Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.11.2001, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ LÍTILL STUÐNINGUR Ferð Sturlu Börðvars- sonar með flugvél Flug- málastjórnar á leiksýn- ingu á Ólafsvík nýtur lítils skilnings kjósenda á visi.is. Hafði samgönguráðherra heimild til að láta vél Flugmálastjórnar flytja sig á leiksýningu og ráð- stefnu á Snæfellsnesi? Niðurstöður gærdagsins á wvwv.visir.is Nei 27% 73% Spurning dagsins í dag: Hefur hernaðurinn gegn Afganistan bor- ið þann árangur sem þú bjóst við? Farðu inn á vísi.is og segðu I þlna skoðun ___________ BAK VIÐ TJÖLDIN David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ul- sters, hagræddi gluggatjöldum á skrifstofu sinni í Stormont í gær, og ræddi um leið i gemsann sinn. i dag ganga þingmenn í heimastjórn Norður-írlands til atkvæða um það hvort Trimble verði f forsæti á ný. David Trimble vill aftur í forystusætið: Örlög Trimbles ráð- ast í dag belfast. ap David Trimble, sem sagði af sér forsæti í heimastjórn Norður-írlands í júlí, sækist eftir því að fá embættið á ný. Óvíst er þó hvort honum verður að ósk sinni, því tveir flokksbræður hans hafa ekki gert upp hug sinn hvort þeir ætli að veita honum stuðning á ný. Trimble sagði af sér í rnót- mælaskyni vegna þess að írski lýðveldisherinn (IRA) hafði neit- að að byrja afvopnun, og þótti TVimble litil ástæða til að halda áfram stjórnarsamstarfi með lýð- veldissinnum. Þegar svo staðfest var í síðustu viku að afvopnunin væri hafin, þá breyttist staða mála. Trimble vill því aftur komast í embættið, og nýtur til þess stuðn- ings kaþólskra lýðveldissinna. Hins vegar eru mótmælendur tví- skiptir í afstöðu sinni. Ian Paisley og Lýðræðislegi sambandssinna- flokkurinn ætla að greiða atkvæði gegn 'frimble, samtals 28 þing- menn. Megnið af flokksbræðrum TVimbles, eða 26 af 28 þingmönn- um flokksins, ætla að greiða hon- um atkvæði. Sömuleiðis tveir aðr- ir mótmælendur sem eru utan- flokka. Öll spjót standa því á tveimur flokksbræðrum Trimbles, sem hafa lýst sig trega til að greiða honum atkvæði. ■ Bókmenntaverðlaun Laxness: Komu í hlut Bjarna Bjarnasonar bækur Bjarni Bjarnason hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsögu sína, Mannætukonan og maður hennar. Sagan greinir frá lögreglumanni í leit að mannætukonunni fögru, og er allt í senn, glæpasaga, hryll- ingssaga, ástar- og þjóðsaga, en höfundur snýr jafnframt út úr þessum formum öllum saman. Bókin kom einnig út í gær. Þetta er í fimmta sinn sem Bókmenntaverðlaun Halldórs Helgafell sem stendur að verð- laununum í samráði við fjölskyldu Nóbelskáldsins. Bjarni hefur áður fengið bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir sögu sína, Borgin bak við orðin, auk þess sem hann var tilnefndur til ís- Bjarni Bjarnason tekur við verðlaununum, 500.000 krónur, úr hendi Péturs Más Ólafssonar, útgáfustjóra Vöku. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóð- menningarhúsinu. lensku bókmenntaverðlaunanna fyrir söguna Endurkomu Maríu árið 1996. ■ vrfté/t HITTUST i GAZABORG Tony Blair og Jasser Arafat tókust í hendur. Blair sagði að mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir að það væri Arafat sem talaði máli Palest- ínumanna, en ekki Osama bin Laden. Rjúfa verður vítahring ofbeldis Tony Blair hitti Sharon og Arafat í gær. Skammaði Israelsmenn fyrir hörð viðbrögð þeirra og hvatti múslima til að gæta hófs. Þingforseti Palestínumanna vill lýsa yfir stofnun Palestínuríkis. JERúsalem. ap Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hitti í gær Ariel Sharon forsætisráðherra ísraels í Jerúsalem og síðar um daginn hitti hann Jasser Arafat leiðtoga Palestínumanna í Gaza- borg. Hann hvatti þá báða til þess að stöðva ofbeldi og setjast aftur að friðarsamningum. Einnig hvat- ti hann múslima til þess að gæta hófs og forðast öfgaöfl. Hann sagðist skilja vel þann þrýsting sem Ariel Sharon væri undir, og fordæmdi sjálfs- morðsárásir Palestínumanna. Hins vegar skammaði hann ísra- elsmenn fyrir að grípa til um- deildra aðgerða á borð við að senda skriðdreka inn á yfirráða- svæði Palestínumanna og senda launmorðingja á eftir herskáum Palestínumönnum. Eftir fundinn með Arafat sagði hann öfgamenn á borð við Osama bin Laden vera að reyna að etja múslimum á móti Vesturlöndum. Hann sagði hins vegar ekki mark takandi á stuðningsyfirlýsingum bin Ladens við málstað Palestínu- manna. Það sé Arafat, en ekki bin Laden, sem sé fulltrúi Palestínu. Blair ítrekaði jafnframt stuðn- ing sinn við stofnun Palestínurík- is, en fór ekki nánar út í þá sálma. Háttsettir Palestínumenn höfðu bundið vonir við að heimsókn Bla- irs myndi valda þáttaskilum. Arafat var kominn á fremsta hlunn með að lýsa yfir stofnun Palestínuríkis áður en átök blos- suðu upp milli Palestínumanna og ísraelsmanna fyrir rúmu ári. Svo virðist sem hann hafi lagt þau áform á hilluna í bili. Ahmed Quria, forseti þings Palestínumanna, sagði hins vegar í gær nauðsynlegt að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna. „Sjálfstæði Palestínu nýtur alþjóðlegrar viðurkenning- ar, ekki síst eftir að George W. Bush lýsti yfir stuðningi sínum við Palestínuríki," sagði hann. Ilann sagði að yfirlýsingin ætti að ná til allra þeirra svæða sem ísra- elsmenn hertóku í stríðinu árið 1967, þ.e. Vesturbakkann, Gaza- svæðið og austurhluta Jerúsalem- borgar. Blair hefur verið á ferð um Mið-Austurlönd síðustu daga, og kom á miðvikudag til Sýrlands þar sem hann lenti í deilum við Assad forseta. Assad sagði loft- árásunum á Afganistan verða að linna. Auk þess sagði Assad að þeir sem berjast fyrir málstað Palestínumanna séu ekki hryðju- verkamenn. ■ Opið f Austurveri f ré 8:00 á morgnana til 2:00 eftir miðnæffi lyfi,heilsa Prófkjör Nes-listans: Þrjú efstu sætin listans verða bindandi framboðsmál Þrjú efstu sætin verða bindandi í prófkjöri Bæjar- málafélags Seltjarnarness sem haldið verður í Valhúsaskóla 17. nóvember n.k. Alls taka átta manns þátt í prófkjörinu sem er opið öllum þeim sem eiga lög- heimili á Nesinu á kjördag. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig staðið verður að niðurröðun fólks í önnur sæti, en alls verða 14 á framboðslista Bæjarmálafélagsins. Þau sem taka þátt í prófkjör- inu eru Árni Einarsson fram- kvæmdastjóri, Edda Kjartans- dóttir deildarstjóri, Guðrún Helga Brynleifsdóttir héraðs- dómslögmaður, Kristján Einar Einarsson aðflugshönnuður, Nökkvi Gunnarsson skrifstofu- maður, Stefán Bergmann dósent, Sunneva Hafsteinsdóttir bæjar- fulltrúi og Þorvaldur Kolbeins Árnason verkfræðingur. Formað- ur prófkjörsnefndar er Högni Óskarsson bæjarfulltrúi sem ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Við síðustu kosningar fékk Nes-listinn tvo fulltrúa kjör- na í bæjarstjórnina en sjálfstæð- ismenn fimm fulltrúa. ■ 2. nóvemer 2001 FÖSTUDAGUR Afkomutölur í sjávarútvegi: Ekki allt sem sýnist SJÁVARÚTVEGUR Þótt hefðbundin reikningsskil sýni nú lélega af- komu í sjávarútvegi sýna aðrar uppgjörsaðferðir gagnstæða nið- urstöðu Svo segir í frétt frá Þjóð- hagsstofnun. Þannig sé svokölluð árgreiðsluaðferð þess megnug að snúa tapi í hagnað, bókhaldslegt að vísu. Með henni eru reiknaðir 6% raunvextir á allt það fjármagn sem bundið er í rekstri fyrirtækjanna. Þannig sýni sú aðferð 2,6 milljarða heildarhagnað fiskveiða á síðasta ári á meðan hefðbundna aðferðin, sem gjaldfærir gengistap og af- skriftir inn í rekstrarreikning, sýni tap upp fimm milljarða. ■ Dóra BA 24: Liggur í höfn- inni og býr til peninga kvótakerfi Undanfarin tvö ár hef- ur báturinn Dóra BA 24 legið bundinn við bryggju í Ólafsvíkur- höfn á meðan eigendur bátsins hafa hagnast á sölu kvótans sem honum er úthlutað árlega. Vakin er athygli á þessu í vestfirska vefritinu Bæjarins besta og bent á að Hali ehf., eignarhaldsfélag bátsins, sé á meðal 10 stærstu skattgreiðenda Vestfjarðakjör- dæmis. Félagið er skráð á ísafirði en til heimilis að Vesturbrún í Reykjavík. Árni Múli Jónasson, aðstoðar- fiskistofustjóri, segist ekki vita til þess að eigendur bátsins hafi gerst brotlegir við reglur um kvótaframsal. „Annarsvegar gild- ir regla um 50% takmörkun á framsali kvóta og hinsvegar um að bátur verði að veiða upp í að minnsta kosti helming kvóta síns annað hvert ár ellegar falli kvóta- úthlutum niður.“ Báturinn fékk úthlutað 332 þorskígildistonnum á síðasta fiskveiðiári en landaði engu. Fyrir þetta ár fékk hann 303 tonn og hafa eigendur þegar selt 151,5 tonn, eða nákvæmlega 50%. Samkvæmt þessu er Hali ehf. nauðbeygður til að veiða 151,5 tonn fyrir nk. ágústlok til að fá aftur úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2002/3. ■ Sálfræðingar semja við borgina: Afturvirkur um þrjá mánuði kjaramál Samningar tókust í fyrrakvöld á milli Stéttarfélags sálfi'æðinga og Reykjavíkui’borg- ar um nýjan kjarasaming sem fel- ur í sér um 20% launahækkun á samningstímanum, eða til nóvem- berloka árið 2005. Athygli vekur að samningurinn er afturvirkur til 1. ágúst sl. eða um 3 mánuði. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort borgarráð muni samþykkja þessa afturvirkni því lík- legt má telja að aðrir stéttir muni telja það vera for- dæmisgefandi af hálfu borgarinnar fyrir aðra viðsemj- endur sína. Ingi Jón Hauksson framkvæmdastjóri sálfræðinga segist vera hóflega ánægður með samninginn sem verður kynntur von bráðar og síð- an borin undir atkvæði þeirra hátt í 30 sálfræðinga sem vinna hjá borginni. Baráttukaffið sem ætlunin var að halda í gærmorgun í Ráðhús- kaffi til að minnast þess að ár var liðið frá því samningur borgarinn- ar við sálfræðinga var laus breytt- ist því í nokkurs skonar „ferming- ai'veislu" með þátttöku borgar- stjóra eins og það var orðað. ■ INGI JÓN HAUKSSON Meðaldagvinnu- laun hækka úr 255-260 þúsund í um 280 þús- und á mánuði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.