Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 9

Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 9
MÁNUPAGUR 19. nóvember 2001 Síbrotamaður í fangelsi: Skemmdi hótelið dqmsmál Hæstiréttur staðfesti í gær dóm yfir karlmanni á fimm- tugsaldri sem Héraðsdómur Vest- urlands dæmdi fyrir margvísleg brot, þ.á.m. gripdeild, fjársvik, eignaspjöll og líkamsárás. Er ákærða gert að sæta sex mánaða fangelsi fyrir brot sín. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa notið veitinga og þjónustu á gistiheimili í Stykkishólmi og á hót- eli í Eyrarsveit án þess að greiða fyrir þjónustuna og unnið þar eign- aspjöll. í mars á þessu ári réðst ákærði að konu á gistiheimili á Arn- arstapa og gerðist sekur um marg- vísleg eignaspjöll. ■ MIKILVIRKUR ÞYÐANDI Ingibjörg Haraldsdóttir skáld og þýðandi hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, 500 þúsund krónur. Viðurkenningar á degi íslenskrar tungu: Framlag verðlaunað DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut á degi ís- lenskrar tungu á föstudag, Verð- laun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin hlaut hún bæði fyrir skáldskap sinn og þýðingar en hún hefur þýtt mörg af helstu bókmenntaverkum heims. Menn- ingarsjóður íslandsbanka leggur til verðlaunin sem eru 500 þúsund krónur og heildarútgáfa á verkum Jónasar Hallgrímssonar í hátíðar- bandi. Félag framhaldsskólanema hlaut við sama tækifæri sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við móðurmálið með því að leyfa ein- ungis að sungið sé á íslensku í Söngvakeppni framhaldsskól- anna. íris Elma Jónsdóttir Guð- mann tók af þessi tilefni á móti viðurkenningarskjali og lista- verki eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Menntamálaráðherra ákvað einnig að veita Námsflokkum Reykjavíkur viðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskukennslu fyrir útlendinga en mikilvægi þeirrar starfsemi hefur aukist með árunum hjá Námsflokkunum, til dæmis munu 1700 manns af hundrað þjóðernum sækja ís- lenskunám í Námsflokkunum á þessu ári. Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokka Reykja- víkur tók á móti verðlaununum, viðurkenningarskjali og lista- verki eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. ■ IlögreglufréttirI Helgin var róleg í umdæmi Akraneslögreglu. Eitthvað var um smávægilegar líkamsárásir, en þær teljast til venjulegra ölvunar- stympinga. Lögreglan segist ekki þurfa að kvarta undan hegðun bæjarbúa þessa dagana sem sé í flestum tilvikum til fyrirmyndar. Einn var tekinn í umdæmi ísa- fjarðarlögreglu á 138 km hraða og varð hann 40 þúsund krónum fátækari fyrir vikið. Lög- reglan á ísafirði sagði annars ekki hægt að kvarta yfir umferðinni og helgin hefði verið róleg. Vegir eru auðir og skyggni almennt ágætt, en engin ástæða sé til að leyfa sér þennan hraða, þótt við góðar að- stæður sé. ‘íJ. ■\ ' % v; . 'r ; 1 '<YM U/V fyrir hörðu pökkunum Verðfall á æfingafatnaði og fæðubótarefnum Reykjavíkuitoi^ Borgarskipulag Kynning og sýning í 4 * Verðdæmi Verð áður Verð nú Fóðraðar nylonbuxur Skór Þunnar flíspeysur Þunnar flísbuxur Toppar Vandaðir bolir verð frá 5.990.- 1.995. 6.990.- 3.990. 5.990.- 3.990. 4.990.- 3.990. 1.990.- 995. 995. frábærum Verð num Tilboðsverð MET-RX 20 bréf 7.990.- 4.995 Perfect Carbs 1.952.- 1.495 Nitrotech 907 g 6.544.- 4.995 Nitrotech 1814 g 11.824.- 8.995 DeSÍgner Whey protein 5.280.- 3.995 Myoplex Lite 42 bréf 12.770.- 10.995 Labrada Low Carb For her 6.824.” 5.995 Komdu o§ gerðu hraustleg kaup! Opið alla virka daga 10-18 Laugardaga 10-14 .allffynrkmppmo HREYSTI Skeifunni 19 - S. 568 1717 Fæðubótarefni - Æfingafatnaður - Rafþjálfunartæki 2001-2 Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur verður til sýnis og kynningar í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, mánudaginn 19. nóvemberfrá kl. 16:00-19:00. • Sýning á helstu markmiðum og breytingum í aðalskipulagstillögunni hefst kl. 16:00. • Borgarstjóri, formaður skipulags- og byggingarnefndar, fulltrúar Borgar- skipulags, embættis borgarverkfræðings og Reykjavíkurhafnar kynna helstu efnisatriði aðalskipulagstillögunnar og svara fyrirspurnum kl. 16:30-18:00. • Aðalskipulagstillagan verður áfram til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins þriðjudaginn 20. nóvember. Fjölmargar nýstárlegar hugmyndir um þéttingu byggðar og uppbyggingu Reykjavíkur sem alþjóðlegrar og vistvænnar höfuðborgar eru birtar í aðalskipulagstillögunni og eru borgarbúar hvattir til að mæta og kynna sér þær af eigin raun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.