Fréttablaðið - 10.12.2001, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.12.2001, Qupperneq 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2001 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS Verða hvít jól? Já, þau geta alveg orðið hvit. Ég vona það allavega. Ingibjörg Vigfúsdóttir skrifstofumaður. Grafarholtið: Byggja minni íbúðir að kröfu markaðarins nýbyccincar Byggingafyrirtækið Járnbending hefur brugðist við kröfu markaðarins með því að byg- gja minni íbúðir en upphaflega stóð til á byggingarsvæði sínu í Grafar- holti. Sigurður Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að fyrir vikið eigi þeir ekki í nein- um erfiðleikum með að selja íbúðir þar öndvert kannski við aðra sem byggt hafa stórar íbúðir. Hann seg- ir að fyrirtækið sé þegar búið að byggja 35 íbúðir og selja þar allar nema eina og sé þegar byrjað á 39 til viðbótar en alls hafa þeir lóðir til VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Segir R-listann eiga sök á 60- 80% hækkun á húsaleigu að byggja 117 íbúð- ir í Grafarholtinu. Hann segir að það sé misskilning- ur að byggingafyr- irtæki þurfi sér- stakt leyfi frá borgaryfirvöldum til að byggja minni íbúðir í fjölbýlis- húsum en upphaf- lega stóð til í hverfinu. Aðalat- riðið sé að halda sig innan þess byggingarreits sem GRAFARHOLT Þeir sem hafa sniðið stærð (búða að kröfu markaðarins segjast ekki vera í neinum erfið- leikum með að selja þær. það hefur fengið úthlutað á grund- velli útboðs. í því sambandi bendir hann á að markaðurinn vilji 3 her- bergja íbúðir sem séu um 90 fer- metrar en ekki 120 fermetrar og 4. herbergja sem séu rúmlega 100 fer- metrar að stærð en ekki 130-150 fermetra stórar íbúðir. Á fundi borgarstjórnar í gær gagnrýndi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna R-listann harðlega fyrir lóðaskort og upp- boðsstefnu á byggingarlóðum. Hann sagði að þetta hefði leitt til þess að byggingarkostnaður hafi hækkað og söluverð íbúða auk þess sem húsaleiga á almennum mark- aði hafi hækkað um 60-80%. ■ Bandarískur vísindamaður: Hlýnun á Mars WASHINGTON. ap A reikistjörnunni Mars eru stór svæði þakin eins konar ís, sem reyndar er ekki frosið vatn heldur frosinn koltví- sýringur. Nú er komið í ljós, með samanburði mynda sem teknar voru 1999 og 2001, að þessi svæði eru að minnka. Þetta bendir til þess að andrúmsloftið á Mars fari hlýnandi, og gæti sú þróun endað með því að vatn verði á ný finnan- legt á rauðu reikistjörnunni. Þetta telur að minnsta kosti bandaríski vísindamður Michal A. Caplinger vera líklegt, en eftir hann birtist í síðustu viku lærð grein um málið í tímaritinu Sci- ence. Caplinger segir ennfremur, að haldi þessi þróun áfram í þúsund- ir ára, þá myndi það enda með því að andrúmsloftið á Mars verði býsna hagstætt mönnum. „Maður þyrfti ekki lengur að klæðast NORÐURPÓLLINN Á MARS Á þessari mynd má greinilega sjá fsbreið- una á norðurpólnum á Mars, sem reyndar er ekki frosið vatn heldur frosinn koltvísýr- ingur. geimbúning, heldur væri nóg að fara í frakka og nota súrefnis- grímu,“ sagði hann. ■ Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar i Smáralmd þarsem jólasveinarnir og yfir 70 verslj/jir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. 16:00-18:00 í Sumargarðínum bjóða jólasveinar börnunum með sér í stuttar hestvagnaferðir. Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag! 16:30 og 17:30 JÓlasagan lesin. 17:00 og 18:00 JÓlaSVeÍnarskemmta. Ævintýraheimur barnanna í JÓlalandínu í allan dag. Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama á við um göngugötuna þar sem tónlist harmonikku- leikara skapar rétta jólaandann. -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar (dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is OLfUBIRGÐASTÖÐ OLÍUFÉLAGANNA Á GRANDA Eldsneytiskostnaður er einn stærsti þátturinn í rekstri heimila og fyrirtækja. Brjóta olíufélögin á neytendum? Hagnaður olíufélaganna 1.540 milljónir á þremur mánuðum. Formaður FIB segir margt benda til verðsamráðs hér á landi og vonar að Sam- keppnisstofnun þurfi ekki á leynilegum fundargerðum að halda. Risasektir í Skandinavíu á grundvelli hagfræðilegra raka. olíudreifing Eftir að hægjast hef- ur á falli krónunnar á síðari helm- ingi ársins hafa íslensku olíufé- lögin snúið tapi í svo ríflegan hagnað að varla eru dæmi um við- líka viðsnúning heillar atvinnu- greinar í íslensku viðskiptalífi. Samanlagt tap Olíufélagsins, Olís og Skeljungs frá janúar til júní á þessu ári var 541 milljón króna. Má þar ætla að gengishrun krón- unnar hafi ráðið mestu enda borga félögin fyrir eldsneyti í er- lendum gjaldmiðlum og fá greitt fyrir í krónum. Næstu þrjá mán- uði á eftir, frá júnílokum til sept- emberlöka, högnuðust þau hins- vegáf um 1.540 milljónir RriSna á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hefur náð nýjum lágmörk- um. , Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir að með- alhlutur íslensku olíufélaganna í hverjum seldum lítra af bílabens- íni, miðað við neysluverðsvísi- tölu framreiknað til dagsins í dag, hafi verið 22 krón- ur árið 1999, 24,36 krónur árið 2000 og 25,40 krónur það sem af er ár- inu 2001. Athygl- isverðust sé þó aukningin frá því í júní, en síðan þá sé meðaltalshlutur félaganna kominn í 27,88 kónur af hverjum seldum lítra. Runólfur segir því RUNÓLFUR ÓLAFSSON Hröð aukning á álagningu er til marks um litla samkeppni. HAGNAÐUR AF OLÍUDREIFINGU Á ÍSLANDI 3 ársfj. 2001 9 mán. 2001 6 mán. 2001 12 mán. 2000 Olíufélagið 789 485 -541 646 ÖÍÍs 309 112 -197 119 Skeljungur 442 402 -40 159 Samtals 1.540 1.000 -541 646 Allar tölur í milljónum króna EYRÚN INGADÓTTIR Forsendur fyrir lækkun á díselolíu. efni til að gagn- rýna ummæli Kristins Björns- sonar, forstjöra Skeljungs, í við- tali við Morgun- blaðið fyrir sköm- mu þess efnis aö hlutur , olíufélag- anna hafi lækkað um 5,8% á þremur árum. „Hann notaði eingöngu tvö verðhnit af 24 og taldi sig geta fengið niðurstöðu af því. Á svipað- an hátt væri hægt að fara 20 ár aftur í tímann þegar ofurverð- bólga geisaði hér, taka eitt verð- bólguhnit og halda því svo fram að verðbólga hafi lækkað gríðar- lega á tímabilinu." Viðskiptaráð- herra bættist nýlega í hóp þeirra sem hafa sent erindi um málið til Samkeppnisstofnunar. „Það einkennir atvinnugreinar þar sem samkeppni ríkir að þar henda menn ekki óhikað gengis- tapi og öðru beint út í verðiagið." Ljóst sé að innra aðhald skorti og að brýnt sé að taka upp sam- keppniseftirlit af því tagi sem þekkist í kringum okkur. „Sam- keppnisyfirvöld í Skandinavíu þurftu ekki að komast yfir leyni- legar fundargerðir til að sýna fram á nýlegt samráð olíufélaga í Danmörku og Svíþjóð heldur voru hagfræðileg rök tekin góð og gild.“ Eyrún Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra, er í sam- starfshóp félaga atvinnubílstjóra og FÍB um verðlagningu á elds- neyti. „Við hittumst eftir síðustu mánaðarmót þegar ljóst var að ekkert olíufélaganna myndi lækka díselolíu til jafns við skipagasolíu. Þróun þeirra teg- unda hefur að jafnaði verið mjög áþekk.“ Hún segir að sendibíl- stjórar sætti sig ekki við skýring- ar Gunnars Kvaran hjá Skeljungi, en hann svaraði fyrirspurn þeirra á þá leið að sérstakt efni væri sett f olíuna vegna vetrarkulda. Sam- kvæmt upplýsingum frá Samtök- um iðnaðarins var mismunurinn á díselolíuverði hér og í Bandaríkj- um, mælt í dollurum, 36% í sept- ember á síðasta ári en 55% í síð- asta mánuði. Á grundvelli þessa beina samtökin þeim tilmælum til Samkeppnisstofnunar á heima- síðu sinni að hún hraði rannsókn sinni. matti@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.