Fréttablaðið - 31.08.2001, Side 4

Fréttablaðið - 31.08.2001, Side 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR SVONfl ERUM VIÐ 23,4% LlKUR A AÐ KARLMENN FARI A VOG. 4,2% karla á aldrinum 30 til 39 ára munu leita sér aðstoðar á meðferðarstofnuninni Vogi ef miðað er við tölur undanfarinna ára. Naerri 25% líkur eru á að karlar fari einhvern tíma á ævinni í meðferð, en helmingi minni llkur eru hjá konum. Líkur á innlögn Aldur 0-20 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 69- £o,7% Hús Kára Stefánssonar: Endir ekki í sjónmáli skipulagsmAl Enn er óljóst hvenær úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála tekur endanlega ákvörðun varðandi kærur vegna byggingu húss Kára Stefánsson- ar við Skelja- tanga 9 í Skerja- firði. „Það liggur ekki fyrir enn hvenær mál son vegna Skelja- Óvissa um hvort tanga „9 ,verður Kári stefánsson tekið til urlausnar fær að halda en von er á frek- áfram byggingu ari gögnum í mál- húss síns. inu,“ segir Hjalti Steinþórsson, framkvæmdastjóri úrskurðarnefndarinnar. Eins og kunnugt er hefur úr- skurðarnefndin þegar fellt bráða- birgðaúrskurð um stöðvun fram- kvæmda við húsið. ■ —♦— .. Haustmyrkrið leggst yfir: Kveikjum úti ljósin blaðberar Sumri hallar og nátt- myrkrið lætur á sér kræla. Einn er sá hópur fólks sem verður þess áþreifanlega var að haustið er að koma. Þetta eru blaðberar. Við hin vöknum enn í björtu. Ástæða er til að hvetja fólk að láta útiljós loga við híbýli sín. Sumir þurfa ekki annað en að nota rofann, en aðrir mættu huga að perum sem ekki hafa vaknað aftur eftir sumardval- ann. Myrkrið er ekki bara ónota- legt fyrir blaðberana, heldur getur beinlínis verið hættulegt. Kveikj- um ljósin og tryggjum öryggi blað- burðarfólksins. ■ Bráðabirgðaúrskurður í Skerjafirði: Byggir á eigin ábyrgð- uns niðurstaða fæst SKIPULAGSMÁL Bygging íbúðarhúss við Skildinganes 43 verður ekki stöðvuð á meðan úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála tek- ur kæru vegna leyfis fyrir bygg- ingu hússins til efnislegrar með- ferðar. Úrskurðarnefndin, sem ákvað þetta á síðasta fundi sínum, segir að enda þótt ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til málsástæðna kærendanna, þeirra Friðriks Ólafssonar og Guðjóns Sigurðs- sonar, bendi fyrirliggjandi gögn ekki til annars en að undirbúning- ur þeirrar ákvörðunar borgaryfir- valda að leyfa byggingu hússins hafi verið í samræmi við gildandi ákvæði og skilmála „Þykir því ekki augljóst að hin kærða ákvörðun sé haldin slíkum ágöllum að ógildingu varði. Með hliðsjón af ofangreindu, svo og þegar til þess er litið að hagsmun- ir kærenda af því að framkvæmd- ir verði stöðvaðar verða að teljast minni en hagsmunir byggingar- leyfishafa af því að fá þeim fram haldið, er það niðurstaða úrskurð- arnefndarinnar að fallast ekki á UMDEILT HÚS A LÓÐ NÚMER 43 VIÐ SKILDINGANES „Fyrir liggur að framkvæmdir við bygginguna eru nú langt á veg komnar, útveggir upp- steyptir og einangraðir og þaksperrur reistar," segir úrskurðarnefnd skipulags- og bygging- armála. kröfu kærenda um stöðvun fram- kvæmda við byggingu hússins í Skildinganesi 43. Eru fram- kvæmdir því heimilar, en alfarið á ábyrgð byggingarleyfishafa, með- an krafa kærenda um ógildinu hins kærða byggingarleyfis er til meðferðar fyrir úrskurðarnefnd- inni/‘ segir í úrskurðinum. Urskurðarnefndin hefur þann- ig ekki fellt endanlegan úrskurð í málinu en telur ekki ástæðu til að stöðva framkvæmdir þar til hann liggur fyrir. ■ Bindur ekki hendur lækna Stjórnir heilbrigðisstofnana ákveða hvort upplýsingar um sjúklinga verði afhentar Islenskri erfðagreiningu. Yfirlýsing Læknafélagsins bara skoðun félagsins en bindur ekki hendur lækna. IE þarf að semja sérstaklega við læknastofur úti í bæ. GAGNAGRUNNUR „Heilbrigðis- stofnanir ráða yfir langmestu af upplýsingum um sjúklinga. Læknar sem þar starfa hafa ekki umráðarétt yfir þeim og geta hvorki sagt já eða nei. Það eru stjórnir heilbrigðisstofnana sem ákveða þetta og eiga samkvæmt lögum að hafa samráð við lækna- ráð, sem þýðir ekki að það þurfi að fara eftir því svari sem fæst,“ segir Jón G. Snæland, varafor- maður Læknafélags íslands, um þýðingu yfirlýsingar Læknafé- lagsins og íslenskrar erfðagrein- ingar, sem skrifað var undir ný- lega, fyrir lækna. Ef yfirlýs- ingin verður samþykkt á a ð a 1 f u n d i Læknafélags- ins þá verður hún skoðun læknafélags- ins en bindur ekki hendur lækna. Hins vegar verður ,, „ auðveldara JÓN G. SNÆLAND stiórnir Ef yfirlýsing Læknafé- fyrtr, stJOrnir lagsins verður sam- heilbrigðis- þykkt á aðalfundi þá er Stofnana að þetta skoðun félagsins semja við Is- en hún bindur ekki lenska erfða- hendur lækna. greiningu um af hendingu upplýsinga um sjúklinga ef þessi afstaða félagsins liggur fyrir. Jón segir hins vegar að lækna- stofur úti í bæ, sem eru reknar af einstökum læknum, séu einnig skilgreindar sem heilbrigðis- stofnanir og íslensk erfðagrein- ing verði að leita sérstaklega eft- ir samningum við þær um af- hendingu gagna um sjúklinga. „Þeim læknum er algjörlega í sjálfsvald sett hvort þeir semji frA UNDIRRITUN samnings um gagnagrunn A heilbrigðissviði Kári Stefánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, undirrita samninginn. Nýleg yfirlýsing Læknafélagsins og Islen skrár erfðagreiningar auðvelda heilbrigðisstofnunum að afhenda gögn um sjúklinga en bindur ekki hendur sjálfstætt starfandi lækna. eða ekki. Þeir eru óbundnir af þessari yfirlýsingu Læknafélags- ins og ÍE.“ „Einstakir læknar hafa haft áhyggjur af málinu, þetta er flókið mál og hver um sig hefur kannski ekki sett sig fullkomlega inn í mál- ið, en fundist óþægilegt að Lækna- félagið hafi verið á móti og ekki komist að samkomulagi um þetta mál. Þegar læknar vita að félagið hefur komist að samkomulagi leið- ir það væntanlega til þess að marg- ir læknar verða sáttari við þetta. Þeir sem eru ekki sáttir verða að gera upp við sig hvað þeir gera,“ segir Jón G. Snæland. bjorgvin@frettabladid.is ítölsk höfu m oþnab! að Laugavegi 53 s: 552 3737 Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna: Milosevic fær aðstoð lögfræðings AFTUR f RÉTTARSALINN Milosevic mætti í gær aftur í réttarsalinn ( Haag I Hollandi. Hann neitar að viðurkenna lög- mæti réttarins og segir hann ekkert annað en skrlpaleik. HAAG.HOLLANDLAP Slobodan Milos- evic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, kom í gær fyrir stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í annað sinn. Aðalsaksóknari dómstólsins, Carla de Ponte, býst við því að fjölgað verði ákæruat- riðum gegn honum á næstunni vegna glæpa sem hann er sakaður um að hafa framið í Bosníu og Króatíu snemma á síðasta áratug. Lýsti dómstóllinn því yfir að hann ætli að tilnefna lögfræðing til að aðstoða Milosevic í máli sínu, en hann hefur verið ákærður fyrir fjögur afbrot, þ.ám. fyrir að hafa staðið að glæpum gegn mannkyn- inu í Kosovo á meðan á Bosníu- stríðinu stóð. Milosevic er enn staðráðinn í því að verja sig sjálfur í málinu þar sem hann telur dómstólinn ólögmætan og þess vegna þurfi hann ekki lögfræðiaðstoð. Ric- hard May, dómari við stríðs- glæpadómstólinn, sagði að lög- fræðingurinn muni ekki flytja málið fyrir hönd Milosevic, held- ur aðstoða dómstólinn með því að tryggja að hagsmunir forsetans fyrrverandi væru tryggðir og að hann fengi sanngjörn réttarhöld. Reiknað er með því að réttarhöld- in hefjist £ lok febrúarmánaðar á næsta ári. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.