Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DACSInTJ Hvað finnst þér um að jóla' skrautið sé komið svona snemma í nóvember? Sigurósk Aðalsteinsdóttir Stóra fíkniefnamálið: Dómar þyngdir hæstiréttur Hæstiréttur hefur þyngt dóma Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönn- um fyrir þátt þeirra í stóra fíkni- efnamálinu og staðfest sýknu- dóm hins þriðja. Hæstiréttur dæmdi Egil Ragnar Guðjohnsen í 20 mánaða fangelsi fyrir kaup, neyslu og dreifingu 150 gramma af kókaíni og peningaþvætti fyrir að hafa tekið við og geymt fé fyrir Sverri Þór Gunnarsson sem dæmdur var fyrir sölu fíkniefna. í héraðsdómi var Egill dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Lögmaður sem ákærður var fyrir peninga- þvætti vegna milligöngu sem hann hafði fyrir Egil og Sverri var sýknaður af kærunni. Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Bjarka Þór Hilmarssyni sem hafði verið fundinn sekur um að stunda peningaþvætti fyr- ir Sverri Þór. í héraðsdómi var hann dæmdur í 15 mánaða fang- elsi en Hæstiréttur þyngdi dóm- inn í þrjá mánuði. ■ ♦ ÁRÁS Karl Bretaprins reynir að víkja sér undan óvæntri árás konunnar. Karl Bretaprins í Lett- landi: Sleginní andlitið með rós riga.leth.andi.ap Ung kona í Lett- landi sló í gær Karls Bretaprins í andlitið með rós, til að mótmæla þátttöku Bretlands í árásunum á Afganistan. Karl, sem var á gangi skammt frá minnisvarða um sjálf- stæði Lettlands, hafði stöðvað til að spjalla við hóp barna þegar konan vatt sér að honum og sló til hans. „Stríðið er rangt,“ hrópaði konan þegar hún var leidd í burtu af tveimur lögreglumönnum. Karl, sem hélt áfram göngu sinni eins og ekkert hefði í skorist, er að ljúka 5 daga heimsókn sinni í Eystrasaltslöndunum. ■ 6 FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR Þorsteinn Pálsson undirritar samning: Eiturmálning gerð útlæg BANN VIÐ TINI í BOTNMÁLNINGU Hollustuvernd segir áhrif TBT-mengunar Ijós víða um land sem sé ekki síst athyglisvert þar sem umferð um íslenskar hafnir sé aðeins brot þess sem gerist erlendis UMHVERFISMÁL Frá næstu áramót- um verður bannað að mála skip með málningu sem inniheldur gróðurhindrandi tinsam- bandönd, TBT. Að því er segir í frétt frá Hollustuvernd undirritaði Þor- steinn Pálsson sendiherra al- þjóðlegan samning þessa efnis fyrir rúmum mánuði. Lífræn tinsambönd sem eru mjög skaðleg fyrir lífríki hafs- ins hafa verið notuð í botnmáln- ingu skipa um áratuga skeið. Jafnvel við mjög lágan styrk geta þau valdið vansköpun eða vanþroska hjá mörgum lífver- um. Þrátt fyrir að notkun tinsam- banda hafi um árabil verið tak- mörkuð hér á landi við skip sem eru lengri en 25 metrar og að ís- lenskir málningarframleiðendur noti efnið ekki lengur mælist enn mengun vegna þess í nákuðungi. Þess má geta að víða við Bret- land hefur nákuðungur horfið vegna TBT-mengunar og við strendur Frakklands urðu ostrur vanskapaðar og tímguðust ekki á árunum 1977 til 1979 vegna áhri- fa efnisins. ■ Hunsar eigin reglur um farþegalistana Flugmálastjórn hefur ekki fylgt eigin reglum um þriggja mánaða geymsluskyldu farþegalista enda segist flugmálastjóri ekki vera í atvinnuflugi þó innheimt sé gjald fyrir notkun vélarinnar. flugmálastjórn í reglum um loft- ferðir sem Flugmálastjórn hefur sjálf gefið út segir að varðveita skuli öll skjöl sem fyllt hafa ver- ið út til undirbúnings flugi í a.m.k. þrjá mánuði. Meðal slíkra skjala eru farþegalistar en Flug- málastjórn hefur sagst hafa hent þeim jafnskjótt og flugi lýkur enda séu engin fyrirmæli um geymslu þeirra í loftferðalögum. Slík fyrirmæli eru þó sem sagt að firfna í þeirra eigin reglum. Þriggja mánaða geymslu- skyldan tekur yfir „flutninga í Ioftfari á farþeg- um, farangri eða varningi, enda sé flutningur inntur af hendi í at- vinnuskyni sem liður í flugrekstri hlutaðeigandi flytjanda.“ Flugumferðar- stjórn túlkar reyndar sjálf ekki leiguflug sitt sem atvinnuflug enda hefur hún ekki til þess flug- rekstrarleyfi. Eins og kunnugt er innheimtir Flugmálastjórn hins vegar gjald af ráðuneytum og ríkisstofnunum þegar þær nýta þjónustu vélarinnar og því má líta á útgerð flugmálastjórn- arvélarinnar sem flugrekstur gegn gjaldi í ofangreindum skilningi. Fyrir 20 árum gaf Loftferðar- eftirlitið út ábendingu um það sem telst vera atvinnuflug. Tekin eru nokkur dæmi sem sögð eru falla að þeirri skilgreiningu. Það er til dæmis sagt að atvinnuflug sé „að fljúga með fólk í útsýnis- flug og láta það borga fyrir.“ Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri segir Flugmálastjórn —♦— Þriggja mán- aða geymslu- skyldan tekur yfir „flutninga í loftfari á far- þegum, far- angri eða varningi, enda sé flutningur inntur af hendi í at- vinnuskyni sem liður í flugrekstri hlutaðeigandi flytjanda." —4— KAtlncKKAVtLIN Flugmálastjórn hefur sett ákvæði um þriggja mánaða geymslu flugskjala í loftferðareglum sínum en fygir þeim ekki sjálf. vinna eftir ákveðnum stöðlum en þó ekki vera skylt að vera með flugrekstrarleyfi fyrir vél sína. „Þess er alls ekki krafist. Þetta er ríkisflugvél og hún er ekki í atvinnuflugi. Það eru til dæmis engin flugrekstrarleyfi hjá öðrum aðilum í sömu stöðu, eins og Landhelgisgæslunni. En þessir aðilar eru auðvitað með handbækur og annað af þeim toga um sinn rekstur og menn eru að vinna samkvæmt ákveðn- um stöðlum. En það eru ekki gerðar kröfur um flugrekstar- leyfi nema hjá þeim sem stunda loftflutninga sem standa al- menning til boða. Þessi vél er alls ekki í þeim hópi heldur eru þetta mjög takmörkuð afnot þar sem um er að ræða ráðuneyti og örfáar stofnanir," segir flugmál-j stjóri. gar@frettabladid.is Foreldrafélag Klébergsskóla: Vilja úrbætur á Kjalarnesi menntamál Foreldrafélag Klébergs- skóla afhenti í gær Sigrúnu Magn- úsdóttur, formanni fræðsluráðs, undirskriftalista þar sem krafist var úrbóta í skólamálum á Kjalar- nesi. í skjalinu er mótmælt þeirri aðstöðu sem börnum á Kjalarnesi er búin í skólanum og sagt að þau fari á mis við lögboðna kennslu, eins og heimilisfræði vegna þrengsla. For- eldrarnir knýja á um að nýbyggingu við skólann verði flýtt og leiksvæði lagfært. „Mér finnst mjög eðlilegt að for- eldrar hafi metnað fyrir hönd síns skóla og ýti á um úrbætur," sagði Sigrún en bætti við að erfitt væri að gera öllum til hæfis samtímis. Hún sagði þó búið að boða til fundar með foreldrafélaginu, skólastjóra og byggingadeild þar sem skoðað verði hvað hægt sé að gera fyrir pening- ana sem skólanum hefur verið út- hlutað, en unnið sé að f járhagsáætl- un borgarinnar og búið að leggja fram rekstraráætlanir. „Aðal fram- kvæmdirnar eru við grunnskólana, þeirra hlutur er um 60 prósent af öllum framkvæmdum." Sigrún sagði að á næsta ári hefði bygging- arnefnd borgarverkfræðings úr um 1,6 milljarði króna að spila. „Við setjum tvísetnu skólana fjóra í for- gang, því ljúka á einsetningu grunn- skólanna á næsta ári. Jafnframt erum við að byggja við eina 20 skóla og þar á meðal er Klébergsskóli," sagði Sigrún og vonaðist til að nýju skólabygginguna mætti nýta að hluta strax næsta haust. ■ SIGRLIN MAGNÚSDÓTTIR Sigrún segir enn svigrúm til að hliðra fjár- magni innan ramma fjárhagsáætlunar, en svigrúmið sé samt ekki mikið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.