Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Samgönguráðherra efast um túlkun Ríkisendurskoðunar: Umdeilt að geyma beri farþeglistana stjórnsýsla „Umræðan hefur bor- ið öll einkenni þess að hann gerir eðlilega notkun flugvélar Flug- málastjórnar tortryggilega," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra um málflutning Gísla S. Ein- arssonar, alþingismanns Samfylk- ingarinnar, við utandagskrárum- ræðu Alþingi í gær. Umræðan fór fram að ósk Gísla og var um regl- ur varðandi flugvél Flugmála- stjörnar. Samgönguráðherra sagði nauð- synlegt að nýta tíma ráðherra sem best og því væri m.a. gripið til þess að nota flugmálastjórnarvélina. „Að þingmaðurinn skuli hafa leyft sér að tala um þægindaflug ráðherra, líkt og hann hefur látið hafa eftir sér, er óskiljanleg af- staða til verkefna ráðherra og starfsaðstöðu þeirra,“ sagði Sturla. Sturla sagði Gísla haldinn þeirri undarlegu þráhyggju að reyna að gera starf samgönguráðherra tor- tryggilegt með því að höfða til gamaldags viðhorfa um að flug- STURLA BÖÐVARSSON „Að þingmaðurinn skuli hafa leyft sér að tala um þægindaflug ráðherra, Ifkt og hann hefur látið hafa eftir sér, er óskiljan- leg afstaða til verkefna ráðherra og starfs- aðstöðu þeirra," sagði samgönguráðherra um málflutning Gísla S. Einassonar. ferðir hljóti að vera munaður. Hann sagði Gísla rangtúlka hlutina vegna þess að slíkt hentaði honum betur og gerði það í skjóli þess að hann væri að sinna eftirlitshlut- verki. í undirbúningi er reglugerð þar sem segir að í atvinnuflugi skuli geyma farþegalistar í þrjú ár. Sturla sagði það hins vegar um- deilt meðal lögfræðinga að varð- veita bæri farþegalista flugmála- stjórnarvélarinnar eins og ríkis- endurskoðandi heldur fram. Hann sagðist þó telja eðlilegt að flug- málastjóri færi yfir málið með þjóðskjalaverði. ■ Torkennilegar bréfasend- ingar: Reyndust öll meinlaus miltisbrandur Þau bréf og send- ingar sem borist hafa í fyrirtæki og heimahús hér á landi og komið til kasta lögreglu vegna gruns um að innihalda miltisbrandsgró, hafa í öllum tilfellum reynst meinlausar að sögn Jónasar Halls- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, Að- spurður hvort lesa hefði mátt ein- hverja ógn úr bréfunum sem gef- ið hefði til kynna að um miltis- brandsgró væri að ræða sagði Jónas svo ekki hafa verið en þar fyrir utan væri öll mál sem upp kæmu tekin alvarlega. ■ Miðstjórn ASI fundaði á Egilsstöðum: Stóriðja for- senda 'bættra Palestínskur uppreisnar- maður lést: Sprengdi sjálf- lífskjara BERA LÍKKISTU Ættingjar Palestínumansins Mohammad Fathi Kassken, sem lést I fyrradag í skotárás á Gaza-svæðinu, bera líkkistu hans í Khan Yunis, flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu. GRÉTAR ÞOR- STEINSSON Forseti ASÍ vill faglegt en einnig lýðræðislegt mat á umhverfisáhrif- lífskjör „Við þurfum að auka út- flutningstekjur og stuðla með því að vexti hagkerfisins," segir Grét- ar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambandsins, og dregur ekki úr tví að hagvöxtur fjármagnaður með erlendum lánum en ekki út- flutningsvexti sé ávísun á vanda- mál. „í því sam- bandi bendi ég emfaldlega á það ástand sem við búum við nú og hvað virðist vera framundan í efna- hagslífinu." Á fundi sínum á Egilsstöðum á um- miðvikudag lýsti miðstjórn ASÍ yfir stuðningi við virkjunarframkvæmdir á Austur- landi og byggingu álvers í Reyð- arfirði. Nauðsynlegt væri að nýta allar auðlindir til lands og sjávar á skynsamlegan hátt. Stjórnin ályk- taði einnig um að sátt þurfi að ríkja um mat á umhverfisáhrif- um. Grétar staðfesti ekki að í þessu felist vantraust á umhverf- ismatið sem þegar hefur farið hefur fram. Miðstjórnin vill ennfremur að fyrirhuguð virkjun hafi 10-15% meiri afkastagetu en álverið þarf. „Það er auðvitað æskilegt að önnur uppbygging á svæðinu geti orðið í tengslun við virkjunina, það hefur tíðkast með fyrri virkjanir.“ ■ Jr * ’ ' ■" - ^ jgflt an sig upp jerúsalem.ap Palestínskur upp- reisnarmaður lést eftir að hafa sprengt sjálfan sig upp í þann mund sem ísraelskir sérsveitar- menn nálguðust hann í þorpinu Baka al-Sharkiyeh á Vesturbakk- anum í gær. Tveir sérsveitarmann- anna særðust við sprenginguna. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra ísraels, segist búast við því að átök ísraela og Palest- ínumanna muni magnast á næst- unni. Varaði hann við hugsanlegri miltisbrandsárás af hálfu Palest- ínumanna á ísrael. ■ Fæstir vilja vera álitnir lögbrjótar. Þrátt fyrir það nota margir hugbúnað án þess að hafa til þess leyfi. Annað hvort vegna vanþekkingar á því að slíkt er refsivert eða fólk trúir því að ekki komist upp um það. Þetta ástand er óviðunandi. Nú hefur BSA ákveðið að ráðast gegn heimildarlausri notkun á hugbúnaði á íslandi. BSA skorar á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir að afla strax tilskilinna notkunarleyfa hjá viðurkenndum söluaðilum. Ef þú veist um ólöglega notkun hugbúnaðar, láttu okkur vita af því í síma S33 33 33 eða í tölvupósti bsa@amp.is. Nánari upplýsingar um BSA og hugbúnaðarnotkun má fá á www.amp.is/bsa Business Software Aliiance Business Software Alliance (BSA) eru alheimssamtök hugbúnaðarframleiðenda sem vinna gegn notkun á hugbúnaði án tilskilinna leyfa, i atvinnulífinu, hjá hinu opinbera og hjá einstaklingum. BSA beitir sér með fræðslustarfi og i gegnum réttarkerfið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.