Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2001 MÁNUPAGUR Hlakkar þú til opnunar Smáralindar? Já, ég hlakka til opnunar Smáralindar. Ég ætla að versla þar fyrir jólin. Ég á von á þvi að ég fari frekar þangað heldur en í Kringluna. Að minnsta kosti til að byrja með. Smáralindin verður mjög stór og mun líklega likjast meira klösum erlendis. Ég er því mjög spennt að sjá hvernig þetta verður. Þarna verða líka nýjar og spennandi verslanir. ■ Rakel Sveinsdóttir er starfsmaður (búðalánasjóðs. H ry ðj uverkamenn: Keyptu hnífaí Sviss bern. ap Einn flugræningjanna, sem grunaður er um aðild að flug- ránunum í Bandaríkjunum í síð- ustu viku, keypti sér nýlega tvo hnífa í Sviss, að sögn þarlendra yfirvalda. Hinn grunaði notaði krítarkort til að kaupa hnífana. Dagblaðið Sonntags Blick sagði tvo af flugræningjunum, Mo- hammed Atta og Marwan Al- Shehhi, hafa eytt sumrinu á hóteli í Sviss, en mennirnir tveir voru búsettir í Hamborg í Þýskalandi. Svissnesk yfirvöld hafa nú sett í gang formlega rannsókn á því hvort hugsanlegt sé að hryðju- verkamenn hafi notað svissnesku Alpana sem eina bækistöð fyrir alþjóðlegt net sitt. ■ 1lögreglufréttir| Bifreið vait á Reykjanesbraut í gærmorgun og er ökumaður- inn, sem slapp með lítilsháttar meiðsl, grunaður um ölvun- arakstur. Bíllinn er gjörnónýtur að sögn lögreglu. Brotist var inn í þrjú fyrirtæki aðfaranótt sunnudagsins. Til- kynnt var um þjófnað og eignar- spjöll á veitingastað í Grafarvogi um fjögurleytið um nóttina. Nokkrum munum var stolið og unnar skemmdir á dyrakarmi og afgreiðsluborði. Þá var farið inn í myndbandaleigu í austurborginni um svipað leyti. Þar var svipað upp á teningnum, þjófnaður og eignarspjöll. Um fimmleytið var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í austurborginni og þaðan stolið tölvubúnaði. —♦— Hindúar á Indlandi mótmæla: Tony Blair styður Bush afdráttarlaust: „Við eigum í stríði“ LONPON, ap Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, lýsti í gær yfir afdráttarlausum stuðningi við aðgerðir Bandaríkjanna gegn þeim, sem bera ábyrgð á hryðju- verkunum í síðustu viku. Um leið skýrði hann frá því að á þriðja hundrað Breta gætu hafa týnt líf- inu í árásunum á New York og Pentagon. Hann sagði jafnframt að við- brögð George W. Bush Banda- ríkjaforseta við árásunum væru „alveg hárrétt". „Hver svo sem tæknileg eða lögfræðileg álitamál kunna að vera í tengslum við stríðsyfirlýsingu, þá er stað- reyndin sú að við eigum í stríði við hryðjuverkamenn," sagði hann í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina CNN. George Bush, forseti Banda- ríkjanna, hafði sagt í sjónvarps- ávarpi á laugardag að þessi átök væru við „andstæðinga sem teldu sig ósýnilega. En þeim skjátlast. Þeir verða afhjúpaðir, og þeir munu komast að því sama og aðr- ir hafa áður áttað sig á: Þeir sem fara í stríð gegn Bandaríkjunum hafa kosið eigin tortímingu." ■ FORSÆTISRÁÐHERRA breta Blair segir viðbrögð Bandaríkjafor- seta hafa verið „alveg hárrétt". Á þriðja hundrað Breta fórust í árás- unum á Bandaríkin. Snoðhausar í Þýskalandi: Hryðjuverka- árásin réttlát refsing BERLIN, ap Hægri öfgamenn í Aust- ur-Þýskalandi kveiktu í Banda- ríska fánanum þegar safnast var saman í Straslund síðastliðinn laugardag til að minnast þeirra er létust í hryðjuverkaárásinni sem gerð var á World Trade Center og Pentagon. Verknaðurinn var framinn í framhaldi yfirlýsingar Lýðræðislega þjóðarflokksins þess efnis að hryðjuverkaárásin væri réttlát refsing sprengju- árása Bandaríkjamanna á Þýska- land í seinni heimstyrjöldinni. ■ Vilja efla áætlana- gerð og eftirfylgni Ríkisrcikningur sýnir umframkeyrslu opinberra stofnana fram úr heimildum íjárlaga. Þingmenn nokkurra stjórnmálaflokka telja óeðlilegt að stofnanir ríkisins fari ítrekað yfir heimildir á fjárlögum og/eða ráðstafi peningum að vild. Misjafnt er til hvaða ráða þeir vilja grípa eða hverju þeir telja að sé um að kenna. fjárlöc Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segir vandann þegar stofnanir eyða fram yfir heimildir margþættan. Útgangspunktinn segir hann vera áætlunargerðina sem stofnanirnar starfi eftir og hvort hún sé nægi- lega góð. „Síðan þarf í fjárlaga- vinnunni að taka ákvarðanir um hlutverk stofnana. Ef draga á úr útgjöldum eða breyta umsvifum þarf það í hverju tilviki að vera raunveruleg ákvörðun. Eins þarf að gá að gæði ákvarðanatökunnar. í þriðja lagi þarf að spyrja hvort stjórnun stofnunarinnar er hagað í samræmi við fjár- Iög. Þessi atriði þurfa öll að virka saman til að allt gangi upp í hinu opinbera kerfi,“ sagði hann en áréttaði að stjórn- endur þyrftu engu að síður að hafa ákveðið svigrúm til að flytja pen- inga á milli liða og verkefna í sam- ræmi við breyttar aðstæður. „Ég lít það allt öðrum augum en þegar menn fara fram úr fjárlögum vegna lélegrar stjórnunar," bætti hann við. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, segir að haldi VILHJÁLMUR EGILSSON Stjórnendur verða að hafa svigrúm til að flytja pen- inga millí verk- efna. menn sér ekki inn- an fjárlagaheim- ilda sé það augljós veikleiki og stríði gegn efnahags- markmiðum ríkis- ins. „Annars vegar kann vandinn að vera aðferðirnar við veitingu fjár- HJÁLMAR ÁRNASON Stjórnendum er kannski stillt upp við vegg, vegna þrýstings ein- stakra hópa innan stofnana. magns til einstakra stofnana eru e.t.v. ekki nógu faglegar og í sum- um tilvikum of tilviljanakenndar. Hins vegar liggur vandinn í að reka stofnanirnar eftir rekstrar- legum forsendum. Þannig er stjórnendum kannski stillt upp við vegg, vegna þrýstings ein- stakra hópa innan stofnana og láta undan þeim þrýst- ingi. Saman þarf ______ _ að fara sjálfstæði vélsæld og tölurn- stofnanna Og þá ar sýna að þau um leið ábyrgð bein hefur rikis- þeirra sem þar s‘iómin ekki. halda utan um,“ sagði hann og nefndi Kanada sem dæmi um land þar sem sjálfstæði stofnana hafi verið eflt með góðum árangri. GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNS- SON Það er stundum sagt að sterk bein þurfi til að þola Hjálmar segir að skilgreina þurfi betur þjónustu- stig stofnanna og skýra betur hvar ábyrgð manna liggi. „Fjármála- ráðuneytið á að taka frumkvæði í þessu í samstarfi við fagráðuneytin,“ sagði hann. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir framúrkeyrslu ríkisstofn- ana óeðlilega. „Sérstaklega í ljósi þess að tekjuflæði og útgjaldara- ÖGMUNDUR JÓNASSON Spyr hvort ramm- inn sem stof- nunum er settur sé raunhæfur og sanngjarn. Uppþot í hverfi múslíma BANCALORE. INDIA.AP Tveir menn létust og fimmtíu særðust er til uppþota kom þegar 50.000 bók- stafstrúaðir Hindúar gengu síð- astliðinn laugardag um hverfi múslíma í Hubli í Suður Indlandi og hrópuðu slagorð gegn Paki- stönum og Talibönum í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandarík- in. Að sögn lögreglunnar á svæð- inu tóku nokkur hundruð mót- mælenda sig úr göngunni og réð- ust að lögreglumönnum sem stóðu vörð um bænarsvæði múslíma og kveiktu í nærliggjandi bílum þar á meðal einum lögreglubíl. Út- göngubann var sett á hluta Hubli í kjölfar uppþotanna en þar hefur fjöldi átaka brotist út vegna trúarágreinings. ■ Alþjóðleg nýsköpunarkeppni fyrír stúlkur: Stúlkur eru uppfinningamenn keppni „Stúlkur geta líka skapað, en ekki aðeins gamlir karlar eða sprenglært fólk“, segir Elínóra Inga Sigurðardóttir formaður Landssambands hugvitsmanna. „Mjög mikilvægt er að auka sjálfstraust þeirra, hvað varðar hugmyndir og nýsköpun". ís- lenskum stúlkum á aldrinum tíu til sautján ára gefst kostur á að taka þátt í alþjóðlegri nýsköpun- arkeppni sem haldin verður í Sviss á næsta ári. í keppninni fá bestu hugmyndirnar einkaleyfi, auk þess sem að peningaverð- laun eru í boði. Að sögn Elínóru er keppnin gott tækifæri fyrir íslenskar stúlkur til að koma uppfinningum sínum á fram- færi. íslenskar stúlkur búi yfir mörgum góðum hugmyndum, en lítið hafi verið gert til að koma þeirri nýsköpun á framfæri. Mikilvægt sé að slík keppni sé sérstaklega fyrir stúlkur. Konur líti oft ekki á sig sem uppfinn- ingamenn. Hugmyndir þeirra séu gjarnan hagnýtar og snúi að heimilinu, en hugmyndir karla innihaldi meiri tækni. Því hafi þær þótt betri kostur fyrir fjár- festa. Elínóra segir að þær stúlk- ur sem hafi áhuga á að taka þátt í keppninni geti haft samband við sig. Skilafrestur í keppnina renni út um áramótin. ■ ELÍNÓRA INGA SIGURÐARDÓTTIR „Konur líta ekki á síg sem uppfinningamenn, því hug- myndir þeirra eru ekki eins tæknilegar og hugmyndir karla", segir Elínóra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.