Fréttablaðið - 12.11.2001, Síða 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
12. nóvember 2001 MÁNUDAGUR
Þrír Evrópuleikir um helgina hjá íslenskum liðum:
Barcelona í
miklu stuði
OFJARLAR
Þrátt fyrir að eiga góða spretti og skora 29 mörk á útivelli töpuðu Haukar allhressilega
fyrir Börsungum.
HEIL UMFERÐ f GÆR
KR vann Skallagrím 77-74, UMFN vann
Stjörnuna 64-92, Grindavik vann Keflavík
105-99, Haukar unnu Breiðablik 58-55,
Tindastól vann ÍR 85-92 og Þór A. og
Hamar gerðu 102-102 jafntefli.
EPSON-PEILDIN
Lið Leikir U J T Stig
KR 6 6 0 0 524:469 12
Keflavík 6 4 0 2 559:510 8
UMFN 6 4 0 2 508:462 8
Grindavík 6 4 0 2 544:519 8
Tindastóll 6 4 0 2 479:481 8
Þór A. 6 3 1 2 547:538 7
Haukar 6 3 0 3 445:462 6
Hamar 6 2 1 3 544:562 5
|R 6 2 0 4 492:505 4
Breiðablik 6 2 0 4 482:498 4
Skallagrímur 6 1 0 5 444:477 2
Stjarnan 6 0 0 6 419:504 0
handbolti Haukar, HK og Fram
spiluðu öll Evrópuleiki um helg-
ina. Á laugardaginn mætti HK
Porto í Evrópukeppni bikarhafa í
Digranesi. Úrslitin voru Portúgöl-
unum í hag, 24-29. í hálfleik voru
þeir tveimur mörkum yfir, 14-16.
HK á því erfiðan leik fyrir hönd-
um í Portúgal. Vilhelm Gauti
Bergsveinsson var markahæstur
hjá HK með sjö mörk. Jaliesky
Garcia skoraði sex mörk og þjálf-
arinn Valdimar Grímsson fimm.
Þetta var fyrsti Evrópuleikur fé-
lagsins.
íslands- og bikarmeistarar
Hauka mættu Barcelona í Kata-
lóníu á laugardaginn. Þetta var
þriðja umferð Evrópukeppni bik-
arhafa. Barcelona vann leikinn
39-29. Atkvæðamestur í liði
Hauka var Halldór Ingólfsson
fyrirliði. Hann skoraði fimmtán
mörk framhjá sænska landsliðs-
markverðinum Thomas Svensson
en á heildina litið var það mjög
hraður leikur og fimi Barcelona,
sem gerði út af við Hauka.
í gærkvöldi mætti Fram síðan
Frökkunum í Paris Saint Germain
í þriðju umferð Áskorendabikars-
ins í handknattleik. Gunnar Berg
Viktorsson er leikmaður hjá PSG
og spilaði með sínum mönnum í
Framhúsinu í gærkvöldi. Frakk-
arnir unnu leikinn 26-22. ■
Ipswich - Bolton
tnski bolfinn kl. 15.55
L.A. Clippers - New York Knicks
NBA kl. 20.30
mán Charlton - West Ham
kl. 19.55
www.syn.is
eða í síma 515 6100
^^28^34; 37;
Jókertölur
laugardags
5 0 8 7 7
AnAIT/SlllR 1
AÐALTÖLUR
1 j 4 ) 10
11)3!)
BÓNUSTÖLUR |
/i*í\ Alltaf á s
ZZJ ZZ/ m'övikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
9 5 3 5 3
Upplyslngar
isfma 580 2525
Textavarp ÍÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
10.11.2001
TÉKKNESKT TAP
Tékkneski leikmaðurinn Vratislav Lokvenc skallar aukaspyrnu Belgans Sven Vermant frá í leik liðanna á King Baudouin vellinum í Brussel á laugardag.
Belgar sigruðu með einu marki gegn engu.
Löng leið að HM
Fyrri leikir í umspili um fimm laus sæti á HM 2002 fóru fram á laugardag. Þýskaland gerði jafn-
tefli en Irland, Slóvenía, Belgía og Tyrkland unnu sína leiki.
knattspyrna Það er óneitanlega
niðurlægjandi fyrir Þjóðverja ef
þeir komast ekki í úrslitakeppn-
ina um heimsmeistaratitilinn í
Japan og Suður-Kóreu á næsta ári.
Þeir hafa þrisvar sinnum orðið
heimsmeistarar, síðast á Ítalíu
1990, og aldrei mistekist að kom-
ast í úrslitakeppnina í 15 skipti.
Þeir þurftu að hafa mikið fyrir 1-
1 jafntefli á móti Úkraínu í um-
spili um laust sæti í Kiev á laugar-
dag.
Tæplega 84 þúsund manns
mættu þar á völlinn. Henadiy Zu-
bov skoraði fyrsta mark leiksins á
18. mínútu en Michael Ballack
jafnaði fyrir Þýskaland stuttu
seinna. Þjóðverjar lentu í umspil-
inu eftir 5-1 tap fyrir Englandi í
byrjun september og að lenda í
öðru sæti í riðlinum. Úrslitin gefa
þeim forskot á Úkrani fyrir seinni
leikinn í Dortmund á miðvikudag-
inn.
írland lenti ekki í vandræðum
með írani á Lansdowne Road í
Dublin. Það vann leikinn með
tveimur mörkum gegn engu. Ian
Harte skoraði úr víti og fyrirliðinn
Robbie Keane af tuttugu metra
færi. íranir áttu nokkur færi en
komust ekki framhjá markverðin-
um Shay Given. írland komst síð-
ast í úrslitakeppnina í Bandaríkj-
unum 1994. fran komst til Frakk-
lands 1998 og vakti mikla athygli
með 2-1 sigri á Bandaríkjunum.
Seinni leikur liðanna fer fram í
íran á fimmtudaginn en Keane
mun ekki spila með vegna hné-
meiðsla. Hann hefur ekki getað
spilað með liði sínu, Leeds United,
í fimm leiki vegna meiðsla.
Óvænt úrslit urðu í Ljubljana
þegar Slóvanía sigraði Rúmeníu
2-1. Rúmanir voru sigurstrang-
legri fyrir leikinn en þeir spiluðu
í úrslitakeppninni í Frakklandi og
komust í fjórðungsúrslit í Banda-
ríkjunum. Fyrsta mark leiksins
kom eftir slappt skot frá Rúman-
anum Marius Niculae, sem hrökk
af varnarmanni og yfir markvörð-
inn. Slóvanir jöfnuðu síðan með
skallamarki frá Mile Acimovic.
Rúmanir hefðu getað komist yfir
en klúðruðu færum og Milan
Osterc skoraði sigurmarkið fyrir
Slóvani.
Belgar fögnuðu sigri á Tékkum
í Brussel. Eina mark leiksins var
skorað í fyrri hálfleik af fyrirlið-
anum Gert Verheyen. Tékkar lágu
í vörn og voru orðnir nokkuð
pirraðir á sókn Belga, ef marka
má olnbogaskotið sem Tomas
Repka gaf Belganum Bart Goor.
Ilann fékk rautt spjald fyrir vikið
og Tékkar spiluðu einum manni
færri hálfan íeikinn.
Tyrkir fóru í vel heppnaða
heimsókn til Austurríkismanna í
Vínarborg. Okan Buruk skoraði
eina mark leiksins í seinni hálf-
leik en Austurríkismenn áttu ein-
nig nokkur færi. Tyrkir voru sig-
urstranglegri fyrir leikinn því
Austurríkismenn spiluðu án níu
uppreisnargjarnra leikmanna,
sem neituðu að spila í síðasta
leiknum í riðlinum í ísrael vegna
öryggisástæðna. Liðin spila aftur
á miðvikudag. ■
1. deild kvenna:
Fyrsta tap
Stjörnunnar
handbolti Þrír leikir fóru fram í 1.
deild kvenna í handbolta um helg-
ina en fresta þurfti þeim fjórða,
milli KA/Þórs og FH. Á laugardag-
inn voru það Grótta/KR og Víking-
ur annarsvegar og Haukar og Val-
ur hinsvegar, sem áttust við.
Grótta/KR vann Víking glæsilega
20-19 eftir að hafa verið 8-13 undir
í hálfleik. Amela Hegic skoraði 11
mörk fyrir Gróttu/KR. Á Ásvöllum
unnu Haukar Val 23-18. Inga Fríða
TVyggvadóttir skoraði 9 mörk, þar
af 3 úr vítum, fyrir Hauka.
1. PEILP KVENNA
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Stjaman 7 5 1 1 167:146 11
Ibv 6 5 0 1 131:105 10
Haukar 6 4 0 2 145:103 8
Grótta/KR 5 3 1 1 99:91 7
Valur 5 1 2 2 101:100 4
FH 5 2 0 3 98:109 4
Víkingur 6 2 0 4 100:119 4
Fram 6 1 0 5 115:155 2
KA/Þór 4 0 0 4 74:102 0
í gær fór síðan fram leikur ÍBV
og Stjörnunnar. Honum var
frestað um einn dag og Stjarnan
komst til Eyja í gær. ÍBV vann
leikinn 26-24 og er þetta fyrsti
ósigur Stjörnunnar í vetur.
Theodora Visockaite skoraði 9
mörk fyrir ÍBV en Ragnheiður
Stephensen í Stjörnunni skoraði
14.1
1. deild karla:
Þórvann
í Eyjum
HANDBOLTI Tveir leikir fóru fram í
1. deild karla í handbolta um helg-
ina. Grótta KR sótti Val heim á
föstudaginn og Þór ÍBV í gær. Þór
burstaði ÍBV 31-24. Páll V.
Gíslason skoraði níu mörk fyrir
Þór, Petras Raupenas 10 fyrir IBV
og Mindaugas Andriuska níu.
Sigurður Bragason hjá ÍBV fékk
rautt spjald fyrir brot í lok fyrri
hálfleiks. Valur vann leikinn ör-
ugglega á föstudaginn með fimm
marka mun, 30-25. Bjarki Sigurðs-
son og Markús Máni Mikaelsson í
,1. PEILD KARLA
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Haukar 7 7 0 0 192:165 14
Valur 7 6 1 0 199:166 13
Þór A. 7 5 1 1 195:176 11
Grótta/KR 7 4 0 3 178:185 8
KA 7 3 1 3 175:167 7
UMFA 7 3 1 3 163:163 7
ÍR 7 3 1 3 154:162 7
FH 7 2 2 3 178:174 6
HK 7 2 2 3 191:190 6
Selfoss 7 3 0 4 189:189 6
Stjarnan 7 2 1 4 168:176 5
ÍBV 7 2 0 5 183:207 4
Fram 7 0 3 4 163:176 3
Víkingur 7 0 1 6 153:185 1
Val skoruðu átta mörk hvor og Sig-
fús Sigurðsson skoraði sjö. Jóhann
Samúelsson var markahæstur í
Gróttu/KR, skoraði sex mörk. Vals-
menn eru enn taplausir á leiktíð-
inni og sitja í öðru sæti. ■