Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR Játadi loks að vera þunguð Elizabeth Hurley játaði I gær að hún ætti von á barni I aprll, með kærastanum sln- um Stephen Bing, en blaðamenn hafa setið um fyrirsætuna undanfarið þar sem hún þótti venju fremur framstæð. FRÉTTIR AF FÓLKI Hvenær rýfur Guðmundur Árni Stefánsson þögnina? spyrja áhuga- menn um stjórn- mál sjálfa sig þessa dagana og vísa þá til þess að nú hljóti að líða að því að eðal- kratinn úr Hafn- arfirði fylgi eftir hálfkveðnum vís- um í fjölmiðlum um það að aldrei skyldi segja aldrei um möguleik- ana á því að hann bjóði sig fram gegn Össuri Skarphéðinssyni til formennsku í Samfylkingu á flokksþinginu um næstu helgi. Þótt aðeins sé vika til stefnu hef- ur lítið farið því I að menn ræöi op- | inberlega um að Guðmundur Árni L t sé einmitt sá & • | Móses sem Sam- X J fylkingin þarf til m að vísa veginn út úr hinni pólitísku eyðimörk. Það er reyndar athyglisvert að Hafnar- fjarðarkratar séu að gera sig lík- lega til formennsku í flokknum enn á ný. Menn muna jú að þegar össur tók við formennsku á sín- um tíma var það eftir að hafa gjörsigðað hafnfirska eðal- kratann Tryggva Harðarson. Játaði bankarán á sviði og uppskar 87 ára fangelsi: Ahorfendur í salnum hlógu sig máttlausa játning Rúmlega fertugur Banda- ríkjamaður, Glenn S. Matthews, tróð upp í janúar síðastliðnum á skemmtistað í bæ sem heitir Macon og er skammt suður af Atlanta í Ge- orgíu. Á sviðinu sagði hann áheyrend- um í salnum frá því, að það væri hann sem hefði framið nokkur bankarán, sem þá höfðu vakið at- hygli. Þetta þótti salnum gífurlega fyndið og hlátrasköllunum ætlaði aldrei að linna. Eigandi skemmtistaðarins, sem heitir Comedy Club, er hins vegar fyrrverandi lögreglumaður. Hon- um þóttu yfirlýsingar skemmti- kraftsins nógu athyglisverðar til þess að láta lögregluna vita. Matthews var handtekinn og í ágúst siðastliðnum komst kviðdóm- ur að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um þrjú bankarán með riffil að vopni á tímabilinu frá des- ember 1999 þangað til í janúar 2001. Nú á miðvikudaginn var Matt- hews svo dæmdur í rúmlega 87 ára fangelsi, eða nánar tiltekið ná- kvæmlega 1047 mánuði. Auk þess verður hann að endurgreiða 32.000 dollara. ■ BANDARfSKT FANGELSI Bankaræningl I Bandaríkjunum uppskar I tyrstu mikinn hlátur, en síðan langa fanga- vist eftir að hafa játað á sig glæpi slna. Gestaboð í einangruðu húsi Á morgun mætir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur til Ritþings í Gerðubergi. Hún gæti varla verið spenntari, enda ærin ástæða til. Spyrlarnir Vígdís Finnbogadóttir og Sjón hafa nefnilega kafað djúpt ofan í hugardjúp hennar síðustu daga og eflaust afar forvitin að fá nán- ari útskýringu á þeim hlutum sem þar er að finna. ÞINGMENN Vigdls Finnbogadóttir, Sjón, Steinunn og Kristján B. Jónasson stjórnandi undirbúa vinalega þingmennsku á morgun. BÓKMENNTIR Á Ritþinginu gefst Steinunni einstakt tækifæri til þess að greina hvaða áhrif verk hennar hafa haft á lesendur. Hún þekkir vel hvernig slík Ritþing fara fram, enda var hún sjálf í spyrlahlutverki þegar Þórarinn Eldjárn var boðaður á sitt. „Mér finnst það stórkostlegt að sjá hver- su frábært fólk veröur í því að spyrja mig, og líka gaman að fá að sjá Vígdísi í nýju hlutverki," segir hún og ljómar. Vigdísi kynntist hún fyrst er húr. sótti heim til hennar aukakennslu í frönsku, sextán ára að aldri. Vigdís segist hafa fylgst gaumgæfilega með nemanda sínum síðan þá. „Bækur hafa alltaf verið stór hluti af henn- ar lífi og það er mikill heiður fyrir mig að hafa hana.“ Þingið hefst kl. 13:30 og farið verður yfir útgáfu- feril Steinunnar frá upphafi. Vig- dís og Sjón munu staldra við á nokkrum vettvangsstöðum og svala forvitni sinni um hvað hafi verið skáldinu hugleikið hverju sinni. „Ég hallast að því sem Milan Kundera hefur sagt að góð skáld- saga sé gáfaðari en höfundurinn. Ég vona að ég skrifi ekki vondar skáldsögur, og þess vegna finnst mér svolítið vera til í þessu. Þau eiga örugglega eftir að spyrja mig um fullt af hlutum sem ég hef aldrei íhugað. Ég er inn í bókinni, en þau koma utan frá. Það er mjög gaman, þegar maður býr í svona lokuðu húsi, þegar einhver sér- stakur kemur og bankar. Maður opnar allar dyr, býður fólk vel- komið og heldur partí. Þetta er eins og gestaboð í einangruðu húsi.“ Það er vel við hæfi að ný bók Steinunnar, Jöklaleikhúsið, kemur út á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona mun lesa valinn kafla úr bókinni. Einnig verður gestum boðið upp á ljósmyndasýningu sem ef til vill hefði fyrst átt að líta dagsins ljós fyrir 14 árum síðan. „Þetta eru liósmyndir eftir Pál Stefánsson. Ég, Páll og dóttir mín fórum einu sinni saman í ferðalag. Ég gaf svo út ljóðabókina „Kartöfluprinsess- an“ árið ‘87 og í henni er ljóðabálk- ur sem heitir „Á suðurleið með myndasmið og stelpu" sem fjallar um þessa ferð. Þegar bókin kom út sagði Páll mér að hann ætti enn all- ar myndirnar úr ferðalaginu. Ég hef alltaf munað eftir þessu og alltaf langað til að sýna þær.“ Hér skapast því einstakt tækifæri að líta neistann, sem teygði eldtungur sínar svo í gegnum ljóð hennar, augum. biggi@frettabladid.is Merkið VARNIR GEGN VÁGESTUM er tákn þess að verslun hafl gert ótak I vörnum gegn ránum og hnupli. Samtök vtrslunarogþjónustu IÖGREGLAN I REYKJAVÍK | FRÉTTIR AF FÓLKI | ess er nú beðið í ofvæni að Bjarki Gunnlaugsson, knatt- spyrnumaðurinn knái, ljúki samningum sín- um við breskt tryggingafélag, sem skuldar hon- um bætur vegna þess að erfið meiðsli i mjöðm hafa bundið allt of skjótan endi á keppnisferilinn hjá Preston North End. Hverjir eru að bíða? Jú, KR-ingar, seni telja ljóst að um leið og niður- staða er fengin í tryggingamálin muni Bjarki lýsa yfir félagsskipt- um í KR. Þar var hann lykilmað- ur árið 1999 í einu besta knatt- spyrnuliði sem leikið hefur hér á landi undanfarin ár. Bjarki var afskaplega vellátinn félagi af þeim Vesturbæingum og hugsa þeir sér gott til glóðarinnar að fá hann til liðs við sig aftur. Menn minnast þess að eftir að meiðsli bundu endi á atvinnumannaferil Sigurðar Jónssonar hjá Arsenal og Sheffield Wednesday á sínum tíma, fékk hann uppgert hjá tryggingunum, kom heim og blómstraði með áhugamönnunum á Akranesi, áður en hann fór aft- ur utan og lék í Skotlandi. Svip- aða leið vonast KR-ingar til að Bjarki eigi fyrir höndum í Vest- urbænum og þykjast vissir um að ferill þessa snillings sé hvergi nærri á enda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.