Fréttablaðið - 09.11.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 09.11.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR ENGA YFIR- BYGGINGU Tveir af hverjum þrem- ur netverjum hafna því að byggt sé yfir land- námsbæinn í Aðalstræti. Á að byggja yfir landnáms- bæinn í Aðalstræti? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 33% Nei Spurning dagsins í dag: Á að kaupa flugvélar undir ráðherrana? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun Össur Skarphéðinsson: Tími kom- inn á nýja þjóðarsátt efnahagsmál „Auðvitað fagna ég vaxtalækkuninni en kemur engu að síður í hug setningin: Of lítið, of seint,“ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar um lækkun stýrivaxta Seðlabanka. „Bæði fjölskyldur og fyrirtæki eru að sligast undan svimháum vöxtum sem skrifast al- gjörlega á reikning mistaka ríkis- stjómarinnar. Hún hefur skapað það umhverfi sem hef- ur leitt til þessarar miklu verðbólgu og eina tæki Seðla- bankans til að ná henni niður hefur verið að beita vöxt- ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Össur segir að fyrirtækjum landsins blæði þessa dagana út af gríðarlega háum vöxtum í landinu. unum,“ sagði hann og gerði sér von- ir um að lækkunin sem boðuð var í gær sé einungis undanfari meiri vaxtalækkana á næstunni. Þá sagði Össur að verðbólguspáin komi ekki á óvart. „Ég geri mér góðar vonir um að verðbólgan náist niður á næsta ári. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar, og minn flokkur Sam- fylkingin, að eins og málum er nú komið sé mjög erfitt sé fyrir ríkis- stjórnina að ná tökum á þessu erf- iða ástandi nema í nánu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Ríkis- stjórnin tók við ástandi þar sem verðbólga var lág og vaxtastig mun hóflegra, vegna þess að verkalýðs- hreyfingin var höfð með í ráðum,“ sagði Össur og taldi kominn tíma á nýja „þjóðarsátt" um að stemma af verðbólgu og ná niður vöxtum. ■ Bush og Blair: Sannfærðir 2 Grétar Þorsteinsson, forseti ASI: Astæðulaust að nöldra á fyrsta degi EFNAHAGSMÁL „Við hljótum að fagna þeirri ákvörðun Seðla- bankans að lækka vexti og treystum því að þetta sé einung- is fyrsta vaxtalækkunin af nokkrum," er haft eftir Grétari Þorsteinssyni, forseta Alþýðu- sambands íslands á heimasíðu ASÍ um vaxtalækkun Seðlabank- ans í gær. „ Við hefðum auðvitað viljað sjá þetta gerast fyrr, eða þá meiri lækkun en 0,8 prósentu- stig úr því þetta dróst svo lengi, en þetta er eigi að síður spor í rétta átt,“ sagði hann. í viðtali við blaðið vildi Grétar ekki nefna ákveðna tölu sem hann hefði frekar viljað sjá. „Það er alveg rétt að við hefðum kosið meiri lækkun, en í trausti þess að það fylgi nokkur skref og þau verði stigin æði þétt í tíma, þá, alla vega á sama degi og ákvörð- unin er tekin, fögnum við henni. Það má kannski segja að ákvörð- unin um vaxtalækkun, sem slík, hún hefur áhrif. En eins og ég segi er ástæðulaust að vera að GRÉTAR ÞORSTEINSSON. Hefðum viljað sjá þetta gerast fyrr eða meiri lækkun vaxta. nöldra strax á fyrsta degi, enda treystum við því að fleiri skref í sömu átt fylgi á eftir.“ ■ Ný þjónusta: Upplýsínga- vefur Graf- arvogs nýjung Á nýjum upplýsingavef Grafarvogs, sem Miðgarður hefur umsjón með, er að finna allar hel- stu upplýsingar um hverfið. Með því að heimsækja síðuna, grafar- vogur.is, má finna dagmæður í hverfinu, framboð á íþróttum og tómstundum, menningarviðburði og uppbyggingastefnu hverfisins. Einnig eru þar birtar fréttir af því helsta sem gerist í hverfinu.íbúar Grafarvogs geta því nálgast allar upplýsingar um hverfið á einum og sama stað á Netinu. ■ Ofgreiddur styrkur tekinn af bændum Bændur sem mjólkuðu ekki upp í kvóta en fengu samt beingreiðslur fyrir allan mjólkurkvóta sinn svipt- ir greiðslunum eftirá. Afrakstrinum verður ekki skilað aftur í ríkissjóð heldur skipt á milli þeirra sem framleiða umfram kvóta. „Til að tryggja framboð," segir Guðmundur Sigþórsson. KÚABÚ Kúabændur sem fengu tilkynningu frá Bændasamtökunum um skerðingu rikisstyrks á næsta ári hafa frest til að mótmæla ráðstöfuninni fram til mánudags. landbúnaður „Það þarf að gera nokkrar leiðréttingar á bein- greiðslum eftir gögnum sem bár- ust frá mjólkurbúunum eftir sér- staka skoðun," segir Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, en unn- ið er samkvæmt þeirri reglu að ríkið greiðir kúabændum 47% af grunnverði mjólkurlítra upp að greiðslumarki hvers og eins. Á móti greiða mjólkurbúin 53%. Það virðist hinsvegar lengi hafa tíðkast að bændur sem af ein- hverjum ástæðum ná ekki upp í greiðslumark sitt fái aðra bændur til að leggja inn í mjólkurbúin fyr- ir sig til að halda fullum bein- greiðslum. Sú framkvæmd gæti þó verið á enda því í lok síðustu viku fékk fjöldi bænda sem þetta gildir um bréf frá Bændasamtökum íslands þar sem tilgreint er nákvæmlega hversu mikla mjólk þeir lögðu inn hjá mjólkurbúunum og einnig hversu mikla mjólk þeir hlutu beingreiðslur fyrir. Þeim er til- kynnt að mismunurinn þar á milli verði dreginn af þeim með skerð- ingu beingreiðslna á næsta tíma- bili og að þeir hafi frest til næsta mánudags til að mótmæla ráðstöf- uninni. „Af gögnunum sást að meira fór inn á þeirra í nafni sumra heldur en þeir höfðu fram- leitt, væntanlega í þeim tilgangi að skapa þeim þennan rétt,“ segir Guðmundur. Það vekur athygli að afrakstur væntanlegrar skerðingar rennur til þeirra sem framleiða umfram kvóta og virðist því ekki endilega bundinn greiðslu- markinu. Guð- mundur staðfestir að bændur sem framleiða um- fram kvóta hafi verið ósáttir við stöðu mála. Þeir hafi bent á mis- færsluna og að mismunurinn gangi til þeirra. „Þeir eiga mögu- leika á að hljóta viðbótargreiðslur af þeim fjár- munum sem hafa verið ofgreiddir og koma tilbaka inn í kerfið, að því gefnu að einhverjir hafi feng- ið beingreiðslur fyrir ófullnýttan kvóta.“ Hann segir að ástæða þess að afraksturinn renni til þeirra sé að tryggja framboð á markaðin- um. „Beingreiðslumarkið miðast við þörf innlenda markaðarins. Ef einhver framleiðir ekki upp í sinn kvóta þá þurfa aðrir að framleiða jafnmikið á móti til að markaðinn vanti ekki mjólk. Hugsunin er sú að þeir sem framleiða umfram geti notið þess að aðrir skilja eftir af sínum kvóta.“ matti@frettabladid.is SIGURGEIR Ekki náðist i fram- kvæmdastjóra Bændasamtak- anna sem undir- ritaði bréfin . Ögmundur Jónasson: Vonast eftir frekari vaxtalækkunum um sigur washington.ap George W Bush, Bandaríkjaforseti, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segj- ast vera sannfærðir um að sigur muni vinnast í stríóinu gegn hryðjuverkum, sama hversu langan tíma það taki. Talibanar og al-Qa- eda, hryðjuverkasamtök Osama bin Laden, séu á stöðugum flótta. ■ efnahagsmál „Mér finnast allir áfangar á leið til verulegrar lækk- unar vaxta vera fagnaðarefni," sagði Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna og vonaði að Seðlabankinn héldi áfram á sömu braut. „Þessir háu vextir eru er án vafa sá þáttur í okkar efnahagslífi sem veldur mestum erfiðleikum bæði hjá fyr- irtækjum og fjölskyldum," sagði Qpiið í Aiíislorveri frá SUDO á iKMrgpíaina fri 2U0 effir miðoæfrfri ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur segir að taka þurfi stór skref í átt til vaxtalækkana því hætt sé á að fólk bugist undan ofurvöxtum. hann en taldi erfitt að nefna hvað vextir þyrftu að lækka mikið til viðbótar áður en áhrif þessarar lækkunar væru komin fram í bankakerfinu. „Vextir hér eru svo mikið of háir að það þarf að stíga verulega stór skref. Að öðrum kosti grafa lánveitendur í raun undan sér, því sá skuldugi missir fótanna ef hann er píndur um of. Það er þannig bankakerfinu og lánveitendum í hag að lækka vexti.“ Ögmundur segir marga óvissu- þætti að verki í verðlagsþróun og því erfitt að spá fyrir um verð- bólgu. „Gengi krónunnar hefur veikst og það eitt út af fyrir sig veldur verðhækkunum. Mér finnst að menn megi ekki gleyma því að verðlag er að hluta byggt á ákvörð- unum. Til þyrfti að koma víðtækt átak allra sem að því koma að stýra verði á vöru og þjónustu til að ná verðlagi niður.“ ■ Gostgo pöntunarlistinn Rannsókn lögreglu á lokastigi lögreglurannsókn Lögregla leysti Goða Jóhann Gunnarsson, for- svarsmann Costgo úr haldi í gær eftir að hann hafði verið yfir- heyrður og hald lagt á gögn er varða rekstur Costgo pöntunar- listans. Goði var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglu á miðvikudag vegna rannsóknar lögreglu á vörulistan- um. Rannsóknin beinist að mögu- leikum Goða á að standa við þau verðtilboð sem hann hefur kynnt og hvernig hann hyggist standa að afhendingu varanna. Ófnar Smári SLEPPT EFTIR YFIRHEYRSLU Goði var í haldi lögreglu vegna rannsóknar á pöntunarlista hans. Rannsókn málsins er nú á lokastigi. Ármannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, segir rannsókn máls- ins vera á Iokastigi og lögreglu með þær upplýsingar sem hún hefur þörf á til að ljúka rannsókn málsins. Lögum samkvæmt eiga fyrirtæki í verslunarrekstri að vera skráð í firma- eða hlutafé- lagaskrá en slíku var ekki fyrir að fara hjá Costgo. Að því er lögregla segir hafa tiltölulega fáir nýtt sér tilboðið en þeir sem telja sig þurfa að leggja fram kæru vegna málsins geta haft samband við lögreglu á næstu dögum. Samkeppnisstofnun hefur ver- ið að kanna Costgo en þar fengust þær upplýsingar í gær að stofnun- in myndi ekki aðhafast frekar í málinu meðan málið er í rannsókn lögreglu. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.