Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2001 FÖSTUDACUR PBSHiWM-MAlB lAMERICAN P1E2 ! SEXYBEAST |THE OTHERS H 530,8 og 10.15IKTI ;3000IVIILESTOGRAŒLr H 10.10 jK SKÓLALÍF m7isi.tal kL 4 og 6Q [RUGAR15TnRARISm/IsLtali kLlÍÖIÍ^ PRINŒSSDIAR- kLSAS.Bog lÓTslK'J jSHREK m/isLtali HTjK kLÍTgalCT jCATS & DOGS m/ísLtali kL3S0i^' ÍJOYRIDE [líjcky NUMBERS |AMERICAS SWEEIHEART5 8 og 10.15| [pjsTUROG KOTTURINN-. ~ kl.4 j AMERICAN PIE 2 kl. 10.30 BRIDGET JONES’S DIARY ÍOSMOSIS JONES FRÉTTIR AF FÓLKI CAZY COOL CRADDLE WILL ROCK MAN WHO CRIED GOYA IN BORDAUX TRx SÍMI 564 0000 - w/w.smarabio.is smáRfísz Bió HAGATORGI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir HAYDEN CHRISTENSEN Svarthöfði var semsagt svona sætur áður en hann snérist til hins illa og setti upp grímuna. Fyrsta sýnishornið úr næstu Star Wars mynd: Drungaleg ástarsaga kvikmyndir Það hefur verið mikill ys og þys á Netinu út af fyrsta sýnishorninu úr „Star Wars: Epis- ode 2 - Attack of the Clones" sem hægt er að nálgast á heimasvæði mynd-bálksins, .starwars.com. Sýnishornið er aðeins 53 sekúnd- ur á lengd, en það gefur þó til kynna að myndin muni bera allt annað og drungalegra yfirbragð en fjölskyldudýragarðurinn, Phantom Menace. A.m.k. fer afar lítið fyrir rugludallinum Jar Jar Binks. Anakin er orðinn 10 árum eldri, verður ástfanginn af drottn- ingunni en stígur um leið fyrstu skref sín í átt að hörmulegum ör- lögum sínum bak við járngrímu Svarthöfða. Við kynnumst nýju illmenni, Count Dooku sem leik- inn er af „greifanum“ Christopher Lee. George Lucas, skapari geim- þokunnar í óra- órafjarlægð, hef- ur þegar lofað öðru sýnishorni, á undan Harry Potter myndinni sem frumsýnt verður vestra eftir viku. Það sýnishorn mun vera öllu lengra, yfir tvær mínútur á lengd með tilheyrandi tónlist og tali úr myndinni. Áætlað er að frumsýna myndina 17. maí um allan heim, en nú á ekki að láta evrópubúa bíða í tvo mánuði eins og síðast. Aðdáendur myndabálksins bíða spenntastir eftir að sjá leikarann unga og áður óþekkta Hayden Christensen í hlutverki hins tví- tuga Anakins Skywalker en leik- ararnir Natalie Portman, Ewan McGregor, Samuel Jackson og Ian McDiarmid stíga aftur inn í hlut- verk sín úr fyrri myndinni. ■ Yfirmaður flugfélagsins British Airways kallar Hollywood- leikara sem bora ekki að fliúga í kjölfar hörmunga 11. septembers, „huglausar gung- ur“. Hann skaut sérstaklega á Bruce Willis og sagði það fáran- U |í legt að hann skyl- Æ di leikja hetju í myndum á borð við Die Hard ef hann þyrði ekki einu sinni að stíga um borð í flug- vél. Söngvarinn Robbie Williams seg- ir það hafa verið ævilangan draum hjá sér að gefa út plötu þar sem hann flytur þau lög sem gerðu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr vinsæla. Platan er nú rétt ókomin í búðir, heitir því skemmtilega nafni „Swing when your winning". Leikkonan Nicole Kidm- an syngur eitt lag með kauða á plötunni og segja sögusagnir að glaumgosinn hafi náð að heilla stúlkuna upp úr skónum á meðan á upptökum stóð. Bestu vinir Robbie’s neita því þó að þau séu par. Nú hefur verið tilkynnt að fyrs- ta myndin í Lord of the Rings þríleyknum verður rétt tæplega þrír klukkutímar á lengd. Svo virðist sem kvikmynda- verin séu byrjuð að gefa leikstjór- um lausari taum- inn varðandi lengd mynda, því Harry Potter myndin er um tveir og hálfur tími á lengd. Aðdáendur X-Files þáttana, ef einhverjir eru eftir, geta nú fagnað því að nú er vinnsla hafin að annai’ri kvikmynd. Búist er við því að bæði Gillian Anderson og David Duchovny leiki í myndinni. Búist er við því að tökur hefjist á myndinni á næsta ári, sem þýðir eflaust að hún nái upp á hvíta tjaldið árið 2003. NABBI FORSÝNINtí W. 5.30 og 10.15 v„ Fjöldi gæðamynda Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur til 18. nóvember. A hátíðinni verða sýndar tuttugu og tvær kvikmyndir í Bíóborginni, Laugarásbíói, Háskólabíói og Regnboganum. kvikmyndahátíð Hátíðin er gósen- tíð kvikmyndaáhugamanna, sem kvarta oft yfir úrvalinu í bíóum bæjarins. Þeir verða ekki sviknir í ár, þó að úrvalið sé minna en oft áður. Myndirnar koma frá Ind- landi Noregi, Spáni, Mexíkó, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum en bandarískar myndir eru nokkuð áberandi. Allt eru þetta nýjar eða nýlegar myndir. Margar eru eftir virta leikstjóra og hafa hlotið verðlaun á hinum ýmsu kvik- myndahátíðum. Heftig og begeistret, heimild- armynd um karlakór, var t.d. val- in besta mynd í Noregi. Goya eft- ir Carlos Sauras var með bestu kvikmyndatökuna á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2000. Tryllirinn Harry, un ami qui vous veut u bie var í aðalkeppni Cann- es í fyrra og aðalleikarinn valinn bestur á evrópsku verðlaunun- um. Die Stille nach dem Schuss var valin besta evrópska myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaun- unum og aðalleikkonurnar fengu Silfurbjörninn í Berlín. Gaman- myndin Pane & Tulipani fékk fimm eftirsóttustu ítölsku verð- launin auk besta leikara á þeim evrópsku. Mynd Wayne Wang, Center of the World, var í aðal- keppni Cannes í vor, sem og The Man Who Wasn’t There en Joel Coen var valinn besti leikstjórinn fyrir hana. Pollock eftir Ed Harr- is fékk Óskar fyrir leikkonu í aukahlutverki í vor og svona mætti léngi telja. Hátíðin hefst í kvöld í Laugar- ásbíói með sýningu Monsoon Wedding eftir indverska leik- stjórann Mira Nair. Hún hlaut Gulljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum s.l. haust. Það kom mörgum á óvart þar sem hún var ódýr í framleiðslu og tekin með handheldum vélum á aðeins mán- uði. Framleiðandi myndarinnar, Caroline Baron og handritshöf- undurinn Sabrina Dhawan eru gestir hátíðarinnar og kynna verk sitt fyrir áhorfendum í kvöld. Annar gestur er norski leik- stjórinn Peter Næss, sem gerði myndina Elling. Hún er framlag Norðmanna til Óskarsverðlaun- anna í ár. Elling er vinsælasta mynd, sem hefur nokkurn tím- ann verið sýnd í Noregi en 700 þúsund manns hafa séð hana. Næss verður viðstaddur frum- sýningu hennar 16. nóvember en það er í fyrsta sinn sem hún er sýnd utan Noregs. ■ THE MAN WHO WASN'T THERE Billy Bob Thornton, sem hárgreiðslumaðurinn Ed Crane, og Frances McDormand, sem lífsleið kona hans, í nýjusta mynd Coen- bræðra. Hún verður sýnd á Kvikmyndahétíð i Reykjavik. HÁSKÓLABÍÓ ÁLFABAKKA Jriifyi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.