Fréttablaðið - 12.11.2001, Side 13

Fréttablaðið - 12.11.2001, Side 13
A \ MÁNUDAGUR 12. nóvember 2001 FRÉTTABIAÐIÐ Osama bin Laden: „Bandaríkin geta aldrei náð mér lifandi ii ISLAMABAD.PAKISTAN.AP Osama bin Laden segist hvergi hafa komið nærri miltisbrandstilfellunum sem komið hafa upp í Bandaríkj- unum. „Við vitum ekkert um neinn miltisbrand," sagði hann og hló, aðspurður um þátt hans í árásunum. Þetta kemur fram í viðtali sem pakistanskur blaða- maður tók við bin Laden nýlega. Bundið var fyrir augun á blaða- manninum þar til honum var ekið í um 5 klukkustundir frá Kabúl, höfuðborg Afganistan, á kaldan áfangastað þar sem hann ræddi við bin Laden í tvær klukku- stundir. „Bandaríkin munu aldrei ná mér lifandi," sagði bin Laden einnig í viðtalinu, sem birt var í gær. „Það er hægt að gera út af við mig en ekki takmark mitt,“ sagði hann. „Við munum berjast við hlið Mullah Omar [leiðtoga talibana] til síðasta blóðdropa." í viðtalinu játar bin Laden í fyrsta skipti aðild sína að hryðjuverk- unum á Bandaríkin. „Tvíburat- urnarnir voru lögmæt takmörk, þeir studdu efnahagsveldi Bandaríkjanna," sagði hann. ■ BIN LADEN Bin Laden segist hvergi hafa komið nærri miltisbrandstil- fellunum sem komið hafa upp í Bandaríkjunum. Flutningur íjár- heimilda of mikill Alþingi á að taka ákvarðanir um ráðstafanir fjár, áður en stofnað er til skuldbindinga, nema um ófyrirséða atburði sé að ræða. Stjórnarskrá- in leggur bann við greiðslum úr ríkissjóði án heimildar í íjárlögum. Vilji á Alþingi til að virða betur fjárstjórnarvaldið. Enn stofnanir sem fara fram úr fjárveitingum. FJÁRAUKAIACAFRUMVARP „Megin- hugmynd fjárlaganna er sú að Al- þingi fari með fjárstjórnarvald og að öllu jöfnu ætti að taka ákvarð- anir um ráðstafanir fjár, áður en stofnað er til skuldbindinga,“ seg- ir Sigurður Þórðarson, ríkisendur- skoðandi. „Á þeirri meginreglu eru þó undantekningar, ef um ófyrirséða atburði, slys og annað því líkt, er að ræða, sem krejast úrlausnar þegar í stað.“ Sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um útgjaldastýringu ríkisins, kemur fram að í stjórnarskránni sé lagt bann við greiðslum úr rík- issjóði án heimildar í fjárlögum, en ekki hafi verið litið svo á að það bann væri algilt. Talið hafi verið að framkvæmdavaldið hefði svig- rúm til að ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði, umfram fjárlög, og leita síðan heimilda eftirá, í fjárauka- lögum. Á síðari árum hafi þó kom- ið fram vilji til þess að fjárstjórn- arvald þingsins sé betur virt. Að sögn Sigurðar hefur agi og utan- umhald fjárreiða ríkisstofnana batnað til muna undanfarin ár. „Það er þó slæmt, að enn eru stofnanir og viðfangsefni, sem ekki hafa verið teknar ákvarðanir um, hvernig skuli vera í umfangi, og fjárveitingarnar því ekki sam- svarandi," segir Sigurður. Fjárlög ríkisins séu stjórntæki og frávikin eigi því að vera sem minnst. Reglugerð, sem hafi tekið gildi síðustu áramót hafi styrkt þá framkvæmd, þar séu heimildir til að flytja fjármuni milli ára og ætl- SIGURÐURÞÓRÐARSON Ég er sammála því, að flytja eigi fjárheim- ildir á milli ára, en spurningin er sú, hvort ekki sé orðið of mikið af því góða. ast sé til að því sé fylgt eftir. Að- spurður segir Sigurður að umræð- ur um frumvarp til fjáraukalaga 2001 og fjárlaga 2002 þurfi ekki endilega að fara saman. „Fjár- aukalagafrumvarpið 2001 á auð- vitað að f jalla um þetta ár og betra hefði verið að þær ákvarðanir sem þar, eru hefðu verið teknar fyrr á árinu,“ segir Sigurður. „Ég er sam- mála því, að flytja eigi fjárheim- ildir á milli ára, en spurningin er sú, hvort ekki sé orðið of mikið af því góða.“ arndis@frettabladid.is iningur vandamálsins er, hvort kennarar grípa inn í, hvort nemendur grípa inn í o.s.frv.," segir Olweus. „Það er einnig mikilvægt að auka hæfni kennaranna til að fást við málið. Skólinn ber lykilábyrgð og þess vegna þurfa kennarar að fræðast um það hvernig eineltið gengur fyr- ir sig og hvernig vinnum við á vandamálinu." Fræðsla um einelti og viðbrögð við því verður að vera þáttur í grunnmenntun kennara og einnig símenntun þeirra eftir að þeir eru komnir til starfa að mati Olweus. „Skólinn hefur afneitað einelt- inu allt of lengi," segir Olweus en viðhorfið er að mati hans að breyt- ast. Hann telur skólayfirvöld um allan heim gera sér betur og betur grein fyrir alvarleika og umfangi eineltis og gildi þess að vinna með markvissum hætti gegn því. steinunn@frettabladid.is AÐGERÐAAÆTLUN OLWEUS GEGN EINELTI Skólaþrep • Könnun á umfangi og birtingu eineltis • Vinnudagur til að samræma hug- myndir • Skilvirk frímínútnagæsla • Kennslufræðilegir umræðuhópar kennara Bekkjarþrep • Kennarar og nemendur koma sér saman um fáar en skýrar reglur varð- andi einelti. • Hrós og hvatning eru mikilvægir þættir og auðveldar nemandanum að taka neikvæðri gagnrýni • Fyrirfram ákveðin viðbrögð við brot á reglum • Bekkjarfundur I hverri viku Einstaklingsþrep Ef merki sjást um einelti skal bregðast fljótt við með samtali við þann eða þá sem leggja i einelti • Viðtal við þann sem lagður er í ein- elti, nauðsynlegt er að sjá til þess að viðkomandi eigi öruggt skjól • Gera foreldrum grein fyrir stöðu mála • Þótt farsælast sé að leysa mál innan skóla, getur það verið úrslitakostur að gerandi/gerendur skipti um bekk eða jafnvel skóla, til dæmis til að leysa upp neikvæðar klíkur. ÚTSALA Tölvuleikir DVD myndir DVD tónlist Geisladiskar Leikfimispólur og margt fleira Síðumúla 37 • Sími 575-2310 Stuttar og síðar ullarkápur. Hattar, húfur. Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Góður skyndibitastaður i at- vinnuhverfi. Ársvelta 20 MKR. • Rótgróin heildverslun með sæl- gæti. 80 MKR árvelta. Mjög góð framlegð. • Sjálfsalafyrirtæki. Mikill tækja- búnaður, lítil vinna. • Hárgreiðslustofa í miðbænum. • Gott fyrirtæki í jarðvegsvinnu, hellulögn, steypusögun, kjarna- borun og múrbroti. Traust hluta- félag í eigin húsnæði. • Veitinga- og skemmtistaður á Höfn í Hornafirði. Eigið húsnæði. • Stór og vinsæll pub í miðbæn- um. Mikil velta. • Sólbaðsstofa á ótrúlega lágu verði af sérstökum ástæðum. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup. • Bón & þvottabíllinn. Sniðugt fyr- irtæki í bílaþrifum. Lítil fjárfest- ing. Aðveld kaup. • Söluturn á Akureyri. Lottó, video og grill. Ársvelta 20-24 MKR. Auðveld kaup. • Verslun, bensínssala og veitinga- rekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Mjög góður rekstur. Árs- velta 160 MKR. • Falleg lítil blómabúð í Breiðholti. Mjög einfaldur og öruggur rekst- ur. Auðveld kaup. • Söluturn með bílalúgum, grill og video. 6,5 MKR mánaðarvelta. • Unglingafataverslun í Kringlunni. 2 MKR mánaðarvelta. Auðveld kaup. • Kjötvinnslufyrirtæki sem er í miklum vexti. Ársvelta nú um 100 MKR. Meðeign eða samein- ing kemur vel til greina. • Sérverslun á Djúpavogi. Eigið húsnæði á besta stað. 20 MKR ársvelta. • Lítið verktakafyrirtæki sem star- far nær eingöngu á sumrin. Fast- ir viðskiptavinir, stofnanir og stórfyrirtæki. Hagnaður 7-8 MKR á ári. • Gömul og þekkt heildverslun með byggingarvörur og búsá- höld. 30 MKR ársvelta. Góð framlegð. • (s og videosjoppa í Grundarfirði. Miklir möguleikar. • Þekkt bílabónstöð með 15 MKR ársveltu. Stórir viðskiptavinir í föstum viðskiptum. Gott hús- næði, ný tæki. • Húsgagnaverslun með mjög gott umboð. Auðveld kaup. • Gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 herbergi. 20 MKR ársvelta. • Öflugt og mjög þekkt verslunar- fyrirtæki í vefnaðarvöru með 175 MKR ársveltu. Heildsala, smásala og sterkt á stofnanamarkaði. • Kjörbúð í Reykjavík. 40 MKR ársvelta. Rótgróin verslun í gömlu hverfi. • Djásn og Grænir Skógar. Verslun við Laugaveginn, heildsala og netverslun. Gott fyrirtæki og mikil tækifæri. • Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði. • Stór og mjög vinsæll pub í út- hverfi. Einn sá heitasti í borginni. • Traust verktakafyrirtæki í jarð- vinnu. 80 MKR ársvelta. Mjög góð verkefnastaða næstu tvö ár. • Einn þekktasti pizza staður borgarinnar. 4 MKR mánaðar- velta og vaxandi. Auðveld kaup. • Höfum til sölu nokkrar heild- verslanir í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 150- 350 MKR. Einnig stór verslunar- fyrirtæki sem sum stunda einnig heildverslun. • Skyndibitastaðurinn THIS í Lækj- argötu (áður Skalli). Nýlegar inn- réttingar og góð tæki. • Rótgróin innflutningsverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðn- aðinn. Ársvelta 165 MKR. Góður hagnaður. • Góð videósjoppa i Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 895 8248

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.