Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabIadid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á V'ÍSÍr-ÍS Fyrstur með fréttirnar Jffla<b6<wb í Aáde^tTiii Bakþankar Þráins Bertelssonar Minnkandi umferð á Guðs vegum? Til er sú saga að einhvers staðar hafi eftirfarandi staðhæfing eftir þýska heimspekinginn Friðrik Nietzsche verið krotuð á vegg: „Guð er dauður! - Nietzsche". Ekki leið á löngu áður en annarri setningu hafði verió bætt við fyrir neðan krotið og hún var svohljóðandi: „Nietzsche er dauður! - Guð“. ÞESSI STUTTU skoðanaskipti eru lýsandi fyrir þá umræðu sem oftar mætti heyrast í samfélaginu um hvaða sess trúarbrögð skipi í þjóðfé- lagi sem mörgum virðist hneigjast meira og meira í þá átt að leita stund- arfró í stað hamingju og hafi minnk- andi áhuga á trú og trúarbrögðum en að sama skapi vaxandi áhuga á afþr- eyingu sem tengist peningadýrkun, áfengisneyslu, eiturlyfjum og pomógrafíu. KARDÍNÁLINN Kormákur Murphy-O’Connor yfirmaður Kaþ- ólsku kirkjunnar í Englandi og Wales kom af stað heilmikilli umræðu í Bretlandi þegar hann talaði um að minnkandi kirkjusókn benti til þess að kristni sem leiðarljós fólks í lífinu ætti undir högg að sækja. Margt fróðlegt kom þar fram: —4— GUÐLEYSINGI skrifar: „Ég tel að mikilvægara en að gera það sem kirkjan segir manni að gera sé að lifa lífinu án þess að gera öðrum mein. Sýndu öðrum virðingu og gerðu þér ljóst að allar athafnir hafa afleiðingar og þér mun vel farnast. Án þess að þú þurfir á trú að halda.“ Daníel Raj í Indlandi er ekki sammála þessu: „Jesús Kristur er svarið. Hann hefur fært mér innri ró, tilgang í lífinu, fyrirgefningu og framtíðarvon.” .—*— „KRISTIN TRÚ er svona álíka mik- ilvæg og ævintýri eftir H.C. Ander- sen eða J.R. Tolkien," segir Stuart Dawson frá Wales. „Ég er ekki trúað- ur,“ segir Stephen frá Ameríku, „en ég hef tekið eftir því að því „frjáls- lyndara" eða „vinstrisinnaðra" sem samfélagið er þeim mun meira ber á á fordómum gegn trúarbrögðum. Fordómar af þessu tagi fara vaxandi í Evrópu og framsæknari fylkjum Bandaríkjanna eins og Kaliforníu." Marty Leighton í London segir: „Trú- in kemur aldrei inn í líf mitt nema þegar ég bið til Guðs um að Chester City skori mark.“ „Kristur segir okk- ur að elska hvert annað. Það er mín trú,“ segir annar. Og lifandi umræða heldur áfram. ■ Steve Zahn (Evil Woman), Paul Walker (Fast and the Furious) oa Leelee Sobieski (Eyes Wide Shut) lenda í klóm geðveiks morðingja sem bau kynnast í gejgnum talstöð á ferðalagi. Upphefst nu æsispennandi eltingarleikur sem fær harin til að risa! Einn óvæntasti spennutryliir ársins! smfíRRKrBio

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.