Fréttablaðið - 31.10.2001, Síða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
31. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
I Rí I FABI AÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Cunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: (safoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins (stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
| BRÉF TIL BLAPSINSH
GAMLI
Þráinn og
eðalvagninn
Jónas Pór Steinarsson, framkvæmdastjóri
Bíigreinasambandsins og einn af tais-
mönnum Vina bilsins, skrifar:
bíllinn Ekki veit ég hvort Þráinn
Bertelsson er gleyminn maður,
eða hvort hann treystir því bara
að lesendur pistla hans í Frétta-
blaðinu gleymi jafnharðan því
sem hann skrifar. Þráinn skamm-
ar mig nefnilega í Fréttablaðinu
30. október fyrir að kalla bílinn
hans gamlan skrjóð. Eitt hafði
samt gleymst...
Tilefni skrifa minna til Þráins
var pistill hans á baksíðu Frétta-
blaðsins þann 24. október. Þar
fjallaði Þráinn um tregafullt sam-
band sitt við gamla bílinn sinn og
að hann vildi ekki kaupa nýjan bíl
fyrir fúlgur fjár. í framhaldi af
því ritaði ég pistil til að upplýsa
Þráin um það að nýir bílar menga
miklu minna en gamlir, þeir eru
sparneytnari en gamlir bílar, þeir
eru öruggari og það kostar ekki
jafn mikið að eignast nýjan bíl og
Þráinn gaf í skyn í pistli sínum.
Þráinn hneykslast á því að ég
hafi „í hita augnabliksins" kallað
eðalvagninn hans gamlan skrjóð.
Þarna hefur óminnishegrinn held-
ur betur tekið völdin, því það var
Þráinn sjálfur sem kallaði bílinn
sinn gamlan skrjóð í pistlinum
þann 24. október. Þar kom hvergi
fram að þetta væri „eðalvagn"
heldur sagðist Þráinn hrökkva í
kút í hvert sinn sem nýtt hljóð
heyrðist í bílnum, því það væri
ábending á óvænt útgjöld. Hann
sagðist þó hugga þig við aó þurfa
ekki að borga 70 til 80 þúsund
krónur á mánuði í afborganir af
nýjum bíl og frekar „reyna að
tjasla upp á gamla skrjóðinn"
heldur en borga af nýjum bíl.
í pistli mínum benti ég Þráni á
helstu kosti þess fyrir hann - og
aðra - að aka á nýjum bíl. Meðal
annars benti ég á að á nýjum bíl
mundi hann spúa 50% minna af
„eiturgasi" yfir samborgara sína
en á gamla bílnum. Jafnframt
upplýsti ég hann um að hann gæti
sloppið með 23 þúsund krónur á
mánuði í afborganir af bílaláni á
rúmgóðum minni bíl. Ég skil nú
ekki alveg hvers vegna Þráinn
bregst svona ókvæða við þessum
vinsamlegu ábendingum.
Vitaskuld er Þráni Bertelssyni
frjálst að aka sem lengst á sínum
14 ára gamla „eðalvagni". Von-
andi skaðar það hann samt ekki að
vita í hverju kostir nýrra bíla fel-
ast. ■
SÞ-hersveitir gegn hryðjuverkum
Almenningsálitið snýst gegn
því að Bandaríkjaher helli
sprengjum yfir stríðshrjáð og ör-
fátækt land. Hið sama gerði það
þegar alþjóðaher kom múslímum
til varnar í Kosovo með sprengju-
árásum á vígvélar Serba. Taliban-
—♦— ar segja daglegar
„Vilja að SÞ fréttar af börnum
gegni lykilhlut- og fjölskyldum
verki." sem týna lífi í loft-
—♦.... árásunum, en þeir
eru um leið sakaðir um að færa
hernaðarskotmörk að manna-
byggðum. David Blunkett, innan-
ríkisráðherra Breta, sagði á dög-
unum um aðgerðirnar gegn tali-
bönum: „Það er hræsni að vilja
búa £ lýðræðisríki, vilja njóta alls
þess sem það hefur upp á að bjóða
í efnalegu tilliti og einstaklings-
frelsi, en neita að verja það þegar
að því steðjar ógn.“
Sameinuðu þjóðirnar hafa, í
samræmi við 51. grein sáttmála
síns, stutt rétt Bandaríkjanna til
sjálfsvarnar, og fáir efast um hlut
Osama bin Laden, al-Qaeda og
talibana í árásunum á Ameríku.
Margir eru hins vegar ráðvilltir í
umræðum um það hvar takmörk-
in séu milli réttlætanlegrar sjálfs-
varnar og óleyfilegrar árásar.
Bandaríkjastjórn hefur sagt að
kalli öryggishagsmunir á það
muni jafnvel verða gerðar loft-
árásir á önnur lönd en Afganistan
í baráttunni við heimssamtök
hryðjuverkamanna. Vangaveltur
hafa verið um írak, Líbýu, íran,
..Mál manna
Einar Karl Haraldsson
ræðir hvatningu frá fundum
ráðamanna í Kína
Súdan, Norðurkóreu og Líbanon í
þessu sambandi, en þessi lönd
hafa veitt hryðjuverkasamtökum
skjól og stuðning.
í samtölum Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra við Zhu
Rongji, forsætisráðherra Kína, og
Tang Jiaxuhan, utanríkisráðherra,
kom fram sameiginlegur vilji til
þess að Sameinuðu þjóðirnar
gegni lykilhlutverki í baráttu
gegn hryðjuverkamönnum, sem
og í uppbyggingu og endurreisn í
Afganistan. Vandséð er hvernig
samtökin geti gegnt því hlutverki
nema komið verði á fót SÞ-her-
sveitum gegn hryðjuverkum, sem
verði undir stjórn herráðs sam-
takanna. Samkvæmt samþykktum
SÞ væri þetta hægt. En hingað til
hefur starfsemi SÞ ekki mátt
kosta meira en rekstur slökkvi-
liðsins í Tókýó. ■
Dregið úr útþenslu og
miðborgirnar styrktar
Margir tala um að gera borgirnar mennskar aftur, fegra og styrkja umgjörð markaðstorgsins í
stað þess að stækka bílastæðin, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Mótaðar verði
vinnureglur um hvernig æskilegt sé að stýra stærð og staðsetningu verslunarmiðstöðva.
„Samkeppnis-
hæfní og lífs-
gæði geta
verið í húfi."
—4----
ópu er mun
skipulag Islendingar hafa almennt
verið nokkuð feimnir við stýringu
á þróun verslunar og þannig var
ekkert tæki tiltækt í þeim efnum í
miðborg Reykjavíkur fyrr en með
þróunaráætluninni , sagði borgar-
stjóri á ráðstefnu Samtaka verslun-
ar og þjónustu á Grand Hotel,
Reykjavík. „Hún
var unnin að breskri
fyrirmynd og með
aðstoð breskra
skipulagsfræðinga.
í borgum erlendis,
sérstaklega í V-Evr-
ákveðnari stýring í
þessum efnum, m.a. á opnunartíma
verslana og stærð og staðsetningu
verslunarmiöstööva."
Borgarstjóri segir verslun talda
svo mikilvæga fyrir viðgang og
gæði borgarsamfélagsins að
stjórnvöld vilji víðast hvar hafa
áhrif á með hvaða hætti hún þróast.
Það eru nefnilega ekki bara versl-
unarmennirnir og stóru fjárfest-
arnir sem eigi hagsmuna að gæta
heldur samfélagið allt og
samkeppnishæfni þess og
lífsgæði geti verið í húfi. Því
miður virðist sem umræða
um þessi mál sé á frumstigi
hér á landi og þær raddir
sem þó hafa verið uppi hafa
verið ansi hjáróma í þeim
digurbarkalega kór sem
sungið hefur magni en ekki
gæðum lof og prís.
„Þetta er engum til hags-
bóta og það er því bæði mik-
ilvægt að samtök í atvinnu-
lífinu, og þar á meðal sam-
tök í versluninni, láti sig
þessa umræðu varða og vinni með
skipulagsyfirvöldum á höfuðborg-
arsvæðinu að vinnureglum um
INGIBIÖRG
SÓLRÚN GfSLA-
DÓTTIR
islendingar hafa
almennt verið
nokkuð feimnir
við stýringu á þró-
un verslunar.
hvernig æskilegt sé að stýra stað-
setningu og stærð verslunarmið-
stöðva í skipulagsáætlunum sveit-
arfélaganna hér á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta er mjög mikilvægt í
tengslum við þau markmið sem
sett hafa verið fram í svæðisskipu-
lagi fyrir höfuðborgarsvæðið sem
nú er til kynningar sem og í nýrri
tillögu að aðalskipulagi Reykjavík-
ur til ársins 2024. Núna er tækifær-
ið til að hafa áhrif á skipulag fram-
tíðarinnar - ekki þegar það er orðið
að veruleika, „ sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir.
Stefnumótun nýja svæðisskipu-
lagsins sé þrátt fyrir allt í sam-
ræmi við þær nýju áherslur og til-
lögur um stefnumótun um þróun
borga sem komið hafi fram í ná-
grannalöndum okkar á síðustu
fimm til tíu árum.
„Þessi nýja stefnumótun byggir
á því að draga úr útþenslu borgar-
svæða, auka þéttleika byggðar,
styrkja miðborgir og efla almenn-
ingssamgöngur. Með öðrum orðum
að draga úr, og reyna helst
að snúa við, þeirri miklu út-
þenslu sem einkennt hefur
vestrænar borgir frá lokum
seinni heimstyrjaldarinnar
og sem á rót sína að rekja til
mikillar notkunar einkabíls-
ins. Margir tala um að gera
borgirnar mennskar aftur,
fegra og styrkja umgjörð
markaðstorgsins í stað þess
að stækka bílastæðin. í sjál-
fu sér má segja að tilkoma
Smáralindar sé í mikilli
mótsögn við allar þessar
áherslur, en við því er bara
ekkert að segja. Hún er orðinn
hlutur...“
einarkarl@frettabladid.ís
SMARALIND
f sjálfu sér má segja að tilkoma Smáralindar sé í mikilli mótsögn við allar þessar áherslur,
en við því er bara ekkert að segja. Hún er orðinn hlutur, segir borgarstjóri.
1 skipulag]
REGLUR UM FJÖLBREYTT VERSLUNARUMHVERFI
■ í DANMÖRKU eru lög sem kveða á um fjarlægð frá íbúðum að fjölbreyttu
verslanaumhverfi og er það notað til þess að styrkja miðbæi í svæðis- og að-
alskipulagsáætlunum. Þá eru þar I gildi s.k. „lokunarlög" sem kveða á um að
aðeins þær verslanir sem eru með veltu undir tiltekinni upphæð megi hafa
opið á kvöldin og á sunnudögum. Er þetta gert til að styrkja hverfisverslunina
í samkeppninni við stórmarkaðina. Þá eru þær reglur ennfremur I gildi að f
miðborg Kaupmannahafnar má ekki taka verslunarrými I miðborginni sem er
500 fermetrar eða stærra undir aðra starfsemi.
■ í NOREGI er 5 ára bann við byggingu verslunarmiðstöðva 3000 m2 og stærri
utan miðbæja meðan verið er að enduskoða ákvæði skipulagslaga um smá-
söluverslun. (frá 1999)
■ í FINNLANDI hafa verið sett lög um staðsetningu verslanamiðstöðva og bygg-
ingu verslana stærri en 2000m2 utan miðbæja, Frávik eru háð mati á um-
hverfisáhrifum.
■ í FRAKKLANPI eru verslunarmiðstöðvar stærri en 3000 m2 utan miðbæja ein-
ungis leyfðar að lokinni opinberri rannsókn þar sem öll sjónarmið og hags-
munir hafa verið teknir til skoðunar.
■ í ÞÝSKALANPI er krafist áhrifamats og heimildir einungis veittar af svæðis-
stjórnum.
■ í HOLLANDI er einnig farið fram á mat á umhverfisáhrifum og lögð er áhersla
á uppbyggingu við tengipunkta almenningssamgangna.
■ í ENGLANDI eru ekki gefin leyfi fyrir verslanir utan miðhæja nema sýnt sé
fram á að þær skaði ekki núverandi miðbæi.
|ORPRÉTTI
70 þúsund hafa unnið sjálfboðastarf
sjálfboðaliðar „Þriðji hver íslend-
ingur hefur unnið mannúðarstörf
í sjálfboðavinnu. Rauði krossinn
stendur fyrir ráðstefnu og mál-
þingi um sjálfboðastörf 2. og 3.
—♦— nóvember í tilefni
„Ómetanlegt af alþjóðlegu ári
íslensku þjóð- sjálfboðaliðans. I
félagi." könnun sem gerð
—r#-i— var fyrir félagið
kom í ljós að 35 prósent lands-
manna yfir 18 ára aldri segjast
hafa unnið mannúðarstarf í sjálf-
boðinni vinnu einhvern tíma á æv-
inni. Samkvæmt því hafa um 70
þúsund íslendingar unnið sjálf-
boðastarf í þágu mannúðar.
Ráðstefnan, sem fer fram á
Hótel Loftleiðum undir yfirskrift-
inni Sjálfboðastörf ? fjölbreytt afl
í þágu þjóðfélagsins, er haldin að
frumkvæði utanríkisráðuneyt-
isins í samvinnu við Slysavarnafé-
lagið Landsbjörg og Bandalag ís-
lenskra skáta en að auki taka fjöl-
mörg önnur félagasamtök þátt í
henni.
„Gróskumikið starf sjálfboða-
liða á fjölmörgum sviðum er
ómetanlegt íslensku þjóðfélagi,"
segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir
formaður Rauða kross íslands.
„Sjálfboðaliðar halda veigamikl-
um þáttum velferðarkerfisins
gangandi, bjarga nauðstöddum á
landi og sjó og binda þetta samfé-
lag saman á fleiri vegu en hægt er
að ímynda sér.“
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni
er Katarine Gaskin frá Institute
for Volunteering Research í Bret-
Iandi, en hún hefur rannsakað
fjárhagslegan ávinning samfé-
lagsins af sjálfboðastarfi. í rann-
sókn sem hún gerði fyrir danska
Rauða krossinn komst hún að
þeirri niðurstöðu að hver ein
króna sem færi í umbun og þjálf-
un sjálfboðaliða færði þjóðfélag-
inu störf að verðmæti átta krónur.
Eitt aðalmarkmið Sameinuðu
þjóðanna með því að tileinka sjálf-
boðaliðum árið 2001 var að hvetja
stjórnvöld og frjáls félagasamtök
til að bæta vinnuumhverfi sjálf-
boðliða og að sjálfboðið starf sé
viðurkennt í auknum mæli.“
Úr tilkynningu frá Rauða Krossi
íslands, 30. nóv. 2000
SJÁLFBOÐALIÐASTÖRF
Hver ein króna sem fer í umbun og þjálfun
sjálfboðaliða færir þjóðfélaginu störf að
verðmæti átta krónur.