Fréttablaðið - 10.12.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 10.12.2001, Síða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN JAFNTEFLI Kjósendur á visi.is skiptast (jafna hópa í afstöðunni til þess hvort launþegar eigi að færa fórnir vegna nýrrar þjóðarsáttar. Eiga launþegar að taka á sig skerðingu vegna nýrrar þjóðarsáttar? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Finnst þér að áhöfn þyrlu Gæslunnar eigi að vera á vakt eða bakvakt allan sólarhringinn? Farðu inn é vísi.is og segðu I þína skoðun — ____________cgrara Strand við Öndverðarnes: Fórust með Svanborgu sjóslys Lík eins skipbrotsrtemns af Svanborgu SH fannst við leit á laugardag. Hann hét Sæbjörn Vignir Ásgeirsson, skipstjóri, Ennisbraut21, Ólafsvík. Hann var fertugur og lætur eftir sig eigin- konu og þrjú börn. Tveggja er saknað og eru þeir taldir af. Þeir hétu Vigfús Elvan Friðriksson til heimilis að Brúar- holti 5, Ólafsvík, 48 ára og Héðinn Magnússon til heimilis að Vall- holti 7, Ólafsvík 31 árs. Héðinn var uppeldissonur Vigfúsar Frið- rikssonar. Þeir voru báðir fjöl- skyldumenn. Leit á sjó var hætt við myrkur í gærkvöldi en fjörur voru áfram gengnar í nótt. ■ —-♦— Innherjaviðskipti: Ráðherra vill breyta refsiá- kvæðum 2 10. desember 2001 MÁNUDAGUR Harðir bardagar í grennd Tora Bora: Kandahar aftur á valdi gamla harðstjórans BANDAMENN í AFGANISTAN Tveir rússneskir sendimenn ræða þarna við bandaríska hermenn á herflugvellinum í Bag- hram í Afganistan, norður af Kabúl. TORA BORA. ISLAMABAD. AP Banda- rískar sprengjur féllu á fjallshlíð- arnar umhverfis þorpið Tora Bora í austurhluta Afganistans í gær. Tilgangurinn var að veikja varnir A1 Kaída samtakanna, sem þar verjast enn, og undirbúa þannig landhernað afganskra hersveita. Ekkert er vitað hvar Osama bin Laden er niðurkominn. Sumir segja hann enn staddan í fjöllun- um umhverfis Tora Bora, og jafn- vel hafa borist fréttir af því að hann berjist þar í fremstu víglínu. Aðrir telja hann í felum norðan við Kandahar, eða farinn úr landi. Stríðsherrar, sem deilt hafa um yfirráð í Kandahar, komust að samkomulagi í gær um að Gul Agha, sem hélt uppi ógnarstjórn þar áður en talibanar tóku völd, muni stjórna borginni í samvinnu við bráðabirgðastjórnina næstu mánuðina. Þrátt fyrir ógnarstjórn talibana í borginni, óar sumum íbúum hennar þó við endurkomu Aghas. Ágreiningur og vantraust milli afganskra stríðsherra og ættar- höfðingja setja stóran svip á ástandið í Afganistan. „Ástandið er orðið aftur eins og það var áður en talibanarnir komu,“ sagði Michael Kleiner, talsmaður Rauða krossins í Kabúl. „Nú eru komnir vegatálmar alls staðar." Hann sagði a.m.k. 15 vegatálma vera á u.þ.b. 110 km leið frá Kandahar til landamæra Pakistans, en vopnað- ir stríðsmenn stunda þetta og hleypa engum í gegn sem þeim er ekki þóknanlegur. ■ Skelfílegt að búa við þetta Fjölskylda í Grafarvogi í herkví síbrotamanns, sem á barn og barnsmóð- ur á heimilinu. Fjölskyldufaðirinn segir lögregluna ekkert vilja aðhafast. HEIFT ísraelskur hermaður hljóp til í gær og reyndi að koma í veg fyrir að ísraelsk kona berði palestínska konu í bænum Hebron á Vesturbakkanum. herkví „Það er skelfilegt að búa við þetta,“ segir Baldvin Óskars- son, fjölskyldufaðir í Grafarvogi. Síbrotamaður, sem á fjögurra mánaða barn með fósturdóttur Baldvins, hefur haldið fjölskyld- unni í herkví mánuðum saman og hefur fimm sinnum brotist inn á heimilið og valdið skemmdum á heimilinu og bíl fjölskyldunnar. Á fimmtudagskvöld hótaði hann að koma á heimilið og skjóta Baldvin með haglabyssu og hefur áður, að sögn Baldvins, hótað að vinna barninu og móður þess mein. Baldvin segist taka hótanirnar al- varlega enda hafi þær sífellt færst í vöxt og orðið alvarlegri, einkum í sinn garð. Baldvin segist ítrekað hafa lagt fram kærur til lögreglunnar bæði vegna innbrotanna, skemmdar- verkanna og hótananna en segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um með það aðgerðar- og skiln- ingsleysi sem hann hefur mætt hjá yfirmönnum lögreglunnar. Sigrún Pálmadóttir, sambýlis- kona Baldvins, segist m.a. hafa fengið þau svör frá fjarskipta- þjónustu lögreglunnar þegar hún hefur hringt þangað vegna inn- brota mannsins að dóttir sín geti sjálfri sér um kennt að hafa lagt lag sitt við þennan mann og lög- reglan fari að hætta að sinna sí- felldum kvörtunum fjölskyldunn- ar. Baldvin segir að löglærðir starfsmenn lögreglunnar telji ekki tilefni til að úrskurða mann- inn í nálgunarbann á fjölskylduna eða grípa til annarra aðgerða. f HERKVf Baldvin hefur sett slagbrand fyrir útidyr heimilisins til að verja það innrásum. Baldvin segir að fjölskyldan búi við umsátursástand og þau hjónin hafi sífelldar áhyggjur ef þau fara að heiman. „Ég hef sér- staklega áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á börnin," segir Baldvin. „Það er skelfilegt að búa við þetta. Yngsta telpan, sem er 10 ára, er svo skelfingu lostin að hún kemur upp í til okkar á næturna ef hún heyrir í bíl út á plani.“ Baldvin hefur smíðað slagbrand fyrir útihurðina til að yngri börnin geti sofið róleg á nóttunni og sett upp öryggiskerfi frá Securitas. Hann segir að lögmaður sinn hafi ráðlagt sér að stefna lögreglunni fyrir aðgerðarleysi í málinu. ■ Átökin halda áfram: Sharon boðcir frekari hernað haífa. ap Ekkert lát er á átökum Israelsmanna og Palestínumanna, og létu sex manns lífið í gær. Palestínumaður svipti sig lífi með sprengju í bænum Haífa í ísrael í gær. Ellefu manns særðust, en eng- inn þeirra alvarlega. ísraelska lög- reglan segir manninn hafa ætlað að valda meira tjóni. Þá hélt ísraelski herinn inn í bæinn Anabta á Vestur- bakkanum og skiptist þar á skotum við palestínska lögreglumenn, með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Þá skutu ísraelskir hermenn á palestínskan leigubílstjóra ná- lægt þorpinu Jenín. Maðurinn lést, en hermennirnir sögðu hann hafa ætlað að fara inn í þorpið, sem ísra- elski herinn hefur lokað. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, segist hafa handtekið 17 af þeim 33 mönnum, sem ísraels vilja láta handtaka vegna sjálfsmorðsárás- anna í Haífa og Jerúsalem, sem urðu 26 manns að bana í byrjun mánaðarins. Hann segist vilja allt gera til að halda frið við ísraels- menn, en ísraelskir ráðamenn segj- ast ekki treysta honum og Ariel Sharon forsætisráðherra boðar frekari hernað á hendur Palestínu- mönnum. ■ f I Breytingar á blaðamarkaði: Frjáls ljölmiðlun selur hlut sinn í DV | innherjaviðskipti „Ráðherra er ekki sammála þeirri túlkun laga um verðbréfaviðskipti sem leiddi að sýknun," sagði Jónína Lárus- dóttir, lögfræðingur í viðskipta- ráðuneytinu og formaður nefnd- ar um breytingu á verðbréfalög- um, spurð um ástæðu stjórnar- frumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingu á refsiákvæðum í lögum um verð- bréfaviðskipti. Héraðsdómur komst nýlega að þeirri niður- stöðu að Gunnar Scheving Thor- steinsson, fyrrum stjórnarmaður í Skeljungi, hafi ekki brotið af sér þegar hann hagnaðist á kaupum bréfa félagsins eftir að hafa fengið trúnaðarupplýsingar á stjórnarfundi. „Af ýmsum ástæðum þótti ásetningur ekki nægilega sann- aður í þessu máli, en í frumvarp- inu er hinsvegar tekinn af allur vafi um að gáleysi í innherjavið- skiptum dugar til sakfellingar.“ Ýmsar málsbætandi ástæður verði því síður teknar til greina. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja ekki sýknudóminum til Hæsta- réttar. ■ fjölmiðlar Frjáls fjölmiðlun hefur selt hlut sinn í Útgáfufélagi DV, sem gefur út samnefnt síðdegis- blað, til fjárfestingarfélagsins Esóbs. Samningur þar um tekur gildi næstkomandi miðvikudag. DV, og forveri þess Dagblaðið, var næst útbreiddasta blað lands- ins frá stofnun 1975 allt þar til á þessu ári að Frjáls fjölmiðlun hóf útgáfu Fréttablaðsins. Áætluð ársvelta DV er um 1.100 milljónir króna eða um 45 prósent af heild- arveltu Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja. Frjáls fjölmiðlun seldi fjár- festingarfélaginu Esób 40 pró- sent hlut í DV síðastliðið vor. Esób kaupir nú afganginn; 60 pró- sent. í sameiginlegri tilkynningu félaganna er kaupverðið sagt trúnaðarmál. Sveinn R. Eyjólfs- son, stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar, vildi ekki tilgreina hvert kaupverðið er, en sagði það mjög vel ásættanlegt. í kvöld- fréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom fram að DV hefði í viðskipt- unum verið metið á um 1.200 milljónir króna. Fjárfestingarfélagið Esób er í eigu Einars Sigurðssonar heitins Einarssonar ríka úr Eyjum, föð- urbróður hans, Ágústs Einarsson- ar, prófessors og fyrrverandi þingmanns, Óla Björns Kárason- ar, ritstjóra DV og Hjartar Niel- sen, framkvæmdastjóra heildsöl- unnar ísólar. Að sögn Eyjólfs Sveinssonar, framkvæmdastjóra Fi-jálsrar fjöl- miðlunar og stjórnarformanns Fréttablaðsins, mun Frjáls fjöl- miðlun nú einbeita sér að þeim miklu breytingum sem framund- an eru í íslensku fjölmiðlaum- hverfi. Fyrirsjáanlegur er frekari vöxtur Fréttablaðsins, sem sam- kvæmt nýlegri fjölmiðlakönnun Gallup er lesið af 65 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu eldri en 25 ára. Jafnframt mun Frjáls fjöl- miðlun einbeita sér að frekari uppbyggingu vefsvæðanna Vís- ir.is og Leit.is, auk þeirra 25 fyrii-- tækja í fjölmiðlun og upplýsinga- fjölmiðlar Sveinn R. Eyjólfsson og Óli Björn Kárason sendu frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í gær: „Tekist hafa samningar milli Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. og Fjárfestingarfélagsins ESÓB ehf. um kaup Jjess síðarnefnda á 60% hlut í Ótgáfufélaginu DV ehf. í apríl síðastliðnum keypti ESÓB 40% hlut í Útgáfufélaginu tækni, sem Frjáls fjölmiðlun á hlut í. Fréttablaðið náði ekki tali af Óla Birni Kárasyni, talsmanni Esóbs, í gærkvöldi. Sameiginleg yfirlýsing Frjálsrar fjölmiðlunar og Esóbs er birt hér að neðan. ■ DV af Frjálsri fjölmiðlun og hafa aðilar nú náð samkomulagi kaup ESÓB á öllum hlutabréfum Útgáfufélagsins. Samningurinn tekur gildi miðvikudaginn 12. desember næstkomandi, en þá er gert ráð fyrir að fjármögnun hans verði lokið. Kaupverð er trúnaðarmál milli samningsað- ila.“ ■ Yfirlýsing um sölu á DV: Samningar tekist um sölu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.