Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.10.2001, Qupperneq 4
SVONA ERUM VIÐ INNKOMNAR UMSÓKNIR TIL ÍBÚÐALÁNASJÓÐS ibúðalánasjóður gerði ráð fyrir samdrætti i húsnæðisviðskiptum, en sú hefur ekki orð- ið raunin. í júlí, ágúst og september jókst .fjöldi umsókna um 15% frá fyrra ári. Þess ber að geta að samdráttur í húsnæðisvið- skiptum snertir aðrar lánastofnanir fyrr. ■ 2000 ■ 2001 Lse*..® FRETTABLAÐIÐ 16. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR styrkir Um 170 umsóknir bárust um úthlutun úr Kristnihátíðar- sjóði að sögn Guðmundar Árna- sonar, skrifstofustjóra í forsætis- ráðuneytinu. Alþingi samþykkti í fyrra að setja Kristnihátíðarsjóð á fót í til- efni 1000 ára afmælis kristnitök- unnar. Úthlutað verður 100 millj- ónum króna úr sjóðnum árlega á fimm árum. Styrkveitinguar sjóðsins eru annars vegar eyrnamerktar forn- leifarannsóknum en hins vegar menningar- og trúararfi. í þessari fyrstu úthlutun sjóðsins bárust um 20 umsóknir vegna fornleifa- rannsókna en um 150 umsóknanna voru vegna verkefna tengdum menningar- og trúararfinum. Skipaður verður verkefnis- stjóri með hvorum málaflokknum fyrir sig og afstaða tekin til um- sóknanna á næstunni á grundvelli nýrrar reglugerðar um starfsemi Kristnihátíðarsjóðs. Guðmundur Árnason sagði enn ekki hafa verið tekið saman hversu há fjárhæð umsækjendur hefðu farið fram á samanlegt. ■ jLÖGREGLUFRÉTTIR Botist var inn í bensínstöð Olís við Álfheima í Reykjavík um tvöleytió í fyrrinótt. Hafði þjóf- urinn komist inn um glugga á skrifstofu hússins. Af ummerkj- um að dæma þykir sýnt að þjóf- urinn hafi reynt að losa peninga- kassa af vegg en ekki tekist. Or- yggiskerfi bensínstöðvarinnar fór í gang en þegar öryggisvörð- ur kom á staðinn var þjófurinn stunginn af. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík var engu stolið og er málið í rannsókn. Stolið var tveimur skjávörpum úr kennslustofu Lögbergs, lagadeildar Iláskóla íslands í fyrrakvöld. Komst þjófurinn inn í ólæst húsið. Maður ók utan í húsvegg á Vatnsnesvegi í Keflavík seint á sunnudagskvöld. Við nán- ari eftirgrennslan lögreglunnar í Keflavík reyndist maóurinn ölv- aður. ALÞINGISMENN Á KRISTNIHÁTIÐ Alþingi samþykkti í fyrra að minnast kristnitökunnar með hálfs milljarðs króna sjóði sem styrkja á fornleifarannsóknir og verkefni á sviði menningar- og trúararfs. Úthlutun á 100 milljón- um á næstunni: Kristnihátíð- arsjóður fékk 170 umsóknir Engin leyfissvipting á Rauðarárstíg en borgin leitar ásjár lögreglu: Kaffí-Stígur settur undir smásjá SVEITArstjórnir Borgarráð hefur samþykkt að beina því til lögreglu- 'stjórans í Reykjavík að hann tryggi náið eftirlit með rekstri veitinga- staðarins Kaffi-Stígs og beiti úr- ræðum áfengislaga um áminningu og leyfissviptingu ef tilefni er til. Nágrannar og sambýlingar Kaffi-Stígs á Rauðarárstíg höfðu krafist þess að vínveitingaleyfi staðarins yrði afturkallað vegna ónæðis sem staðurinn var sagður valda þeim og öðrum. Komið hafði í ljós að vegna mis- taka í borgarkerfinu hafði Kaffi- Stíg verið veitt vínveitingaleyfi án þess að greiða tryggingagjald en úr því hefur nú verið bætt. Fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar segir engar forsendur fyrir því að verða við kröfu nágrannana um afturköllun vínveitingaleyfisins. Ekkert kom heldur fram í umsögn lögreglustjórans í Reykjavík til borgarráðs sem var ráðinu tilefni til aðgerða gegn Kaffi-Stíg. Eins og áður sagði vill borgarráð hins veg- ar að veitingastaðurinn verði framvegis undir smásjá lögregl- unnar. I KAFFI-STfGUR Nágrannar Kaffi-Stlgs gátu ekki knúið fram lokun staðarins. [lögreglufréttir| Tilkynnt var um reyk í íbúð við Ránargötu í Reykjavík um tíuleytið í gærmorgun. Var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Við nánari eftirgrennsl- an kom í Ijós að pottur hafði gleymst á eldavél. Enginn eldur braust út og var íbúðin reykræst. Ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. Þrír bílar lentu saman í hörðum árekstri við gatnamót Reykja- nesbrautar og Stekkjarbakka í Reykjavík um tíuleytið í fyrra- kvöld. Flytja þurfi einn ökumann- inn á slysadeild Landspítala - há- skólasjúkrahús í Fossvogi þar sem hann kvartaði yfir eymslum í hálsi og baki. um Vilja að netþjónabú stækki um 20% árlega Unnið að undirbúningi 8 MW netþjónabús á Suðurnesjum í samstarfi við bandarískaJjarfesta sem ætla ekki að láta staðar numið. Góð samkeppnisstaða Islands. Stóriðja nýja hagkerfisins á undir högg að sækja í Bandaríkjunum vegna orkuskorts og öryggisleysis. netþjónabÚ „Staðan er sú að verið er að setja saman undirbúningshóp með þeim aðilum sem hafa hags- muni að gæta. Á næstu dögum ___^___ hefst vinna af full- um krafti við að koma upp net- þjónabúi hér í nán- ustu framtíð," seg- ir Helga Sigrún Harðardóttir hjá Markaðs- og at- vinnuskrifstofu Reykjanesbæjar, en á meðal sam- starfaðila bæjarins eru Landssíminn, Auk sölu á umframorku gæti fram- kvæmdin reynst lyfti- stöng fyrir byggingariðn- að og tengdar atvinnugrein- ar. ...♦... Fjárfestingarskrifstofa íslands og Hitaveita Suðurnesja. „Það er auðvitað hugsanlegt að í kjölfarið opnist nýjar víddir í at- vinnu- og útflutningsmálum. Það er erfitt að sjá fyrir öll þau áhrif sem netþjónabú af þeirri stærðargráðu sem við leggjum af stað með getur haft, sérstaklega vegna þess að þessi markaður er síbreytilegur og ekkert lát á nýrri tækni,“ segir Helga. Áætlanir geri ráð fyrir að í upphafi verði byggt 8.000 fm. bú sem noti 8 megawött, en ólíklegt sé að þar verði látið staðar numið reynist starfsemin vel. „Banda- rísku fjárfestarnir sem koma munu að fjármögnun gera ráð fyr- ir möguleika á 20% stækkun á ári. Það má segja að möguleikarnir séu óendanlegir." Ómögulegt er að átta sig fyrirfram á öllum grenndará- hrifum, eða „spin-off,“ fyrir at- vinnulífið. Auk sölu á umframorku gæti framkvæmdin til að mynda reynst lyftistöng fyrir byggingar- iðnaðinn og tengdar atvinnugrein- ar þrátt fyrir að eiginlegir starfs- menn netþjónabúsins verði innan við 20 fyrst um sinn. Varðandi samkeppnisstöðu ís- lands nefnir Helga Sigrún sérstak- HELGA SIGRÚN HARÐARDOTTIR Gríðarlegir vaxtamöguleikar í geiranum sem mikilvægt er að missa ekki af. „Við getum meðal annars boðið upp á öryggi sem ekki er fyrir að fara í Bandaríkjunum um þessar mundir," segir Helga Sigrún. lega orkukreppuna í Bandaríkjun- um og einnig óvissu í öryggismál- um eftir atburðina 11. september. Það séu meðal annars þessi atriði sem fái þarlenda fjárfesta til að líta í auknum mæli til annarra landa. Hún segir að dæmi séu um að net- þjónabú séu rekin á 15-20% afköst- um þar í landi vegna orkuskorts, en þó með viðunandi afkomu. „Ráðgjafafyrirtæki gera ráð fyrir yfir 40% árlegum vexti í geiranum til ársins 2005, það er ekki síst ástæða þess að banda- rískir fjárfestar horfa út fyrir landsteinana," segir Helga og bendir á að markaðurinn hafi ver- ið metinn á 4,5 milljarða dollara árið 2000, en í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Reykjanesbæ af viðskiptaþjónustu utanríkisráðu- neytisins sé gert ráð fyrir að sú tala verði 30 milljarðar árið 2005. matti@frettabladid.is Fiskvinnsla á landsbyggð: Fjórir flytja fyrir hvert tapað starf sjávarútvegur Fyrir hvert starf sem tapast í fiskvinnslu í minni sjávarbyggðum landsins má áætla að það hafi þau áhrif að tæplega fjórir íbúar flytji á brott. Á sama hátt er talið að fyrir hvert starf í frumvinnslu leiði til 0,75 annarra starfa í byggðarlaginu. Þetta kemur m.a. fram í greinar- gerð Bjarka Jóhannessonar for- stöðumanns Þróunarsviðs Byggðastofnunar sem hann vann fyrir nefnd um framtíðarskipan fiskvinnslunnar. í greinargerðinni er lögð áher- sla á að minni sjávarbyggðir geta ekki byggt tilvist sína til langs tíma á fiskvinnslu eingöngu. Verði ekkert að gert sé viðbúið að íbúafækkunin í þessum plássum verði svo mikil að það verði ekki lengur grundvöllur fyrir verslun og annarri þjónustu. Af þeim sök- um sé brýnt að auka fjölbreytni atvinnulífs á þessum stöðum. Þá verður atvinnulífið ekki eins háð samdrætti í fiskveiðum og fisk- vinnslu auk þess sem dregið er úr viðkvæmni atvinnulífs sjávar- byggða gegn gengissveiflum. ■ FISKVINNSLA Á RAUFARHÖFN Einhæft atvinnulíf getur orðið banabiti margra minni sjávarbyggða Árni Johnsen: Rannsókn enn í gangi fjársvikamál „Rannsókn er enn í fullum gangi og alveg óljóst hvenær niðurstöðu er að vænta“,“ sagði Jón H. Snorrason, sak- sóknari og yfir- maður efnahags- brotadeildar Ríkis- lögreglustjórans, \ 1 meint fjársvik Árna Johnsen, fyrrum alþingis- ÁRNI JOHNSEN óljóst hvenær manns. Jon sagðist niðurstöðu er að ekki treysta sér til vænta í meintu þess að segja fyrir fjársvikamáli. um þyersu langt rannsóknin væri komin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.