Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Skýrsla Byggðastofnunar um byggðamál: Skagfirðingar gera athugasemdir byccðamAl Forsvarsmenn Sauð- árkróks eru ekki fyllilega sáttir við vinnubrögð Byggðastofnunar við gerð skýrslunnar Byggðarlög í sókn og vörn sem var birt skömmu fyrir síðustu mánaða- mót. Tilgangur skýrslunnar var að greina vanda, jafnt og styrk- leika ákveðinna byggðarlaga með svonefndri SVÓT-greiningu, en SVÓT stendur fyrir styrkur, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jón Gauti Jónsson, sveitar- stjóri á Sauðárkróki segir að frestur sveitarfélaga til að gera athugasemdir áður en skýrslan var birt almenningi hafi ekki verið virtur og þá hafi ekki verið tekið fullt tillit til athugasemda sem önnur sveitarfélög hafi gert. „Þetta voru 69 atriði sem við gerðum athugasemdir við, bæði alvöru athugasemdir og svo spurningamerki við einhver at- riði. En þessu er Byggðastofnun auðvitað að vinna úr. Það sem menn voru ósáttir við er að þetta birtist á heimasíðu þeirra áður en umsagnarferlinu lauk,“ sagði hann. Bjarki Jóhannesson, forstöðu- maður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, segir að athugasemdir sem berist séu skoðaðar en þær séu í flestum tilvikum smávægi- legar leiðréttingar sem kippt sé í liðinn jafn óðum og hafi ekki áhrif á heildarniðurstöðu skýrsl- unnar. „Við höfum haft ritið á vefnum okkar, einmitt til að geta gert breytingar. Þetta er jú lif- andi skýrsla og hlutir sem eru réttir í dag geta verið orðnir úr- eltir síðar.“ ■ sauðárkrókur Skýrsla þróunarsviðs Byggðastofnunar um stöðu landshlutakjarna tók til níu staða víðs vegar um land. Viltu vita hvar vinur þinn er? Landssíminn hefur hafið prufukeyrslu á svo- nefndum radara sem gerir notendum keift að fylgjast með ferðum annarra farsímanotenda. Háð samþykki viðkomandi. Tæknin er alís- lensk og þróuð af Stefju, dótturfyrirtæki Sím- ans. Persónuvernd gaf grænt ljós. farsímatækni „Kerfið virkar þan- nig að þú sendir vini þínum SMS- skilaboð þar sem þú ferð fram á að fá að fylgjast með ferðum hans. Þjónustan fer ekki i gang fyrr en hann hefur samþykkt beiðnina, einnig með því að senda SMS,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, beðin um að lýsa staðsetningakerfinu „Buddy tracker," eða radaranum upp á íslensku, sem Síminn hefur þegar tekið í gagnið. Viðskiptavin- ir Landssímans sem eiga WAP- farsíma geta nú farið inn á heima- síðu Landssímans, skráð sig og byrjað að nota kerfið. „Stefja, dótturfyrirtæki Sím- ans, sem þróaði tæknina á þegar í viðræðum um sölu á henni til er- lendra símafyrirtækja. Eftir því sem við best vitum hefur þjónusta af þessu tagi ekki verið tekin í notkun annarsstaðar í heiminum.“ Heiðrún segir að markaðssetn- ing þjónustunnar muni beinast að fólki á aldrinum 15-25 ára, en þó ekki einskorðast við þann hóp. „Það má til dæmis hugsa sér að fyrirtæki sjái sér hag í aö vita hvar sendlar þess eða sölumenn eru staðsettir og einnig gæti verið að sumir foreldrar taki þessum möguleika fegins hendi.“ Þó sé ill- mögulegt sé að segja nákvæmlega fyrir um hverjir muni helst nota þjónustuna. Persónuvernd hefur gefið grænt ljós eftir skoðun á ýmsum öryggisþáttum. „Við höfum lagt áherslu á fjölda atriða sem miðast að því að koma í veg fyrir mis- notkun á radaranum. Þar má nefna að sá sem gefur leyfi til að fylgjast með sér getur afturkallað það hvenær sem er. Einnig getur viðkomandi flett því upp á val- Rafmagnstruflanir frá Hvalíirði vestur í Gilsfjörð: Kviknaði í þremur staur- um vegna yfirsláttar rafmagnsleysi Rafmagnstruflana verður enn vart á Vesturlandi vegna þess að selta og snjór hefur sest á raflínur og aðveitustöðvar. í fyrrakvöld sprakk 66kV elding- arvari í tengivirki á Vatnshömr- um með þeim afleiðingum að raf- magn fór af Vesturlandi í u.þ.b. þrjá klukkustundir. Á Suðurlandi var unnið að viðgerðum á flutn- ingslínu milli Búrfellsvirkjunar og Flúða en að öðru leyti voru litl- ar rafmagnstruflanir á Suður- landi. Að sögn Björns Sverrisson- ar, umdæmisstjóra RARIK á Vest- urlandi, var rafmagn komið á að ^ Tæland: Yfirgefið barn fannst í tré bankok.tælanpi Þorpsbúum í Prae í Tælandi brá í brún nýverið er þeir komu auga á lítið barn vafið í handklæði, hangandi á trjágrein rétt fyrir ofan gil. Þeir heyrðu há- vaða sem erfitt var að greina. „Fyrst héldu þeir að röddin kæmi frá draugi eða anda,“ var haft eft- ir lögreglukonu sem fór með rannsókn málsins. Kom í ljós að um 1 árs gamlan dreng var að ræða og var honum bjargað af lögreglunni skömmu síðar. Er talið að drengurinn hafi verið yf- irgefinn vegna þess að hann er vanskapaður. ■ Vantar þig vopn gegn sígarettunni | nícorette jDrepur í sígarettunum - einni af annarri 35°/os Athugið að ekki er afsláttur af 6 stk. innsogslyfi 15 mg. plástur 7 og 14 stk og Nefúði. HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Landsíminn fyrsta símafyrirtækið til að taka staðsetningarkerfi í gagnið eftir því sem við best vitum, segir upplýsingarfulltrúi Símans. mynd í símanum sínum hver fylgdist með honum, hvar og hvenær," segir Heiðrún og bætir við að reynt verði að stilla aðgangi starfsmanna Símans að kerfinu í hóf. Nákvæmni staðsetninga radar- ans fer eftir nálægð við svonefnd- ar sellur Landssímans sem eru einskonar gagnamiðlandi loftnet. Eins og stendur eru sellurnar um 150 talsins á höfuðborgarsvæðinu og 200 á landinu öllu. Heiðrún seg- ir að á suðvesturhorni landsins geti nákvæmnin best orðið um 100 metrar, en á strjálbýlari stöðum allt upp í tvo kílómetra. „í Reykja- vík eru flestar sellurnar tengdar götuheitum, stórum byggingum eða svæðum, svo sem Háskólan- um.“ matti@frettabladid.is nícorette' Drepur í sígarettunum - einni af annarri BETRI LlÐAN HLiÐASMARA 8 >0 KOPAVOGUR hluta á Framsveitarlínu í Grund- arfirði. Laust fyrir hádegi í gær var lokið við að koma rafmagni á síðustu bæina í Saurbæ og Hvammsveit í Dölum en töluverð selta var á Skarðstrandar- og Fell- strandarlínu. í gær kviknaði í þremur rafmagnsstaurum í aflín- unni til Stykkishólms vegna yfir- sláttar af völdum seltu og var unnið við viðgerðir á þeim. Raf- magnstruflanir voru á svæðinu frá Hvalfirði og vestur í Gilsjörð og unnu vinnuflokkar sleitulaust við að koma rafmagni aftur á dreifilínur. ■ S M A R I N N TIL SÖLU Álftahólar - Reykjavík Góö 3ja herb. 74 fm íbúð á þriöju hæð (efsta hæð) í snyrtilegu fjölbýli á rólegum og barn- vænum stað. Nýjar flísar og nýlegt kirsuberja parket, góðar svalir með fallegu útsýni. Verð 9,3 m. Fífumýri - Garðabær Fallegt 224 fm einbýli með innb. 53 fm bílskúr og um 30 fm. óskráð rými. Gegnheilt stafap- arket á gólfum á neðri hæð. Snyrtileg suður verönd, suður svalir og fallegur garður. Hiti í stétt og bílskúrsplani. Stutt í afh. Áhv. 4,3 m. Verð 21,9 m Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Söluturn í Grafarvogi með bílalúg- um, grilli og video. Mikil sérstaða í 1400 heimila hverfi. 5,8 MKR mán- aðarvelta og vaxandi. Gott verð og greiðslukjör. • Húsgagnaverslun með mjög gott umboð. Auðveld kaup. • Austurlenskur take:away matsölu- staður á Akureyri. Ársvelta 18 MKR. • Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mikið að gera. • Traust verktakafyrirtæki í jarðvinnu. 80 MKR ársvelta. Mjög góð verk- efnastaða næstu tvö ár. • Lítill skyndibitastaður í atvinnuhverfi. Ársvelta 20 MKR. Þægilegt fyrir einn kokk. • Rótgróin heildverslun með sælgæti. 80 MKR árvelta. Mjög góð fram- legð. • Sjálfsalafyrirtæki. Mikill tækjabúnað- ur, Irtil vinna. • Hárgreiðslustofa í miðbænum. • Gott fyrirtæki í jarðvegsvinnu, hellu- lögn, steypusögun, kjarnaborun og múrbroti. Traust hlutafélag í eigin húsnæði. • Veitinga- og skemmtistaður á Höfn í Hornafirði. Eigið húsnæði. • Stór og vinsæll pub í miðbænum. Mikil velta. • Sólbaðsstofa á ótrúlega lágu verði af sérstökum ástæðum. Besti tím- inn framundan. Auðveld kaup. • Góð videósjoppa í Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Bón & þvottabíllinn. Sniðugt fyrir- tæki í bílaþrifum. Lítil fjárfesting. Að- veld kaup. • Sölutum á Akureyri. Lottó, video og grill. Ársvelta 20-24 MKR. Auðveld kaup. • Verslun, bensínssala og veitinga- rekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður rekstur. Ársvelta 160 MKR. • Falleg lítil blómabúð í Breiðholti. Mjög einfaldur og öruggur rekstur. Auðveld kaup. • Unglingafataverslun í Kringlunni. 2 MKR mánaðarvelta. Auðveld kaup. • Kjötvinnslufyrirtæki sem er í miklum vexti. Ársvelta nú um 100 MKR. Meðeign eða sameining kemur vel til greina. • Sérverslun á Djúpavogi. Eigið hús- næði á besta stað. 20 MKR árs- velta. • Lítið verktakafyrirtæki sem starfar nær eingöngu á sumrin. Fastir við- skiptavinir, stofnanir og stórfyrirtæki. Hagnaður 7-8 MKR á ári. • Gömul og þekkt heildverslun með byggingarvörur og búsáhöld. 30 MKR ársvelta Góð framlegð. • ís og videosjoppa í Grundarfirði. Miklir möguleikar. • Þekkt bílabónstöð með 15 MKR ársveltu. Stórir viðskiptavinir i föst- um viðskiptum. Gott húsnæði, ný tæki. • Gistihús miðsvæðis í Reykjavik. 15 herbergi. 20 MKR ársvelta. • öflugt og mjög þekkt verslunarfyrir- tæki í vefnaðarvöru með 175 MKR ársveltu. Heildsala, smásala og sterkt á stofnanamarkaði. • Kjörbúð í Reykjavík. 40 MKR árs- velta. Rótgróin verslun í gömlu hverfi. • Djásn og Graenir Skógar. Verslun við Laugaveginn, heildsala og net- verslun. Gott fyrirtæki og mikil tæki- færi. • Rótgróið veitingahús við Bláa Lón- ið. Góður og vaxandi rekstur i eigin húsnasði. • Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. • Einn þekktasti pizza staður borgar- innar. 4 MKR mánaðarvelta og vax- andi. Auðveld kaup. • Höfum til sölu nokkrar heildverslanir í ýmsum greinum fyrir rétta kaup- endur. Ársvelta 150-350 MKR. Einnig stór verslunarfyrirtæki sem sum stunda einnig heildverslun. • Skyndibitastaðurinn THIS í Lækjar- götu (áður Skalli). Nýlegar innrétt- ingar og góð tæki. • Rótgróin innflutningsverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnað- inn. Ársvelta 165 MKR. Góður hagnaður. msm FASTEIGNASALA • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 895 8248

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.