Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 15. ágúst 2001 IVIIDVIKUPACUR SVONA ERUM VIÐ OLÍUNOTKUN ÍSLENDINCA Olíunotkun (slendinga hefur aukist um 96.000 tonn síðustu sjö árin. Innlend olíu- notkun hefur verið sveiflukennd en milli- landanotkun hefur aukist úr 155.000 tonn- um 1994 í 278.000 tonn á síðasta ári. Samkvæmt eldsneytisspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að olíunotkun íslendinga haldi áfram að aukast, fari yfir 900.000 tonn árið 2006 og yfir milljón tonn á ári 2015. Hún segist vilja heiðarlega og drengilega keppni. Inga Jóna Þórðardóttir: Eg vil prófkjör SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR „Ég tel eðlilegt að viðhaft sé prófkjör og menn reyni með sér í heiðarlegri og drengilegri keppni. Það eru þær leikreglur sem flokkur setur okk- ur og við eigum að ganga í gegn- um það,“ sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Ég svara engum það,“ sagði Inga Jóna þegar hún var spurð um þau sjónarmið að kostnaðarsamt prófkjör komi til með að þrengja að fjáröflun flokksins í sjálfum kosningaslagnum. í fréttaskýr- ingu hér í blaðinu voru raddir sem óttuðust að svo kynni að fara. Inga Jón segir að einhverjir hafi metið það svo, eftir lestur fréttaskýr- ingarinnar, að hún vildi ekki próf- kjör - en það segir hún vera fjarri sanni. ■ —♦— Enn tapar OZ: Minnk- andi tap afkoma OZ tapaði 3,8 milljónum bandarískra dollara á öðrum árs- fjórðungi samkvæmt reiknings- skilareglum bandaríska verð- bréfaeftirlitsins. Séu hins vegar miðað við bókfærðar heildartekj- ur án áhrifa dótturfélaga, af- skrifta og fjármagnskostnaðar var tapið 0,6 milljónir dollara en var 2,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Bókfærðar heildartekjur á öðr- um ársfjórðungi voru 3,9 milljón- ir dollara en þar af er tekjufærslu 1,5 milljónar dollara frestað sam- kvæmt reikningsskilareglum bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Því eru 2,4 milljónir dollara færð- ar til tekna í rekstrarreikningi en á sama tímabili í fyrra var 1,6 milljón talin til tekna á rekstrar- reikningi. Heildartap fyrstu sex mánuði ársins nam 8,7 milljónum dollara samkvæmt reikningsskilareglum bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Þrátt fyrir það var eiginfjárstaða fyrirtækisins jákvæð um 10,6 milljónir dollara. ■ Síldveiði: Haldið norður fyrir Noreg sjávarútvecur Nokkur íslensk skip eru að norður af Noregi eða á leið þangað til veiða á síld úr norsk ís- lenska síldarstofninum áður en hann heldur inn í norska lögsögu. Tvö skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA og Þorsteinn EA, komu á veiðislóðir í fyrrinótt og voru að svipast um eftir torfum þegar Fréttablaðið ræddi við Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja í gær. Mörg íslensk skip sækja á þessar slóðir ár hvert og segir Kristján að þrátt fyrir að kostnaður við að senda skip svo langt til veiða sé mikill gangi það oftast eftir að þeim takist að veiða meira hráefni en sem nemi kostn- aði við útihaldið þó ekki sé það al- gilt. Kristján segir að ekki standi til að senda fleiri skip Samherja norðureftir til veiða en vitað er að BEITIR NK Hélt út höfn á Neskaupsstað í gær og setti stefnuna norður í höf. fleiri útgerðir hyggjast senda kaupsstað en Beitir sem er í eigu skip á veiðar í norðurhöfum. Með- Síldarvinnslunnar hélt úr höfn á al þeirra er Síldarvinnslan á Nes- mánudag. ■ Island síðasti viðkomu- staður í smygli á fólki Margar tilraunir gerðar til að smygla fólki til Bandaríkjanna gegnum Island. Rúmlega fimmtíu hefur verið vísað frá landinu frá áramótum með fölsuð skilríki. Hert eftirlit. legir að fela spor sín. Að sögn Stefáns er oft hægt að sjá ákveð- in munstur. Það komi gjarnan nokurra mánaða tímabil þar sem óvenju mikið beri á fölsuðum skilríkjum. Þau virðast öll fram- leidd af sama aðila og er fólkið gjarnan á sömu leið. Um þessar mundir virðist Boston vera vinæll áfangastaður, en margir vilja komast þaðan til Toronto. Tólf farþegum hefur verið synjað um landgöngu á íslandi það sem af er þessu ári. For- sendur landgöngusynjunar eru helst vöntun á atvinnuleyfi, ónóg fjárráð og að dvalarleyfi vantar. Einnig ef Schengen upplýsinga- kerfið á Leifsstöð gefur til kynna að þar séu á ferð fólk eða hlutir sem skráðir eru í gagna- banka þeirra. Á síðasta ári fengu 44 farþegar landgöngusynjun. Helsta ástæðan fyrir þessum mun er hinn óhefti ferðamáti innan Schengen svæðisins. arndis@frettabladid.is IEIFS5TÖÐ „Smygl á fólki er stór iðnaður úti heimi, og er að verða álíka stór og fíkniefnasmygl, hér eru greinilega atvinnumenn að verki,“ segir Stefán K. Baldurs- son aðalvarðstjóri lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Fimmtíu og þrír einstaklingar hafa verið teknir með fölsuð skilríki í Leifsstöð það sem af er þessu ári. í þeim tilfellum er nær ein- göngu um að ræða smygl á fólki. Flest skilríki sem tekin hafa ver- ið í Leifsstöð eru af frönskum uppruna. Þeir sem eru með föl- suð skilríki hafa lagt leið sína um París, að sögn Stefáns. Ómögulegt sé hinsvegar að segja hvaðan þeir koma upp- Schengen sáttmálans geta menn ríkja sem eiga hlut að sáttmálan- runalega, því eftir tilkomu ferðast óhindrað innan þeirra um. Vegabréfsskoðun fer ekki fram fyrr en menn yfirgefa Schengen svæðið og því eru þessir einstaklingar stöðvaðir hér á landi á leið sinni vestur um haf. Fyrir tilkomu Schengen sátt- málans hafi starfsfólk Flugleiða kannað vegabréf þeirra sem fóru um borð í vélar á leið til Bandaríkjanna. í fyrra fengu 43 einstaklingar frávísanir vegna falsaðra skilríkja. Stefán segir að falsanir séu misvel gerðar, allt frá „bílskúrsfölsunum" uppí mjög fagmannlega unnar falsan- ir. Hinsvegar eru ferðir fólksins í höndum atvinnumanna. Lög- reglan sér gjarnan dæmi um það að fólk hafi verið vandlega þjálf- að til þess að komast í gegnum vegabréfsskoðun með fölsuð skilríki. Erfitt sé að hafa hendur í hári þessara smyglara. Þeir sem teknir eru viti lítil deili á þeim og augljóst að þeir eru dug- Frávísanir og landgöngusynjanir ] Frávisanir vegna falsaðra skilrikja Landgöngusynjanir Alls 80 60 50 40 Arið 2001 til 31JÚ1L Ailt árið 2QOO Ríkisendurskoðun. Skýrslan um Arna tilbúin stjórnsÝsla Ríkisenduskoðun birt- ir í dag niðurstöður skoðunar sinnar á umsvifum Árna Johnsens, fyrrverandi alþingis- manns og formanns byggingar- nefndar Þjóðleikhússins. Rannsókn ríkisendurskoðunar hófst í júlí eftir að uppskátt varð um misnotkun Árna Johnsen á fjármunum almennings í starfi hans sem formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins. Um tug- ur starfsmanna ríkisendurskoð- unar hefur unnið að því síðustu vikurnar að „kortleggja" Árna og umsvif hans fyrir opinbera aðila eins og Sigurður Þórðarsson ríkis- endurskoðanda sagði í samtali við Fréttablaðið 18. júlí sl. þegar at- hugun embættis hans á þing- manninum þáverandi var að hefj- ast. „Eins og kom greinilega fram hjá forsætisráðherra vill hann láta skoða allt þar sem Árni hefur komið við sögu,“ sagði Sigurður þá en í gær náðist ekki í hann. Jón H. Snorrason hjá Ríkislög- reglustjóra sagðist í gær ekkert geta sagt um rannsókn efnahags- brotadeildar embættisins sem hófst 27. júlí sl. ■ ARNI johnsen Rlkisendurskoðun skilar niðurstöðu um opinber umsvif Árna Johnsen í dag en ríkislög- reglustjóri verst frétta um sína rannsókn á Árna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.