Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.11.2001, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR Mannanafnanefnd fellir úrskurð: Christine og Niels hafnað fólk Mannanafnanefnd hefur hafnað nöfnunum Christine og Niels á þeim grundvelli að þau teljist ekki rituð í samræmi við al- mennar ritreglur íslensks máls og að ekki teljist vera hefð fyrir slík- um rithætti. Nöfnin Jóndór, Marthen og Annía fengu hins vegar náð fyrir augum nefndarmanna og verða færð á mannanafnaskrá. Viðkomandi fund mannanafna- nefndar sátu formaðurinn Andri Árnason ásamt Guðrúnu Kvaran og Margréti Jónsdóttur. ■ FLUGMÁLASTJÓRN Flugmálastjórn fær aukin úrræði til að fylg- ja eftir niðurstöðum eftirlits hennar. Loftferðalög: Eftirlitsvald og úrræði Flugmála- stjórnar aukin alþingi „Efni þessa frumvarps sem hér er til umræðu er víðtækt en hefur það meginmarkmið að auka flugöryggi og flugvernd og tryggja að Flugmálastjórn hafi yfir að ráða nauðsynlegum úrræð- um til að eftirlit hennar beri til- ætlaðan árangur", sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpi um breytingar á flugferðarlögum á Alþingi í gær. Sturla sagði helstu nýmælin í nýju lögunum vera þau að eftir- litsvald Flugmálastjórnar væri aukið frá því sem nú er og aukið við úrræði stofnunarinnar við að knýja fram ákvarðanir í flugör- yggismálum. Þar mætti nefna að Flugmálastjórn fengi vald til að leggja á dagsektir og féheimildir á eftirlitsskylda aðila í líkingu við heimildir Samkeppnisstofnunar og Fjármálaeftirlits. Þá væru flugvellir og flugstöðvar gerðir leyfisskyldir og féllu undir eftirlit Flugmálastofnunar. ■ —♦— Fastanefnd ESB opnar vef: Á að tryggja flæði upplýsinga vlfurinn „Þetta er þjónusta sem Evrópusambandið veitir íslend- ingum í upplýsingaleit um mál- efni ESB“, segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, upplýsingafull- trúi fastanefndar framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins til Noregs og íslands um vef sem settur hefur verið upp á íslensku og er hugsaður sem þungamiðja í upplýsingaveitu fastanefndarinn- ar á íslensku. „Þetta er gert til þess að tryggja upplýsingaflæði til íslendinga um stofnanir ESB og það sem er að gerast á vett- vangi Evrópusambandsins enda er Island eitt nánasta samstarfs- land Evrópusambandsins.“ ■ 265 lík fundin á slysstað í New York: Engar vísbendingar um skemmdarverk new york. ap Eftir að hafa hlustað á hljóðupptökur úr stjórnklefa Airbus A300 flugvélarinnar sem fórst í New York á mánudaginn, telja öryggismálayfirvöld í Bandaríkjunum mestar líkur á því að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. „Þarna eru engin aukahljóð eða athafnir sem við teldum ekki tengdar eðlilegu flugumhverfi," segir George Black, sem hefur með rannsónk slyssins að gera. Hins vegar bætti hann því við að þau gögn, sem rannsakendur hafa í höndum sínum, útiloki heldur ekki skemmdarverk. „Við ætlum ekki að útiloka þann möguleika fyrr en rannsóknin er komin miklu lengra áleiðis en þetta, en sem stendur eru engar vísbend- ingar um það,“ sagði hann. Flest bendir til að um vélarbil- un hafi verið að ræða í vinstri hreyfli þotunnar, en stutt er síðan hann var yfirfarinn. Hreyflar af gerðinni CF6-80C2, sem m.a. eru notaðar í Airbus A300 flugvélarn- ar, hafa átt til að bila og jafnvel springa og hefur athygli beinst SORG í NEW YORK Allt að 269 manns gætu hafa farist í flugslysinu í Queens hverfi í New York. 251 farþegi var um borð í vélinni, niu manns voru í áhöfn og níu manns er saknað á jörðu niðri. 265 lík hafa nú þegar fundist á slysstað. sérstaklega að þeim frá því vorið leðingum. Þess má geta að sams 2000. Stundum hafa málmhlutir konar hreyflar eru í einkaþotu þeyst úr þeim með alvarlegum af- Bandaríkjaforseta. ■ Frumvarp samgönguráð- herra: Sumt orkar tvímælis loftferðalög „Samgönguráð- herra stígur þarna skref sem hann ætlar að auki flugöryggi og við skulum vona að svo sé“, seg- ir Friðrik Þór Guðmundsson, sem ásamt öðrum hefur gagn- rýnt fyrirkomulag flugöryggis- mála í kjölfar Skerjafjarðar- slyssins, um lagafrumvarp sam- gönguráðherra um loftferðalög. „Sumt orkar þó tvímælis. T.d. er ástæða til að hafa áhyggjur af ákvæðinu um sviptingarúrræði. Það sem þarf er ekki þyngri vöndur heldur sanngjarnt og stöðugt eftirlit.“ ■ —♦— Endurskoðun jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga: Styttist í tillögur STJórnsýsla Magnús Stefánsson segir að nefnd um endurskoðun á lögum um jöfnunarsjóð sveitar- félaga sem hann veitir forystu stefni að því að leggja fram reglugerðarbreytingar um starf- semi sjóðsins í desember n.k. Hann segir að lagabreytingar sem nefndin kunni að leggja til verði lagðar fram í janúar að loknu jólahléi þingsins. Upphaf- lega var stefnt að því að nefndin skilaði af sér í september en starfið hefur dregist af ýmsum ástæðum. ■ Einungis gerðar bráðaaðgerðir Á venjulegum haustmánuði eru gerðar um 1000 aðgerðir á skurðstofum Landspítalans. Á þessu hausti ganga skurðstofurnar hins vegar á hálf- um afköstum vegna verkfalls sjúkraliða þannig að einungis er hægt að gera um 500 aðgerðir á mánuði. Þetta þýðir að eingöngu eru gerðar bráðaaðgerðir og biðlistarnir lengjast á meðan. VERKFALL SJÚKRALIÐA Verkfall sjúkraliða hefur gríðarleg áhrif á afköst á skurðdeildum Landspít- ala háskólasjúkrahúss. í venju- legu ári er gangur aðgerða þannig að segja má að deildirnar gangi á 100% afköstum átta mánuði á ári, þ.e. frá upphafi árs til maíloka að undanskildum tveimur vikum kringum páska þar sem afköst fara niður í 50%. Yfir sumarmánuð- ina þrjá fara af- köstin aftur niður í 50% og einnig frá miðjum desember fram til áramóta. í venjulegu verkfallalausu ári er heildarfjöldi að- gerða yfir árið um 10.000 þannig að í hverjum mánuði á fullum af- köstum eru gerðar um 1000 að- gerðir á mánuði. Jónas Magnús- son prófessor á LSH segir sjúkra- liðaverkfallið setja verulega strik í reikninginn. „Við erum á 50 til 60 prósent afköstum núna meira og minna allt haustið," segir hann. „Og þetta er einmitt framleiðslu- tíminn. Hver skurðstofa kostar 30 til 40 milljónir og allt annað fólk er í vinnu. Þetta bitnar náttúru- lega allt á sjúklingunum," segir Jónas. „Bráðaaðgerðirnar eru alltaf gerðar en biðlistaaðgerðirn- ar fara allar út.“ Jónas segir eðli- legt að biðlistar lengist á sumrin en séu svo teknir niður er haustar. Nú sé staðan hins vegar þannig að þeir haldi áfram að lengjast. „Við erum núna með eitthvað í kring- um 400 liðskipti sem bíða,“ nefnir Jónas sem dæmi. „Það er ekki mikil reisn yfir rekstrinum hvað varðar biðlista- •—♦—‘ „Það er ekki mikil reisn yfir rekstrinum hvað varðar biðlistaað- gerðir." —♦— HÆGT AÐ EYÐA BIÐLISTUM Jónas Magnússon prófessor á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að hægt væri að klára alla biðlista á stuttum tíma ef sjúkrahúsin hefðu nægilegt rekstrarfé. aðgerðir eða valþjónustu, sem við köllum. Hún lætur alltaf í minni pokann fyrir bráðatilfellunum," segir Jónas því ef ekki vanti sjúkraliða þá vanti kannski hjúkr- unarfræðinga. „Fólkið sem getur beðið fær þá bara að bíða.“ Jónas segir sjúkrahúsið hafa aðstöðu til að klára biðlistana á til- tölulega stuttum tíma ef hægt væri að nýta skurðstofurnar að fullu. „Það er sorglegast við þetta. Við gætum tekið biðlistana niður um 50 til 60 % á einu ári og suma gætum við alveg látið hverfa. Ef við ynnum að fullum krafti í þeim skurðstofum sem eru til þá tæki okkur svona eitt og hálft ár að eyða öllum biðlistum." steinunn@frettabladid.is Verðbólguspár greiningardeilda: SPRON les rétt í framtíðina fjármál Það hefur vakið athygli að spá viðskiptastofu SPRON um verðbólguþróun milli mánaða hefur reynst rétt fyrir fjóra af síðustu fimm mánuðum. Á sama tíma hafa spár stærri greiningar- deilda Búnaðarbankans, Lands- bankans og íslandsbanka oftar ekki reynst víðs fjarri réttri nið- urstöðu. Viðskiptastofa SPRON var t.a.m. ein um. aðu spá 0,4% hækkun neysluverðsvísítöltr á milli október og nóvember. Aðrar greiningardeildir voru bjartsýn- ari og spáðu á bilinu 0-0,20% hækkun. Aðeins í ágúst þegar lottóverðbólgan svonefnda kom flestum í opna skjöldu var Lands- bankinn nær réttri niðurstöðu. „Við leggjum okkur fram í hverjum mánuði en berum okkur ekki sérstaklega saman við spár annarra í þessu efni,“ segir Arn- ar Bjarnason, framkvæmdastjóri SPRON Viðskiptastofa SPRON er ekki stærsta greiningardeildin, en hefur samt oftast rétt fyrir sér. Viðskiptastofu SPRON. Hann nefnir meðal annars viðskipta- vakt sparisjóðsins með húsbréf- um sem ástæðu þess að mikil- vægt sé vanda til spádóma um verðbólguþróun. Ölvaður ökumaðu^L Mjóddinni: Okutan í fjóra bíla lögreglumál Ölvaðui' ökumaður ók utan í þrjá bíla í Mjóddinni um fjögurleytið í gærdag. Vegfarend- ur reyndu að stöðva för konunnar sem er á fimmtugsaldri en tókst ekki. Hún ók þá sem leið lá eftir Reykjanesbraut og aftan á kyrr- stæðan bíl á rauðu ljósi við Álfa- bakka. Farþegar í bílnum, sem konan ók á, kvörtuðu undan eymslum í hálsi og baki. Konuna sakaði ekki og var hún flutt í fangageymslur. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.