Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR KNATTSPYRNA Hvernig fer Stoke - Brentford? „Eigum við ekki að segja að Stoke vinni þennan leik en þetta verður baráttuleikur. Stoke á eftir að vinna 2-1. „ ■ Sigursteinn Císlason, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Stoke Kjörísbikar karla: Þrjú lið áfram körfubolti Þrír leikir fóru fram í átta liða úrslitum Kjörísbikars í gærkvöldi. Keflavík lagði Breiða- blik með 19 stigum og samtals 15 stigum í tveimur leikjum. Tindastóll lagði Þór 85 - 75 en Þór vann fyrri leikinn með 14 stigum og komst áfram. KR vann Hauka 82-71 og fyrri leikinn líka. ■ f VÖRN Luis Figo re mjög ósáttur við þá sem segja að hann sé of feitur. Luis Figo: Ekki of feitur knattspyrna í viðtali við spænsku sjónvarpsstöðina Telemadrid sendi Luis Figo, leikmaður Real Madrid, þeim tóninn sem hafa gagnrýnt hann fyrir að vera slöku formi eða jafnvel of feitan. „Þeir sem að segja að ég sé of feitur ættu bara að spyrja lækni liðsins hvað hann heldur," sagði Figo. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég er sakaður um þetta og það er ekki eins og fólkið sem heldur þessu fram borði með mér á hverjum degi og viti nákvæmlega hvað ég er þungur." Figo hefur ekki þótt standa undir væntingum það sem af er þessu tímabili, en í fyrra lék hann frábærlega. Hann sagði ástæð- una vera þá að nú væri Zinedine Zidane í sviðsljósinu og því væri fólk ekki að fylgjast jafn náið með sér. ■ Enska 2. deildin: Islendingaslagur í ensku KNATT5PYRNA íslendingaliðin Stoke City og Brentford mætast á Brittannia, heimavelli fyrrnefnda liðsins, í ensku 2. deildinni, á laugardaginn kemur og verður leikurinn sýndur á Sýn klukkan 17.00. Líklegt er að Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjóns- son verði í byrjunarliði Stoke og þeir ívar Ingimarsson og Ólafur Gottskálksson í byrjunarliði Brentford. Ríkharður Daðason og Stefán Þórðarson verða þó fjarri góðu gamni en þeir eru báðir meiddir. Brentford situr á toppi deildar- innar með 37 en Stoke situr í því þriðja, með fjórum stigum minna. Guðjón Þórðarson, stjóri Stoke, á í miklum erfiðleikum en auk Ríkharðs og Stefáns eru þeir Peter Hoekstra, Mikael Hansson og Karl Henry meiddir og James O’Connor tekur út leikbann. Varn- armaðurinn Wayne Thomas kem- ur þó aftur inn í liðið eftir leik- bann. Steve Coppell, stjóri Brent- ford, er himinlifandi með árangur sinna manna og agann sem þeir hafa tileinkað sér, en að hans sögn gefast þeir ekki upp fyrr en dóm- arinn hefur flautað leikinn af. Hann telur að með slíku viðhorfi geti Brentford sigrað. „Ég er ánægður að stjórna mönnum sem fara eftir mínum fyrirmælum," var haft eftir Copp- ell. „Við lentum undir á móti Blackpool en við sýndum að við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana." Coppell biður samt leikmenn sína að halda sig á jörðinni. „Við höfum unnið heimaleiki sem við hefðum auðveldlega get- að tapað. En hvort sem við sigrum eða töpum þá verðum við að hafa trú á okkur.“ ■ BRYNJAR BJÖRN Líklegur í byrjunarliðið, sem og Bjarni Guðjónsson. Sögulegur árangur Ekvador Áhugamenn leika með Tiger Woods: Holan kostar 8 milljónir króna golf Tiger Woods, sem af mörgum er talinn fremsti kylfingur heims, mun þéna tæpa 6 milljónir doll- ara, eða 600 milljónir íslenskra króna, fyrir að leika 72 holur á með áhugamönnum. Golfklúbbur- inn Mission Hill stendur fyrir uppátækinu, sem fer fram í Kína og verður þetta í fyrsta sinn sem Woods spilar þar í landi. Hver áhugamaður mun borga 80.000 dollara, fyrir hverja holu sem þeir spila, sem er um 8 milljónir ís- lenskra króna, en þeir eru 72 tals- ins og koma frá Singapore, Kína, Hong Kong og Tævan. Skipuleggjendur segja að áhuginn fyrir mótinu sé mikill og margir tilbúnir að greiða fyrir að sjá kappann slá en miðinn fyrir áhorfendur kostar um 8.700,- krónur. Woods er sá kylfingur sem þén- ar hvað mest á íþróttinni og er hann einn eftirsóttasti andstæð- ingurinn, en á síðasta ári borgaði ónafngreindur maður 1.1 milljón punda, rúmar 140 milljónir ís- lenskra, fyrir að spila við hann heilan hring. Það fé rann til góð- gerðarmála. Fyrir tveimur árum náði Woods efsta sæti PGA peninga- listans og vann sér inn um 900 milljónir íslenskra króna en For- bes tímaritið telur að hann þéni fimmfalt meira, á auglýsingatekj- um og öðru. ■ TIGER WOODS Er fjárhagslega vel staddur en hann faer um 600 milljónir fyrir 72 holur sem hann spilar við áhugamenn frá Aslu. Línur eru farnar að skýrast í Suður-Ameríkuriðlinum fyrir undankeppni HM 2002. Þrjú lið hafa þegar tryggt sér sæti en Brasilíumenn töpuðu fyrir Bólivíu og þurfa að sigra í síðasta leiknum til að tryggja sig áfram. knattspyrna Ekvador verður í fyrs- ta skiptið í sögunni þátttakandi í lokakeppni Heimsmeistarakeppn- innar. Liðið tryggði sér sætið í keppninni, sem verður haldin í Jap- an og Suður-Kóreu á næsta ári, með því að gera 1-1 jafntefli við Úrugvæ á heimavelli í fyrradag. Brasilíska liðinu mistókst hins vegar að trygg- ja sér sæti í keppninni því það tap- aði 3-1 fyrir Bólivíu á útivelli. Brasilía þarf nú að sigra Venezuela í síðasta leiknum til þess að vera ör- uggt áfram. Atahualpa völlurinn í Quito var fullsetinn þremur tímum áður en leikur Ekvador og Úrugvæ hófst. Gífurleg eftirvænting ríkti enda vissu heimamenn að jafntefli myndi duga þeim til að komast áfram. Nicolas Olivera kom Úrug- væ yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var það gegn gangi leiksins. Ivan Kaviedes jafnaði metin í síðari hálfleik. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á Atahu- alpa vellinum eftir að dómarinn flautaði leikinn af og ljóst var að Ekvador hafði tryggt sér sæti í lokakeppni HM. Brasilía hafði hins vegar enga ástæðu til að fagna þegar dómarinn flautaði af í La Paz í Bólivíu, enda niðurstaðan 3-1 tap. Brasilía komst reyndar yfir í leiknum með marki frá Edilson á 26. mínútu, en tvö mörk frá Julio Cesar Baldivieso og eitt frá Lider Paz tryggði Bólivíu sigur í leiknum. Fjögur lið úr Suður-Ameríkuriðl- inum fara beint í lokakeppni HM, en liðið í fimmta sæti leikur gegn Áströlum um eitt laust sæti. Argentína, Paragvæ og Ekvador hafa þegar tryggt sér sæti, en þrjú lið eiga enn möguleika á að ná fjórða sætinu. Brasilía er í fjórða GLEÐI Mikil gleði var I Atahualpa vellinum í Quito eftir að Ekvador hafði tryggt sér sæti í lokakeppni HM 2002. sæti með 27 stig. Úrugvæ er í fimmta sæti með 26 stig og Kól- umbía í sjötta sæti með 24 stig. Úr- úgvæ mætir Argentínu á heimavelli í síðustu umferðinni og Kólumbía leikur gegn Paragvæ á útivelli. ■ „Stand up“ með Sigurjóni Kjartanssyni í kvöld, föstudagskvöld Hunangíkvöid REY Vesturgötu 2, sími 5518900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.