Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 10
FRETTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDACUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilssson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson Sigurjón M. Egilssson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: fsafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS~[ E-PILLUR Bréfritari vill flokka sígarettur með ávana- og fikniefnum. Fangelsum fíkniefnasala Diddi Begg sknfar__ Ég vil byrja á því að þakka fyrir frábært blað sem ég fæ á hverj- um morgni frítt inn um bréfalúg- una. Fyrir skömmu las ég, í því sem kallast Hraðsoðið, viðtal við einhverp æskulýðsfrömuð úr Hafnarfirði. Þar kom fram hvernig söluturnar eða sjoppur standa að tóbakssölu þar í bæ og eitthvað ræddi hann um hvaða refsingum eigi að beita ef þær selja unglingum undir 18 ára aldri óþverran. Þessar refsingar hafa oft komið til tals á undan- förnum dögum og þá er rætt um að ef sjoppurnar brjóti af sér einu sinni fái þær áminningu og ef þær geri þetta aftur missi þær söluleyfið. Eg hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Sígarettur eru flokkaðar sem ávanabindandi lyf líkt og önnur eiturlyf og óþverri. Ef einstaklingur er staðinn að því að kaupa áfengi fyrir unglinga getur hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm eða í það minnsta sekt. Sömu sögu er að segja af sölumönnum dauðans, eiturlyfja- sölunum, sem fá ekki bara áminningu heldur dóm. Hver er munurinn á þessum sölumönn- um? Mitt svar er enginn nema sjoppurnar hafa rekstrarleyfi hinir ekki. Látum jafnt yfir alla ganga. Fangelsum fíkniefnasala, hvort sem þeir selji löglegan óþverra eður ei. ■ Lægsta verð frá 27 «995 kr. 10 Að gleyma upprunanum flottheit Auðvitað hefur margoft verið bent á að betra sé að gera eitt frekar annað með sjóði lands- manna. Þetta er svo sem marg- tuggið. Samt sem áður gefast, því miður liggur mér við að segja, sí- fellt ný tækifæri til að benda á ein- kennilega forgangsröðun ráða- manna. Á sama tíma og öldruð móðir hefur beðið í tíu ár eftir að þroskaheft dóttir hennar fái inni á sambýli og á sama tíma og ekki er hægt að verða við hóflegum kröf- um sjúkraliða hika ráðamenn hvergi þegar þeir verja umdeilda ákvörðun sína um sendiráð í Jap- an. Sendiráð sem kostar margfalt meira en sambýli, sendiráð sem kostar svo mikla peninga að hægt er láta sig dreyma nær endalaust um hvað væri hægt að gera við þá. Ekki veit ég hvað mislæg gatna- mót á mótum Kringlumýrar- brautar og Háaleitisbrautar kosta. Kannski ámóta og sendiráðið. Ekki er ég í minnsta vafa hvor fram- kvæmdin er notadrýgri. Ekki er ég í minnsta vafa hvort er betra fyrir þjóðina ef tæplega 800 milljónir króna eru settar til menntunar eða heilbrigðis frekar en í eitt hús í Japan. Oft er það svo að ráðamenn virðast lifa sérstöku lífi - einsog þeir hafi gleymt hverrar þjóðar þeir eru. Flotthátturinn er stund- um slíkur að menn virðast hafa gleymt að þeir eru hluti örþjóðar. Meira að segja heyrði ég alþingis- mann hafa orð á að blessaður utan- Mál manna Sigurjón M. Egilsson skrifar um forgang '........ i ii | |..... ríkisráðherrann okkar verði að leggjast svo lágt að ferðast heims- hornanna á milli meðan starfs- bræður hans, margir hverjir, hafa einkavélar til afnota. Kannski splæsum við í einkavél fyrir ráð- herrana okkar frekar en fjölga sambýlum og frekar en gera örugg og traust umferðarmannvirki og frekar en að stytta biðlista eftir lækningu og þar með stuðla að betri heilsu og hamingju hins óbreytta borgara. Að lokum óska ég þess að allar veislur og öll fínheit í Tokyo takist vel og verði hverrar krónu virði. ■ Þorskaflinn er mun minni í kvótakerfi Eftir að kvótakerfið var sett hefur veiði á þorski dregist nokkuð saman. Sérstaka vekur athygli að eftir að frjálst framsal var heimilt hefur veiðin nánast hrunið. Meðalafli hvers árs er 125 þús- und tonnum minni eftir framsalið en var fyrir það. FISKVEIPISTJÓRNUN Þorskafli ís- lendinga var tæplega 430 þús- und tonn á árinu 1980. Eftir það fór afli minnkandi og á árinu 1983 þótti ástæða til að grípa til aðgerða, en afli þess árs var inn- an við 294 þúsund tonn. Kvóta- kerfið var sett á. Með kerfinu voru tvö markmið ráðandi. Annað var að byggja upp fiskistofnana og hitt var að fækka í flotanum. Þá þegar var ljóst að of margir bátar voru að veiðum og þess vegna varð að takmarka afla hvers og eins. Þegar skoðað er hvernig hefur til tekist kemur í ljós að þau sautján ár sem kvótinn hefur verið er meðal- þorskafli hvers árs 270 þúsund tonn en á jafnmörgum árum fyr- ir kvótann var meðalaflinn mun meiri, eða 301 þúsund tonn. Eftirtektarvert er að eftir að frjálst framsal var heimilað, það er á árinu 1990 hefur þorskafli dregist verulega mikið saman. Meðalafli tíu ára fyrir framsalið var 365 þúsund tonn en þau tíu Ýsuaflinn eftir árum í tonnum 1970 31.928 1975 36.658 1980 47.915 1983 63.889 1985 49.553 1990 66.030 1995 60.125 2000 41.698 ár sem frjálst framsal hefur ver- ið er meðalþorskaafli hvers árs 240 þúsund tonn. Þarna munar verulega miklum afla. Árið 1990 voru skráð 1.005 veiðiskip, þá eru trillur ekki meðtaldar. Á síðasta ári voru skráð 892 veiðiskip, önnur en trillur. Smábátum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og eins hafa önnur skip stækkað þannig að heildarsókn er meiri en hún var. Þannig má sjá að þau markmið Þorskaflinn eftir árum í tonnum 1970 309.577 1975 265.759 1980 428.344 1983 293.890 1985 322.810 1990 333.652 1995 202.900 2000 238.324 sem sett voru með kvótakerfinu hafa ekki náðst. Aflinn er minni og skipum hefur fjölgað. Síðasta ár fyrir kvóta, það er árið 1983, voru skráð 836 veiðiskip, önnur en trillur. Sem fyrr segir eru það 892 nú. Þá er ekkert tillit tekið til þeirra miklu breytinga sem hafa orðið á flotanum. Það er fleira fiskur en þorsk- ur. Líkt og með hann hefur afli í öðrum tegundum minnkað frá því við tökum upp kvótakerfi. Árið 1983 var ýsuaflinn tæplega 64 þúsund tonn á síðasta ári var hann hins vegar aðeins 42 þús- und tonn. Það þarf að leita aftur til ársins 1967 til að finna jafn lítinn ufsaafla og á allra síðustu árum. 1991 var ufsaaflinn rétt tæp 100 þúsund tonn, en á árinu 2000 var hann aðeins 33.000 tonn, eða einn þriðji af því sem hann var fyrir réttum áratug. Af þeirri umræðu sem hefur verið um brottkast - og það sé meira nú en áður - og þá sérstak- lega eftir að framsalið var gefið frjálst og leiguverð á kvóta sé umtalsvert má spyrja hvort og þá hversu mikið minni aflinn er nú en hann var áður. ■ Þorskaflinn 1983-2000 (17 ár í kvótakerfi) í tonnum 4.587.184 Meðal 270.000 Þorskaflinn 1967-1983 (17 ár fyrir kvótakerfi) í tonnum 5.120.721 Meðal 301.000 Þorskaflinn 10 ár eftir frjálst framsal í tonnum 2.406.663 Meðal 240.666 Þorskaflinn 10 ár fyrir frjálst framsal í tonnum 3.654.897 Meðal 365.490 —♦— „Smábátum hefur fjölgað mikið á síð- ustu árum og eins hafa önn- ur skip stækk- að þannig að heildarsókn er meiri en hún var. Þannig má sjá að þau markmið sem sett voru með kvótakerfinu hafa ekki náðst." —♦— Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur: Guðjón Guðmundsson, alþingismaður: Hvað varð um mismuninn? Má ekki vera verslunarvara fiskveidistjórnun „Mig langar að vita hvað varð um mismuninn á aflanum,“ var það fyrsta sem Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði þegar hann var spurður um við- brögð sín við minnkandi afla eft- ir að frjálst fram- sal var lögleitt. Hann sagðist vilja vita hvort þessi mikli samdráttur í veiðum skýrðist að hluta með auknu brottkasti. „Ég óttast að þetta renni stoðum undir fullyrðingar þeirra sem hafa talað um umfangsmikið brottkast. Það eru bátar á sjó sem hafa engar veiðiheimildir. Hvað eru þeir að gera? Við heyrum líka hjá togara- mönnum að þeir hendi jafnt stór- um fiski sem smáum, allt eftir því Það eru bátar á sjó sem hafa engar veiðiheimildir. Hvað eru þeir að gera? —♦— hvað passar best í tækin. Það eru ekki til neinar tölur og vitneskjan um brottkast er því takmörkuð. Allir vita að þetta hefur viðgeng- ist. Það eru skip á sérveiðum, til dæmis rækju, sem landa aldrei meðafla. Það er einhver galli í kerfinu þegar skip sem hafa sann- anlega veitt ágætan afla en koma ekki með hann að landi.“ ■ „Frjálsa fram- salið hefur ekki gefist nógu vel og hefur verið alltof frjálst að mínu mati." FISKVEIÐISTJÓrnun „Markmiðin með kvótakerfinu hafa ekki náðst,“ sagði Guðjón Guðmunds- son alþingismað- ur. „Frjálsa fram- salið hefur ekki gefist nógu vel og hefur verið alltof frjálst að mínu mati. Það er eðli- legt að hægt sé að skipta á jöfnum heimildum en alls ekki að veiðiheim- ildirnar séu verslunarvara." Guðjón hefur, ásamt Guð- mundi Hallvarðssyni, flutt frum- varp þess efnis að ekki verði unnt að selja kvóta og að þeir sem ekki geta veitt það sem þeir fá úthlutað skili kvótanum aftur. „Það er að koma fram að okkar sjónarmið eru að verða ofan á.“ Frumvarp þeirra félaga hefur ekki komið til kasta þingsins en það hefur verið flutt tvívegis. Frumvarpið hefur aldrei verið afgreitt frá sjávarútvegsnefnd. „Við vorum að tala um hvort ekki sé rétt að flytja frumvarpið aft- ur,“ sagði Guðjón. Hann benti á að meðal útgerðarmanna sé nú vilji til að afnema frjálst fram- sal. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.