Fréttablaðið - 14.11.2001, Side 2

Fréttablaðið - 14.11.2001, Side 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN RÉTTMÆT HÓTUN Boðaðar verkfallsað- gerðir, sem flugum- ferðastjórar aflýstu í fyrrakvöld, virðast hafa átt lítilli samúð að mæta meðal kjósenda á visi.is. Var rétt að hóta lögum á verkfall flugumferðarstjóra? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is l’IM .... 16 % Spurning dagsins í dag: Finnst þér gagnrýni sjálfstæðismanna á fjármögnun og rekstur Línu.Net eiga við rök að styðjast? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun ___ _______ Sjúkraliðadeilan: Viðræður stranda á launalið kjarapeila Fundi sjúkraliða og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan tvö í gærdag hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í gærdag. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara þokaðist lítið í samningsátt og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan 14 á fimmtudag. Stuttur fundur var í gær milli sjúkraliða og launanefndar sveitarfélaga og hefur nýr fundur verið boðaður á miðvikudag í næstu viku. Að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags ís- lands, strönduðuð viðræður á launalið kjarasamningsins og var ákveðið að fresta fundi fram á fimmtudag af þeim sökum. Krist- ín sagði að viðræður gengju ágæt- lega og að aðrir þættir samnings- ins væru farnir að skýrast. Hún sagði að enn ætti eftir að ræða nánar hugsanlega prósentuhækk- un launa og að viðræðurnar nú snerust fyrst og fremst um út- færslu á launalið. Þriggja daga verkfalli sjúkraliða lýkur á mið- nætti í kvöld og er annað verkfall boðað að tólf dögum liðnum. ■ —♦— Ægir dró Núp BA á flot: Skipið komið til hafnar skipsstranp Búið er að bjarga línubátinum Núpi BA, sem strand- aði við Vatneyri á laugardags- morgun, frá strandstað. Varðskip- ið Ægir dró skipið á flot og áleiðis til Patreksfjarðar en búið var að þétta vel flest göt á kili þess. Dæl- ur um borð sáu um að dæla sjó frá borði. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði gekk sjóferðin vel og kom skipið til hafnar upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. ■ [lögreclufréttirI veimur erlendum ferðamönn- um var komið til bjargar á Kaldárdalsheiði um hálf sex leytið í gærdag. Fólkið hafði far- ið á Uxahryggi og Kaldárdal á fólksbifreið en að sögn lögregl- unnar á Selfossi er umferðar- merki á svæðinu sem segir til um það að vegurinn sé lokaður fyrir umferð. Ferðamennirnir, kona og karlmaður, náðu að koma sér í skjól í neyðarskýli og gera vart við sig í gegnum neyðartalstöð sem þar var að finna. Til aðstoðar var síðan send björgunarsveitin Tintron frá Grímsnesi. Að sögn lögreglu amaði ekkert að fólkinu þegar björgunarsveitarmenn náðu til þeirra en það var orðið kalt og hrakið. Ferðamönnunum var síð- an komið til byggða og einnig bifreiðinni sem þeir var á. ■ 2 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR Erient vinnuafl: Fyrirtækið hefur brotið af sér áður utanpagskrárumræpa Fyrirtækið sem staðið var að því fyrir helgi að ráða níu Litháa til starfa án at- vinnuleyfis hefur áður verið stað- ið að því að ráða útlendinga til vinnu án þess að sækja um at- vinnuleyfi fyrir þá. Þetta kom fram í máli Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær um erlent vinnuafl. „Við þekkjum auðvitað dæmi þess að fólk sé flutt inn sem ferða- menn og vinni því hérna neðan- jarðar við ömurlegar aðstæður" sagði Guðrún Ögmundsdóttir sem hóf umræðurnar. Hún lýsti efa- semdum um ágæti núverandi fyr- irkomulags við veitingu vinnu- leyfa og spurði: „Erum við kanns- ki að komast að þeim tímamótum að atvinnuleyfin eigi ekki að vera í höndum vinnuveitenda sjálfra og þar af leiðandi vinnuafl í forsjá hans heldur skoða hugmyndir um miðlæga vinnumiðlun hérlendis í nánu samstarfi við vinnumiðlanir í öðrum löndum." GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Lýsti áhyggjum af því að islendingar nýttu sér fátækt og neyð útlendinga. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði málið sæta opinberri meðferð og ekki vera á forræði félagsmálaráðuneytisins. Hann sagði þó að ef um refsivert athæfi væri að ræða bæri að taka á því af fullri hörku. Sagðist hann hafa beðið Vinnumálastofnun og ASÍ um að vakta hvort grunur væri um leyfislausa starfsmenn. ■ Orkuveitcin eykur hlut sinn í Línu.neti I gær var samþykkt bæði í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í borgarráði að Orkuveitan nýtti sér forkaupsrétt á hlutabréfum í fjarskiptafyrirtækinu Línu.neti. Kaupin hljóða upp á 450 milljónir en nafnvirði hlutarins er 150 milljónir. viðskipti Stjórn Orkuveitu Reykja- víkur samþykkti í gærmorgun að kaupa hlutafé í Línu.neti fyrir 450 milljónir króna og nýta þar með forkaupsrétt sinn. Hluturinn er að nafnvirði 150 milljónir en er A keyptur á genginu 3. Alls á að bjóða út 350 milljónir að nafnvirði í Línu.neti, en kaup- in voru einnig sam- þykkt í borgarráði í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórn Orkuveit- unnar greiddu at- kvæði gegn kaup- unum og færðu mótmæli til bókunnar þar sem þeir segja rekstr- arstöðu Línu.nets Fulltrúar R- lista segja málflutning sjálfstæðis- manna vill- andi og ruglað saman skuld- um og eign- um Tetralínu ehf. við fjár- festingar Orkuveitunnar í Línu.neti. —♦— mjög bágborna, með skuldir upp á tæpa 2 milljarða og veltufjárhlut- fall upp á 0,34. Þá sögðu þeir áætl- anir um viðsnúning í rekstrinum lítið sem ekkert rökstuddar og for: sendur ótryggar. í mótbókun fulltrúa R-lista segir að málflutningur sjálfstæðismanna sé villandi og rugl- að saman skuldum og eignum Tetra- línu ehf. við fjár- festingar Orku- veitunnar í Línu.neti. „Nú er gengið allt í einu orðið 3 og það veit enginn af hverju það er,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, en hann á sæti í stjórn Orkuveit- unnar. „Það er einhver sem býr til VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Vilhjálmur vildi árétta að hann væri alls ekki mótfallinn sölu Perlunnar, en vildi hins vegar ekki taka þátt i sýndar- mennsku ætlaða til að slá ryki í augu fólks. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í gærmorgun að nýta sér forkaupsrétt að hlutabréfum í Línu.neti og voru kaupin svo samþykkt í Borgar- stjórn síðar um daginn. þetta gengi á skrifstofu Orkuveit- unnar," sagði hann og taldi for- svarsmenn R-lista reyna að slá ryki í augu fólks þegar kæmi að málefnum Línu.nets. „Kjarni málsins er gríðarlegur rekstrar- vandi fyrirtækisins," sagði hann. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitunnar og Línu.nets, segir útboðið vera hluta af loka- fjármögnun fyrirtækisins. „Fjárþörf Línu.nets er 6 til 700 milljónir og þess vegna er farið í þetta útboð. Við erum bara að ljúka fjármögnuninni," sagði hann og bætti við að eftir ætti að koma í ljós hvort aðrir hluthafar í fyrirtækinu nýttu sér einnig forkaupsrétt sinn. „Síðan er náttúrulega verið að vinna líka í lánamálum. Ég er mjög bjart- sýnn núna að okkur takist að ljúka þessari fjármögnun þannig að Lína.net geti farið að snúa sér að rekstrinum og að því að selja meira.“ Alfreð segir gengið ákvörðunaratriði hverju sinni. „Þetta er sama gengi og starfs- menn keyptu upphaflega á, þan- nig að ekki er farið niður fyrir það,“ bætti hann við. oli@frettabladid.is Flugumferðarstjórar: Verður að endurskoða verkfallsréttinn kjaradeila Sturla Böðvarsson, samgönguráðheri’a segir að end- urskoða verði verkfallsrétt flug- umferðarstjóra enda sé ekki upp á það bjóðandi fyrir flugumferðar- stjórn á svæðinu og þá samninga sem íslensk flugmálayfirvöld hafa gert við Alþjóða flugmála- stofnunina aó flugumferðarstjór- ar geti farið í verkfall með skömmum fyrirvara og valdið miklum skaða. Hann segir þó ekki ljóst hvað eigi að koma í staðinn en segir að menn verði að fara yfir það í sameiningu. Sturla segir að ekki sé nokkur vafi á því að ísland hefði orðið fyrir miklum álitshnekki gagn- vart Alþjóða flugmálastjórninni hefði flugumferð raskast vegna verkfalls flugumferðarstjóra. „Það er mikil ábyrgð sem við tök- um á okkur með því að stjórna flugi yfir þessu stóra hafsvæði. Við verðum að standa undir þess- ari ábyrgð." Nokkuð hefur verið rætt um hvort stéttarfélög séu of gjörn á að boða verkfall og segir Sturla að það verði að meta hver- ju sinni. „Það er alveg ljóst að ef flugumferðarstjórar hefðu skellt á verkfalli hefðu þeir metið stöð- una mjög ranglega miðað við þær aðstæður sem nú eru og sýnt að verkfallsvopninu er stundum beitt óhóflega." Flugumferðarstjórar aflýstu boðuðu verkfalli sínu í fyrrakvöld eftir að þeir höfðu átt fund með forsætisráðherra þar sem hann boðaði að þeir yrðu sviptir verk- fallsrétti varanlega féllu þeir ekki frá verkfalli. ■ STURLA BÖÐVARSSON Það varð að taka fast og ákveðið á málinu. Stjórnin sammála um að verkfall væri óásættanlegt. mk.'k Vit %

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.