Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2001 FÖSTUDACUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeiid: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS T Enn um Ingólfsbæ Fri hútmóaur I VMturbwnum. EPJtMiílFAR Ég vil láta í ljós stuðn- ing við þœr hugmyndir að hætt verði við að byggja hótel á horni Aðalstrætis og Túngötu. Mér finnst sjálfsagt að sýna fornleif- unum fullan sóma og það getur aldrei tekist o.fan í einhverjum hótelkjallara. Mér finnst eðlilegt að það sé gert eins og Þráinn Ber- telsson og fleiri hafa bent á og þannig gengið frá þessu að rústir landnámsbæjarins sjálfs séu aðal- atriðið en ekki aukageta með hót- elrekstri. Ég er sannfærð um að þetta yrði eftirsóttur áfangastað- ur ferðamanna og um leið einstakt tækifæri til þess að koma á fót skemmtilegu safni um sögu okkar og menningu. ■ r Ovæntfrum- varp VG Stelngrfmur skrlfar.__ REFSINCAR Ég sá í Fréttablaðinu að þingmenn voru í gær að ræða frumvarp Kolbrúnar Halldórs- dóttur um hertar refsingar vegna kynferðisafbrota. Það kom mér á óvart að þessi tillaga, sem ég vil nánast kalla lýðskrum, kæmi úr þessari átt. Ég hef alltaf talið að Kolbrún og vinstri grænir væru í hópi þeirra sem vildu leggja áher- slu á endurhæfingu og mannúð- lega meðferð afbrotamanna en ekki hefnd og refsingu, sem er að minnsta kosti jafndýr þegar upp er staðið og síst líklegri til árang- urs, að því er fjölmargar rann- sóknir sýna. Ég tek fram að með þessu er ég alls ekki að segja að kynferðisafbrotamenn eigi ekki refsingar skilið. öðru nær. En ég held að refsiramminn sé alveg nægur, það er hins vegar spurn- ing hvort nokkur glóra sé í mati dómsvaldsins á einstökum málum og hvort þar á bæ sé í rauninni næg þekking til þess að taka af- stöðu til kynferðisbrota, einkum þegar börn eiga í hlut. ■ 10 Ahrif vaxtalækkunar óljós Enginn hefur hugmynd um hvernig gengi íslensku krón- unnar, sem náði sögulegu lág- marki í vikunni, muni sveiflast eftir að Seðlabanki íslands ákvað að lækka vexti um 0,8% í gær. Lík- lega verður það fyrsta og eina verk seðlabankamanna í dag að fylgjast með þróun mála á gengis- mörkuðum, með krosslagða fingur að spá í framhaldið. Það hefur verið sársaukafullt undanfarna mánuði að ná niður verðbólgu, sem er forgangsverk- efni Seðlabankans. Fyrir vikið hafa margir, sem halda að það sé bæði hægt að eiga kökuna og éta hana um leið, kallað á lægri vexti og þar af leiðandi minni sársauka. Bankinn hefur verið sakaður um að horfa ekki á augljós merki sam- dráttar og bregðast seint við. Það kom því ekki mörgum á óvart í gær þegar tilkynnt var um vaxtalækkunina. í Fréttablaðinu var skýrt frá því að uppsagnir starfsfólks væru í póstinum og aukið atvinnuleysi framundan. Fyrirtæki finni fyrir samdrættin- um og verði að hagræða. Þó hefur verðbólgan, sem Seðlabankinn á að horfa á, ekki hjaðnað að sama skapi. Vaxtalækkun nú mun hafa lítil áhrif á hinn almenna borgara fyrst um sinn. Líklegt er að honum líði eitthvað betur við þessar frétt- ir en buddan hans mun vera jafn full eða tóm eftir sem áður. Það tekur tíma fyrir viðskiptabankana JVLáJ....manoa Björgvin Guðmundsson fjallar um vaxtalaekkun Seðlabankans að bregðast við þessum fréttum og þau viðbrögð eru oftast tilviljun- arkennd. Peningamagnsfræðin, sem Seðlabankinn byggir ákvörðun sína á, eru nefnilega ekkert ólík trúabragðafræðum. Menn koma boðskapnum á framfæri og vona svo að hann sé meðtekinn á réttan hátt. Væntingar fólksins skipta því miklu þegar kemur að áhrifum vaxtalækkana. Og fólkið í fjár- málaheiminum er bara eins og hverjir aðrir sauðir; það lágmark- ar áhættu með því að elta hjörðina. Spurningin sem eftir stendur er hvort Birgir ísleifur Gunnars- son sé góður forystusauður. ■ Hverjir mega búa í Danmörku? Málefni útlendinga hafa verið áberandi í dönsku kosningabaráttunni. Flestir flokkar vilja takmarka heimildir innfluttra til að fá ættingja sína til landsins. Umræðan sögð gera útlending- um enn erfiðara að aðlagast dönsku samfélagi. PftNSKU KP5NINCARNAR Málefni út- lendinga hafa verið býsna áber- andi í kosningabaráttunni í Dan- mörku, og hefur umræðan mótast mjög af atburðum í Bandaríkjun- um og Afganistan undanfarnar vikur. Flestir flokkar virðast sam- mála um að herða þurfi útlend- ingalöggjöf landsins, og beinist athyglin ekki síst að réttindum að- fluttra íbúa til þess að fá ættingja sína til landsins. Margir flokkanna virðast hins vegar um leið leggja áherslu á að auðvelda þeim, að aðlagast, ekki síst með því að gera þeim auðveldara fyrir að fá atvinnu. Á síðasta ári fengu rúmlega 12.000 útlend- ingar leyfi til þess að flytja til Danmerkur á þeim forsendum, að ætt- ingjar þeirra byggju þar nú þegar. Fjöldi þeirra, sem fengið hefur slíkt leyfi, hefur aukist mjög á síðustu árum. Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi hins hægrisinnaða Vinstriflokks, hefur lagt mikla áherslu á að afnema sjálfkrafa rétt innfluttra til að fá ættingja sína til landins, en vill í staðinn að útlendingaeftirlitið skoði hvert tilvik fyrir sig. Fleiri hægri flokk- ar hafa verið með svipaðar áhersl- ur, en Framfaraflokkurinn hefur að venju gengið hvað lengst í orðaskakinu og vill reka alla „mú- hameöstrúarmenn" úr landi. Mogens Lykketoft, sósíalde- mókrati og utanríkisráðherra í stjórn Pouls Nyrups Rasmussens, varaði á miðvikudaginn stjórnar- andstöðu hægriflokkanna við því að ala á andúð gegn útlendingum í kosningabaráttunni, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins Jyllandsposten. Það hefði ekki annað í för með sé en að erfiðara yrði að aðlaga inn- flytjendur og flótta- menn að dönsku sam- félagi. Engu að síður hét hann því að leggja fram frumvarp í vor þar sem útlendingum, sem flutt hafa til Dan- merkur, verði gert erfiðara að fá ætt- ingja sína til landsins. Anders Fogh Rasmussen sagði hins KOSIÐ I DANMÖRKU Eitt helsta deilumél kosningabaréttunnar I Danmörku er málefni útlendinga og aðlög- un þeirra að dönsku samfélagi. Umræðan mótast af atburðum I Bandarlkjunum og Afganistan. vegar að eina leiðin til þess að fá herta útlendingalöggjöf sé að kjósa hægri flokkana. Núverandi stjórn sé ekki treystandi til þess. Kosningar til þings og sveitar- stjórna í Danmörku fara fram ann 20. nóvember næstkomandi. skoðanakönnunum síðustu daga hafa tveir stærstu flokkarnir, Sös- íaldemókrataflokkurinn og Vinstriflokkurinn, verið að bæta við sig fylgi. Poul Nyrup Rasmus- sen, formaður Sósialdemókrata- flokksins, hefur verið forsætis- ráðherra Danmerkur frá því 1993. Á síðasta kjörtímabili hefur hann stýrt minnihlutastjórn með Rót- tæka vinstriflokknum og notið til þess stuðnings Sósíalíska þjóðar- flokksins og Einingarlistans. gudstelnn@frettabladid.ls DÖNSK STiÓRNMÁL Kosningaúrslit Sfðustu 1998 skoðanakannanir Sóslaldemókratar 35,9 27,2-32,0 Róttæki vinstríflokkurinn 3,9 4,5-5,1 Ihaldssami þjóðarflokkurinn 8,9 75-9,4 Miðjudemókratar 4,3 1,1-2,9 Sóslallski þjóðarflokkurinn 7,6 7,9-8,8 Danski þjóðarflokurinn 7,4 9,7-13,6 Kristilegi þjóðarfíokkurinn "2,5 2,3-2,9 Vinstriflokkurinn 24,0 27,9 -29,4 Framfaraflokkurinn 1,1-2,1 Einingarlistinn 2,7 2,3-2,7 |Qrðr^tt1 Þetta sögöu þeir Hvar eru vörurnar sem þú sagðir að þú hefðir undir höndum t.d. á þriðjudag? „Það var tekið til baka. Ég lofaði upp í erm- ina á mér,“ sagði Goði [Gunnars- son, kaupmaður í Costgo]. DV, 8. nóvember. Þetta er ekki svaravert. Hver tekur mark á Kristni H. (íunnarssyni? þetta er fáránlegt. Það borgar sig ekki að eyða orku á Kristin," segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra [út- vegsmanna, um þau ummæli þingflokksformanns Framsóknar- flokksins að LÍÚ hefði kosið stríð í stað friðar með afstöðu sinni tl sáttaleiðar endurskoðunarnefnd- ar]. DV, 8. nóvember. Yfirleitt hafa fyrirtæki og stofnanir haft mjög af- slappaða afstöðu til öryggismála sinna.Nú er svo komið að breyting hlýtur að verða á því. Fyrirtæki og stofnanir verða að taka þann möguleika alvarlega að eiturefn- um verði dreift með pósti. Það kallar á nýjar og flóknari reglur um meðferð á pósti, ekki bara hjá íslandspósti heldur einng hjá heimilum og fyrirtækjum sem taka við pósti. [...] Þeir sem eru að senda hvítt duft í pósti um þessar mundir vita mæta vel að þeir eru að valda miklu fjárhags- legu tjóni með athæfi sínu að ekki sé talað um þau sálrænu áhrif, sem þetta framferði hefur á fólk sem fyrir því verður. [...] Þeir sem ábyrgð bera á velferð starfsmanna í fyrirtækjum og stofnunum og forsvarsmenn heimila hljóta að taka þessa þróun alvarlega og haga gerðum sínum í samræmi við það.“ Leiðari Mbl. 8. nóvember. Aktu varl< - aktu naglalaus. Gatnamálast j órinn í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.