Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Óánægðir nágrannar bandaríska sendiráðsins í Reykjavík: Vandræðaástand á Laufásveginum lögregluvakt Laufásvegi hefur verið lokað við Skothúsaveg síðan 11. september þegar hryðjuverka- árásin var gerð á Bandaríkin en við götuna stendur sendiráð Bandaríkjanna. Að sögn talsmanns lögreglunnar hefur sendiráðið fari þess á leit að takmörkun umferðar verði viðhöfð meðan á stríði Bandaríkiamanna við Afganistan stendur. Ibúar á Laufásvegi, sem búa í nágrenni sendiráðsis, eru ekki á einu máli um þessa aðgerð. Að sögn Önnu Maríu McCrann, íbúðareiganda á Laufásvegi 20, hefur hún margoft haft samband við lögregluna í Reykjavík út af því vandræðaástandi sem skapast hefur. Snúast vandræðin um það að komast frá götunni á morgnana en vegna mikils bílaflota sé ómögulegt að finna aðstöðu til að snúa bifreiðum við svo hægt sé að keyra út götuna og til vinnu. „Það tekur langan tíma að komast í burtu og dæmi eru um að ég hafi verið fimmtán mínútum of sein með dóttur mína í skólann.“ Anna María sagðist hafa talað við yfirmann hjá lögreglunni í Reykjavík út af þessu ástandi. Hafi hún fengið þau svör að þeir ætluðu að skapa aðstöðu innst í götunni svo svigrúm gæfist til að snúa bifreiðumvið með góðu móti. Einnig að henni hafði verið tjáð að umferð yrði takmörkuð við íbúa götunnar. Sagði hún ekkert verið gert í málinu. „Við erum að tala um að þessar takmarkanir standi yfir á meðan stríð geisar við Afganist- an og gæti það tekið nokkur ár. Er það algjörlega óviðunandi að ástandið sem nú ríkir á Laufásveg- inum verði áfram og hvað þá til margra ára“ Anna María vildi taka það fram að það væri ekki við sendiráðið að sakast um ófremdar- ástandið sem ríkti á Laufásvegin- um. Ríkti fullur skilningur um þær varrúðaráðstafanir sem gripið hefði verið til hér sem og víða er- lendis. Hins vegar mætti lögreglan í Reykjavík fara að aðhafast eitt- FRÁ LAUFÁSVEGI Stöðug vakt hefur verið við götuna og sendiráðið sem bæði lögreglan í Reykjavík og ör- yggisverðir frá Securitas inna af hendi. Vilja ekki rukkanir frá Samfylkingunni Einstaklingar sem aldrei hafa skráð sig í Kópavogs- listann hafa verið rukkaðir um félagsgjöld. Félagar í aðildarfélögum flokkanna sem stóðu að Samfylk- ingunni voru skráðir í félagið án þess að athugað væri hvort þeir kærðu sig um það. eftir aðild né verið spurðir hvort þeir vildu vera félagar. Birna Sigurjónsdóttir, gjaldkeri Kópavogslistans, segir það koma sér á óvart að greiðsluseðlar berist fólki sem telji sig ekki eiga að fá þá. Hún segir félagsskrám aðildar- félaga Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista hafa verið steypt saman í félagaskrá Kópa- vogslistans fyrir fjórum árum þeg- ar boðið var fram undir því nafni og greiðsluseðlar sendir eftir þeir- ri skrá í fyrra. Gömlu flokksfélög- in hafi hætt starfsemi og Kópa- vogslistinn tekið við af þeim. Að- Fréttablaðsins sögðu það fyrir neð- an allar hellur að fólk væri skráð í Samfylkingarfélag án þess að óska eftir því. „Ef ég vil fara í Samfylk- inguna þá geng ég í hana“, sagði einn. „Eg læt ekki smala mér svona eins og hverju öðru fé á fjal- li.“ Sá maður sagði að þetta væri einna líkast aðförum íslenskrar erfðagreiningar. Þar hefði fólk verið skráð inn og svo gert að skrá sig út ef það vildi ekki vera í gagnagrunni. Það væri spurning hvort Samfylkingin vildi hafa sama háttinn á. binni@frettabladid.is Stórkostlegt skrifstofuhúsnæði, miðsvæðis! Opið hús laugardaginn 10. nóvember á milli kl. 16 og 18 Stórkostlegt skrifstofuhúsnæði, miðsvæðis! Til leigu eða sölu 1050 fm ( 970 fm séreign) skrifstofu- og iðnaðarrými á annarri hæð við Reykjavíkurhöfn sem mögulegt er að stækka. Hæðin er með 4 - 5.5 metra lofthæð og búin útsýnisgluggum niður að gólfi og átta stórum svölum með miklu útsýni yfir höfnina og til sjá- var. Rúmgóð sameign. Óvenju björt og falleg nútíma- leg innanhússhönnun í allra hæsta gæðaflokki með háum rennihurðum, ofanbirtu og einstökum ítalskum Ijósabúnaði. Á hæðinni er afar falleg móttaka, full- búið eldhús, rúmgóð kaffistofa/matsalur með sjá- varútsýni, sérútbúið fundarherbergi, Ijósritunarherber- gi og tölvuherbergi auk opinna og sveigjanlegra skrif- stofueininga með fullkomnum tölvulögnum. Þrennar snyrtingar þar af ein með gufuklefa og nuddpotti með aukaútbúnaði af bestu gerð. Næg bílastæði eru fyrirliggjandi á lóð. Rýminu má auðveldlega skipta upp í 2 -8 minni hluta. Fjölmargir nýtingarmöguleikar. Hagstæð leiga og langtímalán.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.