Fréttablaðið - 10.12.2001, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 10. desember 2001
BÆKUR
Jöklaleikhúsið
APapeyri er mannlífið fjöl-
skrúðugt og menn stórhuga.
Leikfélagið ákveður að setja á
svið Kirsuberjagarðinn eftir
Tsjekhov og að hlutverk verði
öll í höndum karlmanna á
staðnum. Athafnamanninum
Vatnari Jökli finnst ekki duga
minna en að reisa leikhúsið utan
um meistaraverkið og fléttast
líf bæjarbúa með æði misjöfn-
um hætti inn í þá atburðarrás.
Úr verður hin stórskemmtilega
bók Steinunnar Sigurðardóttur,
Jöklaleikhúsið. Með staðarlýs-
ingum tekst henni að láta les-
andann sjá fyrir sér umhverfi
Papeyrar á ljóslifandi hátt og er
ég viss um að ég heyrði marrið
í snjónum nokkrum sinnum.
JÖKLALEIKHÚSIÐ
HÖFUNDUR: Steinunn Sigurðardóttir
ÚTGEFANDI: Mál og menning 2001
280 bls.
Steinunn kýs að kafa ekki of
djúpt í sálarlíf sögupersónanna,
enda engin ástæða til. Þrátt fyr-
ir það er sögumanni bókarinnar,
Beatrís, gerð góð skil og leiðir
hún lesandann í gegnum það
þriggja ára timabil sem tekur
að koma verkinu á fjalirnar. í
gegnum söguna kynntist ég
makalausum karakterum, þótt
sumir hefðu verið lítt aðlaðandi.
Jöklaleikhúsið er skemmtilega
skrifuð saga, full af húmor og
mæli ég hiklaust með henni.
Kolbrún Ingibergsdóttir
Michael R. Czinkota:
Mikilvægi markaðsmála
í hnattvæðingu
fyrirlestur Dr. Michael R Czinkota
heldur í dag fyrirlestur í hátíðar-
sal Háskóla íslands í boði MBA
námsins í Háskóla íslands. Efnið
sem Dr. Czinkota fjallar um er
mikilvægi markaðsmála í hnatt-
væðingu viðskiptalífsins, á ensku
„The Global Marketing Imperati-
ve“. Dr. Czinkota er prófessor við
Georgetown University í Banda-
ríkjunum og hann er sérfróður
um alþjóðaviðskipti. Hann er einn
þriggja höfunda að kennslubók
Á Listasafni Reykjavikur- Kjarvals-
stöðum stendur yfir sýningin Leiðin
að miðju jarðar. Það er sýning tékk-
neskra glerlistamanna, sem eru meðal
þeirra fremstu í heiminum. Tríó Haf-
dísar Bjarnadóttur, ásamt dönsku
söngkonunni Caroline Skriver, hefur
spunnið tónlist út frá verkum lista-
mannanna, sem þau munu flytja að
lokinni leiðsögn á sunnudaginn klukk-
an þrjú.
Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur
Auðarson og Páll Banine hafa opnað
sýninguna „Séð og heyrt" í Gallerí
Skugga, Hverfisgötu. Opnunartími er kl.
13 til 17 alla daga nema mánudaga.
Vakin er athygli á slóðinni www.galler-
iskuggi.is þar sem finna má upplýsingar
um myndlistarsýningar og aðra viðburði
gallerísins.
Nú stendur yfir sýningin Málverkið eftir
málverkið í verslun Sævars Karis,
Bankastræti 7. Sýningin samanstendur
af verkum sem unnin eru af 26 nem-
endum Listaháskóla íslands. og stendur
hún til 14. desember.
Eyþór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gall-
erí Geysi. Sýningin heitir „Mynd í
myrkri" vegna stemningarinnar sem
listamaðurinn einsetti sér að búa til í
myndunum. Á sýningunni verða um 19
myndir og mun þær hanga uppi út
mánuðinn.
um alþjóðayiðskipti (Inter-
national Business, 6th. edition)
sem hefur verið notuð í kennslu í
Háskóla íslands um árabil. Czin-
kota hefur hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir rannsóknir sínar
og hann er eftirsóttur ráðgjafi á
sviði alþjóðaviðskipta.
Prófessor Ingjaldur Hanni-
balsson mun kynna Michael R.
Czinkota og stjórna umræðum.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
og hefst kl. 15.30. ■
Myndlistarsýning með verkum Þórðar
Hall myndlistarmanns stendur yfir í
Hallgnmskirkju um þessar mundir. Sýn-
ingin er opin alla daga frá 9-17 og er
aðgangur ókeypis.
Þrjár sýningar eru nú í Listasafni Kópa-
vogs. Margrét Jóelsdóttir og Stephen
Fairbairn sýna nýleg þrfvíddarverk í
austursal Listasafns Kópavogs. ( Vestur-
sal safnsins sýnir Aðalheiður Valgeirs-
dóttir málverk. Sýningin ber yfirskriftina
Lffsmynstur. Á neðri hæð safnsins sýnir
Hrafnhildur Sigurðardóttir lágmyndir
og kallar sýningu sína Skoðun. Sýningin
stendur til 20. desember. Safnið er opið
alla daga nema mánudaga 11-17.
Fimm ungir listamenn sýna nú í List-
húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Haf-
steinn Michael Guðmundsson, Helgi
Snær Sigurðsson, Karl Emil Guð-
mundsson, Sírnir H. Einarsson og
Stella Sigurgeirsdóttir sýna verk sem
unnin eru f ólfka miðla og eru við-
fangsefnin margbreytileg. Öll eiga þau
það sameiginlegt að hafa numið við
Myndlista- og handíðaskólann og eða
Listaháskóla Islands. Sýningin stendur
til 12. desember og er opin virka daga
frá kl. 10 til 18 en einnig er opið um
helgar.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is
Jólasveinaþjónusta
kyreams
%J (7
Þarft þú sérfræðing í að koma jólapökkum til skila eða alvöru jólasveina
á jólaballið? Hafðu þá samband í síma 694 7575, 587 1097 eða með
pósti á netfangið: skyrgamur@skyrgamur.net.
Einnig leigjum við út jólasveinabúninga fyrir platjólasveina.
■J
TÖLVULAGNAVÖRUR
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
Hamarshöfda 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123
Netfang: ris@simnet.is - Veffang: www.simnet.is/ris
Elgadphon
Gæðavörur á
góðu verði
Allt fyrir tölvu-
lagna kerfi
Meðal notanda:
þjónustudeild
Símans
DWiáirsiDDinidl
SDgfFgSDDS
latréð
<to euw
10 ára ábyrgð
tm- 12 stærðir, 90 - 500 cm
i* Stálfótur fyfgir
: Ekkert barr að ryksuga
j« Truflar ekki stofublómin
ít Eldtraust
H Þarf ekki að vökva
.. íslenskar leiðbeiningar
. Traustur söluaðili
M Slcynsamleg fjárfesting
itDgg© wB@
Bandalag íslenskra skáto
*Nýjar vörur*
Tölaim upp vörur í vikunni.
■'if'1e!pul<jólar Kvenfatnaður
Kerti
Náttföt Dagatöl
LAÖRA ASUI.I-Y
BÆJARMND I4-I6
20ÍKOPAVOGUR
SÍMI55I 6646
Opið mán- föst 10-18 • laugardaga 11-16
r. . '
Leonardo da Vinci
starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins
Lýst eftir umsóknum
Landsskrifstofa Leonardó á Islandi lýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru af Leonardo da Vinci
Sfárfsmenntaáætiun Evrópusambandsins. Uinsó^B^rfrp'Stur er til 18. janúar 2002.
íslensk áhersluatriði í Leonardó árið 2002:
Leonardo da Vinci
Rannsóknaþjónusta
• Þátttaka fyrirtœkja í Leonardó
- sérstaklega þróun starfsmenntunar í jyrirtœkjum
• Nýjar kennsluaðferðir og kennsluhœttir
- með sérstöku tilliti til starfstengds tungumálanáms
- þróun fjarnáms
• Verkefni sem stuðla að bœttu sjálfsmati einstaklinga og jafnrétti á vinnumarkaði
Þeim sem vilja taka þátt í verkefni með öðmm og/eða leita að samstarfsaðilum fyrir verkefni
sitt er bent á leitarvefinn: http://leonardo.cec.eu.int/psd/
Nánari upplýsingar um Leonardo da Vinci og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu
Landsskrifstofu Leonardó og á Landsskrifstofu Leonardó, Tæknigarði, Dunhaga 5,
sími: 525 4900, fax: 552 8801; tölvupóstur: rthj@hi.is, heimasíða:
http://www.rthj.hi.is/page/leonardo
Einnig aðstoðar Mennt, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla umsækjendur og veitir
allar upplýsingar. Sími: 511 2660, tölvupóstur: alla@mennt.is, heimasíða: http://www.mennt.is
Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 4900, fax 552 8801, netfang rthj@hi.is, vefsíða www.rthj.hi.is