tapaði 2,2 milljörðum. Hjá 16 liðum var launakostnaður hærri en heildartekjurnar. STUTTUR TÍMI TIL STEFNU Toyota kynnti kappakstursbíla sína fyrst í mars. Liðið er nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í Formúlunni. Yíirmaður Toyota óánægður: Hrósið okkur frekar formúla i Ove Andersson, yfirmað- ur liðs Toyota í Formúla 1, sem tek- ur þátt í keppninni á næsta tíma- bili, er ekki ánægður með gagnrýni sem baunað er að því úr öllum átt- um. Liðið hefur sætt gagnrýni fyr- ir ýmsar ákvarðanir á árinu en Andersson segir að menn eigi frek- ar að hrósa Toyota fyrir það að ákveða að taka þátt í Formúlunni með sitt eigið lið. Fyrst heyrðist kliður þegar Toyota réði Gustav Brunner frá Minardi, sem reiddi yfirmann Minardi, Paul Stoddard. Nú nýlega urðu margir yfirmenn liðanna fúlir þegar tilkynnt var að Toyota ætlaði að halda æfingum áfram í vetur þegar æfingabann er í gildi. Liðið telur sig hinsvegar ekki þurfa að fara að reglum FIA þar til í byrjun næsta árs. Andersson segir það ósann- gjarnt að menn séu að gagnrýna liðið þegar það er að gera sitt besta til að vera reiðubúið fyrir slaginn, sem hefst í Melbourne eftir ára- mót. Hann býst ekki við góðum ár- angri, hugsar næsta tímabil frekar sem byrjunarreit til að þjappa lið- inu saman. „Ef litið er tilbaka að ári og fólki finnst við hafa staðið okkur vel höfum við náð takmark- inu.“ ■ Enski boltinn: Kanu til Fulham? KNATTSPYRNA Langflest knatt- spyrnulið í Englandi eru rekin með bullandi tapi og er þar helst um að kenna mikilli verðbólgu á leikmannamarkaðnum, þar sem kaupverð og laun hafa hækkað gífurlega siðustu ár. Samkvæmt árlegri könnun fyrirtæksins Deloitte and Touch voru aðeins 10 úrvalsdeildarlið og 5 neðri deild- arlið rekin með hagnaði tímabilið 1999 til 2000. Þróunin heldur áfram í þessa átt þrátt fyrir að knattspyrnuliðin fái í heild um 140 milljarða króna í tekjur vegna sjónvarpsútsendinga. Man. Utd. skilaði mestum hagnaði á tímabilinu 1999 til 2000 eða ríflega 4 milljörðum króna. Arsenal kom þar næst á eftir með um 1,3 milljarða. Blackburn skil- aði mestu tapi eða um 2,2 milljörð- um króna. Fulham tapaði um 1,4 milljarði og Liverpool um 1,1 milljarði króna. Þeir svartsýnustu spá því að innan skamms verði kreppa í enska knattspyrnuheiminum og byggir spáin ekki síst á því hvað launakostnaðurinn hefur aukist mikið. Hjá sjö af hverjum tíu lið- um fara um 70% af tekjunum beint í launagreiðslur og hjá 16 liðum er launakostnaður meiri en heildartekjur þeirra. knattspyrna Enska dagblaðið London Evening Standard greindi frá því í gær að Fulham væri að undirbúa tilboð í Nwankwo Kanu, en Arsenal metur hann á 10 millj- ónir punda. Talið er að Jean Tig- ana, framkvæmdastjóri Fulham, sé hins vegar ekki reiðubúinn til að greiða svo háa fjárhæð fyrir leikmanninn. Enska blaðið telur að Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, sé jafnvel tilbúinn til að gefa eitthvað eftir til þess að jafna reikninginn eftir sumarið, en hann hefur eytt um 27 milljón- um punda í þrjá nýja leikmenn, þá Francis Jeffers, Giovanni Van Bronckhorst og Junichi Inamoto. Þá Arsenal hafi ekki þurft að greiða fyrir Sol Campbell má samt búast við því að samningur- inn við hann hafi kostað sitt. Með komu Jeffers til Arsenal jókst enn samkeppnin um fram- herjastöðu í liðinu, en auk Kanu og Jeffers, eru þeir Dennis Berg- kamp, Thierry Henry og Sylvain Wiltord að berjast um tvær stöð- ur. Fulham skortir hins vegar Bilið á milli Úrvalsdeildarlið- anna og neðri deildarliðanna held- ur áfram að breikka og námu tekj- ur Úrvalsdeildarliðanna vegna sjónvarpsútendinga um 108 millj- örðum króna á síðasta ári en tekj- ur hinna 72 liðanna sem eru í neðri deildunum námu um 42 milljörðum. Heildartekjur Úr- valsdeildarliðanna námu að með- altali um 5 milljörðum á lið, en lið í ensku 1. deildinni höfðu að með- atali um 1,1 milljarð króna í tekj- ur. Deloitte and Touch spáir því að bilið muni halda áfram að breikka og því muni sæti í Úrvalsdeildinni skipta æ meira máli fyrir fjárhag enskra knattspyrnuliða. Því er spáð að árið 2002 til 2003 muni Úr- valsdeildarliðin fá 140 milljarða króna meira í tekjur en önnur knattspyrnulið í Englandi. trausti@frettabladid.is BILIÐ BREIKKAR Neðri deildarlið í Englandi eins og Wolves og Portsmouth höfðu að meðaltali um 1,1 milljarð króna i tekjur á meðan meðaltekjur Úrvalsdeildarliða var um 5 milljarðar. KANU Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, metur Kanu á 10 milljónir punda. markaskorara og það er kannski táknrænt að Tigana hefur ekki enn útdeild treyju númer 9. Hann reyndi að kaupa Jan Koller frá Anderlect og Frederic Kanoute frá West Ham, en þeir vildu ekki koma. ■ LIÐ SEM SKILUÐU HACNAÐI (milljarðar króna): 1. MAN UTD 4 2. ARSENAL 1.3 3. CHELSEA 1 4. TOTTENHAM 1 5. LEEDS UTD 1 6. ASTON VILLA 0.76 7. BRADFORD CITY 0.74 8. WATFORD 0.7 9. SUNDERLAND 0.14 10. MAN CITY 0.11 LIÐ SEM SKILUÐU TAPI (milljarðar króna): 1. BLACKBURN 2.2 2. FULHAM 1.4 3. LIVERPOOL 1.1 4. N'HAM FOREST 0.8 5. QPR 0.66 6. CHARLTON ATH 0.66 7. BOLTON 0.59 8. HUDDERSFIELD 0.59 9. NORWICH 0.5 10. READINC 0.5 Andri í byrj- unarliðinu BYRJUNARLIÐ LIÐ Árni Gautur Arason Rosenborg Auðun Helgason Lokeren Arnar Þór Viðarsson Lokeren Arnar Grétarsson Lokeren Pétur Marteinsson Stabæk Helgi Kolviðsson Karten Hermann Hreiðarsson Ipswich Town Eyjólfur Sverrisson (F) Hertha Berlin Tryggvi Guðmundsson Stabæk Heiðar Helguson Watford Andri Sigþórsson SV Salzburg VARAMENN LIÐ Birkir Kristinsson fBV Jóhann Guðmundsson Lyn Jóhannes K. Guðjónsson RKC Waalwijk Marel Baldvinsson Stabæk Ólafur Stígsson Fylkir EFTIRSÓTTUR Clenn Roeder, framkvæmdastjóri West Ham, vill ólmur fá Don Hutchison aftur til liðsins. Enski boltinn: West Ham vill Hutchi- son knattspyrna Búist er við að Sunder- land bjóði Don Hutchison nýjan samning á næstu dögum til þess að tryggja það að leikmaðurinn verði áfram hjá liðinu, en freistist ekki til að fara aftur til West Ham. Glenn Roeder, framkvæmdastjóri West Ham, hefur mikinn áhuga á að kaupa Hutchison, en Roeder leitar nú logandi Ijós að leikmanni til að fylla það skarð sem Frank Lampard skyldi eftir sig þegar hann var seldur til Chelsea fyrir skömmu. Hutchison átti frábært tímabil með Sunderland á síðustu leiktíð og var m.a. valinn besti leikmaður liðsins, og það er því engin furða að Roeder hafi áhuga á leik- manninum. Peter Reid, framkvæmdastjóri Sunderland, keypti Hutchison á 2,5 m punda frá Everton fyrir ári síðan, þar áður lék hann með Sheff. Utd., West Ham og Liverpool. Hutchison kann vel við sig í Norður-Englandi en talið er að konan hans vilji helst fara aftur til London. ■ í sambandi við veiði... Minnsta stöðin á markaðnum. 500mW sendistyrkur, drægi 5-8 km. Fjöidi aukahluta, svo sem hljóðnemi og höfuðtól. Ekkert leyfisgjald, þrír litir og þyngd aðeins 124 gr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.