Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 18
18
FRETTABLAÐIÐ
15. ágúst 2001 MIÐVIKUDAGUR
HVER ER TILCANCUR
LÍFSINS?
Andrea Jónsdóttír
dagskrárgerðarmaður og popp-
skríbent
Ég held að tilgangur lífsins sé að láta sem
flestum, og sjálfum sér með, líða sem
huggulegast. Sá tilgangur nægir mér í
þessu lifi.
HLJÓIVtPISKAR
ATHYCUSVERÐUSTV KLASSlSKU DISKARN-
IRAÐ MATI TlMARITSINS CRAMOPHONE:
BEEIHOVEN. MEYERBEER. SPOHR:
LIEDER
Flytjendur: A. S. von Otter; M. Tan
Útgefandi: Archiv Produktion
ARNOLD: SINFÓNfUR NÚMER 7 & 8 -
Flytjendur: RTE National SO / A.Penny
Útgefandi: Naxos
GRANADOS: DANTE. PIEZAS SOBRE
CANTOS POPULARES ESPANÖLES
Flytjendur: Gran Canaria PO / A. Leaper
Útgefandi: ASV
JOSQUIN DESPREZ: L'HOMME ARMÉ
MASSES
Flytjendur: A Sei Voci / B. Fabre-Garrus
Útgefandi: Astrée Náive
MENDELSSOHN: PIANÓ TRÍÓ
Flytjendur: Prague Guarneri Trio
Útgefandi: Praga Digitals
MOZART: DON GIOVANNI
Flytjendur: Geoffrey Mitchell Choir; Phil-
harmonia / David Parry
Útgefandj^Chandos
RAMEAU: LA GUIRLANDE. ZÉPHYRE
Flytjendur: Les arts florissants; Capella
Coloniensis / William Christie
Útgefandi: Erato
RICHARD STRAUSS: DON QUIXOTE.
RÓMANSA. SELLÓ SÓNATA
Flytjendur: Steven Isserlis; Stephen Elough;
BRSO / Lorin Maazel
Útgefandi: RCA Red Seal
WOOLRICH: OBÓKONSERT. FIÐLU-
KONSERT
Flytjendur: BBC SO / Martyn Brabbins
Útgefandi: NMC
VENGEROV AND VIRTUOSI
Flytjendur: M.z Vengerov; Vag Papian;
Virtuosi
Útgefandi: EMI Classics
Óska eftir að kaupa
góðan ísskáp í sum-
arbústað.
Upplýsingar í síma
565-7449 895-5447
Flugslysið Skerjafirði.
Söfnunarsímar
Ef hringt er í eftirtalin númer
gjaldfærist af reikningi síma'ns,
sem hringt er úr, sem hér segir:
Sími 907 2007 - 1.000,-kr
Sími 907 2008 - 2.000,- kr
Sími 907 2009 - 5.000,- kr
Bankar. er no. 1175-05-409940
Tilboð
Barnamyndatökur -
verð frá
kr. 5.000,-
Ljósmyndastofan Mynd
sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 554 3020
Ævisaga Gielguds:
Skrautleg ævi virts leikara
ævisaca Verulegur sjónarsviptir var
að breska leikaranum John Gielgud
þegar hann lést á síðasta ári, 96 ára
að aldri. Aðdáendur hans geta þó
yljað sér við nýútkomna ævisögu
hans, sem er upp á 560 blaðsíður og
eftir Jonathan Croall. í umsögn um
bókina sem birtist í bandaríska
dagblaðinu New York Times segir
að engu orði sé ofaukið í henni, eins
og oft vill þó verða um ævisögur
frægra manna og kvenna, heldur sé
þarna dreginn saman í knöppu og
skýru máli heilmikill fróðleikur um
skrautlega ævi leikarans.
Ekkert er verið að fara í felur
með samkynhneigð Gielguds, án
þess þó að velta sér upp úr henni.
Sömuleiðis er sagt frá oft kostuleg-
um samskiptum hans við aðra leik-
ara og leikkonur, ekki síst þá Ralph
Richardson og Laurence Olivier.
Flestir luku einróma lofsorði á
leikhæfileika Gielguds, og hann
þótti jafnan kröfuharðari við sjálf-
an sig en aðra. Síðasta hlutverk
hans var í kvikmynd sem David
Memet leikstýrði eftir leikriti
Samuels Becketts. „Ég skildi ekki
orð af því,“ sagði Gielgud eftir á um
hlutverkið, enda þurfti hann ekki
að segja orð í þeirri mynd. ■
EITT AF SÍÐUSTU HLUTVERKUNUM
Gielgud í hlutverki Páls páfa fjórða í mynd-
inni Elizabeth frá 1998.
Listamaður á horni:
Fyrsta
opnunin
myndlist Á menningarnótt kl. 22 00
verður fyrsta útilistaverk Lista-
mannsins á horninu afhjúpað og er
það Kraftaverk eftir Ásdísi Sif
Gunnarsdóttur. Á opnuninni gefst
áhorfendum kostur á að upplifa
myndband og hljóðverk auk gjörn-
ings en samsetningin eða hið tíma-
bundna útilistaverk er hægt að
skoða alla daga frá opnunardegi til
1. september. Listamaðurinn á horn-
inu er röð sýninga á útilistaverkum
eftir ýmsa listamenn. Menningar-
borgarsjóður styrkir verkefniö og
umsjónarmenn þess eru Ásmundur
Ásmundsson og Gabríela Friðriks-
dóttir. ■
Tónleikar á menningarnótt:
I stofunni heima
ALLIR SEM VILJA BOÐNIR f HEIMSÓKN
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir halda tónleika á heimili sínu á
Menningarnótt í Reykjavík um helgina.
STOFUTÓNLEIKAR Fyrr á tímum voru
stofutónleikar algengir á heimil-
um góðborgara, en sá siður er nú
að mestu aflagður. Þó ekki alveg,
því hjónin og vísnalistamennirn-
ir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
og Anna Pálína Árnadóttir hyggj-
ast opna heimili sitt að Laufás-
vegi 64, fyrir gestum og gang-
andi á menningarnótt í Reykja-
vík. „Okkur datt þetta í hug á
menningarnóttinni í fyrra, að þar
sem við búum í miðborginni væri
upplagt að halda stofutónleika að
ári,“ segir Aðalsteinn Ásberg um
tilurð hugmyndarinnar. Þau létu
ekki sitja við orðin tóm og halda
þrenna stutta tónleika á Laugar-
dagskvöldinu klukkan átta, níu
og tíu. „Það er rennirí í bænum,
þannig að við völdum að hafa
frekar fleiri tónleika og styttri,
en eina langa. Tónleikarnir verða
aldrei eins og við fáum gesti sem
líta inn og spila með okkur. Það
verða mest þeir sem hafa verið
að spila með okkur á undanförn-
um árum, eins og Gunnar Gunn-
arson píanóleikari, Gunnar
Hrafnsson kontrabassaleikari og
fleiri."
Aðalsteinn Ásberg og Anna
Pálína hafa verið iðin við kolann
undanfarin ár og eru orðin eins
konar stofnun í íslenskri
vísnatónlist. Síðastliðin tíu ár
hafa þau unnið markvisst saman,
enda þótt þau hafi verið starf-
andi í tónlist talsvert lengur. Auk
geisladiska með vísnatónlist og
vísnadjassi hafa þau sent frá sér
tvo diska með barnalögum sem
hafa notið mikilla vinsælda. „Við
verðum með blandaða dagskrá
fyrir alla fjölskylduna og að
sjálfsögðu verður með efni af
barnadiskunum. Menningarnótt-
in er svona fjölskyldukvöld, þar
sem allir fara saman í bæinn.
Við verðum með mismunandi
efnisskrá á hverjum tónleikum
og við leggjum áherslu á að vera
með eitthvað við allra hæfi. Að
sjálfsögðu eru allir velkomnir,
þó við séum ekki með svo stóra
stofu.“ Aðalsteinn segir að þau
hafi ekki rætt við nágrannana
um þessa nýbreytni, en það
komi varla að sök. „ Við búum
svona frekar út af fyrir okkur,
þannig að það ætti ekki að vera
vandamál. ■
MIÐVIKUPAGURINN
15. ÁCUST
FYRIRLESTRAR_____________________
17.00 Prófessor Andrew Wawn, háskól-
anum í Leeds á Bretlandi, for-
maður Víkingafélagsins breska,
flytur opinberan fyrirlestur í boði
Stofnunar Sigurðar Nordals í Nor-
ræna húsinu. Fyrirlesturinn verð-
ur fluttur á ensku og nefnist Njáls
saga and the Victorians og fjallar
um viðtökur á Brennu-Njáls sögu
á Bretlandi á 19. öld.
ÚTIVERA__________________________
20.00 Hafnargönguhópurinn stendur í
kvöld fyrir göngu í Mosfellsbæ.
Farið verður frá Hafnarhúsinu
Miðbakkamegin með rútu í Mos-
fellsbæinn en einnig verður hægt
að koma í rútuna um kl. 20.20
við Árbæjarsafn. Gangan hefst kl.
20.30 við útsýnisskífuna á Lága-
fellsklifi. Fylgt verður göngustígum
um bæinn í fylgd staðfróðra
heimamanna. Að lokinni göngu-
ferð býðst rútuferð að útsýnissklf-
unni, Arbæjarsafni og Hafnarhús-
inu.
TÓNLEIKAR________________________
21.00 Kvartett Kára Árnasonar heldur
tónleika á Vídalín í Aðalstræti í
kvöld. Á efniskránni eru þekktir
húsgangar sem allir jazzmenn og
konur þekkja. Kvartettinn skipa
Ólafur Stolzenwald bassaleikari,
Kári Árnason trymbill, Ómar Guð-
jónsson gítarleikari, og Andrés Þór
Gunnlaugsson gítarleikari.
SÝNINCAR_________________________
Forn tré í Eistlandi er yfirskrift sýningar
á Ijósmyndum sem eistneski Ijósmynd-
arinn Hendrik Relve hefur tekið. f Nor-
ræna húsinu eru 18 Ijósmyndir til sýnis
í anddyri hússins. Sýningin er sett upp í
tengslum við Menningarhátíð Eystra-
saltsríkjanna á Norðurlöndum sem
stendur yfir frá 1. september til 1. nóv-
ember 2001. Sýningin er opin daglega
kl. 9 til 17, nema sunnudaga kl. 12 til 17.
Sýningin stendur til 23. september.
Handritasýning í Stofnun Árna Magn-
ússonar stendur í Árnagarði við Suður-
götu. Sýningunni er ætlað að minna á
þann hlut sem sagnalist og bókagerð
fyrri alda á í vitneskju okkar um helstu
merkisatburði þjóðarsögunnar og beina
athygli sérstaklega að handritum og
sögum um fólk og viðburði sem fyrir
rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum,
þ.e. kristnitökunni og landafundunum.
Sýningin er opin kl. 11 til 16 mánudaga
til laugardaga og stendur til 25. ágúst.
Á efri hæð Hafnarborgar stendur sýning
á Ijósmyndum eftir Hans Malmberg frá
því um 1950. Sýningin nefnist ísland
1951 og er í samvinnu við Þjóðminja-
safn fslands. Sýningin er opin frá kl. 12
til 18 alla daga nema þriðjudaga og
henni lýkur 27. ágúst.
I Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn-
ingar. I Lækjargötu 4 er sýningin Saga
Reykjavíkur - frá býli til borgar. I Kjöt-
húsi er sýningin Saga byggingatækn-
innar. j Likn er sýningin Minningar úr
húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfir-
skriftina: Til fegurðarauka. Sýning á út-
saumi og hannyrðum. lEfstabæ má sjá
hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu
um 1930. Safnið er opið þriðjudaga til
föstudaga frá 9.00 til 17.00. Um helgar
er opið frá 10.00 til 18.00.
I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir
Dresden:
Loksins á
sinn stað
bygcingar Enn er
verið að taka til
og endurbyggja
eftir eyðilegg-
ingar seinni
heimsstyrjaldar-
innar í Þýska-
landi. Verið er að
endurbyggja
Frúarkirkjunni í
Dresden sem fór
illa í loftárás 13.
febrúar 1945 og
var þá þetta 95
tonna stykki
flutt aftur á sinn stað í kirkjunni.
Stykkið hefur legið við hlið kirkj-
unnar síðan loftárásin var gerð. ■
sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf
víkinganna í York . Um er að ræða
tvær sýningar, annars vegar endurgerð á
götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn-
ingu þar sem má sjá beinagrind og
hauskúpur víkinga sem féllu í bardög-
um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá
13 til 17 og standa til 1. október.
Ljósmyndasýning grunnskólanema
stendur yfir í Gerðubergi. Opnunartími
sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17
og stendur sýningin til 17. ágúst
Frá reisn til
niðurlægingar
ullspangagleraugun er at-
hyglisverð saga og ekki lítil
þótt stutt sé. Sögusviðið er Ítalía
eftir fyrri heimstyrjöld á upp-
gangstímum Mussolinis og sögu-
persónurnar eru gyðingar, ung-
ur maður sem segir sögu eldri
læknis. Fylgst er með þróuninni
allt frá því að gyðingar eru mik-
ils metnir borgarar og gott bet-
ur, þar til staða þeirra er orðin
afar veik. Þessu þróun er spegl-
uð í lífi Fadigatis, læknisins sem
kom til Ferrara árið 1919 og átti
í upphafi lotningarfulla virðingu
bæjarbúa en tapar henni smám
saman. Bygging sögunnar er
MYNDLIST_____________________________
Kristinn Már Ingvarsson sýnir átta nýjar
Ijósmyndir á Mokka við Skólavörðustíg.
Myndirnar eru flestar unnar á þessu ári.
Sýningin ber titilinn Sending og er þrið-
ja einkasýning Kristins. Sýningin er opin
á afgreiðslutíma Mokka milli kl. 9.30 og
23.30 alla daga vikunnar, en henni lýkur
4. september.
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sýnir
leirverk í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg
5, Reykjavík. Verkin á sýningunni eru úr
postulíni steyptu f gifsmót, einnig hand-
Gullspangagleraugun_______________
Höfundur: Giorgío Bassani
Þýðandi: Guðbergur Bergsson
Forlagið 2001 (kilja) 140 blaðsíður
(með eftirmála þýðanda um höfundinn)
glæsileg, tveimur sögum fer í
raun fram, sögu unga mannsins
og læknisins en þær skarast að
verulegu leyti.
Bókin gerist á fyrri hluta síð-
ustu aldar, er skrifuð upp úr
henni miðri og á fullt erindi nú í
upphafi nýrrar aldar. Hér er
verið að fjalla um hluti sem
stöðugt eiga sér stað og gott er
að láta minna sig á.
Steinunn Stefánsdóttir
ALDREI OF SEINT
Stykki úr frúarkirkj-
unni i Dresden flutt
á sinn stað eftir
rúmlega 55 ár.
BÆKUR