Fréttablaðið - 14.11.2001, Side 18

Fréttablaðið - 14.11.2001, Side 18
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA Guðsgjafarþula í uppáhaldi Ég er að lesa Guðsgjafarþulu eftir Kiljan. Það er ekki í fyrsta skipti enda er þessi bók f miklu uppáhaldi. Edda Klemensdóttir ÞJOÐLEIKHUSIÐ B Stóra sviðið kl 20.00 ► PARS PRO TQTO - Lára Stefánsdóttir ELSA, LANGBRÓK OG LADY FISH AND CHIPS I kvöld mið. 14/11 ► SYNGJANDI t RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fim. 15/11 örfá sæti laus, fös. 16/11 50. sýning uppselt, fös. 23/11 uppselt, lau. 24/11 örfá sæti laus, fös. 30/11 örfá sæti laus, lau. 1/12, fös. 7/12. ► LAUFIN í TOSCANA - Lars Norén Lau. 17/11 sun. 25/11. Takmarkaður sýningafjöldi ► BLÁI HNÓTTURINN - Andri Snær Magnason Sun.18/11, sun. 25/11. Sýningarnar hefjast kl.14:00. Kvöldsýning og múm tónleikar mið. 21/11 kl. 20:00 Þ VATN LÍFSINS - Benóný Ægisson 12. sýn. sun. 18/11, fim 22/11, fim. 29/11. Fáar sýningar eftir. B Litla sviðið ki 20.00 ► HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Lau. 17/11 uppselt, sun. 18/11 uppselt, fim. 22/11 uppselt, sun. 25/11 uppselt, mið. 28/11, fim. 29/11 örfá sæti laus, sun. 2/12, lau. 8/12 örfá sæti laus, sun. 9/12. H Smíðaverkstæðið kl 20.00 ► VILII EMMU - David Hare Fös. 16/11 næst síðasta sýning, lau. 24/11 síðasta sýning. ► KARlUS OG BAKTUS- Thorbjörn Egner Lau. 17/11 uppselt, lau. 24/11 uppselt, lau. 1/12 örfá sæti laus, lau. 8/12, lau. 15/12. Sýningarnar hefjast kl. 15:00. Aukasýning 24/11 kl. 14:00 Míðasölusimi: 551 1200. Netfang: midasaia@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is 17. sýn. fös. 16. nóv. kt. 20.00-ÖRFÁ SÆTI 18. syn. lau. 17. nóv. kl. 19.00 - ÖRFfl SÆTI 19. sýn. fös. 23. nóv. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Lokasýnlng lau. 24. nóv. kl. 19.00 - LAUS SÆTI ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Ath. breytilegan sýningartima Miöasala opin kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-19 virka daga. Sími miðasölu: 5114200 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDACUR Sjóminjasafn Islands Hafnarfirði: Vitar og vitarekstur fyrirlestur Kristján Sveinsson sagn- fræðingur heldur í kvöld fyrirlest- ur í Sjóminjasafni íslands, Vestur- götu 8 í Hafnarfirði, um íslenska vita. Fyrirlesturinn nefnir Kristján „Vitar og vitarekstur á íslandi" og er hann í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns íslands. Kristján starfar nú við rann- sóknir á sögu vitamála á íslandi á vegum Siglingastofnunar. Fyrir- lesturinn hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ■ METSÖLULISTI Skáldsögulisti Eymundsson vikuna 5.11. nóvember. ■P Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN o o ö o o o ö ö <D Kristín Marja Baldursdóttir mávahlAtur Arnaldur Indriðason MÝRIN Vilborg Daviðsdóttir KORKUSAGA Þórunn Valdimarsdóttir STÚLKA MEÐ FINGUR Marianne Fredriksson ANNA, HANNA & JÓHANNA Bjarni Bjarnason MANNÆTUKONAN OG ... Stephen King DRAUMAGILDRAN Þórunn Valdimarsdóttir HVÍTI SKUGGINN Gyrðir Elíasson NÆTURLUKTIN Jólabækur á listanum: Arnaldur á toppnum bækjjr Skáldsögulisti Eymundsson einkennist af nýútkomnum ís- lenskum bókum. Arnaldur Ind- riðason trónir á toppnum með nýju bókina sína, Grafarþögn, Bók Arnaldar, Mýrin, sem út kom í fyrra, er í þriðja sæti. Þórunn Valdimarsdóttir á einnig tvær bækur á listanum, Hvíti skugginn, sem er nýútkomin, er í níunda sæti listans. Næstnýjasta bók hennar, Stúlka með fingur er hins vegar í fimmta sæti. ■ Lægsta verð frá 27.995 kr. MIOVIK U PAGURIN N 14. NÓVEMBER TÓNLEIKAR___________________________ 12.30 Háskólatónleikar í Norræna húsinu. Richard Simm leikur á píanó verk eftir Scarlatti, Liszt, Ravel, Schumann og Debussy. Tónleikarnir taka u.þ.b. hálfa klukkustund. Aðgangseyrir kr. 500. Ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskfrteinis. 13.30 Óperukórinn syngur fyrir samn- inganefnd Launanefndar sveit- arfélaga, samninganefnd tón- listarskólakennara, sáttasemj- ara, gesti og gangandi í Karp- húsinu. Enn hefur ekkert þokast í samningsátt í launadeilu tónlist- arskólakennara og vonast tónlist- arkennarar til að söngur Óp- erukórsins liðkí fyrir samningum. Stjórnandi Óperukórsins,Garðar Cortez, mun afhenda samninga- nefndunum áskorun þess efnis, að gengið verði hið fyrsta að kröfum tónlistarskólakennara. FYRIRLESTRAR________________________ 16.15 Sif Einarsdóttir lektor við Kenn- araháskóla íslands heldur fyrir- lestur á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ er nefnist Metur Áhugakönnun Strong það sama á íslandi og i Bandaríkjunum?, i sal Sjómannaskóla íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. í fyrirlestrinum verða kynntar nið- urstöður rannsóknar á þver- menningarlegu gildi Áhugakönn- unar Strong. Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvort atriðin, sem notuð eru í könnun- inni, mæli það sama hérlendis og í Bandaríkjunum þar sem hún var þróuð og hvort atriðin mæli það sama hjá konum og körlum. Einnig var borin saman kynja- munur á Islandi og í Bandaríkj- unum. 20.00 Málbjörg, félag um stam, heldur foreldrafund að Hátúni 10, 9. hæð. Flutt verður stutt erindi um stam barna. 20.30 Rannsóknakvöld Félags ís- lenskra fræða f Sögufélagshús- inu í Fischersundi. Sveinn Ein- arsson leikhúsfræðingur flytur erindi um leikgerð Kristnihalds undir Jökli. Léttar veitingar verða seldar á vægu verði fyrir erindi og í hléi. Umræður að loknu er- indi. 20.30 Kristján Sveinsson sagnfræðing- ur heldur fyrirlestur f Sjóminja- safni íslands, Vesturgötu 8 f T ónlist úr öllum áttum Ungir einleikarar og stórsöngvararnir Tena Lesley Palmer og Berg- þór Pálsson koma fram með Lúðrasveit Reykjavíkur á stórtónleikum hennar í kvöld. Tena, sem er kanadísk, er í alls kyns hljómsveitum hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur fram með Lúðrasveit Reykjavíkur, en hún hóf sinn tónlistarferil með lúðrasveitum. tónlist. „Það er einn af þessum frábæru hlutum við ísland að vegna smæðar þjóðfélagsins fær maður tækifæri til að gera mjög fjölbreytta og skemmti- lega hluti,“ segir Tena Lesley Palmer sem í kvöld mun troða upp ásamt Lúðrasveit Reykja- víkur á stórtónleikum sveitar- innar. Tena er vel kunn lúðra- sveitartónum en hún lék í mörg ár á sinni skólatíð með lúðra- sveitum. „Þegar ég var að byrja að læra á hljóðfæri lék ég á flautu og saxófón með lúðra- sveitum." Tena fluttist til íslands fyrir sex árum, en hún er kanadísk. Síðan þá hefur hún skotið rótum á íslandi og í íslensku tónlistar- lífi. Tena er í fjölmörgum hljóm- sveitum sem spila alls kyns tón- list, írska og skoska þjóð- lagatónlist, blágresi, blús og raftónlist. Það liggur í augum uppi að tónlistarsmekkur henn- ar er mjög fjölbreyttur. „Ég hlusta á alls kyns tónlist, ég hef reyndar verið spurð hvort að ég væri tónlistarlegur geðklofi," segir Tena hlæjandi. „Ég þekki hins vegar mjög fáa sem hlusta eingöngu á eina tegund tónlist- ar, enda hlýtur það að vera ótrú- lega leiðinlegt." í kvöld eru það lög eftir Ant- onio Carlos Jobim, Georg Ger- swhin og Hoagy Carmichael sem eru á dagsskránni hjá Tenu og Bergþóri Pálssyni. „Þetta er djasstónlist en segja má að ræt- ur mínar liggi í henni, ég hef hlustað á hana í yfir 20 ár.“ Auk þeirra Tenu og Bergþórs koma fjölmargir ungir einleik- arar fram með sveitinni. Heiða Dögg Jónsdóttir, leikur á piccoloflautu, Bára Sigurjóns- dóttir á altósaxófón, Örvar Er- BERGÞÓR OG TENA Taka lagið í kvöld ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur. ling Árnason á sýlófón og svo munu Jóhann Ingólfsson og Daníel Friðjónsson leika klar- inettudúett. Einnig mun Kjartan Valdimarsson spinna píanósóló í þeim lögum sem Bergþór og Tena syngja með sveitinni. Lagavalið er í léttum djössuðum dúr en tónleikarnir eru aðrir tónleikar í hátíð sveitarinnar í tilefni af 80 ára afmæli hennar. Tena hefur aldrei komið fram með lúðrasveitinni áður. „Mér er mikill heiður að því að hafa verið beðin um að koma fram með Lúðrasveit Reykja- víkur," segir Tena að lokum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og fara fram í Langholtskirkju. sigridur@frettabladid.is BÆKUR Lesningfyrir þá sem vinna með börn Ibókinni Hann var kallaður Þetta er lýst lífi drengs sem sætir ótrúlegum misþyrmingum móður sinnar. IJöfundurinn er að lýsa sínu eigin lífi sem er ótrúlegra en nokkur skáldsaga. Það sem er kannski óhugnan- legast í bókinni er hversu lengi óhugnaðurinn viðgengst. Með- virkni bræðra Davés er nánast alger. Faðirinn reynir af veikum mætti að andæfa í upphafi en smám saman gefst hann upp og bregst barni sínu algerlega. Sjúklingurinn, móðirin, hafði líka mikla hæfileika til að breiða yfir og/eða slíta sambandi við fólk ef það fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Þetta er áhrifarík bók, bók um misþyrmingar og með- Hann var kallaður Þetta___________ Dave Pelzer Þýðandi: Sigrún Árnadóttir JPV útgáfa 2001 143 blaðsíður virkni, bók um það hversu tak- markalaust er hægt að mis- þyrma þeim sem minna mega sín og um leið hversu ótrúlega sterkur viljinn til að lifa af er. Síðast en ekki síst finnst ntér þessi bók vera áminning til okk- ar allra um að taka ábyrgð og skera upp herör gegn því að svona hlutir eigi sér stað í kring- um okkur. Þetta er stutt bók og auðlesin og á erindi til allra, ekki síst þeirra sem vinna með börn. Steinunn Stefánsdóttir Vinsæl tröllastelpa: Með Bólu í bæjarferð nýjar bækur Nú er komin út hjá Iðunni fyrsta skáldsaga Sig- rúnar Eddu Björns- dóttur leikkonu um tröllastelpuna Bólu. Hún birtist fyrst á skjá Ríkissjónvarps- ins 1990 og hefur not- ið geysilegra vin- sælda allar götur síð- an. Bóla býr á Þing- völlum og henni finnst tími til kominn að fara til Reykjavík- ur með Hnúti vini sín- um og taka þátt í 17. júní hátíðahöldunum. Ferðin til borgarinnar gengur ekki átakalaust fyrir sig og það er alveg ævintýralegt að hve mörgu þarf að hyggja áður en farið er í slíkan leiðangur. Þau hitta margt SIGRUN EDDA BJÖRNSDÓTTIR Hún hefur leikið Bólu í mörg ár og nú skrifað um hana bók. áhugavert fólk, svo sem Vestur-íslending sem á tyggjó, Grana lögregluþjón, lífs- glaða róna og síðast en ekki síst hitta þau Jón Sigurðsson for- seta. „Bóla er í senn heillandi og alíslensk tröllastelpa sem sér heiminn með augum trúðsins þar sem ekk- ert er sjálfgefið og ýmsum óvenjulegum sjónarhornum er því velt upp. En þrátt fyr- ir ærslalæti tröl- lakrakka í höfuðborginni er undir- tónn sögunnar einlæg vinátta sem skiptir meira máli en allt annað,“ segir í fréttatilkynningu útgef- anda. Bókin er 64 bls. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.