Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 6

Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 6
SPURNING DAGSINS Ferðu oft í leikhús? Nei, ég hef ekki efni á því, ég er öryrki. Marla Arínbjarnardóttir. ÍNA BJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR Segist fagna því að þetta baráttumál sé í höfn. Stofnanaþáttur kjara- samninga: Endurskoð- aðir annað hvert ár ríkisstarfsmenn ína Björg Hjálm- arsdóttir formaður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga segist fagna þeirri breytingu fjármála- ráðuneytisins á kjarasamingum sem kveður á um að skylt sé að endurskoða stofnanaþátt þeirra eigi sjaldnar en annað hvert ár. Hún segir ríkisstarfsmenn hafa barist fyrir því að þessi breyting næði í gegn og m.a. til þess að geta brugðist við ýmsum þeim breyt- ingum sem kunna að verða á að- stæðum í starfi og umhverfi. Af hálfu fjármálaráðuneytisins er litið á þessa endurskoðun sem kjörið tækifæri fyrir stofnanir til þess að sníða af þá agnúa sem geta komið fram við framkvæmd stofn- anasamninga. í fréttabréfi ráðu- neytisins fyrir stjórnendur ríkis- stofnana er lögð áhersla á mikil- vægi þess fyrir hagsmuni stofnana að hafa gott og hæft starfsfólk. Jafnframt að því sé ljóst á hverj- um tíma hvernig það geti þróað sig í starfi og hvaða áhrif það hefur á eigin launaþróun. í því sambandi sé stofnanaþáttur samninga mikil- vægt verkfæri. ■ FRETTABLAÐIÐ 19. nóvemer 2001 MANUDAGUR Haraldur Örn tekur fjóra tinda: Eyðir jólunum á Suðurskautslandinu fjallgöngur Fjallagarpurinn Har- aldur Örn Ólafsson lagði í gær upp í tveggja mánaða ferð þar sem hann mun klífa þrjá af tind- unum sjö sem hann ætlar að klífa á einu ári. Haraldur Örn klífur fyrst Carstensz Pyramid á Nýju Gíneu í Indónesíu. „Þetta er svo- lítið framandi því það er sagt vera steinaldarsamfélag á þessari eyju. Þetta eru mjög fáfarnar slóðir og ekki beint auðvelt að fara þarna inn og maður þarf að hafa varúðarráðstafanir. Það var þarna kannibalismi áður en hann er víst ekki stundaður lengur. Hins vegar hafa menn verið tekn- ir þarna í gíslingu út af skæru- hernaði sem tengist sjálfstæðis- baráttu." Haraldur Örn fer síðan til Ástr- alíu og klífur Kosciosko sem Har- aldur er að bæta við tindana sjö, enda telja sumir hann hæsta tind Eyjaálfu. Þá fer hann til Suður- skautslandsins þar sem hann ætl- ar að klífa Vinson en Haraldur mun eyða jólahátíðinni á Suður- skautslandi fjarri konu sinni og ættingjum. Eftir áramótin heldur Haraldur til Argentínu þar sem hann ætlar að klífa hæsta tind Suður Ameríku, Aconcagua og er svo væntanlegur heim eftir um það bil tvo mánuði. Haraldur verður einn á ferð frá íslandi en mun á hverjum stað setja sig í samband við fjalla- ELTIR SUMARIÐ Haraldur Örn Ólafsson ætlar að klífa fjóra tinda á Suðurhveli enda er þar að vora og koma sumar. menn. Þegar heim er komið tekur við tveggja mánaða hvíldar- og undirbúningstími fyrir sjöunda tindinn, Everest. Hægt er að fylgjast með ferðum Haraldar á heimasíðunni www.7t.is. ■ Heimilislæknar sitji við sama borð Sérfræðingum í heimilislækningum er ekki heimilt að reka stofur á sama hátt og öðrum sérfræðilæknum. Félag íslenskra heimilislækna hef- ur höfðað mál vegna þessa og skorar á heilbrigðis- og tryggingaráðherra að heimila reksturinn. heilbrigðisþjónusta Heimilislækn- ar eru ósáttir við að sérfræðing- um í heimilislækningum skuli ekki vera heimilt að hefja stofu- rekstur samkvæmt gjaldskrár- samningi við Tryggingastofnun ríkisins á sama hátt og öðrum sér- fræðilæknum. Þeir telja það brot á atvinnufrelsi að heimila ekki heimilislæknum slíkan rekstur og hafa höfðað mál til að fá úr því skorið. „Þetta hófst fyrir Sam- „Meira að keppnisstofnun segja hefur þegar fjórir lækn- vel á annan ar fóru þess a leit tug sérfræð- að stofna eigin inga í heimil- rekstur og vildu islækningum komast inn á sama á undanförn- samning og aðrir um árum sérfræðilæknar skipt yfir í aðr- hafa við Trygg- ar sérgreinar." ingastofnun en ... fengu ekki leyfi til þess. Samkeppnis- stofnun taldi í úrskurði sínum að í gildi væri kerfi þar sem við vær- um grunnþjónusta þannig að þetta væri ekki sambærilegt en við erum ekki sammála því. Við telj- um okkur hafa alveg sambærileg réttindi og sérfræðingar í al- mennum lækningum yfirleitt." Mál heimilislæknanna fer fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. Að sögn Böðvars Arnar er ný- liðun hjá heimilislæknum afar hæg og skýringin er að hans mati að starfskjör þeirra eru lakari en annarra sérfræðinga. Heimilis- læknaskortur er því mikill um allt starfskjör heimilislækna lakari en annarra lækna Böðvar örn Sigurðsson er ritari Félags fslenskra heimilislaekna. Hann segir nýliðun meðal heimilislaekna hæga og að auki sé farið að bera á flótta úr stétt heimilislækna. land. „Meira að segja hefur vel á annan tug sérfræðinga í heimilis- lækningum á undanförnum árum skipt yfir í aðrar sérgreinar.“ Starfsaðstaða og tekjumögu- leikar heimilislækna eru mun síðri en annarra lækna að sögn Böðvars Arnar. „Við viljum fá meira rekstrarlegt sjálfstæði og fleiri rekstrarform og vera að minnsta kosti jafnvel launaðir og sérfræðingar á spítölunum. Við erum ekki samkeppnisfær um unga fólkið nema við séum með jafngóð laun og starfskjör." Ljóst er að heimilislæknar eru ekki einir um að hafa áhuga á að auka fjölbreytni í rekstarformi heilsugæslunnar því Félagsþjón- ustan í Reykjavík er nú að auglýsa útboð á læknisþjónustu við nokkr- ar stofnanir fyrir aldraða í Reykjavík. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra hefur sett á stofn nefnd sem á að stuðla að því að styrkja heilsugæsluna í .landinu. „Við teljum að ráðuneytið beri ábyrgðina og verði að axla hana,“ segir Böðvar Örn. steinunn@frettabladid.is HÁTÆKNIGREINAR Búist er við mikilli fjölgun starfsmanna í hátæknigreinum á næstu árum, samkvæmt könnun sem gerð var. Hátæknigreinar: Spá 700% fjölgun starfa skipulag í áætlunum sem unnar hafa verið fyrir samvinnunefnd um svæðaskipulag höfuðborgar- svæðisins er gengið út frá þeirri forsendu að störfum í hátækni- greinum fjölgi um 700% fram til ársins 2024, verslunarstörfum fjölgi um 26% en fjöldi starfa í iðnaði haldist óbreyttur. Á grund- velli þessara áætlana er ráðgert að störfum á svæðinu fjölgi um 16 þúsund. Vegna breytinga á land- notkun og tilfærslu starfa er við- búið að byggja þurfi nýtt atvinnu- húsnæði fyrir um 18 þúsund störf. Þá er talið að 70% atvinnuupp- byggingarinnar á næstu tveimur áratugum muni eiga sér stað aust- an Elliðaáa. í forsendum fyrir aðalskipu- lagi Reykjavíkur til ársins 2024 kemur m.a. fram að útflutnings- verðmæti í hugbúnaðargerð sé komin yfir 2 milljarða á ári, þótt aðeins 8 ár séu liðin frá því að þessi útflutningur hófst. Á sl. þremur árum hefur fjöldi starfa í þessari atvinnugrein nær tvöfald- ast og nemur fjöldi þessara starfa um 2000 um þessar mundir. ■ Jt FYRIRTÆKJASALA ISLANDS11™'" ' ‘ ' .‘YHIRTÆKI TIL SOLU SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ SÍÐUMÚLA 15 588 5160 Gissur V. Kristjánsson hdl. og lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali SÖLUSTJÓRI GUNNAR JÓN YNGVASON HEILDSALA I VINNUFATNAÐI ung og öflug heildsala með góðar vörur, gott verð HEILDSALA BÚSÁHÖLD vegna sérhæfingar vill stærri heildsala láta frá sér búsáhaldadeild- ina, þekkt góð merki í tugi ára. BÓKABÚÐ MEÐ MIKLU MEIRU i litlum versl- unarkjarna á góðum stað, góð velta. HÚSGAGNAVERSLUN miöa þekkt með vönduð húsgögn og húsbúnað, Besti tíminn VEL ÞEKKT DÓMUFATAVERSLUN á góðum áberandi stað, mikið að gera og flott afkoma , eigin innflutn, glæsilegur fatnaður HEILDSALA MEÐ BYSSUR OG FL mjög þekkt umboð, miklir framtíðarmöguleikar SPORTBAR með veitingasölu í úthverfi, 15 ár sami eigandi, mikil traffík og góð afkoma HÁRGREIÐSLUSTOFA 5 stólar, góðar inn- réttingar, fullbókað, selst vegna veikinda. SNYRTISTOFA 14 ár á sama stað velta vel- rúmar 10 millj á ári.fullbókað alla daga . EKTA KONUFYRIRTÆKI mjög vel kynnt og stanslaus traffík, auðveldur rekstur SKARTGRIPAV. - GULLSMiÐASTOFA um 50 ára gamalt fyrirtæki á Laugavegi VEISLUPJÓNUSTA FERÐAÞJÓNUSTA á sérsökum stað með mikla möguleika, SÓLBAÐSSTOFA 8 nýlegir bekkir, gott að gera , aðstaða td snyrtifræðing, nudd og fl EFNALAUG vel staðsett með góða veltu góð tæki og búnaður, 11 ár sami eigandi. SÖLUTURN.VIDEO OG GRILL 80millj ár- velta, bílalúga, framhaldsskóli beint á móti MIKILL FJÖLDI ANNARA FYRIR- TÆKJA Á SKRÁ - MIKIL SALA VANTAR FYRIRTÆKI SEM MÁ FLYTJA ÚT Á LAND STÓR OG SMÁ Atvinnuhúsnæði sýnishorn SKUTUVOGUR til leigu eða sölu 240 fm lager 6 m lofth. + 200 fm skrifstofur SMIÐSHÖFÐI 276 fm á 1h innkeyrslubil AKRALIND 300 fm 120/180 2 innkeyrluh Vinnuslys: Dæmdar 3,4 milljónir í bætur hæstiréttur Hæstiréttur hefur dæmt Aburðarverksmiðjuna til að greiða fyrrum starfsmanni sínum 3,4 milljónir króna auk vaxta í bæt- ur vegna örorku sem hann hlaut í slysi sem hann varð fyrir við vinnu sína í apríl 1998 en nettta varð vin- stri fótlegg mannsins af rétt ofan við hné. I Héraðsdómi Reykjavík- ur hafði manninum verið dæmdar 5,8 milljónir króna í bætur. Varanleg örorka mannsins var metin 100% og varanlegur miski 50%. Deilt var um hvort miða ætti við fjárhagslega eða læknisfræði- lega örorku og hvort greiða skyldi bætur fyrir varanlegan miska. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að fyrirtækinu bæri ekki að greiða starfsmanninum fyrrver- andi bætur fyrir miska sem hann hefði orðið fyrir heldur einungis fyrir fjárhagslega örorku en ekki var tekið undir kröfu Áburðar- verksmiðjunnar um að miða við læknisfræðilega örorku. ■ ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Dæmd til greiðslu bóta vegna vinnuslyss.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.