Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 18
A HVAÐA PLÖTU ERTU
AD HLUSTA?
Tóndaufir flutningar
„Ég er ekki að hlusta mikið á tónlist þessa
dagannla, þar sem ég stend i flutningum.
En síðast hlustaði ég nú á „Umhverfis jörð-
ina á 40 mínútum" með Halla og Ladda.
Mæli með henni."
Þórhallur Sigurðsson
leikari
FJAWDMAflUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
I leikgerð Arthurs Miller
Frumsýning Fös. 9. nóv. kl. 20 UPPSELT
Lau. 17. nóv. kl. 20LAUSSÆTI
BLlÐFINNUR e. Þorvald Þoisteinsson_________
Lau.10. nóv.kl. 14:00 ÖRFÁSÆTI
Sun. 11. nóv.kl. 14:00 ÖRFÁSÆTI
Uu. 17. nóv. kl. 14:00 N0KKUR SÆTI
Sun. 18. nóv. kl. 14:00 N0KKUR SÆTI
KRISTNIHALD UHDIR JÖKLI e. Halldór Laxness
Lau 10. nóv. kl. 20 - UPPSELT
Sun. 18. nóv. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Lau. 24. nóv. kl. 20-LAUSSÆTI
MEÐ VlFlfl ILÚKUWUM e. Rav Cooney
Sun. 11. nóv. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Fim. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös. 16. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fös. 23. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI___________
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga
og fram að sýningu sýningardaga.
Simi miðasölu opnar kl. 10 virka dag.
Fax 5680383
midasala@borgarleikhus.is
www.borgarleikhus.is
ISLEWSKI DANSFLOKKURIWW__________________________
Haust 2001, þrjú ný verk. ,Da", ettir Láw Stetánsdóttor.
„Milli heirna', ettir Katrinu Hall. „Ptan B", eftir Úlöfu Ingólfsdótlur
Fös. 9. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
Sun. 11. nóv.kl. 20.00- LAUSSÆTI
BEÐIÐ EFTIR G0D0T e. Samuel Becketl______________
Lau 10. nóv. kl. 20 LAUS SÆTI
Sun. 18. nóv. kl. 20 LAUS SÆTI
ÞRIÐJA HÆÐIN
PlKUSÖGUR e. Eva Ensler
Lau. 10. nóv. kl. 20 UPPSELT
Sun. 11. nóv. kl. 20 UPPSELT
Fim. 15. nóv. kl. 20 UPPSELT
Fös.16. nóv. kl. 20 ÖRFÁSÆTI
Fös. 23.n6v.kl.20 ÖRFÁSÆTI
IITLA SVIÐIÐ
DAUÐADANSINN eftir Auqust Strindberg_
isamvinnu við Strindberghópinn
I kvöld kl. 20 N0KKUR SÆTI
Lau. 10. nóv. kl 20 LAUS SÆTI
MIÐASALA 568 8000
15. sýn. fös 9. nóv. kl. 20.00-LAUS SÆTI
16. sýn. sun 11. nóv. kl. 17.00-ÖRFÁ SÆTI
17. sýn. fös 16. nóv. kl. 20.00- LAUS SÆTI
18. sýn. lau 17. nóv. kl. 19.00-LAUSSÆTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Ath. breytilegan sýningartíma
Miðasala opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram aö sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-19 virka daga.
Sími miðasölu: 5114200
9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR
Dr. Hannes Jónsson:
Sendiherra
á sagnabekk
nýjar bækur Út er komin bókin
Sendiherra á sagnabekk, heims-
reisa við hagsmunagaeslu, eftir
dr. Hannes Jónsson. í þessu síð-
ara bindi endurminninga af 35
ára starfi í utanríkisþjónustunni
skýrir höfundur frá kynnum sín-
um af innlendum og erlendum
áhrifa- og valdamönnum, þegar
hann var sendiherra hjá átján
ríkjum og fjórum fjölþjóða- og
alþjóðastofnunum. Reifuð er at-
burðarás mikilvægra alþjóða-
mála, sem efst voru á baugi á
tímabilinu. Útgefandi er Muninn
bókaútgáfa. ■
BORGARLEIKHÚSIÐ
NYJA SVIÐIÐ
STORA SVIDIÐ
Ævisaga Bjargar G. Þor-
láksson:
Brautryðj-
andi á meðal
íslenskra
kvenna
nýjar bækur Bókin Björg - ævisaga
Bjargar C. Þorláksson eftir Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur er komin
út hjá JPV útgáfu.
Björg C. Þorláksson fæddist árið
1874 í Vesturhópshólum í Húna-
þingi. Hún braust til mennta af ótrú-
legum dugnaði og varð fyrsta ís-
lenska konan til að Ijúka doktors-
prófi. Sögu þessa brautryðjanda
meðal íslenskra kvenna og framlag
hennar á sviðum vísinda og fræða
hafa fáir þekkt fram til þessa.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
hefur rannsakað ævi og verk Bjarg-
ar um árabil og sviptir hér hulunni
af óvenjulegri konu sem fór sínar
eigin leiðir og trúði á mátt manna til
að skapa sig sjálfir. Sagan segir frá
sveitastúlku sem komst á kvenna-
skóla og þaðan til Kaupmannahafn-
ar þar sem hún tók stúdentspróf og
fór í háskóla. Hún segir frá hjóna-
bandi hennar og Sigfúsar Blöndal
og þætti hennar í hinu mikla stór-
virki, íslensk-danskri orðabók. Þá
er greint frá þátttöku hennar í
kvennabaráttunni.
Þetta er saga konu sem skóp sig
sjálf í trássi við viðteknar hug-
myndir um hlutverk kvenna, hetju-
og harmsaga brautryðjanda. ■
RITÞING
Stdnunnar
Sigurðardóttur
Laugardaginn
10. nóvember 2001
kl. 13.30
Stjórnandi:
Kristján B. Jónasson
Spyrlar:
Sjón og Vigdís Finnbogadóttir
AÐGANGUR ÓKEYPIS
6 ittl
Msnningarmiðstöðin Oerðuberg Má, monn|
www.gerduberg.is
FÖSTUDAGURINN
9. NÖVEMBER
UPPÁKOMUR__________________________
20.30 Bókaútgáfan Forlagið heldur ár-
legt festíval sitt í Iðnó. Forlagshöf-
undar lesa úr væntanlegum og
útkomnum jólabókum og al-
mennt stuð verður ríkjandi.
Þáttakendur eru: Jón Atli Jónas-
son - Brotinn taktur, Stefán Máni
- Hótel Kalifornía, Magnús Guð-
mundsson - Sigurvegarinn, Guð-
bergur Bergsson - Anna. Einnig
mun sá einstaki viðburður verða
að Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr.
Gunni, mun rekja íslenska rokk-
sögu á aðeins kortéri - með tón-
dæmum! Tónkokkar verða Gull-
foss og Geysir. Sérstakur gestur
er Oddný Sturludóttir auk leynig-
esta en kynnir er Kristján B. Jón-
asson. Húsið opnar klukkan
19.30. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
FYRIRLESTRAR_______________________
12.30 Eggert Gunnarsson, dýralæknir
að Keldum, flytur erindið Miltis-
bruni á bókasafni Keldna. Allir
velkomnir.
TÓNLIST____________________________
20.00 í Bæjarbíói í Hafnarfirði verða
haldnir tónleikar fyrir unga fólkið.
Þar munu m.a. hafnfirskar ung-
lingahljómsveitir stiga sín fyrstu
spor. Einnig koma Myrk, Changer
og Sólstafir fram.
24.00 Doddi litli verður í búrinu á Club
22 i nótt og segist hann ætla að
vera í eitruðum gír til morguns.
Frítt er inn til klukkan 1 og fá
handhafar stúdentaskírteina frítt
inn alla nóttina.
SÝNINGAR___________________________
í dag milli kl. 13 og 17 er opið hús í Al-
þýðuhúsinu. Þar er myndlistarsýning
ungra listamanna.
Þrjár fyrrum skólasystur minnast skóla-
daga sinna í Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1964-1966 með sýningu,
"Those where the Days", í Listhúsi
Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
Sýnd eru grafíkverk, glerlíst og skart
Sýningin stendur til 21. nóv og er opin á
verslunartíma.
MYNDLIST___________________________
Megas í Nýlistasafninu. Til sýnis er
sjaldséð myndlist Megasar í ýmsum
miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin
stendur til 30. nóvember. Á morgun
verður haldinn viðburðurinn Orð handa
Megasi. Þeir sem leggja til orð eru:
Birna Þórðardóttir, Gunnar Hersveinn,
Jón Proppé, Kristín Ómarsdóttir, Óttar
Guðmundsson, Skafti Þ. Halldórsson,
Vigdís Grímsdóttir og Þórunn Hrefna
Sigurjónsdóttir. Fjallað verður m.a. um
tengsl Megasar við aðra höfunda, mynd-
list Megasar, og viðtökur hans og verka
hans á Islandi, o.fl. Nánari upplýsingar
og uppfærða dagskrá er hægt að nálg-
ast á kistan.is. Fundurinn er öllum op-
inn og aðgangur ókeypis.
Sara Björnsdóttir myndlistarmaður er
með sýningu í Gallerí Skugga. Sýningin
ber heitið Fljúgandi diskar og önnur
undursamleg verk. Til sýnis eru skúlpt-
úrar, lágmyndir, myndbands- og hljóð-
verk, og eru síðastnefndu verkin unnin
sérstaklega út frá rými gallerísins. Sýn-
ingin stendur til 25.nóvember. Galleríið
er opið frá 13 til 17.
Myndlistarsýning á vegum Alþjóða Heil-
brigðisstofnuninnar lýkur eftir helgi í
Hafnarborg. 20 framsæknir listamenn
hvetja fólk til að hætta reykingum.
Sýning á verkum Guðmundar Björg-
vinssonar stendur yfir í Gallerí Reykja-
vík, Skólavörðustíg 16. Guðmundur sýn-
ir 17 akrílmálverk sem eru öll máluð í
expressíonískum stíl á þessu ári.
Myndefnið er maðurinn. Sýningin er
opin mánudaga til föstudaga kl 13 til 18
og laugardaga 13 til 16 og henni lýkur
21. nóvember.
Vantar fleiri eins og
Stokkmann lækni
I kvöld frumsýnir Borgarleikhúsið Fjandmann fólksins eftir Henrik
Ibsen í nýrri þýðingu Sigurðar Pálssonar. Leikstjóri er María
Kristjánsdóttir en auk frumsýningar í kvöld er hún tilnefnd til Eddu-
verðlauna á sunnudag fyrir myndina „Þá verður líklegast farin af
mér feimnin“.
MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR LEIKSTJÓRI
Hefur aldrei séð uppsetningu á verkinu. Sá einu sinni kvikmyndaaðlögun með Steve
McQueen í aðalhlutverki. „Það var amerísk sýn á Norðmenn, allir með skotthúfur."
leikhús Fjandmaöur fólksins, eða
En folkefiende, segir frá Tómasi
Stokkmann, sem er læknir
heilsubaða í smábæ í Noregi.
Böðin, Blásteinalindir, eru hin
nýja líftaug bæjarins og eiga að
koma honum á kortið. Læknirinn
uppgötvar að verksmiðjuúr-
gangur spillir þeim og krefst úr-
bóta. Hann er maður sannleikans
en er úthrópaður og verður
fjandmaður fólksins.
Verkið átti upprunalega að
frumsýna í febrúar en var
frestað þegar Ingvar Sigurðs-
son, sem leikur Stokkmann
lækni, fékk hlutverk í myndinni
K-19: The Widowmaker með
Harrison Ford. „Við vorum nán-
ast tilbúin og frystum allt. Núna
erum við búin að æfa í fimm vik-
ur og gengur vel,“ segir María
Kristjánsdóttir leikstjóri. Hún
segir það ekki hafa verið áfall
þegar Ingvar fór. „Það var að
sjálfsögðu leiðinlegt en ekki
áfall því öll samglöddumst við
Ingyari."
í sýningunni er farin óhefð-
bundin leið að verkinu. Það er
mikið af beinum tilvísunum í
okkar tíma í því og María segir
að því miður höfum við ekki enn
leyst mörg þeirra vandamála,
sem Ibsen glímir þar við. „Það
ættu margir að hafa áhuga á
þessu verki. í því eru aðkallandi
siðfræðispurningar. Ég held að
það væri betur komið fyrir okk-
ur ef það væru fleiri eins og
Stokkmann læknir. Á öllum
tímum hefur það verið erfitt að
vera hugrakkur og það er það
enn.“ Aðspurð um hverjar Blá-
steinalindir dagsins í dag eru
segir María þær geta verið
Kárahnjúkavirkjun. „Þá væri
Ólafur F. Magnússon Stokkmann
læknir.“
María hefur verið leikstjóri í
þrjátíu ár og unnið með öllum
atvinnuleikhúsum landsins. Hún
segir margt hafa breyst á þess-
um tíma. „Leikarar eru sjálf-
stæðari í vinnubrögðum. Þetta
er að hluta til vegna breytts
þjóðfélags. Unga fólkið í dag er
opnara og öruggara með sig en
við vorum,“ segir María.
Hún var leiklistastjóri Ríkis-
útvarpsins í tíu ár en hefur að
undanförnu sinnt verkefnum í
lausamennsku. Fyrir einu ári
síðan var sýnd í Sjónvarpinu
myndin „Þá verður líklegast far-
in af mér feimnin“, sem María
skrifaði og leikstýrði. Myndin er
tilnefnd til Eddurverðlaunanna á
sunnudaginn sem besta sjón-
varpsverk og Halldóra Geir-
harðsdóttur, sem besta leikkona í
aðalhlutverki. Halldóra leikur
einnig konu Stokkmanns læknis.
„Það kom mér á óvart að vera til-
nefnd en ég geri ekki ráð fyrir
því að vinna á móti Fóstbræðr-
um. Ég vona að Halldóra vinni.
Hún á það svo sannarlega skil-
ið.“
halldor@frettabladid.is
Guðbjörg Hákonardóttir - Gugga, hefur
opnað myndlistarsýningu í Listasal
Man, Skólauörðustíg 14. Síðasta
sýningarhelgi.
Sýning á verkum Önnu Eyjólfsdóttur í
báðum sölum Listasafns ASÍ. Safnið er
opið alla daga nema mánudaga kl.
14.00 -18.00.
Kristfn Reynisdóttir sýnir verk f Þjóðar-
bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin í
sýningaröðinni Fellíngar sem er sam-
starfsverkefni Kvennasögusafnsins,
Landsbókasafns (slands - Háskólabóka-
safns og 13 starfandi myndlistarkvenna.
Einkasýningu Kristjáns Guðmunds-
sonar í Listasafni Reykjavíkur, Kjar-
valsstöðum lýkur á sunnudag. Sýningin
er opin milli klukkan 10 og 17.
Svipir iands og sagna er yfirskrift sýn-
ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar
í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar-
safni. Á sýningunni eru verk sem span-
na allan feril listamannsins. Safnið er
opið daglega kl. 10 til 16.
BÆKUR
Ljósburður Gyrðis
Þegar best lætur er varla
nokkur íslenskur höfundur
sem skrifar fallegri og einfald-
ari texta en Gyrðir Elíasson.
Hann er mesti listmálari ritlist-
arinnar nú um stundir. Nýja
bókin hans, Næturluktin, er
ekki löng, enda engin ástæða
til. Svona texta á maður að lesa
hægt og njóta. Ég finn stundum
bæði bragð og lykt þegar ég les
bernskulýsingar hans og heimi
þorps og sveitar á sjöunda ára-
tugnum. Myndirnar eru dregn-
ar skýrum einföldum dráttum
sem tala beint til hugarmynda
ímyndar og minninga.
Næturluktin er sjálfstætt fram-
hald Gangandi íkorna, þar sem
■I
GYRÐIR ELÍASSON:
Næturluktin
heiminum er lýst með augum
Sigmars, lítils drengs í sveit,
seint á sjöunda áratugnum.
Veruleikinn er kaldur ytra sem
innra og leiðin út er lítill tálgað-
ur íkorni. Þegar slegist er í för
með íkornanum er haldið á vit
draumanna. Eðli þessara drau-
ma er ekki stýrð framvinda
dagdraumanna, heldur fremur
ólíkindadraumar órólegs nætur-
svefns. Það er engin sérstök
ástæða að leita merkingar í
draumnum. Hann bara er og
maður á að njóta þess að drey-
ma. Svo er maður vakinn á ný.
Hafliði Helgason