Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.11.2001, Qupperneq 22
HRAÐSOÐIÐ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Vill leyfa fólki að brugga heima HVERS vegna mælir þú fyrir þvt á þingi að heimila heimabrugg? „Vegna þess að það er alveg sjálfsagt að fólk fái að brugga sín eigin vín. Þetta er reyndar gert í talsverðu mæli í dag. Manni hafa verið sýnd og maður fengið að smakka afbragðsvín búin til úr íslenskum jurtum. Ég tel að með því að leyfa þetta, en þó innan þessa styrkleikahlutfalls og miðað við heimagerða framleiðslu, þá smátt og smátt öðlist menn þekkingu, reynslu og færni og íslendingar átti sig e.t.v. á því að við eigum hér ágæt- is efni til að framleiða sérstök og góð vín. Reyndar er nú kominn vísir að atvinnumennsku í þessu eins og norð- ur á Húsavík, ef ég man rétt, þar sem maður hefur sótt um leyfi til að fá að framleiða og selja sérstakt vín. Ég tel að þessi þekking sé víða til meðal fólks og ástæðulaust að meina fólki að gera þetta og gera því að fara á skjön við lögin með að framleiða sín eigin matarvín." HVAÐA takmarkanir eru í frumvarp- inu á hverjir fá að brugga og úr hverju? „Takmarkanimar eru eingöngu þær að öllum verður heimilt að framleiða vín til eigin neyslu úr innlendum berjum, ávöxtum og jurtum undir 15 prósent styrkleika. Ef menn fara um- fram það eru þeir aftur orðnir á skjön við íslensk lög. Við gerum það viljandi að tala um innlend ber, ávex- ti og jurtir því við teljum að í því felist ákveðið frumkvæði og nýsköp- un sem gæti orðið að markaðsvöru þegar fram í sækir, detti fólk niður á virkilega góða framleiðslu. Þar fyrir utan höldum við að það sé hið besta mál að fólk megi umgangast á eðli- legan hátt vín sem það framleiðir sjálft.“ HVERS vegna að takmarka heimildina við innlent hráefni? „Ef sú nefnd sem fær frumvarpið til umfjöllunar fellst á að útvíkka þetta þá er ég ekkert að hafna því, en við vildum draga fram þessa áherslu á innlenda framleiðslu." ER tilefni til að ganga enn lengra og leyfa heimagerð brennd vín? „Ég vil ekki ganga lengra í bili. Ég held að farsælt sé að fara sér hægt og taka smá skref. Hins vegar hlýtur að draga til þess, innan einhverra ára- tuga, að við umgöngumst vín með svipuðum hætti og er í nágrannalönd- um okkar og það verði ekki sú bann- vara í framtíðinni eins og hér hefur verið til margra ára. Ég held að þetta sé skref á þeirri braut og hygg að þess sé ekki langt að bíða að matarvín t.d. fáist seld í matvöruverslunum.“ HELDUR þú að landabrugg kunni að aukast nái frumvarpið fram að ganga? „Nei, það óttast ég ekki. Landabrugg- ið er iðnaður sem menn stunda á allt öðrum forsendum. Landinn er fram- leiðsla sem menn eru jafnvel að eima og selja á svörtum markaði og það er alls ekki sú hugsun sem býr að baki hjá okkur, heldur erum við í raun að reyna að ýta af stað því sem kalla mætti eðlilega vínmenningu." Cuðjón lagði fram á Alþing frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum þar sem víngerð í . heimahúsum er heimiluð, með nokkrum tak- mörkunum þó. Meðflutningsmenn tillögunnar eru þingmennirnir Drífa Hjartardóttir, Þuríður áckman og Cuðrun Ogmundsdóttir. ■mmmshhi 22 FRÉTTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR Blað brotið í sögu fegurðarsamkeppni: Þeldökk þokkadís kjörin ungfrú Kólombía BOCOTA.COLOIVIBIA Vanessa Alex- andra Mendoza hefur verið kjörin ungfrú Kólombía, fyrst þeldökkra kvenna þar í landi síðan fyrsta feg- urðarsamkeppnin var haldin fyrir 67 árum. Keppnin um fegurstu konu Kólombíu hefur ávallt verið afar vinsæl í landinu og vanalega fylgjast um tveir þriðju hlutar landsmanna með viðburðinum. Fram til þessa hafa sigurvegarnar í suður-amerískum fegurðarsam- keppnum verið grannar ungar kon- ur með ljósa húð, sítt flaksandi hár og fagrar línur, en nú virðist sem sú hefð sé á enda runnin. „Fyrsta svar- ta drottningin," segir m.a. í fyrir- sögn í dagblaðinu „E1 Tiempo," sero er það víðlesnasta Kólombíu. Fjórir af hverjum tíu Kólombíu- búum eru annað hvort svartir á hör- und eða af blönduðum kynþætti; svokallaðir múlattar. Flestir þeirra búa í fátækrahverfum meðfram ströndum Karabíahafsins eða í Choco, sem er hérað skammt frá borginni Panama og tók Mendoza einmitt þátt í fegurðarsamkeppn- inni fyrir hönd þess. Þrátt fyrir að þeldökkir séu fjölmennir í Kólomb- íu eru þeir nánast ósýnilegir í þjóð- lífi landsins. Afar fáir þeirra eru áberandi í stjórnmálum auk þess sem fordómar gagnvart þeim fyrir- finnast víða í samfélaginu. Mendoza vildi ekki gera mikið úr litarhætti sínum eftir sigurinn. „Ég er afar hamingjusöm vegna þess að öll kólombíska þjóðin stud- di mig,“ sagði Mendoza skömmu eftir að hún var krýnd sigurvegari. „Jú, í þetta skipti fékk svört kona tækifærið en það kom ekki til vegna litarháttarins," bætti hún við með sigurbros á vör. ■ FEGURÐARDROTTNING Vanessa Alexandra IMendoza sýn- ir nýju kórónuna á strönd í Carta- gena daginn eftir sigurinn. Hún braut blað í sögu Kólombíu þeg- ar hún var kjörin fegursta kona landsins, fyrst þeldökkra kvenna. FRÉTTIR AF FÓLKI I Nú styttist óðum í landsfund Samfylkingarinnar. Þá mun Ágúst Einarssön láta af störfum sem formaður framkvæmda- stjórnar Samfylk- ingarinnar. Talið er að nokkur slag- ur verði um sæti Ágústar. Ása Ric- hards, sem starfar nú að undirbún- ingi landsfundar- ins, sækist éft'fr starfanum og nýt- ur stuðnings formanns flokksins, Össurar Skarphéðinssonar. Ása, sem meðal annars hefur starfað sem framkvæmdastjóri Kaffileik- húgsÍR^er-lvro&vegar ekki óum- deiídjnum^ígKSÍns. Mun til dæmísngr|5arjö fyrir brjóstið á Samfylkingarmönnum á lands- byggðiiiíinroliííi hefur notað ferðir sínar um landið, sem farnar eru í þágu landsfundarins, til að kynna sig og sitt framboð. Einnig þykir sumum Samfylkingarmönn- um vald Reykjavíkur vera of mik- ið á listanum og kom það sjónar- mið meðal annars fram á síðasta flokkstjórnarfundi. Auk Ásu hefur verkalýðsforkólfurinnHervar Gunnarsson verið orðaður við embættið en hann hefur ekki gef- ið formlega kost á sér ennþá. Næsta víst er að Hervar eigi stuðning verkalýðsarmsins í Sam- fylkingunni vísan en Össur hefur ekki sinnt honum að ráði. Ymislegt misfórst í frétt á þess- ari síðu £ Fréttablaðinu i gær þar sem fjallað var um klofning Stíganda úr Ungum jafnaðar- mönnum. Rétt er að Stígandi klauf sig frá Ungum jafnaðarmönnum, rangt var hins vegar að gera þá Eirík Jónsson og Þorvarð Tjörva Ólafsson að stjórnarmönnum í Stíganda. Rétt er hins vegar að stjórn Stíganda skipa þeir, Geir Guð- jónsson, sem er formaður, Hákon Baldur Hafsteinsson, sem er vara- formaður, Hannibal Hauksson, sem gegnir embætti gjaldkera, Rúnar Már Magnússon, sem er ritari, Sigurbjörn Gíslason, Ómar Freyr Sigurbjörnsson og Svein- björn Hafsteinsson, meðstjórn- andi. Þeir þrír síðastnefndu eru allir meðstjórnendur. Stígandi eru samtök ungra vinstrimanna og óháðra á Vesturlandi, fyrir þá sem ekki vita. Þeir Þorvarður Tjörvi og Eiríkur tengjast þeim samtök- um þannig að þeir skrifa á vefritið Selluna.is rétt eins og Geir Guð- jónsson, en þess má einnig geta að Eiríkur er fyrrverandi stjórnar- maður í Stíganda. Agnethe J. Aðalsteinsdóttir er Framsóknarkona til margra ára og líst lítið á starf flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur eins og lesa má í bréfi hennar á Hriflu- vefnum, sem er vefur Framsókn- arfélags Reykjavíkur. „Hvað býr í brjósti okkar manns sem er í for- svari fyrir okkur þar, er hann að snúast á sveif með vinstri mönn- um eða hefur hann svo vænlega stöðu þar í hinum ýmsu nefndum DR. GUNNI Gunni safnaði skeggi á meðan hann skrifaði bókina en það fékk svo að fjúka um leið og vinnunni var lokið. Ekki mikill glamúr Gunnar Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og við þekkjum hann, er engin poppstjarna. Þetta veit hann vel enda hefur hann gert margt í gegnum tíðina til þess að forða sér frá því hlutverki. Hann hefur þó verið iðinn við útgáfu, og nú er hann búinn að gefa út safndiskinn „Tuðrur“ sem er aðeins fáanlegur í 12 Tónum. tónlist Á plötunni eru að finna flest, ef ekki öll þau lög sem Gunni gaf út á sólóferlinum ‘81 - ‘94, eða er það ekki? „Nei, þetta er ekki alveg allt. Ég sleppti tveimur lögum sem mér fannst ekki passa,“ útskýrir doktorinn. „Fólk getur fengið allar upplýs- ingar um lögin á www.this.is/drgunni." Gunni segir þetta hafa staðið lengi til, en að ekki hafi gefist tími áður til þess að taka efnið saman þar sem hann hafi verið upptekin við að skrifa bók sína „Eru ekki allir í stuði: Rokk á síðustu öld“ sem kemur út fyrir jól. „Platan á að vera mjög neðanjarðar, hún er ekkert auglýst og engin kynning í gangi, nema þetta við- tal. Mér fannst bara kominn tími til þess að losna við þetta. Það hafa einhver „megafrík" verið að spyrja um þetta og allt í lagi að gleðja þau.“ Platan er aðeins til sölu í 12 Tónum og verður framleidd eftir eftir- spurn, allir þeir sem vilja geta eignast eintak. Oft bera lögin hans Gunna nöfn sem auðvelt væri að ímynda sér teikni- myndapersónur bera. í lögum hans fáum við t.d. að kynnast persónunum Edda Hníf, Dóru stóru, Nonna Stubb, Kalla klessu, Tóta tuðru, DoktorMoð- erfökker og Kidda Kindabyssu. Tónlistin er þess eðlis að eflaust væri hægt að tapa sér í þeirri vitleysu að reyna að skilgreina hana nánar. „Þetta er allt mjög einfalt. Þetta er ekkert sinfóníu- rokk. Þetta er svona hrátt teiknimyndapönk og textarnir einhvernveginn búnir til á staðnum." Og þar höfum við það. Plötunum hans Gunna var dreift í Finnlandi, þar sem hann „sauna“sveittir vodkadrykkju- menn sýndu tónlistinni gaum. „Ég gaf út tvær litlar plötur og fimm lög á safnplötu. Ég fór í tvær tónleikaferðir líka, eina um Finnland og aðra um Skand- inavíu og Þýskaland. Manni var tekið svona sæmilega, ef það var einhver á þessum stöðum sem maður var að spila á. Þetta var mjög skrautlegt, ekki mikill glarnúr." Gunni hefur lítið látið á sér kveða í tónlistinni síðan hljómsveitin Unun hætti. Barnaplatan „Abbabbabb" er sjálfsagt mörgum fersk í minni og velta því eflaust einhverjir vöngum um hvað hann ætli sér að gera næst. „Ég sé um tónlist- ina í kvikmyndinni Gemsar og sem nokkur lög þar. Fæ þar val- inkunna söngvara til liðs við mig, syng þó eitthvað sjálfur líka. Svo er ég að gefa út bókina, þá verður annað viðtal er það ekki?“ biggí@frettabladid.is sér léttvægari framtíð. Þetta er ekki sú stefna sem við framsókn- armenn ætluðum," segir Agnethe án þess að nafngreina þá tvo framsóknarmenn sem sitja í borg- arstjórn en þeir eru Sigrún Magn- úsdóttir og Alfreð Þorsteinsson. „Það þarf að vinna upp fylgi flokksins hér í höfuðborginni á annan hátt en gert hefur verið. Framsóknarflokkurinn er að hverfa í skuggann á Samfylking- unni og V-Grænum. Við verðum að vera sýnileg og þora að vera flokkur með eigin stefnu en ekki sífellt að reyna að sjóða bragðvonda súpu með öðrum. Forrystumenn þurfa að taka þátt í starfinu með stjórnum félag- anna.og vera sýnileg svo starfið verði öflugt. Svo sameinaðir kraftar nýtist sem best þegar mest á reynir. Þorum að vera sjálfstæð, við erum flokkur fyrir fólkið í landinum en ekki upgfyll- ' ir nðra.“ ÞRUÐA „Róleg, mamma. Ég,ætla ekki ao eiga hann. Ea ætla bara að kynna hann tyrir hinum froskinum mínum."

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.