Fréttablaðið - 31.10.2001, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Zanardi farinn af spítala:
„Eg er ánægður
að vera á lífi“
kappakstur ítalinn Alex Zanardi,
ökumaður í bandaríska CART-
kappakstrinum, sem lenti í hörð-
um árekstri við Alex Tagliani í
Þýskalandi fyrir sjö vikum, er
farinn heim af spitala. Zanardi er
nú bundinn við hjólastól því taka
þurfti báða fæturna af fyrir ofan
hné eftir áreksturinn, en bíll Zan-
ardi var nánast kyrrstæður þeg-
ar Tagliani ók á hann á 320 km
hraða.
„Mér líður nægilega vel til að
fara heim og byrja nýtt líf,“ sagði
Zanardi. „Ég er ánægður að vera
á lífi og reyni að hugsa ekki um
hvað ég missti."
Zanardi sagði að kannski
myndi hann keppa aftur í kap-
pakstri, en að helsta markmið
hans væri að læra að ganga aftur
með hjálp gervilima. Hann sagð-
ist ekkert muna eftir slysinu en
hafa séð sjónvarpsupptökur af
því.
„Þetta var harður árekstur,
hræðilegur. Ég missti ekki mikið
því ég hef lært að meta mikil-
ALEX ZANARDl
ítalski ökumaðurinn er bundinn við hjóla-
stjól eftir að ekið var á hann á 320 km
hraða í siðasta mánuði.
vægi þess að eiga góða fjölskyldu
og vini. Stundum gleymum við
því hvað við höfum það gott.“ ■
Retief Goosen:
Ætlar að einbeita
sér að Bandaríkjunum
golf Suður-Afríku-
maðurinn Retief
Goosen, sem er
tekjuhæsti golfari
Evrópsku mótarað-
arinnar, ætlar að ein-
beita sér meira að
Bandarísku móta-
röðinni á næsta ári,
en hann keypti sér
nýlega hús í Orlando
í Flórída.
Goosen, sem er 32
ára, hefur slegið rækilega í gegn á
þessu ári, en hann sigraði m.a. á
SIGURSÆLL
Retief Goosen fagnaði sigri á
Opna Madridarmótinu í golfi á
sunnudaginn.
Opna bandaríska
meistaramótinu sem
og á Opna skoska
meistaramótinu. Þá
sigraði hann á Opna
Madrídarmótinu á
sunnudaginn. Hann
hyggst keppa á 15
mótum í Bandaríkj-
unum á næsta ári, 11
mótum í Evrópu og 3 í
S-Afríku. Goosen
kom til íslands í sum-
ar og keppti á Canon-mótinu á
golfvelli Keilis í Hafnarfirði. ■
MARCEL DESAILLY
Franski varnarmaður Chelsea var ósáttur
við móðganir Ravanellis.
Fabrizio Ra\7anelli:
„Chelsea er
skipað áhuga-
mönnum“
knattspyrna Fabrizio Ravanelli,
ítalski framherjinn hjá Derby
County, segir að enska úrvalsdeild-
arliðið Chelsea sé skipað áhuga-
mönnum.
Ravanelli, sem er 32 ára, lenti í
áflogum við Marcel Desailly, varn-
armannin sterka, í 1-1 jafnteflis-
leik liðanna um síðustu helgi og
slík var reiðin að skilja þurfti þá
að.
ítalinn segir að hroki leikmanna
Chelsea hefði farið í taugarnar á
sér og vandar þeim ekki kveðjunar.
„Miðað við gang leiksins spyr
maður sig hvort Chelsea sé að stef-
na að titli eða hreinlega reyna að
halda sér uppi? Þetta er samansafn
af áhugamönnum."
Ravanelli, sem skoraði mark
Derby var afa fúll eftir leikinn og
sat fyrir Desailly að leik loknum.
Hann var einnig mjög reiður mið-
vallarleikmanninum Boudjewijn
Zenden sem sagði fyrir leikinn að
hann þekkti ekki einn leikmann
Derby með nafni.
„Zenden hlýtur að vera nýkom-
inn frá tunglinu ef hann hefur ekki
heyrt mín getið. Hvað hefur hann
svo sem gert? Ég minnist þess ekki
að hann hafi skorað í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar líkt og ég
gerði árið 1996 gegn Ajax.“ ■
Leikmannakaup:
Þrír í skipt-
um fyrir
Sinclair
knattspyrna Bobby Robson, fram-
kvæmdastjóri Newcastle, hefur
mikinn áhuga á að krækja í kant-
manninn rIbevor Sinclair, sem leik-
ur rneð West Ham. Breskir fjöl-
miðlar greindu frá því í gær að
Robson væri jafnvel tilbúinn að
láta þrjá menn í skiptum fyrir
Sinclair eða þá Nolberto Solano,
Nikos Dabizas og annaðhvort Ro-
bert Lee eða Warren Barton.
Robson bauð 6 milljónir punda í
Sinclair í sumar, en West Ham
metur hann á 10 milljónir. Víst er
hægt að meta þetta hugsanlega til-
boð Robson á 10 milljónir punda.
Það er hins vegar ekki vitað hvort
Glenn Roeder, framkvæmdastjóri
West Ham er tilbúinn í leikmanna-
ttVið erum hungraðir í sigur“
Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron telur Argentínu og England bæði sigurstrangleg á
HM 2002. Hann segir að Marcelo Bielsa sé gífurlega kröfuharður þjálfari. Argnentínska liðið í
dag er það sókndjarfasta í áratug.
knattspyrna Argentínski lands-
liðsmaðurinn Juan Sebastian Ver-
on og enski landsliðsmaðurinn
David Beckham eru orðnir góðir
félagar enda leika þeir nú saman
hjá Man. Utd. Argentína og Eng-
land hafa bæði tryggt sér sæti í
úrslitum Heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu og sagði Ver-
on í viðtali við breska fjölmiðla að
ef þeir félagar myndu mætast í
úrslitakeppninni myndi vináttan
ekki hafa neina þýðingu.
„Heimsmeistarakeppnin er
sérstök," sagði Veron. „Þar eru
menn að leika fyrir sína eigin
þjóð.“
Argentína og England mættust
síðast í úrslitakeppni HM í Frakk-
landi 1998. Leikurinn var söguleg-
ur því Beckham var rekinn útaf
eftir að hafa sparkað í Diego Si-
meone og Michael Owen skoraði
eitt eftirminnilegasta mark síðari
ára. Leiknum lauk með 2-2 jafn-
tefli, en Argentína komst áfram
eftir vítaspyrnukeppni. Leikir lið-
anna hafa reyndar oftar en ekki
verið eftirminnilegir. Árið 1966
var Antonio Rattin rekinn út af og
árið 1986 skoraði Maradona með
„hönd guðs.“ Síðasti leikur lið-
anna var í febrúar í fyrra en hon-
um lauk með 0-0 jafntefli.
Veron telur að Argentína geti
sigrað á HM ef liðinu tekst að
halda áfram á þeirri braut sem
það hefur verið á undanfarið, en
liðið hefur aðeins tapað einum af
síðustu 19 leikjum og er langefst í
undankeppni HM í Suður-Amer-
íku.
„Við erum hungraðir í sigur,“
sagði Veron. „Það er allt öðruvísi
stemmning í liðinu núna en 1998,
en ekki útaf því að við erum með
nýjan þjálfara."
Fjórtán leikmenn sem eru í
landsliðinu núna, sem er stjórnað
SINCLAIR
West Flam metur Trevor Sindair á
10 milljónir punda.
skipti eða hvort hann vill bara fá
peningana og kaupa þá leikmenn
sem hann hefur áhuga á. Roeder
mun samt verða að íhuga vel tilboð
Newcastle því Sinclair hefur lýst
því yfir að hann vilji fara frá West
Ham. Liverpool og Sunderland
hafa einnig áhuga á að kaupa
Sinclair. ■
af Marcelo Bielsa, léku einnig
undir stjórn Daniel Passarella og
sagði Veron að leikmennirnir
væru búnir að læra mikið af báð-
um þjálfurunum.
„Þeir eru mjög ólíkir. Bielsa er
gífurlega kröfuharður og hefur
gert liðinu mjög gott,“ sagði Ver-
on sem vildi samt ekki bera þjálf-
arana saman að öðru leyti. Al-
mennt er þó talið að Bielsa hafi
gefið liðinu meira frelsi til að
sækja, þrátt fyrir að leggja einnig
mikla áherslu á taktík. Argent-
ínska liðið í dag er það sókn-
djarfasta í áratug, eða síðan Alfio
Basile stjórnaði því. Þá, eða í maí
árið 1991, gerði það m.a. 2-2 jafn-
tefli við England á Wembley eftir
að hafa lent 2-0 undir. Tveimur
mánuðum síðar vann það Amer-
íkubikarinn auðveldlega.
Veron telur að þau lið sem
komi til með að veita Argentínu
mesta keppni á HM verði Ítalía,
Spánn, Frakkland og England.
Leið Argentínu í úrslitakeppnina
var nokkuð ólík leið enska liðsins.
Eins og áður sagði hefur Argent-
ína þegar tryggt sér farseðilinn til
Japan og S-Kóreu þrátt fyrir að
fjórir leikir séu enn eftir í Suður-
Ameríkuriðlinum. England tryg-
gði sér aftur á móti sæti á loka-
JUAN SEBASTIAN VERON
„Það er allt öðruvísi stemmning í liðinu
núna en 1998, en ekki útaf því að við
erum með nýjan þjálfara."
stundu með því að gera 2-2 jafn-
tefli við Grikkland, þar sem Beck-
ham skoraði jöfnunarmarkið þeg-
ar komið var fram yfir hefðbund-
inn leiktíma. Englendingar geta
kannski huggað sig við það að árið
1986 tryggði Argentínska lands-
liðið sér sæti á HM á lokastundu
með 2-2 jafntefli við Perú. Liðið
gerði sér síðan lítið fyrir og varð
heimsmeistari.
trausti@frettabladid.is
Hrein og klár bylting
MeO Kártber 5500 AquaSfflwct tytou&umi
í gnsgprt! uurmi vítJtiw
Hhaimiairlifelg&fflÉ áHnrtBÍrriimsto
fijFJmjytætsiutt jínairra aifim: Iþníttt a(f rtyteafwrænrnií
• fHhattiw liíttelööliar
Og veröið er aðeins 29.426-
/.'PHMImW/#/
{ItínthnSimðyttti um> ibmti
SWhlfAWJEF SlrMliatT ZBESv' 3HS1 amS.VWMWWaNtBBI®